Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1985, Side 29
DV. MANUDAGUR 20. MAl 1985.
29 «.
Veiðimenn búa sig undir að veiða silunga i Torfustaðavatni á Arnarvatnsheiði,
LabhitúráAm-
arvatnsheiði
— ogrenntfyrirfisk
Lág fell eða bungur eru þó til og
gnæfa yfir heiðarnar, eins og Slétta-
fell upp af Vesturárdal í Miðfirði.
Það sést næstum alls staðar af
heiðunum og er þó aðeins 140 metr-
um hærra en landið í kring. Alls stað-
ar eru lágir ásar og ávöl holt með
lautum og hvilftum á milli. Sum
vötnin á Amarvatnsheiði em ágæt
veiðivötn, í fallegum kvosum með
grasmóum og blómalautum á bökk-
unum, og úr þeim renna litlar ár og
lækir milli holta.
Draumur margra viðimanna er að
komast á Arnarvatnsheiði og veiða
silung í fallegum veiðivötnum, lifa
eins og útilegumenn forðum daga og
komast þannig frá stressssssssinu.
„Þetta verða fimm daga túrar og
það veröur veitt í Torfustaðavatni,
Kvísiarvatni nyrðra og í Ytri-Kvísl í
Vesturá,” sagði Arinbjöm Jóhanns-
son, á Brekkulæk í Miðfirði, í samtali
við DV, en hann mun í sumar bjóöa
uppá tvo göngutúra á Arnarvatns-
heiði. „Menn verða að vera vel búnir
og duglegir að labba, þokkalegur
klæðnaður er nauðsynlegur. Förum
VEIÐIVON
Gunnar Bender
á morgnana inn að vötnum og aftur
heim aö Brekkulæk á kvöldin. Það er
ekki mikið veitt í þessum vötnum og
veiði er þokkaleg, bæði urriði og
Fallsg veifli af Amarvatnsheifli, bleikjur og urriðar.
Arinbjöm Jóhannsson mefl fall
ega veiði af Arnarvatnsheifli.
bleikja. Það em hámark átta í ferð
og þessar ferðir verða 17. júní og 8.
júlí. Ferðin kostar um 12 þúsund, en
menn verða að koma sér sjálfir hing-
að til mín að Brekkulæk í Miðf irði.”
Já, þama er tækifærið að kynnast
Amarvatnsheiðinni og renna fyrir
silung í heiöarvötnum, viröa fyrir
sér íslenskt landslag og slappa af.
„Hef verið með hestaferðir hér áður
en langar til að prófa eitthvað nýtt,
göngu og veiðitúra á Amarvatns-
heiði,” sagði Arinbjöm að lokum.
G. Bender,
Helmingur vörusölu
KÁ í Vöruhúsinu
Sala í vöruhúsi Kaupfélags 287,3 milljónum króna. Rúmur fram í þessari stórverslun Sunn-
Ámesinga á Selfossi nam á síðasta ári helmingur vömsölu kaupfélagsins fer lendinga og hefur salan þar aukist um
35,8% frá síðasta ári.
Þetta kom meðal annars fram á
aðalfundi kaupfélagsins sem haldinn
var á Selfossi 7. maí síðastliðinn. 1
ræðum formanns og kaupfélagsstjóra
kom fram að reksturinn gekk allvel á
árinu 1984 og nam heildarhagnaöur á
rekstursreikningi um 4,1 milljón króna
og höföu þá 14,2 milljónir verið færðar
tilafskrifta.
Fjöldi tillagna kom fram á
fundinum og var m.a. samþykkt að
félagið beiti sér fyrir uppbyggingu
iðnaðar, fiskeldis og loðdýraræktar á
félagssvæðinu. Þá var tillaga um
skoðun á möguleikum til starfradcslu
fóöurblöndunarstöðvar samþykkt svo
og að gera átak í þágu æskufólks í
héraðinu á ári æskunnar. Fundurinn
samþykkti og tillögu þar sem mótmælt
var stöðugum árásum á samvinnu-
hreyfinguna bæði í ræðu og riti.
Alþingismaður set-
ur niður kartöflur
Frá Reginu á Selfossi.
Hér er búin að vera sönn sumar-
blíða 12—13 stiga hiti að undanfömu.
Fólk notar góðu veðráttuna í görðum
sínum og setur niður kartöflur í gríð
og erg. Fjölæru blómin eru löngu
sprungin út.
Um næstsiðustu helgi skruppum
við hjónin aö tilraunabúinu á Laug-
ardælum. Þar voru hjónin Þórarinn
Sigurjónsson alþingismaður og frú
að setja niður kartöflur í heimagarð
sinn. Eg spurði hvort þetta væri ekki
alltof snemmt að setja niður kar-
töflur, um miðjan maí. Þau sögðu að
það væri engin hætta, þau settu alltaf
plast yfir fyrsta beðið sem þau settu
niöur í og gætu þá farið að borða ný-
uppteknar kartöflur um miðjan júlí.
Já, það má segja með sanni að
Selfyssingar hugsa vel um lóðir
sínar. Trén eru himinhá og allt blóm-
um skreytt og grasið slegið vikulega.
Frístandandi eldavól EK1664
með glerhelluborðl
Ein glæsilegasta eldavélin á markaö-
inum. Glerhelluborð með 4 hitaflöt-
um. Höggvarin emalering á hliðum.
Rofaborð úr gleri með fullkominni
tölvuklukku og fjarstýringu. Laus
ofnhurð með 2-földu gleri og loft-
ræstingu. Barnalæsing.
Twin ofn sem sameinar blástursofn
og venjulegan með yfir- og undir-
hita. Kjöthitamælir. Grill. Hitaskúffa
og stillanlegur sökkull.
Litir: Mokkabrúnn og hvítur.
Blomberg
2 ára ábyrgð.
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
8ERGSTADASTRATI I0A - SlMI I6995
Ódýrar og pottþéttar
pakkningar í bílvélar
Við eigum á lager pakkningar í ílestar
tegundir bílvéla - viðurkennd vara
sem notuð er aí mörgum biíreiðafram-
leiðendum.
AMC, BMW, Buick, Chevrolet, Daihatsu,
Datsun, Dodge, Fiat, Ford, Land Rover,
Mazda, M. Benz, Mitsubishi, Moskvitch,
Opel, Perkins, Peugeot, Range Rover,
Renault, Saab, Scania, Subaru, Suzuki,
MÖTUNEYTI - SÖLUSKÁLAR
VEITINGASTAÐIR!
Ódýrar servíettur í boxin
Sláið á þráðinn!
— Við sendum servíetturnar um hæl.
Box og servíettur - alltaf til á lager.
Ath! Tvær stærðir af boxum
- sama stærð af servíettum!
STANDBERG HF.
Sogavegi 108
símar 35240 og 35242