Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1985, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1985, Síða 28
DV. MIÐVIKUDAGUR 26. JUNI1985. i8 Sviösljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Dallas og Dynasty eru liklega tvær best þekktu bandarísku sápurnar hér á landi. Samkeppn- in er hörð í útlandinu og nú hefur Dynastyiiðið fundið eitt bragðið enn, eða kannski iyktina öllu fremur. Aðalleikariim í Dynasty, John Forsythe, mun auglýsa nýtt ilmvatn fyrir karlmenn sem kemur á markað nú í sumar. En John fer með hlutverk Blake Carrington og eiginkonu hans leikur Linda Evans sem kemur tii með að standa með sínum „manni” og tala inn á auglýsing- una. Cindy Lauper tekst nú á við nýtt og spcnnandi verkefni, hún er nefnilega að berjast við að berja saman kvikmyndahandrit. Það á að vera um það tímabil ævi hennar þegar hún var atvinnu- manneskja í iþrótt sem nefnist á enskunni „wrestiing” en hefur veríð nefnd fantagllma á islensku. Hún ætlar vitanlega að fara sjálf með aðalhiutverkið, hver önnur ætti svo sem að gera það? Rokkstjarnan Kenny Loggins hélt nýlega hljómleika í Banda- rikjunum til styrktar ættingjum þeirra sem létu lífið i fellibylnum sem gckk yfir Pennsylvaniu í Bandaríkjunum.Ohio og Ontario í ,Kanada fyrir nokkru. Hann lét allan ágóða af hljómleikunum renna til Rauða krossins en nokk- ur tími var síðan Loggins hafði komið fram opinbcricga. Hann vildi hjálpa þeim sem voru í nauðum sem og ættingjum þeirra » sem iétust. Hann aflaði sér upp- lýsinga og var bent á að fjár- magn mundi koma sér vel eins og í öllu hjálparstarfi. Hann lagði því sitt af mörkum með hljóm- ieikahaldinu. A LOKASPRETTINUMI SÓLHEIMAGðNGUNNI —f ylgdarliðið hélt varla í við Reyni Pétur Göngugarpurinn Reynir Pétur Ingvarsson hefur nú lokið göngu sinni í kringum landið. Honum var vel fagnað þar sem hann kom og það gerðu lögreglumenn í Lögreglufélagi Hafnar- fjarðarlögreglunnar líka. Þeir tóku á móti honum á Kjalarnesi og afhentu honum 5000 krónur ásamt fána félags- ins. Félagar úr UMSK gengu með hon- um frá Leirvogsá að Þverholti og sögðu þeir að þetta hefði verið með erfiðari gönguferðum sem þeir hefðu farið. Hann fór svo hratt yfir að við lá að fylgdarmenn hans yrðu að hlaupa við fót til að halda í við hann. Mágur Reynis var þar í hópnum en varð að hætta áöur en hópurinn kom að Þver- holti því hann var kominn með blöðrur eftir gönguna. Þegar Reynir kom í Þverholt var honum boðið í kjúkling sem hann af- þakkaöi vegna þess að hann sagðist ekki borða svoleiðis fæðu. Þá bauð veitingamaðurinn honum hamborgara og spurði Reynir þá hvort hann mætti ekki bjóða fjölskyldu sinni í mat, en hún var komin til aö taka á móti hon- um. Snæddi fjölskyldan saman, á „Western fried”, kjúklinga franskar með bestu lyst. og Reynir er búinn að fá skammtinn sinn en aðrir fjölskyldumeðlimir bíða rólegir eftir að röðin komi að þeim. Lengst til vinstri er systir Reynis, nœst henni er móðir þeirra, siðan lítíll frændi, þá Reynir sjálfur og loks mágur hans sem gekk með honum smáspotta. Þessi mynd er frá Akranesi en þar var tekið á móti Reyni með skrúðgöngu og lúðrablæstri þegar hann kom í bæinn. Charlene vann Charlene Tilton, sem fer með hlut- verk Lucy litlu í Dallas, kom í veg fyrir að Lucy yrði látin detta út úr fjöl- skyldudramanum. Framleiðendur voru ekki ánægðir meö að hún neitaöi aö klæðast kynæs- andi fötum og leika í ýmiss konar rúm- senum. Þeir ætluðu því aö láta hana hverfa af sjónarsviöinu og reyndu að draga sem mest úr hlutverki Lucyar undir lok síðasta tímabils. Þetta var Charlene ekki ánægö með og barðist gegn treytingunum og fékk liðsstyrk frá J.R., Larry Hagman réttu nafni, og Barböru Bel-Geddes sem reyndar var ekki með á síöasta timabili eins og lesendur DV hafa verið upplýstir um. Aðdáendur Lucyar hjálpuöu til og sendu inn mótmælabréf. Mótmæli þeirra og samstaöa leikaranna hefur því orðið til þess að Lucy kemur ekki til með að giftast Mitch aftur eins og framleiðendur höfðu gert ráð fyrir, en þau áttu svo að flytja til Atlanta og vera þar með úr sögunni. Sigur Charlene virðist hafa verið algjör því nú á hlutverk hennar að stækka til muna og hún kemur til með Reynir Pátur fókk aö máta lögregluhúfuna hjá Gissuri Guflmundssyni i Hafnarfjarðarlögreglunni sem færfli honum 5000 krónurnar frá félagi lögreglumanna í Hafnarfirði. DV-mynd S. Breyttir tímar og Lucy komin á kaf í oliuviflskipti. Charlene súr á svipinn sem Lucy afl vinna fyrir sér sem þjónustustúlka. að demba sér í oliuviðskiptin og kannski þarf J.R. þá að fara að vara sig. Þaö hefur nú ekki alltaf farið svo vel á með þeim tveim í þáttunum þó þau virðist standa saman þar fyrir utan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.