Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Blaðsíða 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. MAI1985. 11 VIÐTALIÐ: „Auðvitað hlakka ég svakalega til” Þór Tulínius heitir 25 ára gamall Reykvíkingur, nýútskrifaður úr Leik- listarskóla Islands. Þór heldur í haust til Frakklands þar sem hann kemur til með að starfa við Comedie Francais, eitt elsta og virtasta leikhús Frakk- lands. „Comedie Francais valdi Þór úr hópi 200 alþjóölegra umsækjenda til að koma og starfa í þessu fræga leikhúsi sem lærisveinn ýmissa helstu leikhús- frömuða og leikstjóra Frakklands,” sagði Doudnac, menningarfulltrúi franska sendiráðsins í Reykjavík, á fundi með blaðamönnum nýlega þar sem ýmis starfsemi sendiráðsins í menningarmálum var kynnt. — Hvernig komstu fyrst í kynni við Comedie Francais? „Eg vissi af ýmsum þeim styrkjum sem frönsk yfirvöld bjóða Islendingum í gegnum sendiráð Frakklands í Reykjavík og spurði menningarfulltrú- ann hvort ekki væm einhverjir mögu- leikar á því sem maður kallar taktískt nám, eitthvað sem tengdist leiklistinni og ég myndi raunverulega hafa gagn af. Doudnac menningarfulltrúi var af- ar hjálplegur, taldi möguleikana góða á að komast í einhvers konar leikhús, bæði við nám og starf. Nú í vor þróuð- ust málin svo þannig að Comedie Francais kom inn í myndina og mér var boðið að koma til þeirra í haust. Þaö er ekki smuga að taka ekki svona tilboði,” sagði Þór Tulinius. — Hvemig list þér s vo á allt saman? „Þessir tveir leikstjórar, sem ég kem til með að kynnast i Comedie Francais, Jo Lavandant og Jean Pi- erra Vincent, eru mjög þekktir leik- stjórar og tvímælalaust í fremstu röð í Frakklandi. Hér er um nokkuð gamalt leikhús að ræða, stofnsett á dögum Molíere og Lúðvíks 14. eða um 1680. Það hefur stundum verið sagt að leikhúsiö sé nokkuð bundið í formi, íhaldssamt á nýrri verk, lagt of mikla áherslu á eldri og klassískari leikhúsverk, en það hefur síðan breyst mikið síöustu árin, einkum eftir að Mitterrand for- seti kom til valda í Frakklandi og keyrði áfram þessa svoköUuðu menningarpólitík. Það er þeirra stefna og trú aö sterk- ari menning sé hin rétta leið til að bjarga þjóðfélaginu úr þessari kreppu sem það er komið í.” — Eru það einhverjir sérstakir þætt- HÖFUM OPIMAÐ IMÝJA BÓN- OG ÞVOTTASTÖD O Gufuþvoum vélar og felgur O Djúphreinsum sœtin og teppin O Notum eingöngu hið níðsterka Mjallarvaxbón BÓN- OG ÞVOTTASTÖÐIN V/UMFERÐARMIÐSTÖDINA - Sfmi 21845 ZAN] irORTI m RAFHA VARAHLUTA- OG VIDGERÐARÞJÓNUSTA h5% ZANUSSI heimilistœkin eru falleg og vönduö og njóta vaxandi vinsœlda hér ð landi. Nú er freistandi vortilboö hjá Rafha: 15 kæli- og frystitæki frá ZANUSSI meö 15% staögreiösluafslætti og 8% á afborgunarkjörum. Tilboöiö stendur til 1. júni 1985. Verslunin Rafha, Austurveri, Háaleitisbraut 68. Símar: 84445,686035. Hafnarfjöróur, símar: 50022,50023,50322. Z 25/2 TR Kælir/frystir Kælir: 200 Itr. Frystir 50 Itr. Frystigeta 3,5 kg á sólarhr. Mál: (H x B x D): 142 x 52,5 x 60 cm. Sjálfvirk afhriming á kæli. Má snúa huröum. Orkunotkun 1,6 kWh/24T. -2g.-4&2- stg. 18.838 ir er þú vUt leggja áherslu á í haust? „Eg veit það ekki, ég fer út í þetta án nokkurs sérstaks markmiðs, það má segja að ég kasti mér út í þetta, opinn fyrir öUum þeim tækifærum er mér kunna að bjóðast. Auövitað hlakka ég svakalega til að fara til Frakklands, ekki einungis í leikhúsið, heldur einnig til aö kynnast París, háborg evrópskr- ar menningar og lista og um leið stærstu borg Evrópu. Ef við lítum bara á kvikmyndirnar er París sann- köUuð gullnáma, aUar kvikmyndir í gangi á sama tíma, svo ekki sé minnst á staði eins og t.d. Pompidousafnið sem er fuUt af alls konar fróðleik.” Langar mest til að starfa hér heima en er opinn fyrir öllu ,ÍIg verð úti í Frakklandi í eitt ár og ómögulegt að segja hvernig málin Þór Tulinlu* leggur I haust land undir fót, kamur til moö afl stunda nám vifl eitt elsta og virtasta leikhús Frakklands, Comedie Francais. Ljósm. VHV. koma til með að þróast eftir þann tíma, hvort ég kem heim aftur eöa ílendist kannski eitthvað í Frakklandi. Mig langar mest tU að starfa hér heima, en auövitað verða menn að haga seglum eftir vindi, ég er a.m.k. opinn fyrir öllu,” sagði Þór Tulinius. Þór hefur eins og gefur að skilja tals- vert unnið við leUdist hér heima, sér- staklega með Leiklistarskóla Islands og að þeim leikhúsverkum sem skólinn hefur sett upp. Ekki kvaðst Þór hafa mikiö komið nálægt íslenskri kvik- myndagerð, „nema hvað ég var viðrið- inn kvikmyndina Sóley sem Róska vann og leikstýrði, svo lék ég víst ein- hvem púka hjá þeim í Gullna hliöinu sem sjónvarpið tók upp um árið,” sagði Þór. „I vetur settum viö upp þrjú leikrit í Leiklistarskólanum, Grænfjöörung í Lindarbæ í haust, Draum á Jóns- messunótt í Iönó og svo erum við ný- búin að frumsýna leikritið Fugl sem flaug á snúru eftir Nínu Björk Arna- dóttur, við settum það upp í Lindarbæ og leik ég þar ungan mann með rós,” sagði Þór TuUnius, leikari og tilvon- andi lærisveinn við Comedie Francais, að lokum. hhei. SJONVORP EIGENDUR ITT SJÓNVARPSTÆKJA ERU EKKI í VAFA. VID ERUM ÞAÐ EKKI HELDUR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.