Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1985, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1985, Síða 7
DV. MIÐVIKUDAGUR 26. JUNI1985. Útlönd Útlönd Útlönd Thorbjöm Falldin, leiðtogi sænska Miðflokksins, sem nýstiginn er upp úr þriggja vikna veikindafríi sökum magasárs á í vaxandi erfiðleikum með að stjóma flokki sínum. Á skömmum tíma hefur Falldin tvívegis mátt sætta sig við að Miðflokkurinn hafi gengið þvert á vilja formannsins í veigamikl- um málum. Fyrst lagðist flokksforyst- an gegn því að Miðflokkurinn boðaði spamað í sjúkratryggingarkerfinu, eins og Falldin hafði lagt til og síðan samþykkti flokkurinn að boða niður- fellingu söluskatts af matvörum í kosn- ingabaráttunni þrátt fyrir að Falldin hefði kröftuglega barist gegn tillögu þess efnis. Þá hefur Falldin og sætt gagnrýni f rá eigin flokksmönnum fyrir kosningabandalagið sem hann gerði við Kristilega flokkinn. Nú í morgun birtu sænskir f jölmiðlar svo niðurstöður skoöanakönnunar sem sýnir að enginn flokksformaður sænsk- ur nýtur eins lítils trausts í eigin flokki og Falldin. Samkvæmt könnuninni tel- ur tæpur þriðjungur flokksmanna að Falldin sé ekki styrkur fyrir flokk sinn. Mest traust eigin flokksmanna reynd- ist Ulf Adelson, leiðtogi hægrimanna, njóta. 95 prósent flokksbræðra hans töldu að hann væri styrkur fyrir flokk sinn. Nokkur stuöningsblaöa Miöflokksins hafa fullyrt að Falldin hyggist segja af sér formennsku í haust. Líklegur eftirmaður hans heitir Olaf Johanson sem þykir mun vinstri sinn- aðri en Falldin og engan veginn eins sannfærður um að samstarfið við borg- araflokkana sé hið eina rétta fyrir Mið- flokkinn. Thorbjöm Fálldin á undir högg að sækja í sænska Miðflokknum þessa dagana. FALLDINI KLÍPU? Djúpsprengjuáætlanir: Kanadamenn með áhyggjur „Eg veit að Kanadamenn hafa fundað mikið með utanrikisráðuneyti Bandaríkjanna um þetta,” sagði Bókastopp á Sovét Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta- ritaraDVíSvíþjóð: Bókasafn eitt i Sovétríkjunum hefur fengið mikið magn bóka að láni frá háskólabókasafninu í Lundi. Þaö eru einkum bækur um sænskar hafnir sem virðast vekja áhuga Sovétmanna, meðal annars bækur um svæði þar sem sænski sjóherinn telur sig hafa orðið varan við óþekkta kafbáta á liðnum árum. Háskólabókasafnið í Lundi hefur skuldbundið sig til að taka þátt í alþjóðlegri lánastarfsemi og lánar því bækur sínar til útlanda sé þess óskað en nú hefur Lennart Ljung, yfirmaður sænska hersins, blandað sér í málið og nýjustu pantanir Sovétmanna hafa verið lagöar til hliðar meðan málið er í athugun. „Við vitum að Rússarnir nota sér kerfisbundið opinberar upplýsing- arsemþessar,” sagði ónafngreind- ur heimildarmaður innan sænska hersins í viðtali við sænskt dagblað í morgun. En vandi Svía er einmitt sá að hér er um opinberar upplýs- ingar að ræða þó svo að það gæti skaöað landiö komist þær í rangar hendur. „Svokallaðar opinberar njósnir hafa orðið sífellt þýðingar- meiri fyrir Sovétmenn,” segir heimildarmaður sænska dagblaðs- ins ennfremur. „Þetta á einkum við eftir tilkomu gervihnattanna. Meö gervihnöttum er hægt að greina ákveðna staði en smáatriðin vantar oft inn í my ndina. Michael R. Gordon, blaðamaður hjá bandaríska tímaritinu National Joumal. Hann birti fyrst fréttina um að Bandaríkjaforseti hafði samþykkt áætlanimar um staðsetningu kjarn- orkudjúpsprengna á Islandi. Það sem kemur fram í leyniskjölum sem Gordon hefur undir höndum, og birtir hluta af, stangast á við það sem Richard Burt aðstoðamtanríkis- ráðherra sagði á Islandi 14. mars. Hann sagði að undirsátar í varnar- málaráðuneytinu hefðu líklega útbúið áætlanimar og að forsetinn hefði aldrei samþykkt þær. I f rétt Gordons kemur fram að leyni- skjal þaö sem hann vitnar í er 10 blaða minnisbréf sem Henry Kissinger utanrikisráðherra skrifar undir. I fylgiriti með þessu skjali er listi yfir Sérfræðingar þeir er rannsaka orsakir flugslyssins á sunnudag, er Air India þotan fórst, hafa fullyrt að jumbóþotan hafi tæst í sundur áður en hún skall í sjóinn. Talsmaður indversku flugslysa- nefndarinnar sagði í gær að enn væri þó of snemmt að fullyrða að sprenging um borð í vélinni hefði orsakað flug- slysið. Rannsóknarmenn hafa safnað ýmsum hlutum úr vélinni, svo sem sætum og hlutum úr innréttingu. „Ef vélin hefði stungist í sjóinn í heilu lagi þá hefði sést miklu meira á sætum og sætisbökum heldur en þvi sem við höfum fundið,” sagði indverski rannsóknarmaðurinn. Svarti kassinn finnst ei Rannsóknarmenn leggja nú mesta „skilyrtar staðsetningar” kjarna- vopna. Þar er gert ráð fyrir að hugsan- lega verði sendar kjamorkudjúp- sprengjur með B-57 flugvélum til Kan- ada, Islands, Bermúda, Azoreyja og Filippseyja. I fréttinni er tekið fram að Bandaríkjastjóm segist ekki munu staðsetja kjamorkusprengjur þar sem stjórn viðkomandi lands vill ekki fá sprengjurnar. En bent er á að deilurnar standi um það að Bandaríkjamenn skuli ekki hafa haft samband við bandamenn sína þegar áætlanimar voru gerðar. Gordon sagðist ekki geta birt minnisskjalið í heild sinni því það innihéldi ýmis leynileg tækniatriði. Hann sagðist ekki hafa heyrt að nokkra hefði verið breytt í áætlunum. áherslu á að finna svarta kassann með upplýsingum um flug vélarinnar fyrir slysið. Svarti kassinn er geymdur í stélhluta vélarinnar og er talinn liggja ásamt ööm braki á að minnsta kosti 2000 metra dýpi. Indverska stjómin hefur leigt fullkominn kafbát, sérstak- lega smiöaöan til djúprannsókna til að freista þess aðfinna svarta kassann. Björgunarmenn hafa nú fundið 131 lík á floti við slysstað. Aðeins eitt lík fannst í gær. Frekar litlar líkur eru á að fleiri lík finnist næstu daga, en búist er við að þeim skili á land á næstu vikum. Em íbúar strandhéraða á Irlandi, Bretlandi, Frakklandi og jafnvel Spáni beðnir að vera viöbúnir því að finna hugsanlega einhvem reka úr vélinni og láta rannsóknarmenn vita. Airlndia slysið: Svarti kassinn á 200 metra dýpi Hús til niðurrifs Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í eftirtalin hús til niðurrifs og brottflutn- ings. 1. Verkstæðisskemmu v/Hjallabraut. 2. Blikalón, íbúðarhús v/Garðaveg. 3. Mánaberg, íbúðarhúsi Setbergi. Otboðs og verklýsing verður afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6. Húsin verða sýnd föstudaginn 28. júní. Tilboðum skal skila til skrifstofu bæjarverkfræðings fyrir kl. 14.00 mánudaginn 1. júli og verða þau þá opnuð. Bæjarverkfræðingur. Laus staða Laus er til umsóknar staða lektors í smíðum við Kennara- háskóla íslands. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega greinargerð um menntun og fyrri störf, svo og ritstörf og rannsóknir. Uppeldis- og kennslufræði- menntun áskilin. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknum ber að skila til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, og skulu þær hafa borist fyrir 15. júlí Menntamálaráðuneytið, 18. júní 1985. 'KlÍAtett ^^^Miþrý*tiþvottatæki. 3 x 380v 160 bar, 17 l/mín. kr. 27.800,00 3 x 380v 180 bar, 181/min. kr. 31.775,00 1 x220v80bar, 101/mín. kr. 32.600,00 Guöbjörn Guðjónsson hf. Komgaröi 5 — sími 685677 Lœrið að fljúga Við getum bœtt við okkur nemendum í flugnúm. Góður kennsluvélur og fín uðstuðu. Eldri nemendur okkur, rifjið upp flugið og núið fyrri réttindum. Flugskóli Helga Jónssonar, Reykjavíkurflugvelli, sími 10880 JEPPADEKK OG FELGUR Geysilegf úrval af aæðadekkjum. Margskonar mynstur. Sendum aegn póstkröfu um landallt. GÚMMÍ VINNII STOFAN Skipholti 3$, s: 31055 og 30688 Réttarhálsi 2, s: 84008 og 84009

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.