Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1985, Blaðsíða 4
4 DV. MIÐVKUDAGUR 26. JUNI1985. Lúðvik Kristinsson sýndi yfirburði í keppninni og hér sést hann einbeita sér við eina þrautina. Ljósmyndari Sigurður Guðmundsson. Ökuleikni BFÖ-DV: Hornfirðingar iðnir viö kolann — settu 3 met f ökuleikninni Ökuleikni Bindindisfélags öku- manna og DV fór fram á Höfn sl. miðvikudagskvöld. Þrátt fyrir harða samkeppni af knattspyrnuvellinum náðist metþátttaka í reiðhjólakeppn- inni. I hana mætti 21 keppandi. Það er greinilegt að hjólreiðakeppnin á miklu fylgi að fagna, enda til mikils aö vinna fyrir alla, óháö getu, því í haust fá einhverjir tveir keppendur nýtt DBS reiöhjól frá Fálkanum. Þaö fá nefnilega allir keppendur happ- drættismiöa með sér heim. Það má segja að metin hafi fokið á Höfn því sigurvegarar í báðum riðlum ökuleikninnar náðu besta árangri yfir landið. I kvennariðli sigraði Heiða Jónsdóttir á Mazda 323 meö 283 refsistig og er því efst yfir landið í kvennariðli. Önnur varð Gunnhildur Baldvinsdóttir á Nissan. Hún fylgdi Heiðu fast eftir með 291 refsistig. Þær tvær báru af því næsti keppandi, Jóhanna V. Arnbjörns- dóttir fékk 370 refsistig fyrir aö aka Peugeotinum sínum í gegn um brautina. Maður kvöldsins var án efa Ragnar Pétursson sem ók nýupp- gerðum Range Rovernum sínum af mikilli fimi í gegn um brautina. Hann fékk aöeins 3 villur í brautinni og enga villu fyrir umferðarspurn- ingar. Alls fékk hann 144 refsistig, sem eins og fyrr hefur verið sagt, er besti árangurinn í sumar. Bjami Sævar Geirsson var fast á eftir Ragnari meö örlítið lakari árangur eða 169 refsistig. Hann er með næst- besta árangurinn í sumar. Sveinn Arnbjörnsson hafnaði í þriðja sæti á Volvonum sínurn með 194 refsistig. Þaö var Kaupfélag Austur-Skaftfell- inga sem gaf verðlaunin í ökuleikn- inni. I yngri flokknum í reiðhjólakeppn- inni sigraði Lars Jóhann Andrésson meö 76 refsistig en I.úövík Kristins- son sigraði í eldri flokki með aðeins 37 refsistig. Hann náði þeim frábæra árangri að aka planiö villulaust. Hafnabúar voru óþreytandi hvað varðar akstursíþróttir þetta kvöld, því eftir bíla- og reiöhjólakeppnina var efnt til vélhjólakeppni. Keppnin fór fram niöri í fjöru skammt frá höfninni og voru keppendur 7 talsins. Sigurvegari þar var Sveinn Arn- björnsson, sá hinn sami og hafnaöi í þriöja sæti ökuleikninnar. Hann hlaut 212 refsistig. Hannes Ingi Jóns- son varð annar með 238 refsistig og Ágúst M. Þórólfsson þriðji með 248 refsistig. Vélhjólakeppnin varhaldin í samvinnu viö Umferöarráð og þaö mun í haust velja tvo kappa til utanfarar næsta vor í alþjóðlega vél- hjólakeppni í Finnlandi. Aldurstak- mark þar er 18 ár en allir keppendur hér voru eldri, svo ekki verður neinn frá Höfn í úrslitakeppninni í haust. Gefandi verðlauna í vélhjólakeppn- inni var Vélsmiðja Hornaf jarðar. Næstu keppnir ökuleikninnar: Mánudaginn 24. júní verður keppt á Húsavík, þriöjud. 25. júní verður keppt á Akureyri og þar verður keppt bæði á hjólum, bílum og vél- hjólum. Miðvikudag 26. júní veröur keppt á Olafsfirði. Fimmtudag 27. á Sauðárkróki og síðasta keppnin á Noröurlandi verður föstudagskvöld 28. júní á Blönduósi. Þá taka Vest- firöir viö og munum við greina seinna frá keppnunum þar. KINDUR í FLUGFERD TIL KANADA í GÆR Flugvél frá leiguflugi Sverris Þóroddssonar flaug frá Islandi til Kanada í gær með óvenjulega farþega. Um borð voru tólf kindur; tíu vetur- gömul lömb og tveir hrútar. Islensk kona, Stefanía Svein- bjamardóttir, sem búsett er í Kanada, ætlar með þessum útflutningi að láta gamlan draum um aö koma upp íslenskum sauöfjárstofni vestanhafs rætast. Hún rekur fjárbú og holdanautarækt í Kanada ásamt mannisínum. Kindurnar voru fengnar úr Skafta- fellssýslum. Þar valdi Stefanía sjálf úrvalsfé sem síðan var sett í tveggja vikna sóttkví. Flugvélin sótti féö til Kirkjubæjaklausturs í gærmorgun og hélt síðan áleiöis til Kanada meö milli- lendingu í Reykjavík og á Grænlandi. I Kanada verða kindurnar áfram í sótt- kvíínokkrarvikur. Flugmenn á tveggja hreyfla Cessna 402 flugvél Sverris eru þeir HaUdór B. Arnason og Erlendur H. Borgþórsson. Stefanía hefur undirbúið þennan út- flutning í tvö ár. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að mæta ströngum heil- brigöiskröfum Kanadamanna. TU dæmis hefur bióðsýni úr kindunum veriö rannsakað. Eitt lambanna er frá Seglbúðum, bæ Jóns Helgasonar landbúnaðarráð- herra. -KMU. LaxáíKjós: B LAX VAR UM ALLA HOKLA — seliríósnum vænu. Þetta er mikil barátta og lax- inn hefur betur og tekur strikið tU sjávar, hann er hólpinn. Það er veitt um stund, laxinn er víða í Höklunum. Næstu veiðimenn ættu að fá hann og kannski hafa seUmir rekið laxana uppíána. Já, það var tignarleg sjón að sjá laxinn koma til síns heima og sjá hann skríða upp, þá fer fiöringur um mann. Eftir matinn á laugardaginn fékk Þórarinn Sigþórsson 18 og 15 pimda laxa í Höklunum. Veiðst hafa 130 laxar. G.Bender. Hressir veiðimenn með lax úr Laxá i Kjós um helgina, Ásgeir Jóhanns- son, Snœbjörn Kristjánsson og Jóhann Ásgeirsson. Höklamir á laugardaginn við Laxá í Kjós, veiðimenn sitja á bakkanum og ræða málin, veiöin hefur verið treg og fáir laxar virðast vera í ánni. Veiðimennimir hafa aðeins fengið 2 laxa, þó mikið hafi verið veitt. Nokkrir veiðistaðir bjóða upp á 10— 15 laxa eins og Laxfoss, Klingenberg og Pokafoss. Veiöimennimir eiga eftir hálftíma, það er stærsti straumur þessa dag- ana og menn lifa í voninni, skyldi laxinn vera að koma? Engin hreyf- ing, það er búið aö flæða út. Kannski erþetta vonlaust? Daginn áður höfðu veiðimenn séð tvo seU í ósnum og byssumenn koma VEIÐIVON Gunnar Bender frá ósnum en hafa engan sel séð. VeiðUnennu-nir halda áfram að rýna og viti menn, aUt í einu sést hreyfing, laxinn er aö koma og veiöimennimir standa upp og setja maðkinn á, nú skal gerð lokatUraunin. Það er vaðiö þar sem hreyfingm sást, jú þama er einn lax 7 punda og hann tekur strax, honum er landað og beitt. Veiði- maður leitar, jú í einni rennunni eru 5 vænir laxar, 12—14 punda. Þaö er rennt en laxinn vUl ekki agnið, um allt sjást laxar skjótast í gmnnu vatninu, laxamir em að koma, þetta er tignarleg sjón. Lax hefur tekið hjá veiðimanninum sem renndi á þessa í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari Konur keppast nú við að selja hver annarri skuldabréf til að afla fjár til kaupa á húsi við Vesturgötu í Reykjavík. Kom fram í einhverju blaði að þarna þyrfti að ná í hátt í 10 milljónir króna ef rétt er munað. Og auðvitað á þetta að verða Kvennahús annað hvort væri nú. En hvað rekur konur í svo umfangsmikU fasteigna- kaup? Hefur þeim verið úthýst úr öðmm byggingum í borginni? Svo mætti ætla eftir þeim rökum sem uppi em um nauðsyn þess að koma upp Kvennahúsi. t fyrsta lagi á að koma þarna upp veitingasölu, að því er söfnunar- konur segja. Það er merkilegt að kon- ur skuli ekki geta fengið inngöngu í eitthvert hinna fjölmörgu veitinga- húsa borgarinnar þá þær vUja fá sér kaffi og með því eða aðrar veitingar. En kannski þetta eigi að vera algjört kvennavertshús svo engin hætta sé á að sjálfur erkióvinurinn, karlmaður, slæðist • þangað inn, svangur og þyrstur. I öðm lagi segir að í Kvennahúsinu verði aðstaða tU list- og leiksýninga. Ekki er vitað til annars en konum hafi staðið allar dyr opnar tU leik- og listsýninga tii þessa í þeim f jölmörgu sölum sem er húsinu geta þær keypt sér kaffi, sem lagað er af konum, og etið vínar- brauð, sem bökuð era af konum, um leið og þær horfa á leikrit sem skrifuð era af konum, leikstýrt af konum og flutt af konum og horft á af konum. Eða þá þær horfa á list gerða af kvennahöndum, hlusta á sam- ræður kvenna og ræða við konur. Það fer líklega að verða ansi einUt hjörð sem mætir á sýningar leikhúsanna sem leyfa blönduðum áhorfenda- hópum að koma þar inn fyrir dyr. Ætli þetta verði bara karlmenn sem þangað koma ef svo heldur fram sem horfir? Og þeir sitja svo uppi með Kjarvalsstaði, Listasafnið og Arbæ og aUt hitt fyrir utan nú ÖU verts- húsin og gervibjórbúUumar. örlygur Sigurðsson sagði i ein- hverri af bókum sínum, að þegar Lystigarðurinn á Akureyri var vígður hafi verið búið að höggva setningu í stein er á átti að standa: Konur gerðu garðinn. En spreUigosi lét sig hafa það að bæta inn í textann svo litið bar á. Og þegar tjaldi var svipt af steininum við hátiðlega at- höfn blasti við gestunum: Konur gerðu i garðinn. Dagfari KONUR KAUPA HÚS aö finna í höfuðborginni. Má þar minna á lesbíuleikrit sem sýnt var vikum eða mánuðum saman á Kjar- valsstöðum við hæfUega aðsókn. En kannski að konur geti ekki hugsað sér að sækja sýningar á Kjarvals- stöðum framvegis. Þar var nefnUega haldin Rangæingakynning á dög- unum og hófst hún með þvi að Árai Johnsen teymdi kú inn i sýningarsalinn og lýsti kostum hennar mörgum fögram orðum. Já, þeir era lúmskir og undirföraUr þessir karlmenn. Auðvitað hefur þetta verið árás á kvenþjóðina undir rós þvi kýrin hefur víst þjónað bónda og búi af atorku og samviskusemi áram saman án þess að kvarta. Þá hefur því verið iýst fjálglega sem rökum fyrir Kvennahúsi að utanbæjarkonur gætu átt þar afdrep þá þær gista höfuðborgina. Manni skUst að fram til þessa hafi þær verið á hálfgerðum vergangi, blessaðar, þegar þær hafa átt erindi suður. Og þó er talin nauðsyn á að stækka gisti- rými BændahaUarinnar um helming. En þar er náttúrlega bara um að ræða aðsetur fyrir bændur og konur era ekki bændur eins og alUr vita nema í örfáum undantekningartU- feUum. Það verður aldeUis munur fyrir konur að vestan, norðan og austan að geta átt öruggt athvarf í henni Reykjavik og getað leitað skjóls á stað þar sem þær þurfa ekki að berja karlmenn augum. 1 Kvenna-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.