Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Blaðsíða 14
14
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. MAI1985.
IMauðungaruppboð
sem auglýst var í 101. og 109. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 og 3. tbl. þess
1985 á hiuta í Kaplaskjólsvegi 91, þingl. eign Guömundar T. Gústafs-
sonar, fer fram eftir kröfu Veödeildar Landsbankans og Landsbanka Is-
lands á eigninni sjálfri föstudaginn 24. mai 1985 kl. 14.45.
Borgarfógetaembaettið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 101. og 109. tbl. Lögbirtingablaös 1984 og 3. tbl. þess
1985 á Lækjargötu 2, þingl. eign Knúts Bruun, fer fram eftir kröfu Haf-
steins Sigurössonar hrl. og Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri
föstudaginn 24. maí 1985 kl. 16.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1984, 10. og 13. tbl. þess
1985 á hluta í Sogavegi 136, þingl. eign Björgvins Eiríkssonar, fer fram
eftir kröfu Tryggingastofnunar rikisins og Guöjóns Á. Jónssonar hdl. á
eigninni sjálfri föstudaginn 24. mai 1985 kl. 11.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 102. tbl. Lögbirtingablaðs 1984,2. og 8. tbl. þess 1985
á hluta í Sogavegi 105, þingl. eign Halldórs J. Ólafssonar, fer fram eftir
kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik og Búnaðarbanka Islands á eigninni
sjálfri föstudaginn 24. mai 1985 kl. 11.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1984, 10. og 13. tbl. þess
1985 á hluta í Lynghaga 10, þingl. eign Jóhanns Sigurðssonar og önnu
Jónu Jónsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik, Ró-
berts Árna Hreiðarssonar og Þorvarðar Sæmundssonar hdl. á eigninni
sjálfri föstudaginn 24. mai 1985 kl. 13.45.
Borgarfógetaembættiö í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Granaskjóli 40, þingl. eign Þormóös Sveins-
sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik og Borgarsjóðs
Reykjavíkur á eigninni sjálfri föstudaginn 24. mai 1985 kl. 14.30.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síöasta á hluta í Grandavegi 39, þingl. eign Gunnars Sigurðs-
sonar, fer fram eftir kröfu Skúla J. Pálmasonar hrl., tollstjórans í
Reykjavik, Hafsteins Sigurössonar hrl., Gjaldheimtunnar i Reykjavík,
Guðmundar Ingva Sigurðssonar hrl., Tómasar Þorvaldssonar hdl.,
Ólafs Axelssonar hrl., Ásgeirs Thoroddsen hdl., Hákonar Árnasonar
hrl. og Jóns Ingólfssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 24. maí 1985
kl. 13.30. Borgarfógetaembættiö i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og siöasta á hluta í Víöimel 30, þingl. eign Gústafs Grönvold, fer
fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudag-
inn 24. maí1985kl. 14.00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 101. og 109. tbl. Lögbirtingablaös 1984 og 3. tbl. þess
1985 á hluta i Reynimel 80, þingl. eign Þórhalls Þórhallssonar, fer fram
eftir kröfu Landsbanka islands, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Baldvins
Jónssonar hrl., Ólafs Gústafssonar hdl. og Guömundar Óla Guðmunds-
sonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 24. mai 1985 kl. 16.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 104. tbl. Lögbirtingablaös 1984, 1. og 11. tbl. þess
1985 á hluta í Kaplaskjólsvegi 37, þingl. eign Freyju Jónsdóttur, fer fram
eftir kröfu Veödeildar Landsbankans á eigninni sjálfri 24. maí 1985 kl.
15.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir
Flugifi kemur viða við sögu i píslargöngu Alsinos litla. Hór hefur hann kynnst fuglamanninum. . .
KVIKMYNDAHÁTÍÐ - GAMMURINN * * *
K0NDÓRAR BR0TNA
Alsino y «M Condor.
LaikstjöH: Miguol Uttin.
Aðaihlutverk: Alan Esquivel, Dean
Stockwell, Carmen Buster.
Nicaragua 1982, enskur texti.
Littin er einhver þekktasti kvik-
myndaleikstjóri Suður-Ameríku en
þar er að vísu ekki um sérlega
auðugan garð að gresja. Ég minnist
þess aöeins aö ein mynda hans hafi
verið sýnd hér áður; það var Sjakal-
inn sem sýndur var í Fjalakettinum,
sællar minningar. Og enn er Littin á
‘slóðhrææta.
Að þessu sinni hefur hann borið
niður í Nicaragua, því striðshrjáða
landi. Myndin er gerð eftir valdatöku
sandinista og fjallar um síðustu daga
Somozastjórnarinnar (raunar er hún
fyrsta myndin í fullri lengd sem gerð
var í landinu en með stuðningi
Kúbana, Costa Ricana og
Mexíkana). Það þarf því ekki að f ara
í grafgötur með afstöðu mynd-
arinnar og boðskapur hennar er
ósköp klár. En eins og algengt er i
suður-amerískum listaverkum af
öllu tagi er hann klæddur i búning
tákna og dæmisagna. Það hefur
lánast fjarska vel að þessu sinni þó
einfaldleikinn sé að sönnu mikill.
Alsino er strákur á gelgjuskeiði
sem á sér þann draum æðstan að
fljúga einn um himinhvolfiö. En
hann verður að sætta sig við að
fljúga í þyrlu sem bandarískur
hemaðarráðgjafi stjómar og það er
ekki þaö sama. Svo fer um þennan
draum eins og aðra drauma. Tveir
kondórar brotna í sama tré. En þá
hefur Alsino kynnst hörmungum
borgarastríðsins, séö fjöldamorð
stjómarhersins á saklausum borg-
urum og annað eftir því. Hann er
enginn kondór lengur en hann er
heldur ekki litli Alsino eftir ferðir
sinar.
Þessi mynd er eftirminnileg og þá
ekki sist fyrir það fólk sem Littin og
handritshöfundamir leiða á fund
Alsinos; auk þess er hún fallega gerð
og sterk í sínum einfaldleika.
Illugi Jökuisson.
KVIKMYNDAHÁTÍD—
HVERNIG ÉG VAR KERFISBUNDIÐ LAGÐUR í RÚST AF FÍFLUM * ★
BYLTINGARBRÖLT 0G KVENNAFAR
Leikstjóri Slobodan Sijan.
Aðaileikendur Danilo Stojkovic, Jellsaveta
Sabljic, Rade Markovic.
Jógósiavia, enskur texti.
Hvemig ég var kerfisbundið lagð-
ur í rúst af fíflum er nafn á ófull-
gerðri sjálfsævisögu skáldsins og
flækingsins Babi sem ráfar um götur
Belgrad og hugsar um Ché Guevara
og stöðuga byltingu. Hann álitur sig
mikils háttar skáld, djúpan hug-
myndasmið marxismans og ódrep-
andi byltingarmann — en því miður
eru fæstir aörir á sömu skoðun.
Myndin lýsir tilraunum hans til að
koma ár sinni vel fyrir borð á ýms-
um sviðum en alltaf verða fíflin til
að leggja stein í götu hans.
er satírisk en í bakgrunni em enda-
lok Ché Guevara og stúdentaóeirð-
irnar 1968 sem m.a.s. náðu til Júgó-
slavíu.
Sagt er að líta megi á þessa mynd
sem uppgjör leikstjórans við kynslóð
sína, 68-kynslóðina, enda heyrði ég
ekki betur en ýmsir gamlir vinstri
jaxlar i biósalnum kummðu við þeg-
ar mest gys var gert að ýmsum frös-
um og hugmyndum sem þessi kyn-
slóð útbjó sig með. Aðrir munu hafa
gaman af fáránlegu brölti Babis um
sveitir, þorp og borgir Júgóslaviu;
ansi misheppnuðu kvennafari;
sjúkrahúsvistum; tilraunum til að
auögast eftir föður sinn o.s.frv.
Svo em náttúrlega þeir sem munu
ekki hafa neitt gaman af myndinni.
Það gengur mikið á og myndin er
fjarska fjörleg; þetta er svona mynd
þar sem karlarnir eru þreyttir og
málóðir, konumar bústnar og hjól-
graðar. Hver verður að dæma fyrir
sig. Sjálfur er ég á því að i myndinni
hafi verið nokkur bráðskemmtileg
augnablik, og Danilo Stojkovié er
vissulega tilþrifamikill í hlutverki
hins misheppnaöa byltingarmanns,
en þegar á heildina er litið hafði ég
ekki ýkja mikinn áhuga á dellunni
sem hann tók sér fy rir hendur.
Illugi Jökulsson.
Byltingarskáldið Babi er til i nánast hvað sem er til að maka króklnn svolítið.
Pakkaferöir til Akraness
Frá Haraldl Bjarnasyni, Akranesi:
Fyrir skömmu var stofnað á Akra-
nesi hlutafélagið Skagaferðir hf. Er
markmið félagsins að vinna að ferða-
málum á Akranesi og standa fyrir
hvers konar ferðaþjónustu.
I sumar mun félagiö standa fyrir
svokölluðum „pakkaferðum” til Akra-
ness og veröa slikar ferðir alltaf á
föstudögum og hefjast þann 15. júni nk.
I pakkaferðirnar leggur
ferðamaðurinn af stað með Akraborg
frá Reykjavík kl. 10 að morgni og hóp-
ferðabíll og fararstjóri bíða hans á
bryggju á Akranesi. Ekið er um bæinn
undir leiösögn Þórdísar Arthúrsdóttur
leiðsögumanns og markverðir staðir
skoðaðir, fylgst er með fiskvinnslu í
frystihúsi, verksmiðja Akraprjóns
skoöuð, skipasmiðastöðin skoðuö og
byggðasafnið í Görðum er skoöað. Þá
er snæddur hádegisverður á veitinga-
húsinu Stillholti eða á hótelinu.
Þá verður í sumar starfræktur
útimarkaður á Akratorgi á
föstudögum, þar sem boðið verður upp
á fjölbreyttan vaming sem unninn er
af heimamönnum.
Talsvert hefur verið um að hópar
innlendra ferðamanna hafi sótt Akra-
nes heim að undanförnu og hafa þeir
hópar notið þessarar þjónustu Skaga-
ferða hf. En ferðir innlendra hópa eru
ekkert frekar bundnar við föstudaga
heldur er hægt að panta þær með
stuttum fyrirvara hjá Skagaferðum hf.
Miðar í pakkaferðirnar á
föstudögum í sumar verða til sölu á
ferðaskrifstofum og á hótelum í
Reykjavík.
-EH.