Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Síða 21
DV. LAUGARDAGUR 30. MARS1985.
21
þegar þeir eru vissir um aö enginn sjái
, til. Loka ekki á eftir sér til þess að geta
brunað beint inn í skjól eftir túrinn. ”
Hver veit nema þarna séu komnir
varúlfar íiútímans. En þeir Sniglar
segja mér aö viökvæði flestra sé hiö
sama þegar mótorhjól berast í tal:
„Æ, eruö þiö ekki vaxnir upp úr þessu
enn?” Og svo hristir fólk höfuöiö af
vorkunnsemi.
„En málið er aö maður vex ekkert
upp úr þessu. Maöur hittir stundum
gamla karla sem eru löngu hættir aö
keyra og þeir draga mann út í skúr til
sín og þar stendur gljáfægt og pússað
Harley Davidson '28. Svo stara þeir á
þaö með ósvikna ást í svipnum. Þetta
er nefnilega alls ekki hver önnur della,
þetta er lífsmáti sem margir öfunda
okkuraf inn viðbeiniö.”
... einn á hjóli
upp um óbyggt land
Lífsmáti; þeir stinga upp á oröinu
frelsi. Þaö var óhjákvæmilegt, býst ég
viö.
„Hefurðu prófaö að keyra einn á
hjóli upp um óbyggt land eða eftir eyöi-
legri strönd? Þaö er ekki þaö sama og
aö sitja inni í bíl; þú ert einn úti í
rigningu, roki og iyki og þaö ver þig
ekkert nema leöurgallinn. Og kraft-
urinníhjólinu.”
Þeir keyra þó ekki alltaf einir. Bif-
hjólasamtök lýðveldisins halda uppi
öflugu félagslifi; gefa út blað,
skipuleggja hópferðir um hverja helgi
og útilegur á sumrin, hittast vikulega í
Sundakaffi milli klukkan níu og tíu á
fimmtudagskvöldum. Þeir eiga sér
fastmótuð lög — „en farðu ekki að
birta þau, þau eru svo venjuleg” — og
jafnvel sinn eigin rekstrarhagfræðing
— „en í guös bænum taktu fram aö ég
er ekki menntaður í hagfræði, ég er
bara gjaldkeri samtakanna eftir aö
Þormar var rekinn fyrir óreiðu í bók-
haldi.”
Sniglarnir hafa margt á prjónunum
og þaö er hugur í leöurgöllunum á
Ægisíðunni.
Krónprinsar íslenska
vitundariðnaðarins?
„Steínan er auövitaö framboö,”
segir Snigill númer 13, ljóshæröur
piltur sem hefur reynt fyrir sér sem
ljósmyndafyrirsæta. Þeir hinir flýta
sér aö taka fram að það hafi alls ekki
verið á vegum Bifhjólasamtakanna og
Snigill no. 13 brosir alúölega. En aö
öðru leyti láta Bifhjólasamtökin sér
fátt mannlegt óviökomandi.
„Þaö er nú meðal annars tilgangur
samtakanna að veita hæfileikum f élag-
anna útrás. Og innan þeirra eru miklir
hæfileikamenn á flestum sviöum.”
Þeir ætla aö reyna fyrir sér í útgáfu-
málum alls konar, hafa áhuga á video-
framleiöslu og útvarpsrekstri. Ef
eitthvaö verður úr framkvæmdum
hafa Stuömenn líklega eignast verðuga
keppinauta um nafnbótina Konungar
íslenska vitundariönaöarins.
Og Sniglarnir hafa meira að segja
þegar gefiö út plötu.
„Við fréttum af því á fimmtudegi aö
rekstrarhagfræðingurinn væri aö fara
úr landi næsta laugardag. Þá datt
okkur í hug aö gaman gæti veriö aö
gefa út plötu og láta hann svo sjá um
aö fá hana skorna i útlöndum. Daginn
eftir fórum viö í stúdíó og tókum upp
plötuna á mettíma, fimm klukku-
stundum. Viö vildum aðallega kynnast
því hvemig væri aö gefa út plötu og
þaö var alveg ágætt. Við viljum líka
gjaman fara svona að hlutunum; vera
ekkert að velta þeim of mikiö fyrir
okkur heldur f ramkvæma í staðinn.”
Plata þeirra vinsæl
í Grindavík
Vissulega hefur lítiö farið fyrir
plötunni, „en viö emm vinsælir í
Grindavík. Eg held aö viö höfum selt
hér um bil öllu frystihúsinu eintak af
henni. Og einn veit ég um sem býr í
stigagangi meö þremur gömlum
konum. Hann seldi þeim svona tíu
stykki.”
Sniglunum fannst reyndar svo
gaman aö gefa út plötu aö þeir hafa nú
stofnað sérstaka Lagavalsnefnd sem á
aö undirbúa frekari afrek á þessum
vettvangi, semja lög og texta og taka
þau upp. Hvenær? Kannski þegar
rekstrarhagfræöingurinn fer næst til
útlanda. En alténd einhvern tíma.
„Og stefnan er auðvitað framboð,”
endurtekur Númer 13 blíðlega.
Sniglamir taka að sér ýmiss konar verkefni fyrir utanaðkomandi fólk. Hér
eru nokkrir þeirra heiðursvörður skrúðgöngu sem nemendur i Flensborg
fóru á árshátið sinni á dögunum. Lögregluþjónn fer fremstur og vildu
Sniglar taka fram að þegar á þyrfti að halda væri samstarf þeirra og lög-
reglu afskaplega gott.
DV-mynd GVA.
C^^KÆLISKÁPAR C^^rFRYSTIKISTUR
Ofangreind verð eru miöuö viö staögreiðslu — mjög góöir afborgunarskilmálar
C^2/mfi}fþvottavélar við allra hæfi
I
;s
I
I
17.000,00.
27.050,00.
18.900,00.
24.300,00.
(orkusparandi, |
tvöföld einangrun)
.
21.250,00.
VERSLUNIN
BORGARTUNI 20
■IJ.