Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Síða 3
DV. MANUDAGUR 20. MAI1985. 3 Hrapaði 20 metra íklettum Þaö slys varö í Vestmannaeyjum seinnipart laugardags að maður, sem var við eggjatöku ásamt tveim félög- um sínum, hrapaði í klettum. Var fallið ca 20 metrar. Maðurinn var fluttur á Borgarspítalann og mun líðan hans vera eftir atvikum. -ÞJV Stálu slökkvibfl ogrútu Fró Hafsteini Jónssyni, Hellissandi: Aöfaranótt sunnudagsins var stolið rútu frá Helga Péturssyni sérleyfis- hafa á Hellissandi. Rútan fannst nokkru síðar í garði í Olafsvík. Munaði minnstu að hún færi þar á hiiðina. A sunnudagsmorguninn var síðan stolið slökkvibíl flugvallarins í Rifi. Fannst hann einnig í Olafsvík, óskemmdur. Ekki hefur enn tekist að hafa hendur í hári bilþjófanna. HJ/ÞJV Mikil ölvun íÁrbæ Mikil ölvun var í Árbænum aðfara- nótt laugardags og sunnudags. Að sögn lögreglunnar þar fór allt friðsamlega fram og þurfti hún ekki að hafa mikil afskipti af málum. ölvun var einnig talsverð í Keflavík enda vertíðarlok um helgina og nóg um að vera. Nokkuð bar á áflogum og þurfti lögreglan að hafa afskipti af nokkrum slíkum málum. Meiðsli voru óveruleg og ekkert umfram það sem gengur og gerist þegar menn sletta úr klaufunum eftir vetrarvertíðina. -ÞJV Bflvelta Fró Hafsteini Jónssyni, Hellissandi: Aðfaranótt sunnudags varð umferð- arslys á veginum milli Rifs og Hellis- sands. Lítill fólksbíll fór út af veginum og valt. Fimm voru i bílnum og slösuð- ust þrir þeirra, þó ekki alvarlega. Fóikið var að koma af fjölmennum dansleik í félagsheimilinu Röst þegar óhappið varð. HJ/ÞJV Rúðurbrotnar íDigranesi Aöfaranótt laugardagsins voru brotnar 11 stórar rúður í Digranes- skóla. Nokkuðhefur verið um rúðubrot í Kópavogi að undanförnu og telur lög- reglan sömu aðila vera að verki í flest- um þessara tilvika. -ÞJV Húsavík: Stolinn bfll skemmdur Það var dýrt spaug fyrir bileiganda nokkurn á Húsavík að gleyma lyklun- um í bil sínum á föstudagskvöldiö. Bílnum var nefnilega stolið um nóttina og fannst hann síðan klessukeyrður skammt utan við bæinn. Sökudólgur- inn er ófundinn. -ÞJV Fjölmenni á Þingvallaráðstef nu: „YFIR HÖFUD FRIÐ- SAMLEG rADSTEFNA” ÞaO voru rúmlega 130 manns er sóttu ráðstefnu Landverndar í Valhöll um Þingvelli — framtifl og friOun. Ljósmynd VHV. Vestrið er villt við Hagamel „Þama komu flestir er fjallað hafa um málefni ÞingvaUaþjóðgarðsins á síðustu árum, forsenda fyrir góðu skipulagi er auðvitaö það að rætt sé um málin,” sagði Þorleifur Einarsson, for- maður Landverndar, um ráðstefnu er Landvernd hélt í Valhöll á Þingvöllum á laugardag og bar titilinn Þingvellir — framtíð og friðun. „Þátttaka á ráðstefnunni var geysi- góð, þarna mættu um 130 manns og hlustuðu menn á sjö erindi hvert frá sínu sjónarhominu um náttúrufræði og sögu Þingvalla,” sagði Þorleifur enn- fremur. Að sögn Þorleifs vom menn sam- mála um að gera þyrfti margt í þjóð- garðinum, bæði hvarð varöaði skipu- lagsmál og friðunarmál. Talað hefur verið um það aö friða meira af landinu sem liggur í kringum vatnið, vatna- svæði Þingvallasvæðisins, gera þaö að fólkvangi. „Nú em í kringum 80 sumarbústaðir í þjóðgarðslandinu og voru menn al- mennt sammála um að stefna bæri að því aö fækka þeim smátt og smátt, t.d. með því að endurnýja ekki leyfi,” sagði Þorleifur. Að sögn Þorleifs kom fram gagnrýni á sumarbústaðaeigendur fyrir að girða alveg út í vatn og hefta þannig umferð göngufólks í kringum vatnið auk þess sem það væri brot á náttúruverndar- ' gumaðgirðaþannig. Enginn f ornminjagröftur á Þingvöllum í 105 ár Fjölmargar tillögur komu fram um úrbætur og endurskipulagningu í mál- efnum þjóðgarðsins. Auka þyrfti al- mennt eftirlit í þjóðgarðinum, bæta og fjölga merkingum fyrir ferðafólk, bæta göngustíga, fylgjast betur með þvi hve margir heimsæktu þjóðgarðinn yfir árið og hvað fólkið gerði sér til skemmtunar. Að sögn Þorleifs voru menn sammála um að miða skuli aö því að þjónusta sú sem nú er veitt í Val- höll verði flutt úr hjarta þjóðgarðsins í útjaðar hans, svipað og gert hefur verið í Skaftafelli. Miða skyldi að því að opna fullkomna þjónustu- og upplýs- ingamiðstöð á hentugum stað í fram- tíðinni. Það kom fram í erindi Guömundar Olafssonar fomleifaf ræðings aö enginn skipulagður uppgröftur fomminja hef- ur farið fram á Þingvöllum í 105 ár. Kom sú hugmynd fram hjá Guömundi að semja fullkomna fornminjaskrá Þingvallaþjóögarösins og grafa síðan skipulega á þeim stööum sem taldir væru hafa eitthvað merkilegt að geyma, t.d. grafa upp eina búð er talin væri heilleg og fróðleg. „Þetta var yfir höfuð friðsamleg ráðstefna, menn skiptust auðvitað á skoðunum, voru ekki sammála um allt en ég held ég megi segja að ráðstefn- an hafi verið gagnleg og hafi heppnast mjög vel,” sagði Þorleifur Einarsson, f ormaður Landverndar, aö lokum. Einn þekktasti kvikmyndafræðingur Bandaríkjanna, Gerald Peary prófess- or, er meðal gesta kvikmyndahátíðar að þessu sinni og kemur hann jafn- framt á vegum Menningarstofnunar Bandarikjanna. I kvöld, mánudags- kvöld, mun hann flytja fyrirlestur í Menningarstofnuninni við Hagamel um ameríska vestrann en það er efni sem Peary er sérlega hugleikið. Eftir fyrirlesturinn verður sýndur einn f rægur vestri eftir John Ford, The Man who shot Liberty Valance, með James Stewart, Veru Miles, Lee Marvin og John Wayne. Siðan verða umræöur um þessa tegund kvikmynda. Öllum er heimill aðgangur. -IJ. HJÁ AGLI EV-KJÖR - OPIN-KJOR VORIÐ ER KOMIÐ. . . ? Buick Skylark 1981 Ford Futura 1978 Fiat Ritmo '85 Range Rover 1976 Fiat UNO '45 1984 og. . . EV-VILDARKJÖR Skoda 1984 Lada Sport 1980 Fiat 132 2000 1979 Lada 1600 1979 Alfa Sud 1978 Á NOTUÐUM BÍLUM HJÁ AGLI. 1929 egill notaðir bílar í eigu umboðsins ER SIBREYTILEGT VILHjALMSSON HF FRÁ DEGI TIL DAGS Smiðjuvegi 4c - Kópavogi - Simi 79944-79775 1985 MUNIÐ EV-KJÖRIN VINSÆLU, AÐ OGLEYMDRI SKIPTIVERSLUNINNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.