Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1985, Blaðsíða 3
DV. MIÐVKUDAGUR 26. JUNI1985.
3
Tugmilljóna króna gjaldþrot Tæknibúnaðar hf.:
Meginorsök riftun á
Simrad-samningnum
r
— segir Arni Fannberg, aðaleigandi fyrirtækisins
„Meginorsökin fyrir því aö Tækni-
búnaöur hf. varö gjaldþrota er aö
Simrad-samningurinn féll. Simrad
rifti honum, þeir báru fyrir sig af-
greiðsludrátt af okkar hálfu,” sagöi
Ámi Fannberg, aðaleigandi Tækni-
búnaöar hf., um g jaldþrot fy rirtækis-
ins.
Tapið vegna gjaldþrots Tæknibún-
aöar hf. nemur tugum milljóna
króna. Tap Landsbankans og/eða
Iönlánasjóðs nemur 15 milljónum
króna og tap Áma co. Kúlulegusöl-
unnar hf. er sagt enn meira.
— Hvað er tap þitt mikið, Árai?
„Eg vil ekki tjá mig um þaö, þaö er
mittmál.”
Ámi sagöi aö Tæknibúnaöur hf.
hefði framleitt olíunýtingarmæla
bæöi fyrir íslenska markaðinn sem
þann erlenda. „Þetta var áhættusöm
grein, bæði von um gróða og tap.”
— Hvað var samningurinn við Sim-
rad stór?
„Hann hljóöaði upp á 2,7 milljónir
dollara.”
— Þið hafið ekki stlað í mál við þá,
eftir að þeir riftu?
„Þaö var samiö um ársfrest, að
viö skyldum fresta málinu í eitt ár,
Simrad ætlaði aö hvetja alla sína
umboðsmenn til að selja mælana en
þaö kom bara ekkert út úr því. ”
Og Arni bætti viö: „Varðandi
málaferli þá eru þau mjög dýr og viö
vorum einfaldlega ekki í stakk búnir
að okkar mati að fara út í þau, þess
vegna reyndum við aö fresta málinu
með von um aö úr rættist. ’ ’
Tæknibúnaöur hf. var fyrsta fyrir-
tækiö í heiminum að koma meö oiíu-
nýtingarmæla á markaöinn, þaö var
áriö 1979.
I fyrstu var fyrirtækið í samvinnu
viö bandariska fyrirtækið Avicon.
„Við fengum efni og hönnun frá
þeim.”
Þessir mælar áttu eftir aö reynast
illa og framleiöslu þeirra var hætt'
eftir aö tiltölulega lítið haföi veriö
seltaf þeim.
„Við komum síöan fram með ís-
lenska mæla, þeir reyndust vel, og
þaö voru þeir sem Simrad fékk. I það
heila seldust um 200 stykki af þeim
innanlands og um 100 stykki í Nor-
egi.”
— Nú trúir þú á þessa framleiðslu.
Hvers vegna seldust ekki fleiri mæl-
ar?
„Viö vorum meö mikinn skulda-
hala, gátum einfaldlega ekki gert
þaö markaösátak sem þurfti. Þetta
kostar mikinn pening og tíma aö
koma vörum á alþjóölegan markað
meö árangri.”
— Kúlulegusalan hf. keypti þrota-
bú Tæknibúnaðar hf. en það var lag-
er af hlutum í oliunýtingarmæla,
ertu að byrja aftur?
„Já, viö erum búnir aö taka þráö-
inn upp aö nýju. Viö byrjum nú meö
fullkomna mæla, vitum hvað viö er-
um með í höndunum og þurfum því
ekki aö yfirstíga neina byrjunarerf-
iðleika, tæknilega séö.”
Ámi sagöi aö lokum að þrátt fyrir
gjaldþrot Tæknibúnaöar hf. og aö illa
hefði fariö heföi hann enn mikla trú á
því að olíunýtingarmælar ættu eftir
aöseljast.
„Meö mælunum er hægt aö ná
verulegum spamaöi í rekstri skipa,
minnka olíueyðsluna svo um mun-
ar.”
-JGH
„Stórskotaliðið” gerði toppsamning
Sovétmenn munu kaupa um 80% af
allri útfluttri saltsíld héöan á næsta
ári, 200 þúsund tunnur. Það er 15
þúsund tunna aukning frá í ár. Verðið
lækkar í dollurum um 13—14% í staö
44% sem Sovétmenn fóru fyrst fram á.
Um þrír fjóröu verður heilsíld, hitt
verkuö síld. Þau hlutföll snúast viö og
eru óhagstæðari nú en hingaö til.
„A heildina litiö er þetta toppsamn-
ingur, við gátum í fyrsta lagi selt síld-
ina og í öðm lagi selt hana yfir heims-
markaðsverði,” sagöi Páll Asgeir
Tryggvason, sendiherra í Moskvu, í
samtali viö DV. „Þetta er ekki síst
árangur mikillar vinnu í sambandi við
öll viðskipti þjóöanna. Svo held ég aö
hér veröi varla á ferðinni annaö eins
stórskotalið og þeir Matthías
viöskiptaráðherra og Þórhallur As-
geirsson ráöuneytisstjóri.”
Gunnar Flóvenz, forstjóri Síldarút-
vegsnefndar, undirritaöi saltsíldar-
samninginn í gær. Samtímis var
Matthías Á. Mathiesen viöskiptaráö-
herra aö undirrita nýjan fimm ára
rammasamning um viöskipti okkar og
Sovétmanna. Eins og DV skýröi frá í
Jón Páll Sigmarsson var stjarna
hálandaleikanna. DV-mynd: S.
Jón Páll
stal senunni
Frá Kjartani L. Pálssyni, fréttamanni
DV i Hollandi:
Kraftajötunninn Jón Páll Sigmarsson
sló í gegn er hollenska sjónvarpiö
sýndi frá úrslitakeppni hálandaleik-
anna í fyrrakvöld. Keppnin fór fyrst
fram í Skotlandi en úrslitin voru í Hol-
landi og kölluöust þá láglandaleikam-
ir.
Jón Páll var aöalnúmerið. Hann stal
senunni frá öllum öörum með
skemmtilegri framkomu sinni.
Jón Páll vann ekki til verðlauna aö
þessu sinni. Hann kvaöst þó enn vera
sterkasti maður í heimi. Keppnisgrein-
ar í hálandaleikunum krefðust mikill-
ar tækni sem hann heföi ekki æft.
Breski kúluvarparinn Geoff Kapes
sigraði.
Þó aö Hollendingar viti ekki mikið
um Island vita þeir nú aUir hver Jón
Páll er. -KMU.
gær, losnaöi hnúturinn í síldarsölu-
samningnum strax í fyrradag, þegar
Matthías haföi rætt viö tvo sovéska
ráðhenra.
Viðskipti þjóöanna voiu þannig áriö
1984 aö viö keyptum fyrir 2.441 milljón
króna, mest olíu, en seldum fyrir 1.844
mUljónir, aöallega frosinn fisk og svo
saltsíld. Saltsíldin gaf þá 619 mUIjónir
króna. Þá voru 7.300 tonn heilsöltuð
síld, á 209 miUjónir, en 12.500 tonn af
sérverkaðri síld, fyrir 410 mUljónir
króna. HERB.