Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1984, Qupperneq 22
22
DV. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER1984.
Myndbönd
Myndbönd
1
Myndirnar eru úr Mistral’s daught-
er, Falcon Crest og Með allt á hreinu.
Executioners song er byggö á hinni
þekktu skáldsögu Norman Mailers um
Garry Gilmore, fangann sem bað um
að verða tekinn af lífi. Tommy Lee
Jones leikur Gilmore og þykir fara vel
með hlutverkið.
Mistral's daughter
Jólamyndband Stig (Steinar dreifir)
er „mini-serían” Mistral’s daughter
meö þeim Stacy Keach og Stefanie
Powers í aöalhlutverkum. Stacy, sem
eyðir þessum jólum í fangelsi fyrir
kókaínsmygl, leikur Mistral, frægan
málara. Spannar sagan æviferil hans
frá millistríðsárunum og fram á vora
daga en ýmsar persónur fléttast inn í
þann söguþráð.
Af öðrum jólamyndböndum Stig má
nefna góðkunningja okkar Tomma og
Jenna, 4 hluta, Pink Panther-teikni-
myndirnar, en þær eru að koma á
myndbönd nú í fyrsta sinn, og svo má
ekki gleyma jólaglaöningnum í
Dynasty-þáttunum. Sjálf aðaltíkin
Joan Collins mætir til leiks í fyrsta sinn
núumjólin.
Upp úr áramótum kemur svo mynd-
band meö strumpunum frá Stig.
Svipað og gerist með Rasmus mun
þetta myndband verða með íslensku
taU og er Laddi að vinna í því þessa
dagana.
-FRI.
Jólamyndbönd
Jólamyndbönd Myndbandaleigu
kvikmyndahúsanna í ár eru helst
Falcon Crest-þættirnir, sem þegar
hefur veriö fjallaö um hér, myndimar
Educating Rita, An officer and
Gentleman og Fíladrengurinn.
Educating Rita hefur verið sýnd í
kvikmyndahúsi hérlendis, var raunar
jólamynd í fyrra. Hún fjaUar um sam-
skipti drykkfellds prófessors viö
nokkuð óvenjulegan nemenda sinn.
Michael Caine leikur prófessorinn en
Julie Waltes nemandann og varð hún
heimsfræg fyrir leik sinn í þessari
mynd.
An officer and gentleman hefur
einnig verið sýnd í kvikmyndahúsi hér-
lendis en þar er fjallað um veru ungs
sjóforingja í sjóherskóla og ýmsar
freistingar er hann verður að takast á
við. Ekki gengur allt sem skyldi enda
varla von þegar Debra Winger er ein
af freistingunum. Agætlega leikin
mynd sem fjallar um gamalt og þvælt
efni á oft á tíðum frumlegan hátt.
Fíladrengurinn er barnamynd.
Fjallar hún um samskipti. ungs
munaðarlauss Indverja, Toomai og fUs
hans, Kala-nag. Toomai er mahut eða
fílahirðir og hann og risavaxinn vinur
hans vinna á griöastað fyrir villt dýr á
Indlandi. Þeir lenda í útistöðum við
veiðiþjófa sem ætla sér að ná í nokkur
hlébarðaskinn.
íslenskt tal
Meðal barnaefnis á jólamynd-
böndum frá Háskólabíói er Rasmus
klumpur meö íslensku tali en þetta er
fyrsta myndband sinnar tegundar sem
gefið er út hérlendis meö íslensku tali.
Af öðrum jólamyndböndum Há-
skólabíós ber helst að geta íslensku
kvikmyndarinnar Með allt á hreinu,
Stuðmanna-myndarinnar sem mikilla
vinsælda naut hérlendis í hittifyrra.
Önnur jólamyndbönd eru Who will
love my children og Executioners
song. Sú fyrri er ekta „vasaklúta-
mynd” með Ann Margret í aðalhlut-
verki. Hún leikur 11 barna móöur sem
gift er drykkjusjúklingi. Hún á sjálf
við ólæknandi krabbamein að stríða og
fjallar myndin um hvernig henni
gengur við að koma börnum sínum í
fóstur.
VINSÆLDALISTINN
í ENDURSKOÐUN
Enginn vinsældalisti er á síðunni í
dag, eins og flestir taka væntanlega
eftir. Astæða þess er sú að verið er
að vinna að endurskóðun á listanum
og því hvernig hann er tekinn saman.
Meðal stærstu atriða í þessari endur-
skoðun er að reyna að koma í veg
fyrir ólöglegar spólur á honum en
mikið hefur verið kvartað yfir þeim
á listanum af hálfu þeirra aðila sem
eiga myndbandsréttinn á við-
komandi spólum.
Þó þessar spólur eigi rétt á aö
vera á listanum sökum vinsælda er
það alls ekki ætlun DV að ýta undir
ólöglega starfsemi að þessu leyti.
Nýr og endurbættur vinsældalisti
okkar lítur svo væntanlega dagsins
ljós eftir áramótin.
HAMMERSMITH IS OUT
Aðalhlutverk Richard Burton, Elizabeth
Taylor.
Loiktjóri Peter Ustinov.
Ein af fjölmörgum myndum sem
frægasta leikarapar allra tíma
geröu, að þessu sinni undir stjórn
Peter Ustinov. Miðað við þetta
einvalalið átti maður von á ívið betri
mynd. Þótt Elizabeth Taylor hafi
hlotið titilinn leikkona ársins 1972 í
Berlín fyrir frammistööu sína á þá-
verandi eiginmaöur hennar ekki
góðan dag, einkum vegna ofleiks.
Aðstoöarmaður á geðveikrahæli
gerir samning við stórhættulegan
glæpamann, Hammersmith (Burt-
on), sem þar er í einangrun.
Gegn því að hann sleppi bófanum út
ætlar sá að gera aðstoðarmanninn
ríkan. Það verður úr og brátt virðist
allt ganga í haginn fyrir þá tvo og
ástkonu aðstoðarmannsins (Taylor).
Ástkonan þolir svo ekki ríkidæmið
og leggst í drykkjuskap. Hann vill
því fá Hammersmith til að koma
henni fyrir kattarnef en sú ósk hefur
ófyrirsjáanlegar afleiðingar. -FRI.
CHINATOWN
Aðalhlutverk: Jack Nicholson, Eaye
Ounaway.
Leikstjóri: Roman Polanski.
Þessi mynd var útnefnd til 10
óskarsverðlauna á sínum tíma og
hlaut m.a. óskarinn fyrir sviðsmynd.
I henni hefur tekist alveg frábærlega
að endurskapa það andrúmsloft sem
ríkti í suðurhluta Kaliforníu á milli-
stríðsárunum, andrúmsloft sem gaf
af sér margar af bestu leynilögreglu-
sögum sem skrifaðar hafa verið.
Jack Nicholson leikur einka-
spæjara í „Marlow-stílnum”. Hann
—fær að því er virðist auðvelt verkefni
í sambandi við framhjáhald en verk-
efnið vex og verður æ skuggalegra
eftir því sem á líður. Brátt er hinn
lífsþreytti einkaspæjari flæktur í
morðmál upp fyrir eyrnasnepla.
Nicholson og Dunaway, sem hin
dularfulla kvenpersóna með vafa-
sama fortíð, eiga góðan dag f
myndinni. Telja verður Chinatown
með athyglisverðari myndum leik-
stjórans Roman Polanski. -FRI.
ÓGNVEKJANDf
LÝSING Á
HUGSAMLCGHí
fRAMTlÐ
œrmc*WM)m
« ÍWNHfcWWf
ifvtmwí a!
POM2A
FLÓTTINN í FRAMTÍÐINA
Leikstjóri: Peter Fonda.
Aðalhlutverk: Kevin Hearst og Keith Carradine.
Peter Fonda er þekktur leikari.
Hann hefur einnig staðiö bak við kvik-
myndavélina einstöku sinnum, aö
minnsta kosti einu sinni með frá-
bærum árangri. Var það Easy Rider,,
mynd frá blómatímabilinu. Fjallað
var um tvo unga og reiða menn á
mótorhjólum á leið sinni um þjóðvegi
Bandaríkjanna. Flóttinn í framtíöina
er mjög langt frá gæðum fyrrnefndrar
myndar. Þetta er framtíöarmynd sem
fjallar um vísindamenn sem hafa
fundið upp tímavél og nota ungt fólk í
tilraunaskyni og senda þaö inn í
framtíöina. I framtíðinni hefur orðið
gjöreyðing á mannkyninu og allt er í
eyði og eyðileggingin er alls staðar.
Flóttinn í framtíðina er langdregin og
illa leikin. Söguþráðurinn heföi aö
mínu mati getað verið meira
spennandi en það eina sem gleöur
augað er kvikmyndatakan öðru
hverju. Peter Fonda hefur greinilega
gott auga fyrir linsunni.
HK.
SIOASTA HETJA KVIKMYNDANNA,
BOGIE, THELASTHERO
Loikstjóri: Vincont Sherman.
Aðalieikendur: Kevin O'Connor, Kathryn
Harold og Ann Wedgeworth.
Þrátt fyrir að Humphrey Bogart sé bú-
inn aö liggja i gröfinni i tuttugu og
fimm ár er hann ótrúlega vinsæll og
helstu myndir hans eru enn sýndar í
kvikmyndahúsum um allan heim. The
Last Hero er byggö á ævisögu hans.
Það er Kevin O’Connor er leikur Bogie
og þótt í byrjun sé hann ekki
sannfærandi þá vinnur hann á eftir því
sem á myndina líður. Sérstaklega nær
hann hinni sérstöku rödd hans.
Humphrey Bogart byrjaöi kvikmynda-
feril sinn seint eöa þrjátíu og niu ára.
Hann fékk sitt tækifæri sem
harðsvíraður glæpamaöur og næstu ár
á eftir voru hlutverk hans öll í þeim
stíl. I einkalífinu gekk mikiö á.
Drykkja hans og slagsmál við eigin-
konuna voru nær daglega á síðum
slúðurblaða. Það var ekki fyrr en hann
hitti viö kvikmyndatöku unga sýn-
ingarstúlku sem var að byrja feril
sinn, Laurecen Bacall, að líf hans fór í
fastar skorður. The Last Hero er ágæt
afþreying en segir okkur frekar litiö
um mannínn sjálfan. HK.
MEGAFORCE
Leikstjóri: Hal Noedman.
Aðalleikendur: Barry Bostwick og Michael
Beck.
Megaforce fjallar um hóp af fólki
sem felur sig einhvers staðar í fjöllum
Norður-Ameríku. Þetta er enginn
venjulegur hópur fólks, heldur flokkur
sérþjálfaðra manna og kvenna sem
tekur að sér alls konar hættuleg verk-
efni ef nóg af peningum er í boði.
Foringi þeirra er gamall skæruliði og
mótorhjólakappi. Þegar myndin hefst
er þeim fengið það verkefni í hendur að
ná völdum í einhverju ímynduðu
smáríki. Farið er með flugvél þangað
og höfð eru meðferðis einhver ógrynni
af vopnum, hjólum og öðrum farar-
tækjum. Þeim tekst ætlunarverk sitt
en þá hefur atvinnurekendum þeirra
snúist hugur og endirinn er mikill flótti
á mótorhjólum út úr landinu.
Megaforce er frekar slöpp kvik-
mynd. Ekki vantar hasaratriði en
söguþráöurinn er of ósennilegur til að
hægt sé að hafa gaman af.