Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1985, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1985, Page 8
8 Útlönd Útlönd Útlönd DV. FÖSTUDAGUR 28. JUNI1985. Útlönd Deilt um af vopnunarmál: Beygir Schliiter sig enn á ný? Frá Kristjáni Ara Arasyni, fréttarit- ara DV í Kaupmannahöfn: Ríkisstjóm Pouls Schliiter er minnihlutastjóm og hefur til þessa ekki getað náö meirihluta á danska þinginu um utanríkisstefnu sína. Hafa stjórnarandstöðuflokkarnir ásamt Radikalaflokknum, sem að öllu jöfnu styður ríkisstjórnina, því að mestu getaö stjórnað stefnu Dana í utanrikis- málum. Af þessum sökum hefur utanríkisráðherra Dana, Uffe Elleman-Jensen, oft þurft aö framfylgja stefnu sem er í andstöðu við stefnu ríkisstjómarinnar, sér- staklega í varnarmálum og NATO- samstarfinu. Fyrir danska þinginu liggur nú framvarp til laga um afvopnunarmál. Samkvæmt frumvarpinu á Danmörk að vera kjarnorkuvopnalaust land um alla framtíö, en einnig gerir frumvarpið ráð fyrir að Danir beiti öllum tiltækum ráðum og aðferðum við að fá aðrar þjóðir á sömu skoöun. Ekki náöist að afgreiða frumvarp þetta nú í vor og bíður það því frekari umfjöllunar í haust. Taldar eru miklar likur á að frumvarp þetta verði samþykkt. I síðastliöinni viku skrifuðu tals- menn stjómarandstöðuflokkanna ásamt Radikalaflokknum bréf til utanríkisráöherrans þar sem hann er hvattur til að fylgja skýrari stefnu í kjamorkuafvopnunarmálum. Bréf þetta er efnislega samhljóða frumvarpi því sem liggur fyrir í þinginu. Astæðan fyrir því aö talsmenn stjómarandstöðuflokkanna og Radikalaflokksins reyna aö flýta fyrir framkvæmd laganna á þennan hátt, er aö í september á þessu ári hefst alþjóðleg ráðstefna í Genf um afvopnunarmál. Ráðstefnu þessa sitja fulltrúar 124 landa sem nú þegar hafa undirritaö sáttmáia þess efnis að reyna af fremsta megni að stöðva kjamorkuvopnauppbygginguna. Mark- mið ráðstefnunnar er að tryggja að löndin 124 hafi á liðnum árum staöiö viö skuldbindingar sínar og þannig stuölaö að afvopnun og varöveislu friðarins. Er það ósk talsmanna stjómmála- flokkanna sem undir bréfið skrifuðu að Danmörk haldi upp harðri afvopnunar- stefnu á ráðstefnunni. Ljóst er að Uffe Elleman-Jensen á mjög erfitt með að hundsa bréf þetta þó svo hann og ríkisstjómin séu ósammála því. Oft hefur stjórnin oröiö aö skipta um stefnu í utanríkismálum vegna þingssamþykkta, og á alþjóða- vettvangi hafa Danir oftsinnis veriö gagnrýnir fyrir pólitískt flökt sitt. A þetta sérstaklega við um samstarfið innan NATO. Það er því trúlegt aö danski utanríkisráöherrann kyngi nú þeim súra bita að stjórnin hefur ekki meirihluta á þinginu um utanríkismál og fari því að vilja tals- manna stjómarandstööuflokkanna. Schliiter fær ekki sinu framgegnt i utanrikismálum. „Kap# thlaup v*ð trii nann” Árangurslaus leit að f lugrita Air India-vélarinnar Kjarnorkukafbáturinn Churchill leit- aöi í gær árangurslaust að svarta kass- anum, eða flugritanum, úr Air India júmbóflugvélinni sem fórst undan ströndum Irlands fyrr í vikunni. Heimildannenn segja að Churchill hafi verið um 24 tíma í kafi í algerri leynd og reynt að ná útmiðunarmerkj- um frá flugritanum. Taliö er að svarti kassinn sé á tveggja kílómetra dýpi. Aldrei hefur tekist að ná neinu upp af slíku dýpi áður, að sögn þeirra er til þekkja. Ferðir kjamorkukafbáta Breta eru leynilegar, svo opinberlega hefur ekki verið hægt að segja mikið um leit kaf- bátsins. En heimildarmenn segja að hann hafi ekki náö að nema nein merki frá flugritanum. Sérfræðingar segja aö flugritar eigi venjulega að senda merki í aö minnsta kosti mánuð en að dýpi og þrýstingur geti haft áhrif á merkjasendingarnar. Breska rannsóknarskipið Gardline Locater, sem Air India hefur á leigu, er komið á slysstaö. Þaö mun senda út- búnað til aö nema hljóðmerki frá svarta kassanum niður. En það skip er ekki vant framkvæmdum niöur fyrir 750 metra. „Þetta er kapphlaup við tímann,” sagði írskur embættismaður. Palme varar við kjarnorkuvopnum Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttarit- ara DV í Svíþjóð: Olof Palme, forsætisráðherra Sviþjóðar, sagði í gær aö hættan á hörmungum af völdum kjarn- orkusprengju myndi aukast mjög óhugnanlega ef fleiri aðilar kæmust yfir kjarnorkuvopn heldur en þeir sem þegar tilheyra „kjamorkuklúbbnum”. „Nú þegar allir fjölmiðlar eru uppfull- ir af fréttum af alls kyns hryðjuverk- um er ástæða til að velta þvi fyrir sér hvað það þýddi ef einstakir hryðju- verkahópar kæmust yfir kjamorku- vopn.” Palme lét þessi orð falla við opnun á ráöstefnu i Genf í gær þar sem fjallað var um útbreiðslu kjamorku- vopna. Lagði Palme mikla áherslu á þá ábyrgð sem kjamorkuveldunum væri nú lögð á herðar. Palme er hræddur vifl kjarnorkuna. Gíslamálið í Beirút: LAUSN í SJÓNMÁLI? Nabih Berri, leiðtogi shíta í Líbanon, sagði í morgun að hann væri vongóður um að brátt fyndist lausn á gíslamál- inu í Beirút. I viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð segist Berri nú vera frekar bjartsýnn en svartsýnn á að lausn sé á næstu grösum en gaf það ennfremur í skyn að enn væri langt í land og samningaviðræður á mjög við- kvæmu stigi. Bjartsýni manna um að lausn væri í sjónmáli jókst mjög eftir að shítar leystu einn hjartveikan gísl úr haldi á miövikudag og buöust jafnframt til að koma gíslunum fyrir í sendiráöi ein- hvers vestræns ríkis í Beirút í ömggt húsaskjól þar til gengiö yrði aö kröfum flugræningjanna. Bjartsýnin eykst Það kynti ennfremur undir vanga- veltur manna um að lausn væri í sjón- máli að bæöi stjómvöld i Washington og leiðtogar shíta i Beirút hafa varast að gefa nokkrar yfirlýsingar um gang mála. Stjórnvöld i Bandaríkjunum hafa sagt aö þau séu i nánu sambandi við stjórnvöld í Sýrlandi um lausn gfslamálsins. Fréttaskýrendur í Bandarikjunum telja að Bandaríkja- stjórn leggi mikla áherslu á samband- ið við Sýrlendinga og tengsl stjórnar- innar í Damaskus við hreyfingu shíta. Þögní Washington „Eg hef ekkert að segja um máliö og mun ekki svara neinum spurningum,” sagði Larry Speakes, talsmaður Hvíta hússins, á fundi með fréttamönnum í gær. Alger þögn Bandaríkjamanna Borri er bjartsýnn, en hefur hann ástæðu til þess? þykir enn frekar benda til aö samn- ingaviðræður séu á viðkvæmu stigi. George Shultz utanríkisráðherra varð- ist allra frétta en lagði á þaö áherslu að það væm ekki einungis Bandaríkja- mennirnir 39, sem teknir vom í gísl- ingu eftir flugránið, sem stjórnin í Washington væri að semja um að fá lausa heldur einnig sjö aörir Banda- ríkjamenn sem rænt var í Beirút fyrir flugránið. Svo mikil leynd hvílir á stöðu mála í Washington um framgang gíslamáls- Samkvæmt sjónvarpsfréttum í Israel hafa Bandaríkin og Israel ákveðið að Israel muni ekki leysa úr haldi fleiri fanga shíta fyrr en búið er að sleppa bandarísku gislunum i Beirút úr haldi. Fréttamaðurinn, stjórnmála- fréttamaður sjónvarpsstöðvarinnar, ins aö einungis örfáir embættismenn í æðstu valdastigum virðast vita hvað er aðgerast. Robert Dole, leiðtogi repúblikana á þingi, kom fram í sjónvarpi í gær- kvöldi og undirstrikaði enn frekar þá leynd er nú hvílir yfir stöðu gislamáls- ins. „Það er eitthvað um að vera í mál- inu en ég veit ekki hvað,” sagði Dole. Samþykkja Hollendingar? Carrington lávarður, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði i gær að hann byggist fastlega við því að Hollendingar samþykktu að koma fyrir bandariskum stýriflaugum á landi sínu. Carrington gaf þessa yfir- lýsingu eftir fund sinn með nokkrum hollenskum ráðherrum. Holland er síðast fimm rikja Atlantshafsbanda- lagsins til aö samþykkja uppsetningu bandarísku stýriflauganna. I júní á síðasta ári seinkaöi hollenska ríkis- stjómin þvi að taka afstööu til endan- legrar uppsetningar flauganna þar til í nóvember næstkomandi. gat engra heimilda. Ekki var hægt aö ná í embættismenn til að fá viðbrögð þeirra. Fyrr í gær sagði blaðið Jerusalem Post að Israelar myndu hugsanlega frelsa shíta-fangana yrðu gíslarnir 39 færðir í vestrænt sendiráð. Föngum ekki sleppt fyrr en á eftir gíslum? SAS-bann á Suður-Afríku Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttarit- ara DV í Svíþjóð: Sænska rikisstjómin tók i gær þá ákvörðun að banna SAS flugfélaginu að fljúga til Suöur-Afríku. Sams konar ákvörðun var og væntanleg frá ríkisstjómum Danmerkur og Noregs. Akvörðunin er tekin til að mótmæla kynþátta- aðskilnaðarstefnu ríkisstjórnar Suður- Afríku. Þessi ákvörðun mun ekki valda SAS umtalsverðu fjárhagstjóni vegna þess að flugfélagið hefur aðeins flogiö einu sinni í viku til Suður-Afríku. En ákvörðunin hefur það væntanlega í för með sér aö flugfélagið verður lika að hætta flugi til Kenýa vegna þess að þaö borgar sig ekki lengur að fljúga þangað eftir aö Suður-Afríkufluginu hefurveriðhætt. Umsjón: Þórir Guðmundsson og Hannes Heimisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.