Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Side 5
DV. MIÐVKUDAGUR 22. MAl 1985. 5 Ríki og borg kljást um Haf narbúðir: Landakotsspítali með útibú á hafnarbakkanum? Samningaviðræður standa yfir milli ríkis og borgar um að ríkið kaupi Hafnarbúðir fyrir langlegu- sjúklinga á Landakoti. Aöur hafði það komið til tals að Landakot fengi húsnæöið en því hefur verið harðlega mótmælt m.a. af stjóm Borgarspít- alans. I dag eru 25 sjúkrarúm í Hafn- arbúöum sem Borgarspítalinn hefur til umráða. Samkvæmt heimildum DV mun mafsverð ríkisins á húsnæð- inu vera í kringum 25 milljónir króna en borgin vill fá á milli 70 og 80 millj- ónir fyrir Hafnarbúðir. „Hugmyndin að fá Landakoti Hafnarbúðir í hendur væri ekki til bóta. Það væri aðeins verið að færa vandamál langlegusjúklinga frá einni stofnun til annarrar,” sagði Páll Gíslason, forseti borgarstjóm- ar, í samtali við DV. „En ef ríkið kaupir húsnæðið handa Landakoti þýðir þaö að borgin f ær peninga til aö ljúka við B-álmu Borgarspítalans fyrr en ella hefði orðið en þar verða 6 öldrunardeildir,” sagði Páll. Jóhannes Pálmason, framkvæmda- stjóri Borgarspítalans, tók í sama streng. „Við erum á móti því að af- henda Hafnarbúðir,” sagði hann. „Jú, það er rétt að Landakot hefur augastað á Hafnarbúöum. Viðræður um kaup á húsnæðinu eru að komast á lokastig,” sagði Olafur örn Amar- son, yfirlæknir á Landakotsspítala, í samtali við DV. „Mér finnst sann- gjamt að við fáum eitthvert pláss til umráöa fyrir langlegusjúklinga en slík aðstaða er mjög bágborín á Landakoti,”sagði01afur. -EH. Fulltrúar samtakanna kynntu I fyrradag tillögur sinar um breytingar é stjómarskrónni. DV-mynd KAE. Samtökin jafnrétti milli landshluta: NÚ VERDISKIPAÐ STJÓRNLAGAÞING Afmælis- og vortónleikar Kaupendur og seljendur fasteigna: Verða að sýna aðgát Stefán Ingólfsson hjá Fasteigna- mati ríkisins telur að leggja beri niður ÖU óverðtryggð lán í sam- bandi við fasteignaviðskipti á hús- næðismarkaðinum og þess í stað eigi að taka upp verðtryggð lán á eftirstöðvum. Hann segir að vegna þess að bæði séu verötryggð og óverðtryggð lán. á fasteignamarkaðinum hafi þaö skapað mismunandi kjör. Þessi lán eru frábrugðin hvert öðm og verða kaupendur og seljendur að sýna fyllstu aðgát þegar verið er að kaupa eða selja íbúðir með annað- hvort verðtryggðum eða óverö- tryggðum lánum. Þetta hafi það í för með sér að oft sé selt á öðrum kjörum en keypt sé. Þessar upplýsingar koma fram í fréttabréfi Fasteignamats ríkisins. Þar er bent á að eftir að verðtryggð lán komu tU sögunnar hafi greiöslukjör orðið breytUeg. Skipta megiþeimniðurí þrjá ólíka hópa. I fyrsta lagi eru íbúðir sem seld- ar em á fuUverðtryggðum kjörum. Sala þeirra nemur um 18 prósentum af fasteignaviöskiptum og útborgun er 64,4 prósent. I öðm lagi eru íbúðir sem seldar em skuldlausar á óverðtryggöum kjörum. Sala sUkra íbúða nemur um 20 prósentum af markaðinum og útborgun er um 73,2 prósent. I þriöja lagi em íbúðir sem seld- ar eru með blönduðum kjörum. Við sölu þeirra koma bæði óverðtryggð og verðtryggð lán til sögunnar. Söl- ur af þessu tagi eru langalgengast- ar og eru um 63 prósent af markað- inum. Utborgun er um 70,1 prósent. APH Samtökin jafnrétti milli landshluta leggja til að skipað verði sérstakt st jórnlagaþing til að vinna að breyting- um á stjómarskránni. Þetta kom m.a. fram er fulltrúar samtakanna kynntu sínar tillögur um stjómarskrárbreytingar í fyrradag. Telja þeir að störf stjórnarskrár- nefndar hafi gengið hægt og árangur verið sá einn að í jánúar 1983 hafi verið lögð fram skýrsla um störf þáverandi nefndar. Telja samtökin að ástæöan fyrir því hve lítill árangur hefur náðst í þessu starfi sé fyrst og fremst sú að stjómmálamenn hafi látið eigin flokks- sjónarmið ráða í stað þess að hugsa eingöngu um heill þjóðarinnar. Því leggja samtökin til að þegar verði kosið sérstakt stjómiagaþing. Til þess sé kjörgengur hver sá Islendingur sem kjörgengur sé og hafi óflekkað mannorð. Þó skuli alþingismenn ekki vera i framboði vegna starfa sinna. Fulltrúar á stjórnlagaþingi skuli vera tveir úr hverju kjördæmi, kosnir hlut- bundinni kosningu. Samtökin jafnrétti milli landshluta hafa sent alþingismönnum drög sín aö breytingumástjómarskránni. .jss Skagf irskir söng- menn á Selfossi Frá Regínu, fréttarltara DV á Sel- fossi: Skagfirski söngkórinn heimsótti Sel- foss nýlega og bauð eldri borgurum í bænum til tónleika í Selfossbiói á upp- stigningardag. Fjölmenni var og loft í hinu aldna húsi með besta móti þrátt fyrir sól og hlýindi. 76 manns era í áðurgreindum kór sem söng af mikilli snilld. Var kórinn oft klappaður upp og varð að margendurtaka sum lögin — clúri borgarar kannski of heimtuf rekir. Nemendur Siguröar Demetz Franzsonar, söngkennara í Nýja tón- listarskólanum, koma fram á tón- leikum í Bústaöakirkju i kvöld, miðvikudagskvöld. Tónleikamir eru haldnir i tengslum viö 30 ára starfs- afmæli Siguröar hér á landi. A söngtónleikunum koma framsex nemendur og þrír píanóleikarar með þeim sem aUir eru kennarar viö Nýja tónUstarskólann. Þessir tón- leikar hefjast klukkan 20.30 í kvöld. A morgun verða svo síðustu vor- tónleikar Nýja tónlistarskólans. Þar leika hljómsveit skólans og nemend- ur á seinni námsstigum. I lokin fara fram skólasht. TónleikamU- veröa í Bústaðakirkju og hefjast klukkan 17.30. HERB Schiesser dömufatnaöur Einstök gœöi. glœsilegt útlit Schiesser® OLYMPIA = Laugavegi 26, slmi 13300 sími 31300 ■MÍBÉL'r-'K issK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.