Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Blaðsíða 4
4 DV. MIÐVKUDAGUR 22. MAI1985. * — það eru fleiri veiðimenn en þessir sem veiða í stóru ánum Sjavarilminn þekkir maöur strax síöan maöur stóð dag hvem og renndi fyrir fisk í Laugamesinu forö- um daga. Þegar okkur tókst aö selja frönskum ferðamönnum ufsa á góöu verði, þá var gerður góður bisness. Þeir standa í einum hnapp og veiöa, áhuginn skin úr andliti þeirra, þeir beita og renna, fiskurinn er viö. „Hann er á, nei hann fór af, nei hann tók aftur, ó þetta er mar- hnútur”. ,,Á, hann er á, ég húkkaöi hann, þetta er meö þeim stærri.” „Nú fæ ég þann stóra, þetta var þaö góður kippur, nei aftur er marhnútur á.” Ertu ekki meö hníf á þér, manni? Blaðamaðurinn var ekki með hnif og þeir spyrja næstu menn. Enginn er með hníf á sér. VEIÐIVON GunnarBender Já, þeir fjölmenntu á aöfallinu veiðimennirnir ungu, þeir Ufðu sig inní þaö sem var aö gerast. Fiskur- inn var við og tók ótt og títt, þó held- ur væri hann í smærra lagi, kolar og marhnútar. Þeir voru greinUega ekki aö veiöa sína fyrstu fiska, hand- tökin sýndu það. Veiðimenn framtíö- arinnar. G. Bender. DV-myndirG. Bender. Eldri maður frœðir þé yngri um veiðina og spyr fregna um afla. AF KOLUM OG MARHNÚTUM Mývetningar æf ir út af sinubruna Frú Inglbjörgu Magnúsdóttur, Húsa- vík: „Mér finnst þetta hreint glæpsam- legt og ótrúlegt tiUitsleysi við nátt- úruna,” sagði Mývetningur sem hafði samband við fréttaritara DV vegna skrifa um sinubrunann í Mývatnssveit. „Eg gæti sýnt þér héma andar- hreiður með sjö eggjum og ellefta maí fannst hreiður með eggjum sem þá voru orðin stropuð. Endur eru farnar að verpa hér, t.d. grænhöfði, rauöhöföi og grafönd en þar sem þær verpa strjált eru varplöndin ekki talin tU mikUla nytja. Hettumáfur er farinn að verpa fyrir löngu og það veit hver einasti maður að ýmsir mófuglar eru famir að verpa. Margir hér em eyðilagðir yfir þessum sinubrunum og ef menn telja aö það þurfi að brenna sinu þá hefur það verið mögulegt hér í margar vikur, enda veðurfar í vor verið með eindæmum gott.” Annar náttúruunnandi hafði samband út af sama máU og sagði mjög sárt að heyra um sinubruna á þessum árstíma. „Þetta er það gróft að það kemur manni á óvart og úr hörðustu átt aö menn sem telja sig til náttúruverndarmanna skuU gera slíka hluti,”sagðihann. -EH. Kjarnfódurgjald hækkaðí4kr. Sérstakt kjamfóðurgjald var innheimt við toUafgreiðslur af fuUunnum fóðurblöndum og hráefni í fóðurblöndur seinni hluta síðasta árs. Þá var gjaldið á hvert kUó 1,30 kr. Nú liggur fyrir Alþingi nýtt frumvarp um kjarnfóðurgjald. Samkvæmt því er ráögert að hækka kjamfóðurgjald í 4 krónur á kUó frá og með 1. júní nk. Tekjur rfcissjóðs af kjarnfóöurgjaldi í ár eru áætlaðar 100 múljón krónur. -ÞG. Alltaf sömu hlýindin Hér er aUtaf sama góða veðráttan og gróður sprettur fljótt. Maður sér bara grasið vaxa frá degi til dags, enda er nú byrjaö aö slá lóðimar á Selfossi og graslyktin ilmar sem um hásumar. Fólk gengur hér í sinum léttu og skrautlegu sumarfötum um götur bæjarins og þaö er tignarleg sjón, aö sjá fólk í alla vega Utum fötum, á leið í eða úr mat í hádeginu. Eg dauðvorkenni fólki, öldnum og ungum sem vinna á skrifstofum í þessari dá- samlegu sumarveöráttu. Regina Thorarensen Seifossl. í dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari EG FERIFRIIÐ Stjómarandstaðan hefur tekið upp hanskann fyrir búsbyggjendur. Full- trúar stjórnarandstöðunnar hafa gengið á fund forsstisráðherra og setja honum skilyrði. Annaðhvort er gengið að okkar kröfum og húsnæðis- vandamállð leyst eilegar við tefjum fyrir afgreiðslu þingmáia og drögum þingið á langinn. Ennþá hefur ekki frést af svörum ríkisstjórnarinnar, en þó er ljóst að henni er nokkur vandi á höndum. Ríkisstjórnir mega nefnilega ekki til þess hugsa að al- þingi sitji lengur en góðu hófi gegnir. 1 raun og veru er alþingl einn versti þrándur í götu hverrar ríkisstjórnar sem situr í landlnu og vill fá að stjóma í friðl. Ráðherrar telja sig hafa annað og meira að gera við sinn tíma en sltja undir þreytandi ræðu- höldum á þingi, þar sem hvorki gengur né rekur. Þetta veit stjórnarandstaðan, enda era þar menn sem sjáifir hafa gegnt ráöherrastöðum og vita sem er að þingið er til ama og leiðinda fyrlr stjóraina. Hún á sér ekki heitari ósk en þá að losna við þann kaleik að sitja uppi með alþlngi tslendinga fram á mitt sumar. Þegar slik staða er komin upp verður húsnæðisvandamálið og blessaðlr húsbyggjendurnir algert aukaatriði. Satt að segja má gera ráö fyrir að þeirra mái týnlst gjör- samlega miðað við þann óhugnað sem blasir við, ef þingið neitar að fara heim i sumarfri. Alþingismenn era búnir að veraj uppteknir við harla lítið og ekki neitt, allt frá því i október i haust. Þeir eru orðnir afskaplega þreyttir, enda er ekkert eins þreytandi og iðjuleysið. Þeir era hvildar þurfi og það kemur eins og köld vatnsgusa framan í þá þegar því er hótað á siðustu stundu að framlengja þlnghaldið fram á sumar. Stjórnarandstaðan hefði getað sett fram kröfur um nýja stefnu, hún hefði getað flutt vantraust á einstaka ráðherra. Hún hefði jafnvel getað hótað að taka til máls og rifa kjaft þá daga sem eftir lifa af þinglnu i þess- fí k •; 1 fl r\ um mánuði. En þegar hnefinn er settur í borðið og þess krafist að þing- ið sitji áfram alian júnímánuð og jafnvel lengur detta allar lýs af þeim friðsemdarmönnum, sem eru búnir að planleggja sin sumarfrí. Það er í raunlnni óbærileg tilhugsun fyrir þing og þjóð ef þingmenn losna ekki undan álagi aðgerðaleyslsins hið fyrsta og ná ekki fjögurra mánaða sumarleyfl áður en aðgerðaieysið hefst að nýju næsta haust. Fljótt á lltið virðist rikisstjórain ekki elga annarra kosta vöi en að ganga að skilyrðum stjórnarandstöö- unnar og leysa húsnæðisvandann með hefðbundnum hættl: bæta nokkur hundruð milljónum við erlenda skuldahalann og kveða þenn- an ósóma niður. En ef riklsstjóraln hugsar sig um tvisvar má hennl vera ljóst að þessi hótun stjóraarandstöð- unnar er tvíbent. Þvi má nefnilega ekki gleyma að i röðum stjóraarand- stæðinga hefur áiag iðjuleysisins í vetur verið öllu meira heldur en á stjóraarþingmönnum. Stjórnarand- stæðlngaþlngmönnum er jafnmikið mál og hinum að komast í frilð og þess vegna kemur það sennilega þeim verst ef riklsstjórain þverskall- ast vlð og iætur þingið sitja áfram. Þó alþinglsmönnum þyki vænt um atkvæðin sin og sjái vonarpening i húsbyggjendum eru það hreinir smámunir miðað við þá samstöðu sem ríkir meðal þingmanna um að láta ekki kjósendur spilla sumarfri- inu. Pólltikin snýst nefnilega ekki um kjósendur heldur veiferð þing- mannanna sjálfra. Og þeir era aliir fyrlr löngu búnir að byggja! Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.