Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Síða 32
32 II! LAUSAR STÖÐUR HJÁ 'I' REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Staða skrifstofustjóra SVR. Starfssvið: fjármálastjóri, yfirumsjón með tölvuvæðingu og bókhaldi, starfsmanna- stjórn, auk almennrar skrifstofustjórnunar. Æskileg menntun og reynsla: háskóla- eða hliðstæð menntun og reynsla af hliðstæðum verkefnum. Upplýsingar gefur forstjóri SVR, Borgartúni 35. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 16. apríl 1985. ISUZU TROOPER isuzu TROOPER - lúxusvagn í bæjarakstri, ósvikið hörkutól á fjallvegunum og allt þar á milli. Petta er einstakur bíll, búinn þægindum fólksbílanna, krafti og styrk jeppanna og farþegarými fyrir allt að 9 manns án þess að nokkurs staðar þrengi að! isuzuTROOPER , á fáa sína líka! | I Kynntu þér verð og greiðslukjör | - við tökum flestar gerðir notaðra bíla upp í og það bjóða fáir betur í góðum greiðslukjörum. BÍLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300 Nauðungaruppboð sem auglýst var i 91., 94. og 98. tölublaði Lögbirtingablaösins 1984 á eigninni Furugrund 70 — hluta —, tal. eign Tryggva Stefánssonar, fer fram að kröfu Brunabátafélags islands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 3. april 1985 kl. 10.30. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 91., 94. og 98. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Engihjalla 11 — hluta —, tal. eign Benjamíns Guðmundssonar, fer fram að kröfu Brunabótafélags íslands á eigninni sjálfri miövikudaginn 3. april 1985 kl. 10.45. Bæjarfógetinn í Kópavogi. DV.LAUGARDAGUR30. MARS1985. # Mynd sem sýnd verður á Kvikmyndaháti? Eigi skal gráta Eigi skal gráta eftir Hark Bohm. (Der Fall Bachmeier — Keine Zeit Fiir Tránen) Helstu hlutverk: Marie Colbin, (Marie), Michael Gewisdek (Martin), Christine Limbach (Julia). Söguþráöur: Kvikmyndin Eigi skal gráta byggir á atburöum sem gerðust i Þýskalandi áriö 1983. Myndin segir frá konu um þrítugt, Marie Sellbach. Hún er einstæð móöir og á 7 ára gamla dóttur, Juliu. Marie dreymir um sjálfstæöi og vill iosa sig undan öllu sambandi viö fööur Juliu, Martin. Marie vill veita dóttur sinni alla þá athygli og hlýju sem hún sjálf fór á mis viö, en hún er ekki fær um aö uppfylla þessa kröfu sína. Julia lendir á milli foreldra sinna þar sem hún dregst inn í andrúmsloft sem er þrungið afbrýöisemi, ást og hatri. Marie gerir sér grein fyrir því aö Julia geti orðið undir í þessum átökum og reynir að vernda hana. Tina vinkona Marie býðst til aö hjálpa og býöur Juliu til sín. Julia er spennt að fara, en verður aö bíöa á meðan móðir hennar ákveöur hvort hún eigi aö þiggja þetta boð. Julie fer út aö leika sér og er vonsvikin, hún kemur ekki heim aftur þann dag. Lögreglan leitar að barninu og Marie kvelst af þeirri hugsun aö hún eigi ekki eftir að sjá Juliu. aftur. Hún fær staðfestingu morguninn eftir þegar lögreglumaöurinn skýrir henni frá því að Julia hafi fundist, kyrkt. Söguþráður Morðinginn var maöur sem nokkrum sinnum hafði verið sakaöur um kyn- ferðisofbeldi. Eftir dauöa Juliu missir Marie alla fótfestu. Hún ásakar sjálfa sig og sekkur æ dýpra í sjálfseyðileggingu. Hún eyðir mörgum nóttum við gröf dóttur sinnar með byssu við höndina til að vemda hana fyrir frekari hörm- ungum. 1 réttinum yfir morðingjanum sér Marie síöasta tækifærið til þess aö hefna sín á þeim manni sem hefur lagt líf hennar í rúst. Hún vill endurreisa heiöur dóttur sinnar og sína siöferðis- legu réttsýni sem móðir. Kviðdómendur hafa ekki áhuga á persónulegum þjáningum Marie Sellbach, dómarinn síst af ollum. Dómarinn hefur áöur dæmt í málum þessa manns og hefur því gert honum kleift að endurtaka afbrot sín þar sem hann hefur gengiö laus. Ef dómarinn getur sýnt fram á að Marie hafi veriö slæm móður dregur hann athyglina frá sjálfumsér. Það fer því aö verða ljóst fyrir Marie hver er í rétti, hvern á í rauninni að dæma. Tíu mánuðum eftir dauöa dóttur hennar, Juliu, skýtur Marie Sellbach morðingja dótturinnar í réttarsalnum. Marie Colbin í hlutverki móðurinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.