Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1985, Blaðsíða 4
DV. FÖSTUDAGUR 28. JUNI1985.
Vinnuhópurinn við þyrluna: f.v. Sven Spegel flugvirki, Sighvatur Pétursson, Karl Bomblies tækjastjóri, Bill Lawrence tækjastjóri, Steel Clayton
flugmaður, Bob Jorgensen flugmaður, Ingvar Þór Magnússon mælinga maður, Oddur Sigurðsson, Gunnar Johnsen.
Ætlunin að búa
til þyngdarkort
Aðdráttar-
aflið mælt
á íslandi:
Aödráttarafl jaröar er breytilegt frá
einum staö til annars, jafnvel á litlum
svæöum.
Á árunum 1968—1970 varlsland kort-
iagt meö þyngdarmælingum en í sum-
ar á aö þétta þaö net. Við verkiö starfa
um 20 manns og nota rándýr mælitæki
og tvær þyrlur.
Bandaríkjamenn kosta þessar mæl-
ingar en orkustofnun fær niöurstööurn-
ar og hugbúnað í tölvu til að vinna úr
þeim. I fyllingu tímans verður hægt aö
gefa út svokallað þyngdarsviðskort af
landinu, mun nákvæmara en eldra
kort. Slíkt kort mun gefa mikilvæga
vísbendingu um gerö jarðskorpunnar
og vera sérlega hagnýtt hér á landi við
jaröhitarannsóknir aö sögn vísinda-
mannanna. Mælingar sem þessar eru
líka mikið notaöar viö olíuleit en til-
gangurinn er ekki sá hér á landi, aö-
eins aö kortleggja landiö mjög ná-
kvæmlega.
Oddur Sigurösson jaröfræðingur hjá
Orkustofnun er verkefnisstjóri A-hluta
þessa verkefnis. Landinu er skipt í tvo
hluta, A-hópurinn er á Akureyri og B-
hópurinn fyrir sunnan og vestan. Vfir-
stjórn verksins er í höndum Gunnars
Þorbergssonar deildarstjóra á Orku-
stofnun.
Oddur sagði aö í hópnum á Akureyri
væri ætlaö aö mæla Norðurland, Aust-
urland og Vatnajökul. Akveönir hafa
verið staðir til aö mæla þyngd. Þeir eru
455 en 172 á svæði sunnanmanna.
Þama þarf aö viðhafa mikla ná-
kvæmni og er dýrast aö finna lengd og
breidd staöarins og hversu hátt hann
er yfir sjó. Til þess aö finna hvem staö
er A-hópurinn með tregöuleiösögutæki
(Inertial Guidance System) í þyrlunni.
Tækiö, sam er leigt frá Bandaríkjunum,
er stillt á einhverjum þekktum punkti
og út frá honum segir þaö síöan ná-
kvæmlega til um staösetningu punkts-
ins sem flogið er á, lengd, breidd og
hæð. Er sérstaklega mikilvægt að hæö-
in sé nákvæmlega mæld. Stundum er
alls ekki hægt aö komast á fyrirhugað-
an staö en þaö kemur ekki að sök
vegna þess að leyfilegt er aö færa
mælistaðinn lítillega til.
Nákvæmni í þessari mælingu er jafn-
vel upp á nokkra sentimetra. Staðsetn-
ingartæki eins og var komið fyrir í
þyrlunni eru í öllum þotum nema hvaö
þau eru miklu ónákvæmari. Skekkjan í
þeim getur veriö nokkur hundruö
metrar.
Vísindamennimir fljúga á alla þessa
mælipunkta og finna afstöðuna milli
þeirra. Stundum þarf að fara oft á
sama staöinn. I hverjum punkti stekk-
ur einn maöur út úr þyrlunni, setur
þyngdarmæli á jöröina undir nefi þyrl-
unnar og mælir. Þyngdarsvið er mælt í
einingunni „gal” sem heitir svo í höf-
uðið á Galileo Galilei. Reyndar er hér
mælt svo nákvæmlega aö talaö er um
milligal, jafnvel brot úr milligali.
Mælingar þessar hófust 15. júní og
þær munu standa yfir í um tvo mánuði.
JBH/Akureyri.
Eigandi tregðuleið-
sögutækisins:
Lítið fyrir-
tæki með
mikla veltu
„Viö erum eina félagiö í heiminum
sem höfum þetta tæki í prívatleigu,”
sagði Sighvatur Pétursson, sölufulitrúi
hjá International Technology Ltd.,
sem leigir tregðuleiðsögutækiö dýra.
Hann er Akureyringur en hefur veriö
búsettur erlendis í 20 ár. „Ég er búinn
að búa í feröatösku í 128 þjóölöndum,”
sagði hann hlæjandi en bætti aö aö
hann væri nú kominn meö heimUi í
Houston í Texas.
Sighvatur sagöist hafa byrjað aö
vinna við olíuleit árið 1968 og veriö
mest í því tU 1974. Síöan þá heföi hann
einnig verið í staðsetningunum og síö-
ustu 5 árin hjá ITECH. „Þaö er lítiö
sérhæft fyrirtæki,” sagöi hann en
nefndi um leiö háar upphæðir í árs-
veltu, aö minnsta kosti á íslenskan
mæUkvarða, eöa 20 miUjónir dollara.
Bækistöövar ITECH, eru í Anchor-
age í Alaska, sagöi Sighvatur, en einn-
ig eru skrifstofur í Denver og Houston.
Sjálfur opnaöi hann ekki fyrir löngu
skrifstofu í Singapore.
ITECH sérhæfir sig í hátækni land-
mælingum, staösetningum og siglinga-
tækni. Fyrirtækið kemur mikiö nálægt
oliuiðnaöinum við staösetningu oUu-
palla á sjó, olíupípulagna og leiösögu
fyrir olíuleitarskip.
JBH/Akureyri.
Sighvatur Pétursson og Oddur Sig-
urðsson við þyrluna sam notuð er
við mœlingarnar.
DV-mynd JBH.
OLIL EFST í TVEIMUR
GREINUM FYRSTA DAGINN
Olil Amble og Snjall, efst i B flokki og tölti. DV-mynd EJ
Fjórðungsmót sunnlenskra hesta-
manna hófst í Víöidal í Reykjavík í
gærmorgun. ÞorkeU Bjarnason
hrossaræktarráöunautur dæmdi
kynbótahross aUan daginn ásamt aö-
stoðarmönnum sínum, en einnig fór
fram forkeppni í B flokki gæðinga,
ungUngakeppni 13—15 ára og for-
keppni í tölti ,,super”-töltara.
Þrátt fyrir að veöurútht væri
ekki gott á miðvikudagskvöldiö þá
hófst mótið í sól og blíðu.
Strax klukkan 10.00 á fimmtu-
dagsmorgun voru knapar mættir
meö hesta sína í B flokki gæðinga, á
HvammsvelU sem var sérstaklega
gerður fyrir þetta mót. Eftir for-
keppni er efstur SnjaU frá Gerðum
meö einkunnina 8,71. OUl Amble var
knapi. Aörir í átta hesta úrslit eru
Goöi frá Ey. einkunn 8,49, knapi
Trausti Þ. Guömundsson. Þriöji
TraUi frá Teigi, 8,44, knapi Þóröur
Þorgeirsson, fjóröi Krummi frá
Kjartansstaöakoti, 8.40, knapi Sig-
valdi Ægisson, fimmti Gári frá Bæ,
8,39, knapi Sigurbjörn Báröarson,
sjötti Dugur frá Hrappsstöðum, 8,38,
knapi Hróömar Bjamason, sjöundi
Sölvi frá Glæsibæ, knapi Gunnar
Amarson, áttundi Stígandi frá
Hjálmholti, 8,34, knapi Þóröur Þor-
geirsson.
A sama tíma leiddu unglingar 13—
15 ára saman hesta sína og var um
aö ræða fuUnaðarúrslit. Fyrstu úrslit
mótsins urðu þessi. 1. Ingólfur Þor-
valdsson (Sleipni) 8,44 á Krumma. 2.
Asgeir Bragason (Sleipni) 8,39 á
Stolt. 3. Annie B. Sigfúsdóttir
(Smára) 8,36 á Hálegg. 4. Róbert
Jónsson (Fáki) 8,31 á Erli. 5. Sigur-
oddur Pétursson (Gusti) 8,14 á Gjaf-
ari. 6. Hörður Á. Haraldsson (Fáki)
8.08 á Háfi. 7. Ásmundur Pálsson
(Geysi) 8,03 á Blæ. 8. Sif Olafsdóttir
(Geysi) 8,00 á SniUingi.
I „super”-töltkeppninni tóku þátt
18 knapar á hestum sem alUr hafa
náö 85 punktum áöur fyrr. Sjaldan
eöa aldrei hafa jafnmargir glæsi-
legir tölthestar háö keppni hér á
Iandi. Keppnin var hörð en er yfir
lauk stóö efst í forkeppni Olil Amble á
SnjalU frá Gerðum en það var í ann-
að skiptið sama daginn sem hún og
SnjaU urðu efst, en hann varð efstur í
B flokki eins og áður er ritað, 93,06
punktar. Trausti Þór Guðmundsson
er annar á Goða með 88,00 punkta,
Orri Snorrason þriðji á Kóral með
87,73 punkta, Einar öder Magnússon
fjórði á Tinnu með 85,06 punkta, og
jafnir Þórður Þorgeirsson á TraUa
og Sigurbjörn Báröarson á Gára með
84 punkta. Fimm knapar og þrir
hestar sem hafa orðið Islandsmeist-
arar í tölti. Gaman að s já úrslitin.
I dag er keppni í A flokki gæðinga,
unglingakeppni yngri en 13 ára,
undanúrsUt kappreiða en einnig
verða kynbótahross dæmd aUan dag-
inn. Um kvöldið verður dansleikur í
tamningamannagerðinu.
Sennttega er hér um að ræða
þrautskipulegasta hestamót sem
haldið hefur verið á Islandi, enda
hafa tímaáætlanir staðist svo og
aðraráætlanir. E.J.
Vigalegt lið sam dæmir kynbótahross. Frá vinstri: Stefán Tryggvason
ráðunautur, Einar Höskuldsson bóndi, Jón Steingrimsson búfræði-
kandidat, Steinþór Runólfsson ráðunautur, Helgi Eggertsson ráðunaut-
ur og Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunautur.