Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Page 5
DV. LAUGARDAGUR 30. MARS1985.
5
Af 228 milljón kr. hagnaði Flugleiða:
172 milljónir
söluhagnaður
þriggja véla
— Flugleiðir nota DC-8 vélar á næstu
árum á Norður-Atlantshaf sleiðinni
Af 228 milljón króna hagnaði Flug-
leiða á síðasta ári eru 172 milljónir til
komnar vegna söluhagnaðar á þrernur
flugvélum félagsins. Þetta kom fram í
ræöu Sigurðar Helgasonar, forstjóra
Flugleiöa, á aðalfundi félagsins á
Hótel Loftleiöum.
En ástæðumar eru fleiri að sögn
Siguröar. Þessar helstar,veni!eg aukn-
ing í flutningum, lægra eldsneyl.isverð,
minni vaxtagreiðslur og aukin afköst
félagsins.
HöfuðstóU Flugleiöa er nú í fyrsta
skiptið jákvaÆur. Félagið fékk enga
eftirgjöf eða niðurfellingu gjalda til
íslenska ríkisins á síöasta ári.
Sigurður sagði að viö sölu á tveimur
af þeim þrem vélum sem voru seldar,
hefði félagið náö hærra veröi en
nokkur annar aðili heföi náð til þessa
við sölu slíkra véla. Vélarnar voru af
gerðinni DC-8-G3.
Þá fékkst einnig góður hagnaður af
sölu Boeing 727-100 vélinni. Félagið
keypti síðan þrjáp vélar á árinu, DC-8-
63. Markaðsverð þessara véla hefur
hækkaö síðan Flugleiðir keyptu þær.
Siguröur minntist á hávaða-
takmarkanir i Bandaríkjunum.
Pantaðir hafa verið hljóödeyfar á
þrjár vélanna, kaupverð er 300
milljónir kr. Með kaupum á DC-8
vélunum sagði Sigurður að búið væri
aö marka stefnu næstu framtíðar um
notkun véla félagsins á Norður-
Atlantshafsleiðinni.
Um samkeppnina við Amarflug og
kaup Flugleiða á hlutábréfum félags-
ins sagði Sigurður: „Um brýna þörf
Amarflugs var aö ræða fyrir aukið
hlutafé.” Og ef ekki keypt: „Hugsan-
lega hefði stjórn Flugleiða verið
ásökuð um að bregöa fæti fyrir þetta
félag sem það stendur í samkeppni
við.”
Siguröur fullyrti aö erlent flugfélag
myndi byrja með áætlunarflug til
tslandsmnantíöar.
Verkfall BSRB sl. haust sagði hann
aö hefði kostað félagið 40 miUjónir
króna. Án þess hefði félagið haft 268
mUljónir kr. í hagnað.
Nýlegt mat Fjárfestingarfélags
íslands á hlutabréfum félagsins hvaö
Sigurður of hátt.
„Það er mín persónulega skoðun að
æskilegt sé að hlutabréf þau sem ríkið
á í Flugleiðum verði seld hluthöfum
og/eða starfsmönnum eða hvorum
tveggja.”
I lokaoröum sínum sagði Siguröur:
„Utlit um rekstur félagsins er fremur
hagstætt.”
-JGH.
Þessi risaþorskur barst á land í Vestmannaeyjum. Honum
var landað hjá Fiskverkun Emmu. Risaþorskurinn mældist
1,55 metrar á lengd og 46 kíló á þyngd. Emil Sæmundsson
heldur ó gripnum í fanginu. DV-mynd Grimur.
Hér færð ÞU svarið
Daglega þarf fjöldi fólks aö leita upplýsinga um
íslensk fyrirtæki, starfsemi þeirra og starfsmenn
bæöi vegna viðskiptaerinda og annars. Slíkt er oft
tímafrekt og fyrirhafnarsamt.
í bókinni ÍSLENSK FYRIRTÆK11985 er aö finna
svör viö flestum spurningum um íslensk fyrirtæki
og eru upplýsingarnar settar fram á aðgengilegan
hátt, þannig aö auðvelt á aö vera að finna það sem
leitað er aö.
ÍSLENSK FYRIRTÆKI er ekki bók sem menn grípa
með sér í rúmiö til skemmtilesturs, heldur bók sem
hefur margþætt notagildi og sparartíma og
fyrirhöfn. ÍSLENSK FYRIRTÆKI er handbók sem
ómetanlegt er aö hafa við höndina.
í bókinni ÍSLENSK FYRIRTÆK11985 er m.a. að
finna: ★ Skrá yfir útflytjendur ★ Umboöaskrá ★
Vöru- og þjónustuskrá ★ Skrá yfir íslensk fyrirtæki
og helstu starfsmenn þeirra ★ Skipaskrá.
Hafðu ÍSLENSK FYRIRTÆK11985
við höndina
ÍSLENSK FVRIRTfEKI
Ármúla 18 — 108 Reykjavík — ísland — Sími 82300
-
rsteinsson
&ionnsonhf.
SÍMI 91-685533
......