Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1985, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ —VÍSIR
142. TBL. -75. og 11.ÁRG. - MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1985.
„Verðum að leysa sorpvandamálin innan fjögurra ára,” segir borgarverkf ræðingur:
SORPINU BREYTT í GAS
TIL MJÖLFRAMLEIDSLU
Sorp er aö kaffæra höfuöborgar-
svæöiö. 110 þúsund tonn falla til á ári,
tiltölulega miklu meira en þekkist
annars staðar. Fyrir dyrum stendur
tilraun til framleiðslu á köggluðu
gasefni. Þaö verður notaö til suðu í
Síldar- og fiskimjölsverksmiöjunni á
Kletti í Reykja vik.
„Við veröum aö leysa sorpvanda-
málin innan f jögurra ára og ég á von
á aö þetta gerist nokkuð hratt,” segir
Þóröur Þorbjamarson borgarverk-
fræðingur. „Tib-aunin nær til 10% af
sorpinu, ég hef mikla trú á aö þetta
sé rétta leiðin. Núna er verið aö þróa
tvær tegundir af gasofnum í Svíþjóö
sem viö skoðum í haust.”
Meö þessum hætti er sorpiö malaö
og kögglaö og um leiö gert bæöi lykt-
arlaust og sýklafrítt. Kögglana má
síðan nota til brennslu í verksmiðj-
um og er hægt aö flytja það jafnt
lengra sem skemmra. Þá má því
nýta hvar sem er á landinu í sam-
keppni viö olíu og aöra orkugjafa.
Spumingin er því um hagkvæmni og
henni á að svar meö tilrauninni, á
næsta ári.
HERB
FHIagðiVíking
-sjábls. 16-17
Falldiníklfpu?
- sjá bls. 7
Þingmenn
huglausir?
-sjábls. 14
Heimagerð
jógúrt
— sjá bls.8
TageErlander \
-sjábls. 10
MistökReagans
— sjá bls. 10
Bakaðundir
herumhimni
— sjá bls. 9
Þannigféll
bjórinn
- sjá bls. 12
Borðinn yfir og blóm með. Helga Melsteð, sigurvegarinn í Ford-keppninni i fyrra, afhenti Lilju Pálmadótt-
ur sigurlaunin i gær á Hótel Esju.
DV-mynd VHV.
Reynir kominn heim „Hvilikar móttökur. Ég trúi þessu manns voru á mælendaskrá til aö varla,” sagði Reynir Pétur, þegar fagnaReyni. hann náöi lokaáfanganum á göngu Á eftir hélt bæjarstjómin Reyni, j sinniumlandiðáSelfossiígær. fjölskylduhansogvinumafSólheim- umboð. Og þær voru konunglegar móttök- Ekki var minnstur fögnuöur ; umar. Elstu menn Selfoss mundu Hannýjar Haraldsdóttur, vinkonu ekki annan eíns mannfjölda á götum Reynis, yfir árangri hans og yfir að bæjarins. Eöa bílaflotinn. Börnin verabúinaöfáhannaftur. voru í 17. júní fötunum og um 20 -KÞ/DV-myndS. Sjá nánar bls. 2 I* " 1 w m
ÆHHBmWj
Úrslitin í Ford-
keppninniígær:
„Brjáluð
í bfla”
— Lilja Pálmadóttir,
17 ára ReykjaVíkurmær,
sigraði
„Þetta er búiö aö vera skemmtilegt
og mér líður rosalega vel,” sagöi Lilja
Pálmadóttir, 17 ára Reykjavíkurmær,
sem sigraði í undankeppni „Face of
the 80’s” hér á landi í gær. Úrslitin
voru tilkynnt á Hótel Esju í gær.
Lilja er í Verslunarskóla Islands,
lauk 4. bekk í vor. „Eg held áfram í
skólanum í haust, fer í máladeild.” —
Hvaöa mál vinsælust? „Enska og
þýska.”
Það var vinkona Lilju, Sif Sigf úsdótt-
ir, einnig í keppninni, sem hvatti hana
til aö vera með í Ford-keppninni.
„Sif var með mér í bekk í vetur og
eigum við ekki að segja aö hún hafi
platað mig til aö taka þátt, þetta sé
henniaöþakka.”
— Gast þú eitthvað sofið í nótt fyrir
spennu? Mikill hlátur. „Já, ég svaf
vel í nótt, fór aö sofa klukkan tíu í gær-
kvöldi ogsofnaði um leið, auðvitaö.”
„Annars fann ég fyrst fyrir því aö ég
væri spennt þegar viö stúlkumar kom-
umhingaðá Esju.”
Lilja Pálmadóttir vinnur í Hagkaupi
í sumar, á skrifstofunni. Hún er bog- ■
maður, fædd 10. desember 1967.
Og hvaöa áhugamál skyldi hún eiga?
„Ég hef veriö í hestamennskunni, en
þó ekkert í vetur.” — Áttu hest? „Já,
aö vísu, einn, og hann heitir því frum-
lega nafni Rauöur.”
„Nú og svo máttu bæta því viö aö ég
sé brjáluö í bíla, ég er meö mikla bíla-
dellu.” Og við skjótum því aö í lokin að
uppáhaldsbíllinn er ekki Ford heldur
Porsche 928. „Nei, ég á engan bíl enn-
þá.” -JGH
Borgarstjóri og
tannlæknardeila
„Hér er um aö ræöa samning
tveggja aöila og annar aðilinn getur
ekki breytt honum einhliða,” sagöi
Magnús Oskarsson borgarlögmaður
um tannlæknadeiluna. „Þaö er
Hagstofan sem á aö endurskoöa
þennan samning og þaö hefur hún ekki
gert. Ef tannlæknar geta ekki harkað
af sér án þess aö fá 43 prósenta
kauphækkun veröa þeir bara að fá sér
aöra betur launaða vinnu,” sagði
borgarlögmaöurinn. -EIR.
Sjá baksíðu.