Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1985, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1985, Page 8
DV. MIÐVIKUDAGUR 8. MÁl 1985. YAImennir stjórnmálafundir Sjálfstœðisflokksins veröa haldnir 8. maí kl. 20.30 Mosfellssveit f Hlógarði Ræöumenn Egill Jónsson. alþingismaður og Pálmi Jónsson alþingismaður. Reykjavfk f Valhöli Ræðumenn Sverrir Hermannsson iðn- aðarráðherra og Halldór Blöndal al- þingismaður. Hannpröabcrðluntn €rla Snorrabraut 44 — pósthólf 5249 Sími 14290. „Dagrenning" Verð kr. 985,- Stærð 62 x 80 cm, úttalin með góbelínsaum í brúnan jafa með Ijósu ullargarni. „Leikfléttur" Verð kr. 740,- Stærð 25 x 30 cm, 4saman í pakkningu. Úttaldar, með kross- saum í Ijósan jafa með dökkbrúnu ullargarni. Neytendur Neytendur Neytendur Þar hafa menn ofíð i fjórar aldir — sérstæð vefnaðarvara frá frændum vorum Dönum Segja má að rauði þráöurinn í lífi fjölskyldu Georg Jensen í Danmörku hafi verið rækilega samofinn vefnaði því ættin hefur lifað af slíku í um þaö bil fjórar aldir. 1 fyrstu var greitt fyrir afraksturinn með vöruskiptum en síöar meö beinhörðum peningum. Núverandi forstjóri verksmiðjunnar, Bent Georg Jensen, í Kolding lærði að vefa tíu ára þannig aö í f jölskyldufy rir- tæki hefur þróunin ekki oröiö í þá áttina að eigendumir breyttust smám saman í afskiptalitlar puntudúkkur. Handklæöin með merkingunum eru . einmitt handverk þessa sama forstjóra og einnig útlit hússins sjálfs í Kolding sem kallað er Damaskhúsið. Bæöi vegna útlitsins og einnig starfsem- innar sem þar fer fram innan dyra. Afi Bent Georg Jensen hét Jens Andreas Jensen og varð að gefast upp fyrir iðnvæðingunni — þegar vélarnar komu varð hann undir í samkeppninni með sína handunnu vöru. Sonur hans geröi sér grein fyrir nauðsyn þess að fylgja þróuninni og var aö auki svo framsýnn aö laða að fremstu hönnuði þess tíma. Og enn í dag eru mjög færir hönnuðir þarna við sköpunarstörf svo sem John Becker, Kim Naver, Bodil Bodtker-Næss — fólk sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga bæði í sínu heimalandi og á alþjóðlegum vett- vangi. Efni og mynstur eru vandaðri en gengur og gerist á almennum markaði og varan er ekki seld í Damaskið er einstaklega hlýfegt I sssngurfatnað og fáanlegt I fjölmörgum lltum og mynstrum. Merki verksmiðjunner er ofið I hvert stykki sem þeðen fer. Þetta er „vœverfuglen" sem gerir sér llstl- lege ofln hrelður. Að ofen er G til vinstri og J til hægri yflr hrelður- myndinni. Upphefssteflr veferens, Georgs Jensen, og fuglamir tveir fulltrúar listrænna vefara úr danskri náttúru. í eldhúsinu með DV: Vinsæl- asti hversdags- maturinn Ýsunnl er velt upp úr raspi. Þannlg er hún dæmalaust góð en bæði óholl og fitandi. Raspið búum við til úr þurrkuðum brauðendum. Einn er sá réttur sem er sennilega vinsælastur af hversdagsmat á Islandi en það er steikt ýsuflök. Og auðvitað eru ýsuflökin lang- samlega best ef þeim er velt upp úr eggi og síðan raspi og steikt í smjöri eða smjörlíki. En þannig er fiskurinn óhollari og meira fitandi en ef hann er steiktur án rasps eða matreiddur í bak- araofni eöa örbylg juofni. En hvað um það. I dag skulum við matreiöa þennan eftirlætisrétt þrátt fyrir alla óhollustuna. Því miður er ýsan ekki ur) á sitt besta á þessum árstima. Danskur málsháttur segir að ekki skuli borða ýsu eða þorsk í þeim mánuðum sem ekki hafa r í nafninu sinu eða mai til ágúst. Notast má við frosin flök, sem eru skínandi góð, en við notuöum fersk flök. — Þið getið sjálf prófaö í fisk- búðinni hvort ýsan er ný eða ekki. Roðið á að vera með glansandi hreistri og hún á að vera stinn viðkomu. Ef pot- að er í fiskinn á ekki að koma dæld i hann. Svona réttur er svo góður að það veitir ekkert af heilu kg þegar eldað er fyrir svona 4—5 manns. 1 kg ýsuflök 1-2 egg rasp saltogpipar smjörlíki til að steikja úr Roðflettið ýsuflökin og skerið í stykki. Kaupiö ekki mjög smá flök því þá fer alltof mikiö í roðið. Þeytið eggin létt saman og leggið flökin þar í. Veltiö þeim síöan upp úr raspinu. Brúnið smjörlíkið á pönnu. Viö notum alltaf jurtasmjörlíki en hvað sem þið notiö skulið þið gæta þess aö smjörið brenni ekki. Steikiö síöan flökin gætilega. — Muniö að það á alltaf að elda fisk á þann hátt að maður sé í vafa um hvort hann sé tilbúinn eöa ekki. Vsan er síðan borin fram með soðnum kartöflum og brúnuðu smjöri. Fatið skreytt með sítrónum. Hrásalat á vel við þennan fiskrétt. Einnig kjósa margir að bera fram kaldar mayonessósur, remolaði eða kokkteilsósur með steiktum fiski. Remolaðisósa Hægt er að kaupa tilbúna sósu. 500 ml pakkning af fitulítilli sósu kostar tæpar 65 kr. En það er enginn vandi að búa sósuna til sjálfur og þannig er hún miklu betri, — en hún er dýrari heima- tilbúin. Þannig kostar um 200 ml skammtur um 55 kr. 100 g mayones 50 g sýrður rjómi 3—4 msk. sweet relish (Heinz) örlítið sinnep örlítið karríduft öllu hrært saman og kryddað eftir smekk. Kokkteilsósa Kokkteilsósan er líka mjög góð meö steiktri ýsu. Okkur þykir heimatilbúin sósa miklu betri en búðar- eöa veitingahúsasósa. — I verslunum er til kokkteilsósa, 500 ml, á 68 kr. og einnig frá MS, 180 g, á 46,10. Um 220 g af heimagerðri sósu kosta um 66 kr. 100 g mayones 100 g sýrður rjómi lítil dós tómatkraftur (puree) 1 msk, sinnep ÖUu hrært vel saman. Magnið af sinnepinu fer nokkuð eftir styrkleika þess. Ef það er mjög sterkt er betra að draga aðeins úr skammtinum. Ýsumáltíðin kostar því með kartöflum og sósu nálægt 212 kr. eöa um 53 kr. á mann sé reiknaö með fjórum í mat. -A.Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.