Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Blaðsíða 40
FRETTASKOTIÐ (68)*(78)*(58) Simi ritstjórnar: 68 66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í OV, greið- ast 1.000 krðnur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gœtt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ1985. Stöðvast togarinn Ásgeir? I morgun kom fyrsti togarinn til hafnar í Reykjavik sem væntanlega mun stöövast vegna verkfalls reykvískra sjómanna. Þaö var togarinn Asgeir sem er í eigu Isbjamarins. Hann er einn af sjö minni togurum sem hugsanlega geta stöövast vegna verkfallsins. —, Enginn sáttafundur hefur verið boö- aðuríþessarikjaradeiluenn. -APH Húsnæðismálin: Stjóm og stjómarand- staða reyna lausnir Ríkisstjómin og stjórnarandstaðan hafa ákveðiö aö setjast niður og reyna aö leysa húsnæöismálin. Bæöi þau vandamál sem snerta fortiöina og þau sem nú blasa viö í húsnæðiskerfinu. Þessi ákvöröun var tekin á stuttum fundi sem haldinn var í gær af full- trúum stjórnarflokkanna og stjómar- andstöðunnar. „Menn ætla að setjast niöur, aö mér skilst, og ræða þessi mál alvarlega,” sagöi Svavar Gestsson eftir fundinn. Akveðið var að halda annan fund í dag þar sem þessi mál verða rædd ítarlega. Stjórnarandstaöan hefur þegar kynnt fyrir ríkisstjórninni fjölmargar Ieiðir til fjáröflunar. Enn hefur engin ákvörðun verið tekin um hvaöa leið verður valin. APH VSI ræðir við ASÍ Vinnuveitendasambandið hefur óskað eftir því við Alþýðusambandið að haldinn verði viðræðufundur á næstunni. Þessi ósk kemur í kjölfar formannaráðstefnu ASI. VSI vill fá nánari upplýsingar um afstöðu verka- lýðshreyfingarinnar til samninga- mála. Enn hefur ekki veriö ákveðið hvenær þessifundurverður. APH ómissandi Er þetta ekki ný tegund af gullfiskum á Strönd- um? > ÞORSKELDI DJUPAVIK? „Það er verið aö skoða þessi mál. Norðmennirnir sem hingaö komu voru mjög bjartsýnir. Eftir fund okkar með þeim er einkum talað um ræktun á sjóvargróðri og sjávarfiski og þá einkum þorskeldi eða lúðueldi,” sagði Asbjöm Þorgilsson, framkvæmdastjóri Magnúsar Hannibalssonar hf. á Djúpavík, l samtalivið DV. Hlutafélagið festi kaup á gömlu síldarverksmiðjunni þar í þorpinu ekki alls fyrir löngu með fiskeldi í huga. Þegar var hafist handa um að reyna aö fá samstarfsaðila i þaö verkefni svo og lánafyrirgreiöslur. „Við leituðum til Norðmanna sem hugsanlegra samstarfsaðila. I vor kom hópur þeirra hingað til að kanna þetta. Þeim leist mjög vel á allar aðstæður. I máli þeirra kom fram að það væri ekki laxeldi sem væri fram- tíðin heldur ræktun á sjávargróðri og sjávarfiski. Þeir gengu til að mynda hér um fjöruna og leist vel á. Nú bíðum viö eftir skýrslu þeirra um þetta mál. Við eigum von á henni alveg á næstunni og ég sé ekki ástæðu til annars en að svör þeirra verði jákvæö. Það sem helst stendur okkur fyrir þrifum hér er skortur á jarðhita en ræktun sú sem þeir eru aðtalaum krefst ekkí mikils hita svo það sem við höfum ætti að duga. Annars er seinagangurinn í kerfinu hér hróplegur. Við höfum beðiö fulltrúa sjávarútvegsróðu- neytisins um að koma hingað til að sjá með eigin augum það sem við viljum gera, en það kemur enginn. Við höfum beðiö um fjórmagn til að setja í jarðhitarannsóknir, en við höfum ekkert fengið, ekki einu sinni svar um hvort viö komum til greina sem lántakendur. En við hér erum bjartsýnir og það er alveg klárt að hér gerist eitthvað i þessum málum og það fyrr en seinna,” sagði Asbjöm Þorgilsson. -KÞ „Hvað eru öll þessi egg að gera, fljúgandi hór yfir hreiðrið mitt?' meðan hún liggur ó eggjum við golfvöllinn ó Seltjarnarnesi. ’ gœti þessi œðarkolia verið að ihuga á DV-mynd KAE. AKUREYRI: Sameiginlegt minni- hlutaframboð íborgarstjórn... Dauð hug- mynd? — dræmar undirtektir hjá talsmönnum flokkanna Litlar líkur eru á því að borgar- stjómarminnihlutinn leggi fram sameiginlegan lista í næstu kosn- ingiun. Hins vegar ætti slíkt framboð talsverðu fylgi að fagna meöal kjós- enda ef marka mó niðurstöður skoðunarkönnunar DV sem sýndi að slíkur listi fengi 41,3% atkvæða. „Þetta er dauð hugmynd. Raunsæir menn innan flokksins telja þetta óraunhæfan möguleika,” sagði Alfreð Þorsteinsson, formaður Framsóknar- félags Reykjavíkur, í samtali við DV. „Það er miklu mikilvægara að einbeita sér að góðu samstarfi eins og á árunum ’74—’78 en í framhaldi af því unnu flokkarnir borgarstjómar- kosningarnar,” sagði Alfreö. „Höfðar ekki sterkt til mín,” sagði Guðrún Jónsdóttir sem á sæti í borgar- stjórn fýrir Kvennalista. „Þessi hug- mynd hefur ekki verið rædd í neinni alvöru hjá okkur. En ef slíkt samstarf á að koma til greina verður það að vera stefna Kvennalistans sem ræður ferðinni,” sagði Guðrún. „Það eru ekki miklar líkur á slíku samstarfi,” sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokks. „Eg tel hins vegar vel koma til greina nýtt afl ungs fólks í borgar- málum og þá að sjálfsögðu undir stjórn jafnaðarmanna,” sagði Jón Baldvin. -EH. Verðlagsþensla eykst: Vísitölur hækka enn Otreikningar á byggingarvísitölu og I ¥ lánskjaravísitölu fyrir næstu vísitölu- tímabil sýna að verðlagsþensla eykst nú á ný eftir hjöðnunartímabil. Af fyrr- greindum útreikningum að marka er verðlagsþenslan nú á bilinu 30—37% miðað við aö sambærilegar hækkanir haldist í eitt ór. Byggingarvísitalan hækkaði 2,65% milli april og maí sem svarar til 36,9% hækkunar á heilu óri. Láns- kjaravísitalan sem gilda mun fýrir júní verður 2,23% hærri en gildir í þess- um mánuöi. Árshækkun ó sama grunni yröi 30,4%. Þessi vísitala er nú 1119 stigenverðurll42stigí júní. HERB VATNSVEITAN HUGAR Afi VATNSUTFLUTNINGI Akureyrarvatn er gott til útflutn- ings. Það er niðurstaða skýrslu sem Smári S. Sigurðsson rekstrartækni- fræðingur hjó Iðnráðgjöf sf. gerði fyrir Vatnsveitu Akureyrar. Að sögn Siguröar B. Svan- bergssonar vatnsveitustjóra hófust rannsóknir á vatninu árið 1982 til að kanna rækilega gæði þess fyrir mat- vælaiðnað. Einnig með mögulegan útflutning í huga. Niðurstöður lágu fyrir í apríl. Varðandi útflutning væru þær þrenns konar, þ.e.a.s. um gæði vatns, búnað og byggingu átöppunarverksmiðju og átöppunar- mól Gæðin væru fullnægjandi en stofnkostnaður verksmiðjunnar mikill eöa 180 milljónir króna. Markaðsmálin væru þó líklega erfiðust. I þessum hugmyndum Vatnsveitu Akureyrar að flytja út vatn er litið vestur um haf. Astæða fyrir því væri sú, sagöi Sigurður, að þar fengist betra verð en í Evrópu. Sem kunnugt er hafa verið uppi hugmyndir um vatnsútflutning frá Sauðárkróki til Ameríku en hins vegar ætlar ný- stofnað vatnsútflutningsfyrirtæki kaupfélaganna að flytja út til Evrópu. Sigurður B. Svanbergsson vatns- veitustjóri sagði að mörgum erlendum aöilum hefði verið boðið til samstarfs um vatnsútflutning en undirtektir verið dræmar. Hann taldi mikilvægt að erlendir aðilar tækju þátt í slikum rekstri til að tryggja markaði. JBH/AKUREYRI. í 4 t i i á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.