Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Page 12
12 DV. MIÐYIKUDAGUR22. MAÍ1985. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjörnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjériogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstoóarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI óBóáll. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686011. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 330 kr. Verö í lausasölu 30 kr. Helgarblað35kr. Einn „ vinstri" listi? Er heppilegt fyrir minnihlutaflokkana í borgarstjórn að bjóða fram sameiginlega? DV hefur síðustu daga birt Skoðanakannanir um, hvað fólk mundi kjósa, ef nú yrði kosið til borgarstjómar. „Má draga þær ályktanir af könnunum, að „vinstri” flokkarnir fengju mest út úr sameiginlegu framboði? ” er brennandi spurning. Reynsla flokka af slíkum bræðslum er slæm hér á landi. „Hræðslubandalag” Framsóknar- og Alþýðuflokks var stofnað í kosningum 1956. Reiknimeistarar þeirra flokka höfðu fengið út, að þeir gætu unnið hreinan þingmeirihluta á grundvelli ranglátrar kjördæmaskipunar, ef fylgið skilaði sér. Aðferðin var, að flokkarnir byðu ekki fram hvor gegn öðrum. Framsóknarmenn skyldu kjósa alþýðuflokks- menn í „kratakjördæmunum” og öfugt. En svo fór, að mikill hluti fylgis þessara flokka kom ekki til skila. Menn kusu annaö. Framsóknarmenn höfðu fengið nokkur sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík. Kjósendur Alþýðu- flokksins neituðu að kjósa þann lista svo og „framsóknar- listana” úti á landi. tJtkoma samkrullsins varð afhroð þessara flokka. Alþýðuflokksmenn og „Samtökin” buðu fram sameiginlega í borgarstjórnarkosningunum 1974. Þessir flokkar þóttu eiga margt sameiginlegt. Kjósendur úr báðum flokkum gerðu uppreisn og neituðu að kjósa sam- eiginlega listann, sem fékk minna fylgi en Alþýðu- flokkurinn hefði fengið einn á báti. Þetta er reynslan, sem jafnan hefur fengizt af sam- eiginlegum framboðum hérlendis. Skoðanakönnun DV sýndi, að fleiri skiluðu sér á sam- eiginlegan „vinstri” lista en þeir reyndust vera, sem studdu minnihlutaflokkana, þegar reiknað var með sér- framboðum þeirra. Sama fólkið var spurt í báðum tilvikum, fyrst um sérframboð, síðan um sameiginlega listann. Yfir 30 af hundraði reyndust óákveðnir, þegar spurt var um sérframboð, en aðeins rúm 13 prósent, ef sameiginlegur listi kæmi til. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 40 prósent af úrtakinu, þegar reiknað var með sérfram- boðum, en jók fylgi sitt um 4 prósentustig af heildinni, ef reiknað var með sameiginlegum lista „vinstri’ manna. Sameiginlegi listinn fékk 14 prósentustigum meira fylgi en vinstri flokkarnir höfðu samanlagt, ef um sérframboð væri að ræða. Oákveðnum og þeim sem ekki vildu svara fækkaði þá um 18 prósentustig. Þeir sem vilja sameiginlegt framboð minnihluta- flokkanna fagna þessu og segja, að það sýni, að sameigin- legi listinn yrði miklu sterkari en sérframboð. Ekki er allt sem sýnist í fljótu bragði. Vafalaust telja kjósendur, að erfitt sé að greina milli sumra minnihlutaflokkanna og þessir kjósendur segjast því vera óákveðnir um, hvað þeir kysu. „Vinstri” menn eiga þannig miklu meira í hinum óákveðnu en sjálfstæðismenn. Þegar boðið er upp á sameiginlegan „vinstri” lista, skila þessir óákveðnu sér. En vafalaust mundu þeir í kosningum með sérfram- boðum einnig skila sér á einhvern minnihlutaflokkanna. Líklegast er því, að fylgi tapist en vinnist ekki með sam- eiginlegu framboði. Það sýnir sú staðreynd, að Sjálf- stæðisflokkurinn bætir við sig 4 prósentustigum á því einu, að boðið er upp á sameiginlegan vinstri lista. Þeir sem vel þekkja til kosninga í Reykjavík á undan- förnum árum þykjast vita, að margir gamalreyndir alþýðuflokks- og framsóknarmenn mundu aldrei geta hugsað sér að kjósa sameiginlegan lista með alþýðu- bandalagsmönnum, svo að dæmi sé nefnt. Haukur Helgason. Hernaðarumsvif i Helguvík. Hemaðarhyggfan Undanfarna mánuöi hefur verið talsverð umræða um byggingu hem- aðarmannvirkja ó Islandi. Astæður fyrir þessari umræðu er sú ákvörðun utanríkisráðherra aö byggðar skuli ratsjárstöðvar á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Undanfarin ár hafa hernaðarfram- kvæmdir veriö mjög miklar hér á landi. Þeir ráðherrar sem farið hafa með þessi mál hafa í lengstu lög reynt að komast hjá miklum umræð- um um þessar framkvæmdir. Undir- róðurinn hefur þó lengst af verið mjög þungur og Morgunblaöið haft forystu um aö reka áróöur þar sem reynt er að festa hemaðarhyggjuna í sessi. I þessu efni hefur sú kenning Bandaríkjamanna ráðiö mestu að aukinn hernaðarmáttur og yfir- burðir í vígbúnaði sé gmndvallar- skily rði fyrir heimsfriði. Sennilegt er að þeir séu ekki ýkja margir sem gera sér grein fyrir þvi hve framkvæmdir í þágu hemaðar hafa verið gífurlegar síðstu árin. All- ar þessar athafnir eru liður í því að njörva Island sem rækilegast í net vígbúnaðarins, net vitfirringar mannsins sem fyrr eða síöar getur leitt til gereyðingar. Hernaðarmannvirki Nú er það kappkostað að Islending- ar sjálfir eigi að taka sem mestan þátt í hemaðaruppbyggingunni. Þetta er rökstutt meö því að þeim beri að fylgjast með þróun hernaðar og víg- búnaöar til þess að geta lagt mat á hvað Islandi henti í þessu efni. Það er mikið ofmat á góðvild mesta her- veldis heims að halda að það láti hagsmuni Islendinga ráða þegar ver- ið er að velja hemaðarmannvirkjum stað. I fyrsta lagi eru mannvirkin ekki sett niður til aö verja Island og í ööru lagi ganga Bandaríkjamenn fyrst og fremst út frá sínum hags- munum og lái þeim það hver sem vill. Trúir því einhver Islendingur að Bandaríkjamenn myndu láta hér ónotuð mannvirki og aðstöðu, sem þeir hafa komið upp á friðartímum, ef til átaka kæmi og myndu þá skirrast við að koma með atómvopn í sín sprengjuheldu skýli? Alla þá aðstööu sem þeir fá að koma hér upp Kjallarinn KÁRI ARNÓRSSON, SKÓLASTJÓRI hljóta þeir að nota eins og þeim frekast þykir henta. Það er mark- visst unnið aö því að gera Island aö stórri herbækistöð og nú einnig að kalla Islendinga þar til starfa. Það er alið á því með þjóðinni hve Islending- ar séu nauðsynlegir til þessara starfa og þátttaka þeirra mikilvæg. Þannig er hemaðarhyggjunni mjög ákveðið haldið að þjóðinni og þess trúlega ekki langt að bíða að Islend- ingar fari að gegna eins konar her- þjónustu. Friðarbarátta Þeir sem harðast hafa gengið f ram í þessari hernaðarinnrætingu og kappsfulla vígbúnaði eru sjólf- stæðismenn og nú einnig alþýðu- I flokksforystan undir stjóm Jóns Baldvins. I Alþýðuflokknum hér ger- ist þetta á sama tíma og bræðra- flokkar hans á Norðurlöndum, í Þýskalandi, Bretlandi og víðar leggja allt kapp á afvopnun og reyna að beita sér gegn þeirri vitfirringu sem felst í endalausum vígbúnaði stórveldanna. A sama tíma og Al- þýðuflokkurinn hér styður aukinn vígbúnað ganga jafnaöarmenn annars staðar fram fyrir skjöldu til að berjast gegn helstefnu Reagans og annarra vopnadýrkenda. Von mannkynsins um farsæla sambúð getur aldrei byggst á vopn- um og allra síst á gereyðingarvopn- um. Friðartireyfingar margs konar hafa látið mikið á sér bera undanfarin ár. Þær em svar þeirra sem skynja að sífellt aukinn vopnabúnaður getur ekki leitt til annars en tortímingar. Framleiðendur hergagna hafa lagt gífurlegt fjármagn í að vinna gegn þessum hreyfingum en þrátt fyrir allt það áróðursmoldviðri, sem beitt hefur verið gegn þeim, vinna þær stööugt á. Fleiri og fleiri stjómmála- menn snúast á sveif með friðarsinn- um og málstaður þeirra á vaxandi fylgi að fagna þó við öfluga and- stæðingaséaðetja. Nýlegar kosningar í Þýskalandi sýna aðsú breyting sem átt hefur sér stað hjá þýskum jafnaðarmönnum, hvað varðar vígbúnað, á mikinn hljómgrunn. öll sú aðstaða sem hér á landi er veitt til byggingar hemaðarmann- virkja og aukins vígbúnaðar er lóð á vogarskál tortímingar. Hver ný framkvæmd í þeim efnum dregur úr líkum á afvopnun. Gegn slíku eiga Islendingar að berjast af alefli. Þeir eiga að leggja lífsvoninni lið en ekki tortímingunni. Kári Amórsson. 0 „Sennilegt er að þeir séu ekki ýkja margir sem gera sér grein fyrir því hve framkvæmdir í þágu hernaðar hafa verið gífurlegar síðustu árin.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.