Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1985, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1985, Page 36
36 DV. MIÐVIKUDAGUR 8. MAI1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Ekki John og Yoko Þetta eru ekki John I.ennon og Yoko Ono, heldur breski leikarinn Gary Gibson og amerísk-japanska leikkonan Haru Aki sem hér sjást saman við tökur á nýrri kvikmynd um ævi skötuhjúanna heimsfrægu sem nú er verið að vinna að í Evr- ópu. Slappaðu af og skelltu þér I hnút. Haflð engar éhyggjur af stúlkunni, hún takur það rólega sftlr langan vinnudag msð nokkrum teygjum. Leikandi liðug Þegar dansarinn Raven Merle vill slappa af þá hnýtir hún sig upp í alls konar stell- ingum. Stúlkan er leikfimikennari í New York og einbeitir sér aö kyrrsetufólki sem hún segir aö geti fett sig og brett mun meira en það geri sér grein fyrir. Þá vitum viö þaö. Allt til rslðu, bara eftir að stilla sér upp fyrir forvitna Ijósmyndarana. 350 nemendur, kennarar og foreldrar búa sig undlr brottför til Þingvalla. Skundum á Þingvöll og treystum vor heit Foreldra- og kennarafélag Mýrar- húsaskólans á Seltjamarnesi skipu- lagði mikla hópferð foreldra, kennara og nemenda á Þingvöll í síöustu viku. Það voru hvorki meira né minna en 350 manns í tíu rútum sem tóku þátt í feröalaginu. Sr. Heimir Sveinsson, þjóðgarös- vörður og prestur á Þingvöllum, kynnti gestum þjóðgarðinn og lýsti helstu sögustöðum. I blíöskaparveðri skemmtu Seltirningar sér viö leiki og gönguferöir og er leið á daginn voru grillaðar meira en 800 pylsur sem hurfu eins og dögg fyrir sólu að sögn eins skipuleggjandans, Torfa Agústs- sonar. Félagar úr Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík voru að klifuræfingum í Hraunagjá og fylgdust ferðalangar meö æfingum flugbjörgunarsveitar- manna af mikilli andakt. „Hér er um þriðju ferð Foreldra- og kennarafélagsins með nemendur að vori aö ræöa og óhætt að segja að þessi síðasta ferð, sem jafnframt er sú lengsta til þessa, hafi verið vel heppn- uö og gefi tilefni til frekari ferðalaga síðar meir,” sagöi Torfi Ágústsson hjá Foreldra- og kennarafélagi Mýrar- húsaskólans að lokum. Christie Brinkley og Billy Joel Eileen Ford fyrirsætan kunna, Christie Brinkley, og stórpopparinn Billy Joel, létu sem kunnugt er pússa sig saman fyrir nokkrum vikum í New York. Eftir að gamli kærasti Christie, kampavínserfinginn Olivier Chandon, lét lífið á sviplegan hátt í kappakstri fyrir þremur árum hófst kunnings- skapur fyrirsætunnar og popparans, Billy Joel. Áður en þau létu endanlega verða af því að gifta sig voru þau búin að búa saman í milljón dollara þakhýsi rokkstjömunnar á Manhattan i tæp tvö ár, sæl og yfir sig ástfangin að sögn þeirra er til þekkja. Hjúin kynntust á karabísku eyjunni St. Bartthelemy í sumarfríi á einum sólarbarnum þar sem píanistinn Billy skemmti gestum með spili og söng. Rómantíkin blómstraði fljótt og því fór sem fór. Ung, éatfangln og nýglft, Christia Brinklay og Bllly Joel. DV-mynd Svainn ÞormóAason. Til hamingju, Bjarnleifur árshátíð starfsmanna- félagsins fyrir skömmu og heiðraði ljósmyndarann síunga á sjötugsafmælinu fyrir störf hans. Bjamleifur hefur starfað við flest íslensku blöðin, m.a. við Vísi, og síðar við Dagblaðið, en hann var einn af stofnendum þess á sínum tíma. Síðustu ár hefur Bjamleifur sem kunnugt er starfað sem einn af ljösmyndurum DV. Bjamleifur Bjarnleifsson, ljósmyndarinn lands- þekkti, átti sjötugsafmæli fyrir skömmu. Bjamleifur er búinn að vera viðriðinn ljósmyndun í áratugi og hefur sannarlega komið víða við á þeim ferli. Stjóm Frjálsrar f jölmiðl- unar notaði tækifærið á Tll hamlngju Bjamlalfur. Ellert B. Schram, annar aðalritstjóra DV, afhendlr BJamlaifl veglagt panna- aatt að gjðf frá Frjélari fjölmiðlun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.