Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1984, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1984, Page 50
DV. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER1984. 50 Tíðarandinn Tíðarandinn Tiðarandinn Tiðarandinn Tiðarandinn NORSKT SJÓNVARP? Nú þessa stundina eru sterkar h'kur á þvi að við fáum að sjá norskt sjónvarp dag hvern i nán- ustu framtíð. Máiið er ekki komið i höfn og enn hafa engar ákvarðanir verið teknar af islensk- um stjórnvöidum. Engar sjáan- legar hindranir virðast vera af hálfu Norðmanna að þetta sjón- varp verði að veruleika. Það sem er Ijóst er að 22. desember hefjast sjónvarpssendingar i gegnum gervihnött frá Osló tii Svaibarða. Þegar þessar sendingar hefjast getum við notiðgóðsaf þeim. Til þess að svo verði verðum við að setja upp móttökustöð hér. einnig verðum við að greiða eitthvað af peningum fyrir sendingarnar. Fiest bendir tii að sent verði út á sama dreifikerfi og islenska sjónvarpið notar nú. Það hefur i för með sér að við sjáum aðeins það sem rekst ekki á okkar út- sendingartima. Menntamálaráðherra hefur ver- ið spurður að þvi hvort okkur eigi eftir að líka við norska sjónvarpið. Hún segir eins og von er að það eigi eftir að koma i ijós. En hvernig er þetta sjónvarp og hvað eru þetta margir tímar sem við getum giápt? Sólin er okkar rnegin, þ.e. hún kemur upp í austri. Það gerir það að verkum að Norðmenn fara fyrr á fætur en við. Þegar kiukkan er átta hjá þeim er hún aðeins sjö hjá okkur. Á sumrin er þessi munur enn meiri. Norðmenn hafa svokall- aðan sumartima eins hér tiðkaðist áður. Þegar klukkan er átta hjá þeim á sumrin er hún aðeins sex hjá okkur. Þetta þýðir að á sumrin gætum við séð mun meira af norska sjónvarpinu ef úr verður. APH SUNNUDAGUR 2. DESEMBER Þennan sunnudag sjáum viö ekki mikið af norska sjónvarpinu. Aö íslenskum staöartíma byrjar þaö klukkan 13.30. A dagskrá er ungversk kvikmynd „Kjempann” eftir skáld- sögu eftir Tibor Dégarsk. Þessi mynd er sunnudagskvikmynd svokölluö. Myndinni lýkur rétt fyrir 15.00. Þá byrjar íslenska sjónvarpiö á beinni út- sendingu frá sundmóti. Þaö er klukku- tíma fyrr en venjulega. Þaðsem viðekkisjáum þennandag er þriöji þáttur af Buster. Klukkan f jögur er þáttur um Kurt Vonnegut. Um kvöldið er svo framhaldsþáttur um Freud, geröur af BBC. Þáttur sem á eflaust eftir aö koma hingað. Já, ekki er það meira þann daginn. MÁNUDAGUR 3. DESEMBER Þennan dag er mikiö af efni sem viö getum séö. Sjónvarpiö byrjar klukkan 9.30 meö 15 mínútna leikfimi fyrir þá eldri. Aö henni lokinni koma á skjáinn textafréttir líkt og viö erum vön eftir kvöldfréttir. Þessar fréttir standa yfir í 10 mínútur. Síðan er hlé. Klukkan 16.05 byrja svo útsending- ar aö nýju. Fyrst er stuttur þáttur, „Viö förum á safn”. Fariö er í heim- sókn í Víkingaskipasafnið og skipin skoðuð. Næst er „Norge rundt”. Þessi þáttur hefur verið lengi við lýöi í Noregi. 1 þættinum er komiö víða viö í Noregi og rabbað viö fólk og sagt frá sérstæðum hlutum. Þessi þáttur stendur yfir í 20 mínútur. Við verðum að reisa einn slikan og þá getum við horft á sjónvarp frá Noregi. Er það ekki rétt skref i norrænni samvinnu? Ef það væri norskt... Þá hefðum við séð þetta ef ni Texti: Arnar Páll Hauksson ÞRIOJUDAGUR 4. DESEMBER Norska sjónvarpið hefst klukkan 16.30 á enskukennsluþætti. Þarna væri aö sjálfsögöu kjörið tækifæri aö læra bæði norsku og ensku samtímis fyrir okkur. Fréttir eru aö venju rétt fyrir klukkan fimm. Aö þeim loknum hefst svo barnatíminn. Hann er alltaf á þessum tíma áriö um kring alla daga nema mánudaga. Aö þessu sinni er veriö aö sýna Jól í skósmiðsgötu. Þessi þáttur hefur oft veriö sýndur áður fyrir jól og er alltaf jafnvinsæll. Leikfimiþáttur er næst á dagskrá. Hann stendur yfir í 10 mínútur. Klukkan 17.30 hefst svo Studio A. Þetta er nýr þáttur í norska sjónvarp- inu. Hér er um einskonar frétta- skýringaþátt aö ræöa þar sem menn eru teknir á beinið í beinni útsendingu. Umsjónarmenn þessa þáttar eru þaul- vanir, norskir sjónvarpsmenn. 1 þessum þætti stendur til aö ræða viö landbúnaöarráðherra og spyrja hann spjörunum úr um þaö hvers vegna landbúnaðarvörurnar séu svo háar í verði. I þessum þætti er verðkönnun, er gerö var á öllum Noröurlöndunum, höfö tilhliösjónar. Fréttir eru aö vanda klukkan 18.30 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER Barnatíminn byrjar klukkan 8.00. Anne-Cath Vestly les upp úr bók sinni um Aróru í blokk Z. Því næst eru stuttar lesmálsfréttir. Síðan kemur langt hlé. Kassinn fer í gang aftur klukkan 16.00. Þá er á dagskrá þáttur um jarö- lífið sem er ætlaöur til kennslu í skól- um. Stuttar kvöldfréttir koma að þess- um þætti loknum. Barnatíminn er á sínum staö. Þegar hann er búinn er meira fyrir börn eöa unglinga. „Klíkan í götunni”, kanadískur þáttur. Loks er dagskrá fyrir þá sem vilja tala viö mállausa. Reynt er að kenna talandi fingramál. Þessi þáttur gæti orðið til þess aö allir myndu horfa á fréttir á táknmáli. Næst kemur svo þáttur um trúmál. Fréttir eru svo klukkan 18.30. Klukkan 19 byrjar svo norskur skemmtiþáttur sem viö eigum kost á aö sjá helminginn af. Þetta kvöld sjáum við ekki fram- haldsþáttinn Falcon Crest sem nú er byrjað aö selja hér. Þaö er reyndar veriö aö sýna 17. þátt. Næst sjáum við fréttir sem eru aö forminu til eins og kvöldfréttir í dag- skrárlok í íslenska sjónvarpinu. Þær standa yfir í 5 mínútur. Því næst kemur svo þáttur meö Halldís Moren Vesaas rithöfundi. Hún rifjar upp sumarminningar frá Trysil sem er landshluti í Austur-Noregi, viö sænsku landamærin. Klukkan 15.45 er svo vikulegur í- þróttaþáttur. Bein stúdíósending meö fréttum af íþróttaviðburöum síðustu viku. Eftir íþróttir koma svo fréttirnar. Þær byrja klukkan 18.30 og gera þaö alla daga vikunnar. Þær standa yfir í um hálfa klukkustund líkt og okkar fréttir. Fyrir þá sem hafa áhuga á fréttum er þetta mikill fengur. Norö- menn eru meö fréttamenn sína um allan heim og fréttir berast þeim fljótt. Klukkan sjö sjáum viö svo helminginn af þætti um Holberg danska. Viö verðum þó að kveðja hann því íslenska sjónvarpiö hefst aö venju klukkan 19.25. Bækur geta komið að gagni þó svo að við fáum aðgang að auknu sjónvarpsefni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.