Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1985, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1985, Qupperneq 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR 26. JUNI1985. DV-myndir S, Reynir var umkringdur fólki þegar hann kom á ákvörðunarstafl. Þafl var þvi ekki ofsögum sagt þegar hann sagði: „það var slegist um mig. „TRIÍIÞVÍ EKKIAD HRING- VEGURINN SÉ EKKILENGRI” „Ég bara trúi því ekki aö hring- vegurinn sé ekki lengri,” sagöi Reynir Pétur Ingvarsson, göngugarpurinn mikli þegar hann sleit borðann viö enda Ölfusárbrúar upp úr klukkan sex í gærkvöldi. Ungmennafélag íslands Reyni þennan grip. fœrði „Ekki stinga mig," sagði Reynir þegar Óiafur Jensson festi í hann œflsta heiðursmerki íþróttasam- bands fatlaðra. — sagði Reynir Pétur þegar hann sleit borðann við Ölf usárbrú Nfc- Reynir Pótur ásamt móður sinni, Steinunni Loftsdóttur. Reyni á vinstri hönd er Hanný, vinkona hans. Hann var kominn aö þeim staö sem gangan mikla hófst þann 25. maí. Göngunni í kringum landiö var lokið, áfanganum náö. Þetta er ævintýralegt Þaö var um sjöleytið í gærmorgun aö Reynir Pétur lagði af stað frá Reykjavík áleiðis aö Selfossi, loka- áfanganum. Um fimmleytið var hann kominn aö Kögunarhóli rétt fyrir utan Selfoss. Þar var samankominn fjöldi fólks til aö ganga meö Reyni síðasta spölinn, „Velkominn Reynir” stóð á spjöldum sem fólkiö bar. Geröur var stuttur stans þarna viö hólinn og göngunni svo haídið áfram. Allir vildu vera sem næst Reyni og halda í hendina á honum. Þaö uröu hálfgeröar stimpingar meðal barnanna. Reynir var ekki með nema tvær hendur. En allt gekk þetta vel. Á Selfossi var mikill viöbúnaöur. Af- girt hafði verið svæði viö gamla Kaup- félagiö. Lúörasveit Selfoss var í start- holunum, börnin í 17. júní fötunum, aUir voru tilbúnir aö taka sem best á móti Reyni. Saman á ný. Reynir og Hanný sæl og glöð á svip. „Þetta er ævintýralegt,” sagði lög- regluþjónn sem reyndi aö stjórna um- ferðinni. Þaö virtust allir sem vettlingi gátu valdið á Selfossi og nágrenni vera mættir í miöbæ Selfoss til að vera viö- staddir stundina miklu. Þaö var algert umferðaröngþveiti í bænum. Þaö virtust allur bílafloti Sunnlendinga vera þama. Þaö heföi áreiöanlega ekki veriö meira um að vera þótt þjóð- höföingi væri á ferö. Menn töluöu ekki um annað en Reyni og afrek hans. „Hvenær kemur Reynir?” spuröu bömin pabba sinn og mömmu, afa sinn og ömmu. „Elskan mín, hér er miklu meira um aö vera en á hátíðarhöidunum 17. júní,”sagöi konaein. „Eg man bara ekki eftir öðmm eins mannfjölda hér á þessum staö,” sagöi gamall maður viö konu sína. „Viltu færa þig svo ég sjái,” sagöi maöur viö annan. Allir vildu sjá sem best. Ekki stinga mig „Þama er hann. Þama er hann,” fór nú fólkið aö hrópa. Og mikiö rétt. A brúnni birtist Reynir ásamt fólkinu sem gengiö haföi meö honum lokaáfangann. Lúöra- sveitin fór aö spila göngumars. Fólkið klappaöitaktinn. Nú var Reynir aöeins örskammt frá borðanum góða. Hann gekk einn aö honum og sleit hann. Gífurleg fagnaöarlæti bmtust út. Reynir sjálfur varö hálfklökkur. „Eg er svo ánægður,” sagöi hann. „Eg trúi því ekki að ég sé kominn á leiðarenda. Eg trúi því ekki að hringvegurinn sé ekki lengrien þetta.” Nú gekk Reynir í áttina aö gamla Kaupfélaginu, sæll og ánægöur. Hann fór aö afgirta svæðinu og inn fyrir. Ingvi Ebenhartsson, forseti bæjar- stjómar Selfoss, bauð hann hjartan- lega velkominn og óskaði honum til hamingju með áfangann. Og nú fluttu ávörp helstu forvígis- menn og formenn helstu samaka Selfoss. Um tuttugu manns vom á mælendaskrá. Gjafimar sem Reynir og Sólheimar fengu voru jafnmargar, ef ekki fleiri. Auk peningagjafa fékk Reynir blóm, trimmgalla, heiöurs- skjal, bækur, minningagripi, heiöurs- merki og fleira og fleira. Hann var hálfhissa á öllu tilstandinu. „ekki stinga mig,” sagöi hann þegar verið var aö hengja á hann æðsta heiðurs- merki Iþróttasambands fatlaðra. Fólkiö var hrifiö af Reyni, þjóöhétj- unni sinni. Þaö klappaði honum lof í lófa hvaö eftir annað og fagnaöaróp gulluvið. Þetta var löng dagskrá en svo var hún búin. En ekki hjá Reyni. .. Það var slegist um mig Nú fór Reynir í Inghól, skemmtistaö þeirra Selfyssinga. Þar hélt bæjar- stjórn Selfoss boð inni fyrir Reyni, fjölskyldu hans, vistmenn og starfs- fólk Sólheima. Þar var borinn fram matur og dansaö f ram eftir kvöldi. Reynir var hrókur alls fagnaöar. Fjölskylda hans og vinir af Sólheimum fögnuöu honum innilega. Hann haföi ekki viö að taka við árnaöaróskum. Gleöin skein úr hverju andliti, kannski ekki síst hennar Hannýar Haralds- dóttur, vinkonu hans. Hún vék ekki frá honum. — Hvemig liöur þér núna, Reynir? „Eg trúi þessu varla. Hvílíkar mót- tökur,” sagði hann. ,JÉg var næstum slitinn í sundur. Þaö var slegist um mig. Þetta hefur verið svo gaman. Og hugsaðu þér minninguna sem ég á um þetta. Þetta verður min æviminning. ’ ’ — Hvaö ætlarðu að gera við trú- lofunarhringana sem þú f ékkst í gær? „Ja, ef þú bara vissir,” svaraöi hann leyndardómsfullur á svip og sveif í dansinn með Hannýju sinni. 1417 kílómetrar voru að baki. Geri aörir betur. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.