Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1985, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1985, Qupperneq 34
DÆGRADVÖL 34 DÆGRADVÖL DV. MIÐVIKUDAGUR 8. MAl 1985. DÆGRADVÖL Húllumhæ í Höllinni Söngur, leikur og dans. Þaö ríkti sannkölluö „camival”stemmning á hátíö æskunnar í Höllinni. Krakkamir klæddir í alls konar múnderingar og allir i besta skapi. Þama vom nemend- ur úr ölium grunnskólum á Reykja- víkursvæðinu. Flestir komu fylktu liði í skrúögöngum en minni bömin komu mörg hver í fylgd foreldra sinna. Þama var ótalmargt hægt aö gera sér til skemmtunar. Getraunir, borö- tennis, mini-golf, skák, dans o.fl., o.fl. Góö þótttaka „Þaö hefur verið mjög mikil þátt- taka í þessu,” sögöu þau Una Sigurðar- Una Sigurðardóttír og Karl Rafnsson sétu i framkvæmdanefnd hótíð- arinnar. Þau voru ónægð mað þótttökuna. Hjónin Guðrfður og Steinþór voru aö fylgjast með dóttursyni sinum. Þaim fannst hóvaðinn heldur mikill. „HÉR ER LÍF í TUSKUNUM” „Eg sagöi viö bóndann, fljótlega eftir aö viö komum: Maður verður al- veg kolvitlaus af öllum hávaðanum hér.” Hjónin Guöriður Steinþórsdóttir og Steinþór Eiríksson eru hress í bragði. Þau drifu sig á hátíðina til aö fylgjast meö dóttursyni sínum sem átti aö leika í leikriti. „Hann var búinn aö segja okkur frá því aö hann ætti að leika og okkur langaöi til aö sjá frammistöðu hans. Það virðist vera líf í tuskunum hér. Þetta er víst þaö sem á við i dag. Það hefur allt breyst frá því að við vorum ung. En ætli sumir verði ekki orðnir þreyttir í kvöld eftir að hafa hamast hér í allan dag?” Spumingakeppnin hafin. Beina útsendingin i höndum fjölmenns liðs tæknlmanna og óhorfendur fylgjast spenntír með. „ÞETTA ER BEIN ÚTSENDING” „Góðir gestir. Eftir augnablik hefst hér í beinni útsendingu spuminga- keppni grunnskólanna og er keppnin milli Hagaskóla og Breiöholtsskóla. Viö höfum aldrei staðið að svona út- sendingu áður og verðum þvi að vona það besta,” segir Marteinn Sigurgeirs- son stjómandi. Um leið og hann dregur sig í hlé brosir hann uppörvandi til f jöl- margra áhorfenda sem safnast hafa að básnum. Marteinn er leiðbeinandi myndbandahópsins. — Hvað liggur mikill undirbúningur að baki þessarar útsendingar? „Það liggur töluvert mikill undir- búningur að baki þessu. Krakkamir em aö fást við nokkuð sem þau hafa aldrei prófað áður. Við erum hér með þrjár myndavélar og notum „mixer” til að skipta á milii þeirra. Síöan höfum við sett upp bjöllukerfi sem er svipað því sem er notað i spumingaþáttum sjónvarpsins. Svo liggur nokkur undir- búningur í gerð myndrænna spuminga. Þaö hefur tekið töluverðan tima aö fá þetta allt til að smella sam- an.” — Hverjir eiga tækin sem þiðnotið? „Skólamir eiga þau, fyrir utan sjónvarpstækin sem við höfum fengið aö láni úr verslunum. Þetta em þau tæki sem við höfum verið aö vinna meö í vetur í stúdíói Alftamýrarskólans. Þar hafa skólamir haft aðstööu og ég hef veriö þar meö námskeið. Og ef þessi upptaka heppnast þá verður hún fjölfölduð og henni dreift i alla skólana. ’ ’ Og með það er Marteinn rok- inn til að fylgjast með aö útsendingin gangi snurðulaust. dóttir og Karl Rafnsson sem sátu i framkvæmdanefnd hátíðarinnar. „Jafnvel meira en búist var við. Sér- staklega emm við ánægð með hvaö hefur komið mikið af yngri krökkum. Þessi góöa þátttaka sýnir að það er grundvöllur fyrir því að halda svona hátiðir oftar. Þetta er ekkert sem á bara við á ári æskunnar.” — Hvaðmeðfjárhagsleguhliðina? „Fyrirtæki i bænum hafa stutt vel við bakið á okkur. Launakostnaður fer á Æskulýðsráð og skólaskrifstofu borgarinnar. Fjárhagslega er þessari hátíð þvi borgið. En hvað varöar fram- hald á svona hátíðum þá er peninga- hliðin stóra spumingin.” Annasamt ár Á þessu ári hefur eitthvað verið gert i hverjum mánuði til að minna á æsk- una. Nægir þar að nefna friðarviku fé- lagsmiðstöðva, fjáröflunartónleika fyrir hungraöa í Eþiópiu og nú síðast hátiðina í Höllinni. Fram undan em verkefni eins og íþróttahátið, unglinga- ráðstefna og listahátíð æskunnar. Þaö er því greinilegt að ungt fólk i dag hefur margt til málanna að leggja. Nokkuð sem hinir fullorðnu ættu oftar að hafa i huga en bara á ári sem tengt er nafni æskunnar. Næst á dagskrá hjá æskunni er svo borgarstjóraarfundur i maí. „ALLT VITLAUST AÐ GERA” Það sló hver í kapp við annan á mini-golfbrautunum i anddyri Hallarinnar. „Það er búið að vera allt vitlaust að gera,” sagöi Þorvald- ur úr 8. bekk Seljaskóla. Seljaskóla- nemendur höfðu umsjón með brautunum. „Mér list vel á þessa hátíð. Það þyrfti að halda svona oftar. Það er alltof litiö gert aö þvi að leyfa unglingum aö framkvæma eitthvað eftir eigin höfði. Við höfum sjálf um- sjón meö flestu héma og ég get ekki séö annaö en að það hafi tekist ágæt- lega.” „Okkur líst bara vel á þetta,” sögðu þeir feðgar, Eriing og Georg. Erling hafði tekið aö sér aö fylgja syninum og félögum hans á hátiöina. „Krakkamir hafa gott af því aö fá útrás,” bætti hann við. „Það eina sem mér finnst aö er hvað langur timi líður milli atriöa á sviðinu. Það mætti gera meira til að halda krökkunum viö efnið. Þau ráfa mörg hver eirðarlaus um. En strákurinn hefur gaman af þessu. Hann er nýbúinn að hnýta hér sína fyrstu flugu og láta taka mynd af sér í strandklæðum.” Georg kinkaöi kolli til samþykkis. „Þetta er þræl- gaman.” Faðgamir, Erling og Gaorg, fylgjast mað gangl móla. Texti: Þorsteinn J. Vilhjálmsson Myndir: Vilhjálmur H.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.