Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Blaðsíða 34
* 34 DV. MIÐVIKUDAGUR 22. MAI1985. Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðar Prófsvindl TeXtlVUhjálmss<ír Öll höfum viö einhvem tíma setið á skólabekk. Aö svindla á prófi er því nokkuð sem flest okkar hafa reynt ein- hvern tíma ævinnar, meira aö segja þú. Lítill skrifaöur miöi í vasa eöa krot í lófa. En hversu algengt ætli þetta svindl námsmanna sé í dag? Leitaö var til nokkurra menntastofnana til aö fá svar viö þeirri spurningu. Aö sjálf- sögðu lá leiðin fyrst í hinn fornfræga Menntaskóla í Reykjavík. Þar varö fyrir svörum Guöni Guðmundsson rektor. „Eg veit ekki til þess aö hér sé svindlað í prófum, a.m.k. hefur enginn oröið uppvís aö slíku sl. 4—5 ár. Þaö getur vel veriö aö nemendur skrifi ýmsar gagnlegar upplýsingar á miöa og hafi með sér í próf. Slíkt held ég að stafi af öryggisleysi og nemendur noti ekki þessa miöa í prófinu sjálfu. Þeir vita iíka í flestum tilfellum nákvæm- lega hvað á þeim stendur. Þaö eru ýmsar hliðar á þessu. Mér finnst aö ef fólk er aö eyða miklum _í „Herra kennari, má ég sem snöggvast bregða mér á salerniö?" Úrræða- góði prófsvindlarinn sest á klósettið og les minnisblöð eða kennslubókina í ró og næði. Læralestur og segulbandshlustun — nokkrar svindlsögur rif jaðar upp Sögur af prófsvindli eru orðnar margar í gegnum tíöina. I mörgum til- fellum má líkja þessum sögum viö lít- inn snjóbolta efst í fjallshlíð. Þær hlaða utan á sig eftir því sem þær berast milli manna. Hvaö sem því líður skulu hér nú rifjaðar upp nokkrar krassandi prófsvindlsögur. Sannleiksgildi verður hins vegar látiö liggja milli hluta. Kennarinn bar svindlmiðann Tveir félagar höföu komiö sér saman um að svindia á prófi í menntaskóla fyrir nokknun árum. Það stóö hins vegar svo á að þeir voru látnir sitja í gagnstæöum hornum stofunnar. Þurfti nú annar að koma skilaboöum til hins og datt þaö snjallræði í hug aö senda félaga sínum súkkulaði sem hann haföi í fórum sínum. Braut hann súkkulaðið niöur, setti það á bakhliö blaðsins meö skilaboöunum og kallaði á kennarann. Baö hann læriföður sinn vinsamlegast um að færa félaga sínum þessa hress- ingu. Geröi kennarinn það. Félaginn át vitaskuld súkkulaðið með góðri lyst auk þess sem upplýsingarnar á bak- hliðinnikomuígóöarþarfir. Oupplýst. Stráklingi á gagnfræöaskólastigi áskotnaöist penni nokkur góöur með margföldunartöflunni í. Strákur tók hina eiginlegu töflu úr og kom fyrir í staöinn upplýsingum í sögu, ensku eöa dönsku, allt eftir þvi hvaöa próf hann tókhveiju sinni. Oupplýst. Lasásérlærin Stúlkur hafa svindlaö í prófum, ekk- ert síður en strákar. Hér segir af stúlku einni í næstelsta menntaskóla landsins sem iöulega þurfti að bregöa sér á salemi meöan próf stóö yfir. Þessar feröir sínar fór stúlkan í fylgd kennarans en sá þurfti vitaskuld aö standa utan dyra. Síðan sat stúlkan á klósettinu og las á læri sín sem bæði voru útkrotuð. Oupplýst. Þessi aðferö er ekki óþekkt. 1 staö þess aö lesa á læri sín hefur einnig tíök- ast aö taka með sér bækur eða minnis- blöö á salernið. Slíkt hefur síðan veriö vandlega falið innanklæða á leiö í og úr stofu. „Klæöskerasvindl” Hér er ein úr landsprófi. Stúlka sem sat fyrir aftan pilt nokkurn varð þess vör að sá var iðulega aö kíkja innan á jakkann sinn. Þegar prófinu lauk fór hún að athuga máliö. Kom þá í ljós aö pilturinn var búinn að sníða tvær pappírsarkir innan á jakkaboðungana báöum megin. Var þar skrifað upp drjúgur hluti af sögunámsefni vetrar- ins. I náttúrufræöiprófi skömmu seinna lék piltur sama leik. Hann var hinn rólegasti en stúlkan var aftur á móti alveg á nálum yfir að allt kæmist upp! Oupplýst. Annað svipaö „jakkatrikk” var leik- ið í Menntaskólanum á Akureyri. Þá haföi piltur nokkur gert rifu á jakka- ermina. Svindlmiöinn var skyrtuermin eins og hún lagði sig. Síöan dró strákur ermina upp og niður og sá þaö sem þar var skrifað í gegnum rifuna. En þessi ævintýramennska fór ekki framhjá vökulum augum kennarans. Upplýst og vikiðúrprófi. Var með segulband í prófinu Hér er svo ein svindlsaga en þessi endaði með ósköpum. Þetta var í prófi í Háskólanum. Sá sem sat yfir varö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.