Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1985, Blaðsíða 15
DV. MIÐVIKUDAGUR 26. JONI1985.
15
iw kA iSb
i • » 1 ' F
íþróttir íþróttir ' íþróttir
— sagði Atli Hilmarsson sem leikur örugglega með
Giinsburg næsta vetur í Þýskalandi
„Það var einhver ágreinmgur milli
félaganna en hann er úr sögunni. Ég er
að pakka niður og verð kominn til
Giinsburg á morgun,” sagði Atli
Hilmarsson handknattleiksmaður í
samtali við DV í gærkvöldi.
Eins og skýrt var frá í DV í gær fór
Bergkamen fram á um 350 þúsund
krónur fyrir að gefa Atla lausan til
Giinsburg og um tíma leit út fyrir að
ekkert yrði af því að hann skipti um
félag. „Þeir komust aö einhverju
samkomulagi en ég veit lítið um
innihald þess. Eg veit þó að þeir hjá
Giinsburg buðu Bergkamen í æfinga-
búðir til Giinsburg, Bergkamen að
kostnaðarlausu,” sagði Atli
Hilmarsson sem leikur örugglega með
Giinsburg í Bundesligunni þýsku næsta
vetur. -SK.
i • Ómar Torfason átti snilldarleik með Fram gegn Þrótti i gærkvöldi. Hér sést hann skora fyrra mark Fram með
skalla eftir fyrirgjöf Péturs Ormslev. DV-mynd Brynjar Gauti.
FJÖRIÐ OG FÆRIN í
FYRIRRÚMIHJÁ FRAM
mm
Atli Hilmarsson leikur með Gunsburg næstavetur.
Fyrir dómstóla
Ensku félögin nema Liverpool hafa ákveðið að
sækja bann UEFA fyrir dómstólum
— þegar Fram vann Þrótt örugglega, 0:2, í gærkvöldi. Ómar Torfason átti
snilldarleik með Fram sem nú hefur sjö stiga forskot í 1. deild
........... ■' ............. ...... ............................... ............ t
„Ég hélt að flestir, innan knatt-
spyrnu, sem utan, hefðu samþykkt að
ensk félög tækju ekki þátt í Évrópu-
keppni í eitt ár — eða að minnsta kosti
skulurn við vona að það verði ekki
nema í ár meðan viti verður komið fyr-
ir þá fáráðlinga sem fylgja enskum lið-
um í Evrópukeppni,” sagði Ted Crock-
er, þegar hann f rétti af þeirri ákvörðun
„Maður er núna að hvila sig eftir
mjög erfitt keppnistimabil. Þetta er
kærkomin hvild eftir gott tímabil. Ég
hef ekki fengið frí í rúm tvö ár,”
sagði Bjarni Guðmundsson hand-
knattleiksmaður i samtaii við DV i
gærkvöldi en hann leikur með Wanne
Eycken i 2. deildinni í Þýskalandi.
„Eg er mjög ánægður með árang-
ur minn á síðasta keppnistímabili.
Eg lék alla leikina meö liöinu, 26 aö
tölu, og skoraöi í þeim 120 mörk. Eg
varð markahæsti leikmaður liðsins
og tíundi hæsti yfir alla deildina.”
Nú vantaöi herslumuninn á að þið
næðuð að tryggja ykkur sæti í 1.
ensku knattspyrnufélaganna, sem
unnið hafa sér rétt í Évrópukeppni
næsta leiktimabil, að fara með málið
fyrir dómstóla. Þau tilkynntu það í gær
— öii ensku liðin nema Liverpool.
Stjórnarformaður Man. Utd., Maur-
ice Watkins, var talsmaður félaganna
fimm í gær.
deild. Átt þú von á að þaö takist
næsta vetur?
„Herslumuninn hefur vantaö hjá
okkur síðastliðin f jögur ár og það er
kannski helsta ástæðan fyrir því að
þjálfarinn hjá okkur var látinn taka
pokann sinn eftir síðasta keppnis-
tímabil. Þjóðverji tók við liðinu og er
sá sagður mjög harður. En ég þekki
hann ekkert og veit ekkert um hann.
Þá fáum við þrjá nýja leikmenn
þannig að það virðist nokkuð ljóst að
við verðum í toppbaráttunni næsta
vetur ásamt liöi Kristjáns Arasonar,
Hameln,” sagði Bjarni Guömunds-
son. -SK.
„Þetta var stórgóður leikur hjá
okkur og þessi sigur var mjög dýr-
mætur. Nú setjum við stefnuna á sigur
gegn FH og IA í næstu leikjum og
munum gera allt til að sigra í þessum
leikjum,” sagði Omar Torfason,
leikmaður með Fram, eftir að
Framarar höfðu unnið öruggan sigur á
Þrótturum í leik liðanna í 1. deild
Islandsmótsins í gærkvöldi á Laugar-
dalsvelli. Fram skoraði tvö mörk en
Þróttarar ekkert. Leikurinn var mjög
fjörugur og mikiö af marktækifærum.
Eftir þennan sigur hafa Framarar sjö
stiga forskot í deildinni o'g verða
greinilega meðal efstu liða þegar upp
verðurstaðið.
Strax á þriðju mínútu fékk Omar
Torfason, sem átti snilldarleik fyrir
Fram, skalla rétt framhjá eftir
fyrirgjöf Péturs Ormslev. Framarar
tóku leikinn í sínar hendur og héldu
Þrótturum í greipum sér þar til í lok
Bjarni Guðmundsson — skoraði
grimmt.
leiksins. Omar átti annan skalla rétt
framhjá á 24. mínútu og sókn Framara
var mjög þung. Þrátt fyrir það tókst
Fram ekki að skora í fyrri hálfleik. Og
langur vegur var frá því aö Þróttarar
skoruðu í hálfleiknum. Þeir fengu
nákvæmlega ekkert tækifæri til þess.
Strax á fjórðu mínútu kom fyrra
mark Fram. Ásgeir þjálfari Elíasson
gaf snilldarsendingu upp í hornið á
Pétur Ormslev sem gaf jafnvel fyrir á
Omar Torfason og góður skalli hans
fór í bláhomið. Áfram sóttu þeir
bláklæddu. Pétur átti gott færi og síðan
kom síðari markið 22. mínútu. Omar
Torfason geystist upp völlinn með
knöttinn á tánum, knötturinn barst til
Kristins Jónssonar sem skoraði með
fallegu skoti rétt utan vítateigs. Og
Omar Torfason fór á kostum. Eftir
gullfallega sókn Fram hafnaði
hjólhestaspyrna hans í stönginni,
þaðan barst knötturinn aftur til hans
en í þetta skipti var það Sæviðar-
sundspiltur sem varð fyrir knettinum
og þegar hér var komið sögu fengu
Þróttarar sitt fyrsta marktækifæri.
Atli Helgason gaf fyrir á Sigurjón
Kristjánsson sem skaut viðstöðulaust
en Friðrik varði mjög vel. Og áfram
héldu Framarar að sækja með Omar
Torfason í broddi hættulegrar
fylkingar. Pétur gaf vel fyrir á Omar
en skemmtilegur skalli hans hafnaöi í
samskeytunum.
Fram aö þessu hafði Fram haft
algera yfirburði yfir Þróttara. Tóku
þeir bláklæddu nú að slaka á og á 36.
mínútu var dæmd vítaspyma á Fram
eftir að knötturinn hafði skoppað í
hönd Þorsteins Þorsteinssonar. Arsæll
Kristjánsson misnotaði vítið og skaut
framhjá. Mínútu síðar munaði litlu að
Pétri Arnþórssyni tækist að skora.
Hörkuskot hans hafnaði í þverslánni,
knötturinn barst til eins Þróttarans í
teignum en skalli hans fór yfir. Fjórum
mínútum síðar, á 41. mínútu, komst
Amar Friðriksson í dauöafæri rétt
utan markteigs en skaut einhverra
hluta vegna yfir mark Fram. Og
síðasta færið í þessum skemmtilega
leik átti Pétur Ormslev þegar skot
hans úr dauðafæri af markteig fór yfir.
Þar með lauk þessum skemmtilega
leik, fjörið og færin í fyrirrúmi og
áhorfendur fengu mikið fyrir aurinn
sinn sem ekki er algengt hér á landi,
a.m.k. ekkieinsogsakirstanda.
Omar Torfason átti snilldarleik fyrir
Fram. Sennilega einn besti leikur hans
frá því hann byrjaði að leika í 1. deild.
Fleiri Framarar voru góðir. Asgeir
Elíasson var mjög góður á miöjunni,
Þorsteinn Þorsteinsson, Jón Sveinsson
og Viðar Þorkelsson sterkir í vörninni
og frammi voru Guðmundur Steinsson
og Torfason flugbeittir að vanda.
Framliðið leikur bestu knattspymuna
hér á landi um þessar mundir, á því
leikur vart vafi. Varla er veikan blett
að finna á leik liðsins og ef framhaldið
verður í samræmi við það sem á undan
er gengið, já, þá gætu áhangendur liðs-
ins átt von á sigurhátíð í Safamýrinni í
haust. En margir leikir em eftir og allt
getur skeð.
Fljótlegt er aö fjalla um leik
Þróttara að þessu sinni. Lengst af voru
leikmenn liðsins yfirspilaðir og liðið
náði sér aldrei á strik.
Magnús Theódórsson dæmdi leikinn
þokkalega að viðstöddum 940 áhorfendum.
Pétur Ormslev, Fram, fékk gult spjald.
Fram: Friðrik, Ormarr, Þorsteinn, Jón,
Viðar, Ásgeir, Kristinn, Ömar, Pétur,
Guðmundur St. og Guðmundur T.
Þróttur: Guðmundur, Arnar, Kristján,
Loftur, Theódór, Ársæll, Pétur, Daði (Jóhann
Hreiðarsson), Atli, Sigurjón, Sverrir
(Sigurður Hallvarðsson).
Maðurleiksins: ÓmarTorfason, Fram.
-SK.
STAÐAN
Staðan i 1. deild eftir leikina i gærkvöldi:
Þróttur—Fram 0—2
Akranes—Keflavík i- -2
FH—Víkingur 3—4
Víðir—-Valur 1- -1
Fram 7 6 i 0 20-8 19
Þróttur 7 4 0 3 9—6 12
Akranes 7 3 2 2 13—5 11
Þór 6 3 1 2 9-8 10
Keflavík 7 3 1 3 10-11 10
FH 7 3 1 3 9-12 10
Valur 7 2 3 2 10—8 9
KR 6 1 3 2 6-11 6
Víðir 7 1 2 4 7—16 5
Víkingur 7 1 0 6 8-16 3
Markahæstir leikmcnn eru þessir:
Ömar Torf ason, Fram 7
Guömundur Torfason, Fram 6
Ragnar Margeirsson, ÍBK 6
Guðmundur Steinsson, Fram 5
Bjarni Sveinbjörnsson, Þör 4
Guðmundur Þorbjörnsson, Val 4
Páll Ólafssón, Þrótti 4
Hörður Jóhannesson, ÍA 4
hsím.
BJARNISKORAÐI120
MÖRK í 26 LEIKJUM
„Ánægður með keppnistímabilið hjá mér og á
von á að við verðum í toppbaráttunni næsta
vetur,” segir Bjami Guðmundsson hjá
Wanne Eycken
„Ágreiningurer
úr sögunni"