Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1985, Síða 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 26. JUNI1985.
11
Menning Menning
Hallgrímur Helgason
sýnir í Listmunahúsinu:
Listin felst
einkum í vinnu
„Maöur dregur andann, frekar en
að fá hann yfir sig,” segir Hallgrím-
ur Helgason sem um þessar mundir
sýnir 30 olíumálverk auk fjölda
teikninga í Listmunahúsinu við
Lækjargötu.
„Listin felst einkum í vinnu.”
Skóli er
skjólgarður
Hallgrímur er fæddur í Reykjavík
áriö 1959. Hann stundaöi nám viö
Myndlista- og handiöaskóla Islands
veturinn 1979—'80 og einn vetur var
hann viö akademíuna í Miinchen. Þá
fékk hann nóg af öllu námi og hefur
síðan haldiö því fram að skólar væru
lítið annaö en skjólgarðar.
Sýningin í Listmunahúsinu er
sjötta einkasýning Hallgríms frá því
hann kom heim frá Miinchen voriö
1982, en hann hefur einnig tekiö þátt i
þremur samsýningum. Hann segist
hafa orðið að sýna þetta oft til aö
hafa í sig og á, en Hallgrímur lifir
eingönguaf listinni.
„Þetta verður eins og hver önnur
vinna þegar maður er farinn aö lifa
af þessu, eins konar vítahringur.
Maður verður að mála og sýna, ann-
ars blasir eyrin við. En það er lflca
hægt að sýna of oft. Núna bíð ég bara
eftir gula spjaldinu. Síðan kemur þaö
rauða...”
Kaldar og
yfirvegaðar
Hallgrímur lýsir myndum sínum
sem köldum og yfirveguðum. Hann
segist vinna að þeim jafnt og þétt, „á
hverjum degi eins og venjulegur
launamaður nema meö helst til mik-
illi næturvinnu”. Myndimar hafa
breyst mikiö frá þvi Hallgrímur
byrjaði að sýna fyrir tveimur árum.
Þá málaöi hann landslagsmyndir,
„malerískar og frjálslegar”, svo not-
uð séu orð gagnrýnenda, en núorðið
einbeitir hann sér að mannslíkaman-
um og er stíllinn öllu agaðri og form-
fastari en fyrr.
„Þetta breyttist allt saman.
Maður gengur i gegnum timabil, fær
hugmynd, vinnur úr henni, tæmist og
byrjar svo upp á nýtt. Þetta er svona
bláa tímabilið hjá mér núna. ”
Bláa tímabilið. Hallgrími finnst
íhaldssemi einkenna myndlist nú um
stundir. „Flestir listamenn eru að
gera einhverja gamla hluti upp á
nýtt og hafa sjaldan eitthvað veru-
lega frumlegt fram að færa.” Sjálfur
segist hann vera undir miklum áhrif-
um frá ítölsku endurreisninni og
meistara Picasso: bláa timabiliö.
Annars finnst Hallgrími bjart
fram undan í íslenskri myndlist.
„Margir ungir málarar lofa góöu.
Auk þess hefur lítið verið málað á Is-
landi undanfarin 20 ár, gömlu meist-
aramir allir löngu horfnir, þannig að
það er mikil vinna fram undan og
nóg pláss á toppnum, ef út í það er
farið.”
Sýningu Hallgríms lýkur sunnu-
daginn30. júní.
EA
Hallgrímur Helgason við eitt verka sinna.
DV-mynd VHV
MIÐVIKUDAGUR 26.
HÚSAVÍK
Sýningartími: 15:00-18:00
Sýningarstaður: Við Bílaleigu Húsavíkur.
FIMMTUDAGUR 27.
SIGLUFJÖRÐUR
Sýningartími: 11:30-13:00
Sýningarstaður: Við Bifreiðaverkstæði
Ragnars Guðmundssonar
AKUREYRI
Sýningartími: 16:30-20:00
Sýningarstaður: Við Bláfell sf.
FÖSTUDAGUR 28.
SAUÐÁRKRÓKUR
Sýningartími: 09:00-13:30
Sýningarstaður: Við Bókabúð Brynjars
BLÖNDUÓS
Sýningartími: 15:00-18:00
Sýningarstaður: Við Bílaþjónustu Blönduóss
TOYOTA
ÞJONUSTA
Fyrirliggjandi í birgðastöð
Stálgæði: Remanit 4301 IIIC
Stálgæði: Remanit 4016
Plötuþykktir: 0.8 - 3.0 mm
Plötustærðir: 1250 x 2500 mm
SINDRA
STÁLHF
Ðorgartúni 31 sími 27222
^ SatHl/lHHH
SÖLUBOÐ
...vöruverö í lágmarki
\