Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1984, Side 39
DV. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER1984.
39
Frystihúsið Jökuii á Raufarhöfn sem brann nýlega. Þingmenn Bandaiags
jafnaðarmanna vilja iáta gera úttekt á brunavörnum i fiskvinnslufyrir-
tækjum íIjósi undangenginna atburða.
Brunavamir í
fiskvinnslunni
I ljósi undangenginna atburða er
nauðsynlegt að mati flutningsmanna
að láta fara fram gagngera athugun á
brunavömum i einstökum fyrirtækjum
í fiskvinnslugreinum. — Þetta er úr
greinargerð með tillögu til þings-
ályktunar um brunavarnir í fisk-
vinnslufyrirtækjum sem þingmenn
Bandalags jafnaðarmanna hafa lagt
fram.
Þar segir ennfremur að nauðsynlegt
væri að fá upplýsingar um stöðu
þessara fyrirtækja og mikilvægi þeirra
í atvinnulífi viðkomandi byggðarlaga.
I stuttu yfirliti yfir vátryggingatjón
vegna bruna í fiskvinnslufyrirtækjum
kemur fram að 1983 nam það einni
milljón króna, 1982 : 570 þúsundum
króna og 1981: 380þúsundumkróna.
Flutningsmenn tilllögunnar vilja
fela Brunamálastofnun ríkisins að
rannsaka brunavamir í fyrirtækjum í
fiskvinnslu og gera tillögur til úrbóta
sé þeirra þörf. Þessari athugun skulu
fylgja atvinnuupplýsingar um fjölda
starfsmanna einstakra fyrirtækja og
annað sem sýnir mikilvægi þeirra í at-
vinnulifi viðkomandi byggða. Niður-
stöðum skal skila til félagsmála-
ráðherra að ári, segir í tillögunni.
Áætla þingmennirnir að kostnaður við
þetta verkefni geti verið á bilinu 2,5—3
milljónir króna og telja þeir að hann
eigi að greiðast með aukafjárveitingu
úrríkissjóði.
-ÞG
Suðumesjamenn
svæfðir i Reykjavík
Allt síðastliðiö sumar og það sem
af er vetri hafa fjölmargir Suður-
nesjamenn verið svæfðir í Reykja-
vík. Gerist þaö þrátt fyrir fullkominn
tækjabúnaö og aðstöðu á sjúkra-
húsinu í Keflavík til slíkra hluta.
„Við höfum ekki haft heimild til að
ráða menn til að vera á föstum
vöktum við svæfingamar,” sagði
Kristján Sigurðsson, yfirlæknir í
Keflavík, í samtali við DV. „Því
höfum viö þurft aö senda sjúklinga i
svæfingu til Reykjavíkur þegar
þannig hefur staöið á. En ég tel að
verið sé að kippa þessu í liðinn, það
vantaöi aðeins eitt stöðugildi.”
Keflvíkingar og aðrir Suðumesja-
menn mega því búast við aö fá svæf-
inguna sina í heimabyggð áður en
langt um h'öur.
-EIR.
„Þetta er verulega sniðug
bók, í góðri merkingu
þess orðs, svona þegar
maður er búinn að átta sig
á gríninu, gáskanum og
alvörunni.”
— Ur ritdómi í Morgun-
blaðinu 18.12.1984. —
- %
Af himnum ofan er önnur bók Guðbergs Aðal-
stemssonar. Hann hefur áður gefið út skáldsöguna
Björt mey og hrein sem út kom árið 1981.
Þrju félög lokið
sérkjarasamningum
Þrjú aðildarfélög BSRB hafa nú
undirritaö nýja sérkjarasamninga við
fjármálaráðuneytið. Að sögn Indriða
Þorlákssonar, formanns samninga-
nefndar ríkisins, hefur ekki verið
reiknað út hve mikil hækkun felst í
þessum samningum en hann taldi að
hækkunin væri um 1% umfram það
sem samið var um í aðalkjarasamn-
ingnum sem undirritaður var í lok
október.
I aðalkjarasamningnum var gefið
vilyrði um að opinberir starfsmenn
skyldu fá hækkun sem næmi launa-
skriði á almennum vinnumarkaöi.
Þetta launaskrið tímakaups í dag-
vinnu er metið um 3,1% að meöaltali
hjá verkafólki, iðnaöarmönnum og af-
greiðslu- og skrífstofufólki. Samkvæmt
því fengu þau félög sem þegar hafa
samið, Starfsmannafélag ríkisstofn-
ana, Hjúkrunarfélag Islands og Ljós-
mæðrafélag Islands, hækkun um einn
launaflokk. Einn launaflokkur í aðal-
kjarasamningi BSRB er metinn sem
3,5% hækkun. Til viöbótar því var
síðan samið um tilfærslur innan launa-
flokka og starfsaldurshækkanir sem
metið er sem 1% hækkun aömeöaltali.
Enn eiga 11 félög ríkisstarfsmanna
eftir að ljúka sérkjarasamningum en
þær viðræður eiga sér stað þessa
dagana. Ef samkomulag tekst ekki
innan 45 daga frá því aðalkjarasamn-
ingur er staðfestur má vísa deilunni til
Kjaranefndar. Nefndin skal þá kveða
upp úrskurð innan 45 daga. Kjara-
nefnd er skipuö fimm mönnum,
þremur tilnefndum af Hæstarétti og
einum frá hvorum deiluaöila, BSRB og
ríkinu. Formaður nefndarinnar er
Benedikt Blöndal.
Þessi tímafrestur rennur út milli
jóla og nýárs þar sem miöaö er við að
aðalkjarasamningur hafi verið
staöfestur þegar úrsht i atkvæða-
greiöslu lágu fyrir 12. nóvember.
Indriði Þorláksson taldi þó að viöræður
myndu halda áfram fram yfir þann
tíma ef nokkur von væri um að sam-
komulag næðist án þess að visa þyrfti
málumtilKjaranefndar. ÓEF
Jólaleikrit Þjóðleikhússins í ár verður Kardemommubærinn, hið sivinsæla
barnaleikrit Thorbjörns Egner. Hér sjáum við hina geðþekku ræningja, en
þá leika Pálmi Gestsson (Kasper), Randver Þorláksson, (Jesper) og örn
Arnason (Jónatan). Og á annan jóladag syngja þeir: Hvar er húfan mín?
Starmix hraðsuðukanna
með meiru, verð kr. 2.380
Starmix djúpsteikingar-
pottur, verð kr. 3.680
Starmix grill og hitaplata,
verð kr. 4.680
Krups kaffikönnur,
verð frá kr. 1.915
Moulinex grillofnar,
verð frá kr. 4.748
Aromatic kaffikönnur,
verð frá kr. 4.294