Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1985, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR 28. JUNl 1985. 5 W WIW'-WI ‘liitmBta Illi II. „Ég styð þessa tilraun eindregið” —„ekkl tomma tekin af húsnæði Vesturbæjarskólans,” segir Ragnar Júlíusson, formaður fræðsluráðs „Það er ekki á okkar valdi hjá Reykjavíkurborg að leyfa eða banna einkaskóla. Fyrir þeim er full heimild í grunnskólalögunum. Ríki og borg ráða því hins vegar hvort þau leggja slíkum skólum lið. Og ég styð þessa tilraun með Tjarnarskóla alveg eindregið,” segir Ragnar Júlíusson, formaður fræðsluráðs. Hann var sem borgarfulltrúi staögengill borgarstjóra í viöræðum þeirra, sem ætla að reka nýja einka- skólann, við borgaryfirvöld og menntamálaráöherra. Ragnar sagði að ekki væri búið að ganga frá því með hvaða hætti Tjamarskóli fengi inni í Miðbæjarskólahúsinu. Fræðsluráö hefði á hinn bóginn ekkert með skólann aö gera fyrr en hann hefði hafið störf. Þá bæri fræðsluráði að sinna lögbundinni eftirlitsskyldu. „Það er alrangt sem sagt var í einu morgunblaðanna í gær að Tjarnar- skóli myndi taka húsnæði af Vestur- bæjarskólanum. Vesturbæjarskóli er þegar með 11 og 12 ára börn í Miðbæjarskólahúsinu og ég hefði lagst algerlega gegn því að flytja þangað yngri böm. Og ég á ekki von á foreldrum hefði orðið rótt að senda böm sín 9 og 10 ára vestan af Seljavegi gegnum alla þessa umferð. Húsnæðið, sem Tjamarskóli fær, var notað af Menntaskólanum í Reykjavík og hann hefur nú rýmt það. Það er hið rétta í málinu,” segir Ragnar. Um skólagjöldin sagði hann að óneitanlega væru þau nokkuð há miðað við það sem fólk ætti að venjast. „Kostnaðurinn er hins vegar mikill. Þann kostnað borga sveitarfélögin í öðrum grunnskólum, skólagjöldin þar eruþvíóbein.” „Það kom mjög flatt upp á mig að heyra að borga ætti kennurum í Tjarnarskóla hærri laun en í grunn- skólunum almennt. I viðræðunum kom það aldrei fram. Eg held raunar að þetta sé jafnvel misskilningur. Kennarastöðunum á að skipta á mun fleiri kennara en stöðufjöldinn segir til um. Slík vinna er aö jafnaði dýrari. En við eigum að reyna þetta,” sagði Ragnar, „það er persónuleg skoðun mín, sem þykir ef til vill harkalegt af mér sem skólastjóra, að við höfum gott af að gera tilraun með þessa samkeppni. Þeir einkaskólar, sem fyrir eru, hafa reynst vel og borgin hefur stutt þá eins og ríkið hefur gert. Þetta er því ekkert nýtt, en mér líst vel á hugmyndir þeirra sem standa að þessum nýjasta einkaskóla í borginni.” HERB „Mun draga svakaleg- an dilk á eftir sér” — segir Þorbjörn Broddason, lektor ogfræðsluráðsmaður „Ég er ekki heilagur andstæðingur einkaskóla og get hugsað mér þá. En vinnubrögðin við að koma þessum ný ja skóla, Tjamarskóla, á laggirnar eru með slíkum endemum að engu tali tek- ur. Eins og þetta ber að er ráðherra að efna til mikils óvinafagnaðar og þetta mun draga svakalegan dilk á eftir sér,” segir Þorbjöm Broddason, lektor og fræðsluráðsmaður. „Enda þótt mér sé Ijós lagaheimild menntamálaráðherra til þess að leyfa stofnun skólans eru það alveg óviðeig- andi vinnubrögð aö fara fram hjá fræðsluyfirvöldum í Reykjavík með allt málið. Og ekki sist i baktjalda- makki viö einstaklinga sem gegna ábyrgðarstöðum hjá borginni og eiga aö virða þær stofnanir sem þar fara meö fræðslumál. Eg sá þetta fy rst í sjónvarpsfréttum. Og þar var sagt að þegar lægi fyrir heimild ráðuneytis og fræðsluyfir- valda. Þetta var auðvitað alrangt. Meira að segja var ráðherrann nýbú- inn að skipa nýjan fræðslustjóra í Reykjavík sem er eins konar fulltrúi ráðherra. Hann hafði ekki hugmynd um þetta mál fyrr en sjónvarpið sagði frá þessu,” segir Þorbjörn. „Um málið sjálft get ég sagt strax að ég mun berjast af krafti gegn því að hér komi upp skóli sem svo augljós- lega stefnir að stórvægilegu misrétti á milli nemenda eftir fjárráðum for- eldra. Það er barnaskapur aö segja að það sé spurning um viðhorf hvort fólk borgi 30 þúsund í skólagjöld meö bami sínu. Venjulegur launamaður á ekki þessa peninga. Og jafnvel þó hann ætti þá er alveg óvíst að viðhorf hans segðu honum að borga þetta. Ætti það þá að bitna á barninu ef foreldrar væru svo illa inn- rættir? Þetta er hundalógík. Eg er á hinn bóginn viss um að ef grunn- skólarnir fengju 60—90 þúsund á bekk á mánuði myndi verða bylting í kennslu og uppeldisstarfi þeirra. Sú breyting væri vissulega meira en æskileg en jafiivitlaust er að ætla sér að stykkja upp nemendur eftir greiðsluþoli borgaranna. Loks vil ég segjaþað aö það sem ég hef heyrt eftir aðstandendum þessa skóla finnst mér ekki boða gott. Það eru aö mínu mati vond viðhorf og ólánssöm og ég hef ekki trú á að þama sé lagt á réttar brautir, hvað sem öllu öðm líður,” sagði Þorbjöm Broddason. Þorbjöm hafði óskað eftir fræöslu- ráðsfundi í gær vegna þessa máls, en sá fundur verður á þriðjudag. Sex einka- skólar fyrir —þar af þrír grunnskólar og þrír f ramhaldsskólar Þrír grunnskólar hafa verið reknir sem einkaskólar um langt árabil. Sá f jórði var einnig rekinn um tíma. Skóli Isaks Jónssonar og Landakotsskóli eru í Reykjavík, og Hlíðardalsskóli í ölfusi. Þá em Verslunarskólinn og Samvinnuskólinn einnig einkaskólar, svo og Lýðháskólinn í Skálholti. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem DV aflaði í gær, greiöir ríkið liðlega 15 kennaralaun í Isaksskóla. Landakots- skóli fær í ár eina milljón frá ríkinu og Hlíðardalsskóli 1,2 milljónir króna. Þar eru um tvö stöðugildi. Borgin hefur einnig styrkt nokkuð bæði Isaks- skóla og Landakotsskóla. Lág skólagjöld munu vera í Isaks- skóla og Landakotsskóla. I Hlíðardals- skóla er skólagjaldið 69.000 krónur á ári, en þar er heimavist 8. og 9. bekkj- ar. Kennarar þar hafa íviö hærri föst laun en samkvæmt samningum BSRB, en fá ekki greidda yfirvinnu. HERB. KR: 1.496,- CLUB-stólar. Klappstólar úr beyki, hvítir, svartireða natur. Nú með skiptanlegu áklæði. GRÁFELDUR Bankastræti. Láttu ckki fam ábakvið þig En þau geta komið þér í koll því sá sem býður þér slíkt er um leið að firra sig ábyrgð á unnu verki. Taktu nótu - það borgar sig FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Samkvæmt lögum og reglugerðum um söluskatt og bókhald er öllum sem selja vöru og þjónustu skylt að gefa út reikninga vegna viðskiptanna. Reikningar eiga að vera tölusettir fyrirfram og kaupandi á að fá eitt eintak. Sé um söluskattsskylda vöru eða þjónustu að ræða á það að koma greinilega fram á reikningi. HERB. Auglýsingaþjónustan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.