Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Blaðsíða 36
36 DV. MIÐVIKUDAGUR 22. MAI1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Richard Pryor er vel þekktur gamanleikari og grínisti í Ameríku. Pryor varö fyrst frægur á sviöi fyrir brandara sína en hefur síðan gert þaö gott viö kvikmynda- leik. „Eg er betri en myndirnar minar,” segir Pryor og er þar aö svara gagnrýnendum sem telja hann ekkert annaö en meöalmann á hvíta tjaldinu. Viö þekkjum grinistann úr kvikmyndum eins og Stir Crazy og Bustin Loose svo einhverjar séu nefndar. Nýlega undirritaöi kappinn stóran samning upp á 170 milljónir króna við Columbia kvikmyndafélagið um aö f ramleiöa f jórar kvikmyndir á næstu fimm árum. „Einn besti samningur í kvikmyndabrans- anum í dag,” eins og einn sér- fræöingur í Hollywood lýsti hinum nýja samningi. Aö undanfömu hefur Pryor verið í félagi viö sinn gamla vin og grínista Gene Wilder og unniö aö gamanmyndinni Double Whoopee er fjaUar um kvenfólk og klaufalega eiginmenn. Italski leikarinn heimsfrægi Marcello Mastroiainni er taUnn mikiU sjarmör og hefur löngum gengið undir viöumefninu „lady kUler”. MarceUo er löngu kunnur fyrir mörg viðamikil hiutverk bæöi á hvíta tjaldinu og á leiksviði. Aö undanförnu hefur kappinn veriö viðriöinn franskt leikhús í hlut- verki gamalgróins Casanova í leik- ritinu La Nuit de Varennes. Mar- ceUo lék áður í Paris í leikritinu The General and the Dead Army og fer þar meö hlutverk Aristo hershöfðingja sem er meirUiáttar flaðrari og dömuskelfir fremur en mikilsvirtur vígvaUahershöfðingi. Ekki var MarceUo of hrifinn af karakter Ariosto hershöfðingja, „kauöi er ekkert annað en vUja- laust verkfæri í höndunum á óprúttnum yfirboöurum og hefur ekki séns í einn einasta kven- mann,” segir Marcello Mastroiainni meö fyrirlitningu. Við Islendingar vitum aUt um japanska bíla og háþróaðan iönaðarvarning en aö sama skapi lítið um þarlenda Ust og menningu. Ein skærasta söngstjaman í Japan i dag heitir Seiko Matsuda, 23 ára stjama, stundum köUuö OUvia Ne wton-John þeirra í Japan. Stúlkan er taUn hlédræg mjög og þrátt fyrir gott gengi á söngsviðinu hefur hún ekki látiö frægöina stíga sér tU höfuös. Hún býr m.a. enn í litlu Osaka íbúöinni sinni og ekur um á 6 ára gömlum Datsun. Frá því hún var uppgötvuð fyri 5 ámm hefur stúlkan gefiö út 12 stórar plötur og átt 13 meiriháttar topplög á vinsældalistum er gefiö hafa í krónum taUö rúmlega fúnm mUljaröa íslenskra króna. Nú þurfum viö bara aö komast aö því hvort þeir á rás tvö vita eitthvað meira um mærina en við hér á DV. Sundmót á Seltjarnarnesi Það voru um 80 keppendur á sundmóti grunnskóla Seltjarnar- ness I siðustu viku. í sól og hita fylgdust einnig fjölmargir áhorf- endur með spennandi keppni. Ljóst er að mikill sundáhugi er á Seltjarnarnesi, enda Seltirningar nú komnir með ágœtis sundaðstöðu i nýrri og glæsilogri sundlaug. DV-myndir GVA. Það var mUcUl gusugangur í hinni nýju og glæsilegu sundlaug Seltirninga í síðustu viku er sundmót grunnskól- anna á Seltjarnamesi fór fram í fyrsta sinn. Þaö voru nemendur úr öllum árgöng- um grunnskólanna tveggja, Mýrar- húsaskóla og VaUiúsaskóla, er kepptu innbyrðis hver í sínum árgangi. Synt var bringusund og var vegalengdin 50 metrar. Aö sögn Kristjáns Halldórssonar, íþróttakennara í Valhúsaskóla, gekk keppnin mjög vel fyrir sig og var bæöi skemmtUeg og spennandi. „Viö erum mjög ánægð með þá nýju sund- og íþróttaaðstöðu sem skapast hefur á Seltjarnamesi,” sagðiKristján. Keppnin fór fram í blíöskaparveðri og fylgdust f jölmargir áhorfendur meö keppninni bæöi nemendur í grunn- skólunum og töluvert af foreldrum. Rotarýklúbbur Seltjarnamess gaf síöan sigurvegurum hvers árgangs veglega verðlaunapeninga til eignar. Hringsól um Manhattan Þaö eru ekki margir sem af fúsum og f rjálsum vUja láta sig hafa þaö aö dýfa stórutánni, hvað þá öllum Ukamanum, í ár þær og flóa er umlykja Manhattan- eyjuíNewYork. Stúlka nokkur að nafni Júlía Ridge, 26 ára gömul New York mær, lét sig þó hafa þaö fyrir nokkm aö skella sér í vægast sagt óhreint árvatnið og synti, ekki einu sinni heldur tvisvar í kringum Manhattaneyju í aUs 21 klukkutíma, vegalengd er samsvarar um90kUómetrum. JúUa hin unga er atvinnulaus leikari í stórborginni og geröi þetta, aö eigin sögn, til aö vekja athygU á sjálfri sér. Athygli sem gæti leitt af sér umtal og hugsanlega gott starf. Það fara enn engar sögur af því hvort uppátækið hefur borgað sig fyrir JúUu, ekkert merkilegt hefur a.m.k. enn komiö upp úr kafinu. Hins vegar kom ýmislegt upp á yfirborðið, í orðsins fyUstu merkingu, á sundi stúlkunnar, „ég rakst á sitthvað í vatninu sem ég myndi nú alls ekki setja í flösku og senda móður minni,” sagöi sundmærin, „en þó engar fljót- andi rotturnélík.” Mannlíf r I miðbæn- Skrafað og skeggrætt á útimarkaðnum. Ijósm. KAE.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.