Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Side 20
20
DV.LAUGARDAGUR30. MARS1985.
BIFHJÓLASAMTÖK LÝÐVELDISINS
ERU EINS ÁRS UM HELGINA
Keöjur, hnúajárn og hauskúpur?
Helvískir englar? Skyldu þeir ekki
sóma sér vel í Altamont? Eöa Mad
Max: a fuel-injected suicide machine?
Ööru nær! 1 Bifhjólasamtökum
lýöveldisins eru eintóm snöfurmenni,
kurteisir piltar. Ein undirdeild sam-
takanna heitir Regla hanskans og
hefur þaö að markmiöi aö taka upp
hanskann fyrir gamlar konur; hjálpa
þeim yfir ógreiöfærar umferöargötur,
aöstoöa þær viö útréttingar og svo
framvegis. (Svo er líka til Blóöuga
gúmmíöxin. Enginn virðist vita al-
mennilega til hvers hún er.)
Þeir sitja nokkrir saman kringum
borö í húsi viö Ægisíðuna og drekka
kaffi. Það er leöurlykt þama inni því
þeir eru leöurklæddir frá hvirfli til
ilja og hjálmamir bíöa frammi. Flestir
eru milli tvítugs og þrítugs; þeir elstu
viröast komnir undir fertugt og þeir
yngstu ... eru yngri. Reyndar er
aldurstakmark í Bifhjólasamtökun-
um sautján ár og eins gott aö
framvísa ökuskírteini. ,,Það er til þess
aö losna við skellinöörugæjana, ha ha
ha,” hlæja þeir og eru búnir aö stein-
gleyma eigin æsku. (Eöa muna þeir
hana kannski alltof vel?) Iæöriö sem
þeir klæöast er svart eins og nátt-
myrkriö en á vinstri öxl bera þeir
mynd af vinalegum snigli. Bifhjóla-
samtök lýöveldisins er nefnilega bara
undirtitill hópsins. Réttu nafni vilja
þeirheita Sniglar.
Aramótin eru
fyrsta apríl
„Sniglar? Á mörg hundmö kúbika
mótorhjólum?”
„Já. Það var ekkert smáræðis mál
aö velja nafn. Fyrstu fundirnir fóru
alveg í þaö. Sumir vildu eitthvert töff
nafn eins og í útlöndum: Svarta
höndin, Black Shadow, svoleiöis mgl.
En það varð ofan á aö velja nafn sem
hvorki minnti á hraöa né ofbeldi og þaö
varö líka aö vera góö og gild íslenska.
Einn okkar fór í oröabók og kom meö
heila bunu af nöfnum: Yggdrasill,
Sleipnir, Ásmegir, Mjölnir; viö vorum
ekki ánægöir meö þau. Bifhjóla-
áhugamenn í Reykjavík og nágrenni,
skammstafað BARON? Nei, ekki dugöi
þaö. Einhverjum datt í hug nafniö
ROTA, sem mun þýða hjól á latínu, en
það mæltist ekki vel fyrir. Loksins
vomm viö komnir alveg í þrot. Þá
stundi einhver upp: Eigum viö ekki
bara aö heita Sniglar? Viö hentum
þetta á lofti, .dauöfegnir, og síöan
höf um viö heitið Sniglar.”
Sniglamir em eins árs nú um
helgina og halda upp á þaö með pompi
og pústi. Ottaslegnir lesendur: látiö
ykkur ekki bregöa þó drunur berist aö
utan eöa svartklæddur hópur skjóti
upp kollinum í afturrúöunni; þaö em
bara Sniglamir aö fagna afmæli sínu.
Reyndar kalla þeir þetta áramótagleði
og ætla að miöa áramótin við fyrsta
aprílhéöanífrá.
Súper-Lúlli átti
hugmyndina
Hvers vegna, spyr ég, var taliö
nauðsy nlegt aö stofna svona klúbb?
„Viö emm samtök, ekki klúbbur,”
árétta þeir. „En það var Súper-Lúlli
sem á heiðurinn af hugmyndinni. Hann
setti auglýsingu í blööin í fyrra og þá
fómm viö aö rotta okkur saman. Til-
gangurinn var einfaldlega sá aö skapa
Texti: lliugi Jökulsson
Myndir: Kristján Ari Einarsson
Leyniþjónustan
upplýsir...
— að Sneglur megi passa vel upp á
teininsín,
— aö Herforinginn aki ekki um á
Hondu og hananú!
— aö fánagerð kosti fórnir, jafnvcl
bráðna leöurjakka!
— aö no. 13 sé ekki I Módelsamtökun-
um, heldur Bifhjólasamtökunum.
— að svo hart sé 1 búi hjá smáfuglun-
um að no. 13 sé farinn aö selja
bringuhárin fyrir fræ!
— að Svarta vísundinum þyki meira
variö í bíó heldur eu ný dekk.
— aö Kristján sé búinn aö tjúna
Trabbann.
— að Ninjan sé týnd og fundin — og
hafi farið í skip í fimmta sinn sl.
föstudag.
— að systir hans Lúila eigi stórhættu-
lega dagbók.
— aö sálin hans Dóra sé óhrein.
— aö Herforinginn muni ylja
Yamaha milli læra sér i sumar.
— aö þeir fy rir vestan krómi líka.
—aö stóiarnir á Hrafninum séu ekki
fyrirSNIGLA.
— að „Y” sé happatala hjá mr.
Break.
— að flugfreyjur hafi áhuga
á hjóium.
(Ur Sniglafréttuni, mars-
tölublaöi 1985.)
samstööu og félagsanda meöal þeirra
sem eiga stór mótorhjól. Fólk haföi
vægast sagt lítið álit á okkur; þaö
ályktaöi sem svo aö allir sem klæddust
svörtu leðri og keyröu mótorhjól væru
annaðhvort hálfvitar eöa ofbeldis-
menn, nema hvort tveggja væri. En
sannleikurinn er sá aö í Bifhjóla-
samtökunum eru alls konar menn,
nema helst ofbeldisseggir og hálfvit-
ar...”
Þeir segja mér aö nú séu rösklega
eitt hundraö félagar skróöir í Bifhjóla-
samtökin, eitthvaö um áttatíu hafi
borgaö félagsgjöldin og mjög virkir fé-
lagar séu kannski þrjátíu fjörutíu. Og
þeim eigi eftir aö f jölga meö vorinu. Og
þeir segja mér líka aö þeir viti um
marga sem enn hafi ekki haft hugrekki
til þess aö nálgast Snigiana.
Varúlfar nútímans?
„Þaö eru til menn á miðjum aldri og
i toppstööum í þjóðfélaginu sem eiga
upptjúnuö mótorhjól úti í bílskúr þó
þeir þori ekki fyrir sitt litla líf aö
kannast við þaö. Svo fara þeir á stúf-
ana þegar kvölda tekur, laumast í
leöurgallann og út í skúr, opna hurðina
og svipast um, æða svo út í myrkrið