Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Side 14
14
DV. MANUDAGUR 20. MAI1985.
Frjálst.óháÖ dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaflorog útgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 684611. Auglýsingar: SÍÐUMULA 33. SfMI 27022.
Afgreiösla, áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI U.SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áskriftarverð á mánuöi 330 kr. Verö í lausasölu 30 kr.
Helgarblaö35kr.
Meirihlutinn íborgarstjórn
Niðurstöður skoöanakönnunar DV sýna, að borgar-
stjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins nýtur mikils
trausts.
Rúmlega tveir þriðju þeirra, sem taka afstöðu, segjast
mundu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, ef nú yrði kosið til borg-
arstjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk rúman helming at-
kvæða í síðustu borgarstjómarkosningum, í maí 1982.
Vissulega eru margir óákveðnir í könnuninni, eða um
30 af hundraði. Þá vildu 11,5 af hundraði ekki svara
spurningunni. Þetta er ekki ósvipað hlutfall og jafnan er,
þegar spurt er, hvemig menn mundu kjósa í þingkosning-
um, og því ekki sérkennilegt. En það segir mikið um
traust Sjálfstæðisflokksins, að hann nýtur stuðnings yfir
40 af hundraði alls úrtaksins í könnuninni, þótt svo margir
séu óákveðnir. Þetta bendir ótvírætt til þess, að Sjálfstæð-
isflokkurinn færi létt með að halda meirihluta sínum í
borgarstjóm.
Aðrir listar tapa samkvæmt þessari könnun, sumir
miklu, frá síðustu borgarstjómarkosningum. Uppdrátt-
arsýki Alþýðubandalagsins birtist í þessari skoðanakönn-
un eins og öðrum í seinni tíð. Kvennaframboðið hefur að
miklu gleymzt. Alþýðuflokkurinn tapar einnig en minna
en hinir, því að hann nýtur góðs af formannsskiptunum
einnig í þessu þótt í litlum mæli sé.
Minnihlutinn í borgarstjóm hefur litla athygli vakið og
þótt ,,leiöinlegur”, svo að notuð séu orð þeirra sjálfra.
Sporin hræða. Þegar ,,vinstri flokkarnir” höfðu meiri-
hluta í borgarstjóm 1978—82, var hver höndin upp á móti
annarri í því liði. Stjórn þeirra var frægust að endemum
fyrir margs kyns vitleysu. Eðlilega þarf nokkur tími að
líða frá slíkri endemisstjórn, áður en fólk kallar hana yfir
sig að nýju.
Það var einhver mesti ósigur í sögu Sjálfstæðisflokks-
ins, þegar hann missti Reykjavík árið 1978. Síðan meiri-
hlutinn vannst aö nýju, hefur Sjálfstæðisflokknum í
Reykjavík heppnazt margt vel.
Enginn vafi er á, að Davíð Oddsson borgarstjóri nýtur
mikils trausts, enda er það eitt hið helzta, sem fólk nefnir
í könnuninni sem skýringu á stuðningi við Sjálfstæðis-
flokkinn.
Davíð Oddsson er nú einhver litríkasti forystumaður
Sjálf stæðisf lokksins.
Sjálfstæðismenn hafa margir hverjir lagt mikla
áherzlu á, að þeir megi halda Reykjavíkurborg. Sumir
hafa bent á, að vinsældir ríkisstjómarinnar séu nokkuð
óvissar. Samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum DV er
nokkuð mjótt á munum milli fylgismanna ríkisstjómar-
innar og andstæðinga. Það þýðir, að ríkisstjómin heldur
ekki því fylgi, sem flokkarnir, sem að henni standa, höfðu.
í síðustu þingkosningum.
Sjálfstæðisforystan í Reykjavík hefur óttast mjög, að
upp kæmi sú staða, að kosið yrði um svipað leyti til þings
og borgarstjórnar, eins og gerðist 1978 með hörmulegum
afleiðingum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Því hafa margir
þeirra viljað flýta stjómarslitum og þingkosningum þess
vegna, þannig að þingkosningar yrðu til dæmis næsta
haust.
Skoðanakönnunin nú virðist benda til þess, að Sjálf-
stæðisforystan í Reykjavík sé traustari í sessi en svo, að
hún þurfi að óttast, þótt þing- og borgarstjórnarkosningar
kynnu að verða um svipað leyti.
HaukurHelgason.
„Kaupaukinn, sam samið verður um, á fyrst og fremst afl koma þaim lœgra launuflu tilgóflal"
UM HVAÐ Á
AÐ SEMJA?
Nú þegar líður að því að segja upp
samningum, launaliðunum vel að
merkja, fara menn að vdta því fyrir sér
hvort nú eigi að semja og þá um hvað og
tShvaðatúna.
Allir vita að kjarabaráttan í haust
færði engan gróöa, peningalega séö.
BSRB-menn, sem í verkfalli stóðu,
fundu samtakamátt sinn. Þetta hafa
ASI-menn oft fundið í gegnum árin.
Það er mesti misskilningur að
BSRB-verkfallið hafi verið fyrsta
eða jafnvel eina veikfallið á Islandi.
Var ekki Félag bókagerðarmanna
líka í verkfalli? Eins og vant er var
allt hrifsað til baka aftur. Eg veit
ekki hvað sá siður er gamall en mér
er mjög minnisstætt að þegar ég kom
aftur til Reykjavíkur, eftir 11 ára
dvöl í sveit, fór ég í verkfall með
Verkakvennafélaginu Framsókn og
við fengum góöa kauphækkun. Mér
er enn í fersku minni að tilkynning-
arnar dundu í útvarpinu um hækkun
á þessu og hækkun á hinu og það áður
en ég opnaöi launaumslagið mitt.
Kannske tók ég betur eftir þessu af
því ég var svo nýkomin á vígvöllinn.
En síðan hefur þetta alltaf gengið
svona til. Það eina sem við höfum
haldiö eftir eru félagsmála-
pakkamir, enda ekki vinsælir af
öllum.
Erfið ár
Síðustu tvö ár hafa veriö launa-
fólki erfið. Visitalan, sem mældi
kaupið, tekin af, en allar aðrar í
gangi. Verðbótaþáttur lána ætt upp
úr öllu valdi, sömuleiðis vextir og
dýrtíðin farið hamförum.
Eg var aldrei aödáandi vísitölunn-
ar gömlu. Hún færði mínu fólki lítið
annað en verðbólgu og aukinn launa-
mismun. En sú framkvæmd, sem
höfð var á í þetta sinn, hlaut að egna
alla til reiði.
I febrúarsamningunum 1984 var
farin önnur leið en venjulega í kjara-
samningum. Þeir lægst launuðu
fengu aðalkauphækkunina og kjör
einstæðra foreldra í láglaunastörfum
bætt verulega. Almenna kauphækk-
unin var lítil. Andstaöan gegn þess-
um samningum var mikil og hörð,
ekki fyrst og fremst gegn því hvað
kaupphækkunin var Util heldur
Kjallarinn
AÐALHEIÐUR
BJARNFREÐSDOTTIR,
FORMAÐUR SÓKNAR.
vegna hins hvað launajöfnunin varð
mikil. Þaö tókst að skapa slikan
múgæsing gegn þessum samningum
að í haust var lægst launaða fólkið
blygðunarlaust skilið eftir og ekki
nóg með það, heldur neglt niður allan
samningstímann. Nú var ekki einu.
sinni talað um að þaö skyldi hafa „al-
gjöranforgang”.
Eitt af því, sem olli mikilli
óánægju í febrúarsamningunum var
unglingataxtinn. Eg tel að óánægjan
með hann hafi verið mjög almenn,
enda var hann fljótlega brotinn á bak
aftur í sjávarþorpunum. I framhaldi
af þessu langar mig að vita hvort
þáð er satt að unglingar innan sextán
ára megi ekki vinna bónusvinnu en
samt hiröi húsiö af þeim bónusinn?
Eg veit að það fyrra er satt en hef
aldrei fengið skýr svör um það
seinna. Og annaö. I sjávarþorpi var
mér sagt að því meira sem konur
ynnu í bónus því hærri bónus fengju
karlar þó þeir ynnu ekki bónusvinnu.
Egspyr: Erþettamisskilningur?
Kaupmátturinn
En um hvað á aö semja? Eg skal
svara fyrir mig. Eg hefði ekkert á
móti því að samiö yrði til tveggja ára
ef tryggt yrði að þeir samningar
héldu. Til þess þarf fyrst og fremst
að tryggja kaupmáttinn. A því verö-
ur ríkisstjómin að taka ábyrgð og
þann dag, sem hún svíkst undan því,
á hún að fara frá, ef ekki sjálfviljug
þá með allsherjarverkfaUi launa-
fólks. Það er sannarlega mál til þess
komiö að viö hættum að láta tæta af
okkur það sem á vinnst í samning-
um. Þetta á við um allar ríkisstjóm-
ir.
Fiskvinnslufólkið á að semja
saman og sér (innan VMSI) og þar
eiga konur að ráða ferðinni. Sjó-
mönnum og fiskvinnslufólki eigum
við að unna alls góðs. An þess fólks
verður ekki Ufað í okkar landi. Fólk á
að geta flutt starfsreynslu sína með
sér þó það flytji miUi vinnustaða og
stéttarfélaga. Starfsreynslan er
nokkuð sem maðurinn á sjálfur, hver
sem hann er. Menntamálaráðuneyt-
ið á aö koma miklu meira inn í um-
ræður á opinbera geiranum en nú er.
Það á aö brjóta upp og endurskoða
tryggingarlöggjöfina og setja því
ákveðin tímatakmörk sem ekki er
hægt aö komast undan. Þar er mörg
matarholan falin og m.a.o.: Era al-
þingismenn ekki enn að fá sínar
barnabætur gegnum skattinn? Ef
þeir þurfa afkomutryggingu, af
hverju fara þeir ekki inn í Trygging-
ar og standa við hliöina á „öðru” fá-
tæku fólki? Þeir setja lög, þeir geta
líkabreytt þeim.
Kaupaukinn sem samið verður
um á fyrst og fremst að koma þeim
lægra launuöu til góða. Ef launþega-
hreyfingin getur ekki samið um það,
vegna innbyrðis sundurþykkju,
verður löggjafinn aö koma inn í þaö á
einhvern hátt. Þau laun sem lægst
launaða fóikið í landinu ber úr býtum
eru smánarblettur á þjóðfélaginu og
varðar okkur öll. Eg leiöi hjá mér aö
tala um húsnæðisvandamálin og
skattalækkunarleiöina. Ekki af því
að það séu ekki mikil mál heldur
vegna þess aö þaö fólk á sér sterka
málsvara og satt að segja hefur sá
uggur stundum læðst að mér að
verði skattalækkunarleiðin farin
verði þeir eftir bótalausir, sem síst
skyldi.
Við s jáum hvað setur.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir.