Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1985, Síða 30
Lánskjör erlendu lánanna:
RÚMLEGA 8%
VEXTIR, TAKK
oglánstfmilSár
Rúmlega 8% vextir og lánstími 15
ár virðast nú vera lánakjör Islend-
inga erlendis. Miðað er við lánskjör
ríkissjóðs nýlega.
Þetta eru lánskjör á skuldabréfa-
útgáfu ríkissjóðs á aiþjóðlegum
markaði fyrr í mánuðinum. Það lán
ertil 15ára.
Bréfin eru innleysanleg af hálfu
kaupenda eftir 10 til 12 ár. Þau eru
uppsegjanleg af hálfu ríkissjóðs eftir
3 ár, það er þá má borga þau upp.
Lánið ber millibankavaxti í Lond-
on, Libor, að viðbættu 1/8% álagi.
Um þessar mundir eru millibanka-
vextirliðlega8%. -JGH
Erlendarlántökur:
„Hvað er
toppur?”
„Hvaö er toppur. Menn verða að „Eg er ekki að tala um að taka er-
vega og meta í hvað erlendu lánin lend lán sérstaklega fyrir jarðgöng-
fara. Eg er á móti því aö éta þau út,” unum í Olafsf jarðarmúla, heldur er
sagði Matthías Bjarnason sam- ég tíl í að flýta fyrir lagningu bundins
gönguráðherra í samtali við DV á slitlags og nýframkvæmdum í vega-'
þriöjudag. gerð með því að taka erlend lán.”
Matthías var þá í viðtali um arð- -JGH
semi jarðganga í Olafsfjarðarmúla.
42
Skuldir íslendinga sem hlutfall
af þjóðarf ramleiðslu:
„Að nálgast
það hæsta
í sögunni”
segir Þorvaldur Gylfason,
prófessor i hagf ræði
„Við erum örugglega aö nálgast
það hæsta sem þekkst hefur í sög-
unni. Það er kannski helst að einhver
Suöur-Ameríku ríki, sem urðu gjald-
þrota á síðustu öld hafi farið hærra,”
sagði Þorvaldur Gylfason, prófessor
i viðskiptadeild Háskólans í gær.
DV spurði hann þá hvort við Is-
lendingar værum komnir í topp varð-
andi erlendar lántökur, en hlutfall
þeirra af þjóðarframleiðslu er nú um
63%, og hefur aldrei verið hærra.
Þorvaldur sagði aö þaö væri eng-
inn algildur mælikvarði til í þessum
efnum. ,,En það er ekki þar meö ságt
að hægt sé að fara upp úr öllu valdi.
Spumingin, sem þetta allt snýst
um, er sú, hvað menn eru tilbúnir til
að láta bömin sín borga.”
Ogáfram: „Þettahlutfall (63%) er
það hæsta sem þekkst hefur hér til
þessa, en Island er ekki sokkið enn,
hvað sem síöar verður,” sagði Þor-
valdur.
„Sjáðu til, ef við gefum okkur að
hlutfallið sé nú um 60%, til að ein-
falda dæmið, og raunvextir af er-
lendu lánunum séu um 10%, sem er
nærri lagi, þá erum við að borga út-
iendingum í vexti á ári hverju hvorki
meira né minna en 6% af þjóðar-
framleiðslunni.
Spurðu hvaða launþega sem er,
hvemig honum fyndist að borga 6%
af laununum sínum í vextí af erlend-
um lánum sem virðast vafasöm í
stórum stíl. Og þá eru afborganimar
eftir.
Ef viö tökum þær með, er greiöslu-
byrði erlendra lána nú um 11% af
þjóðarframleiðslu. Þetta er feikilega
þung byröi að dröslast með. ”
Þorvaldur vék síðan að því í hvað
lánin færu. „Það skiptir auðvitað
höfuömáli. Ef lánin eru notuð til að
standa straum af aröbærum fram-
kvæmdum, sem skila meira af sér en
vextir og afborganir af lánunum, þaö
er standa undir sér, er hugsanlega
hægt að réttlæta þau.
En ef þau eru notuð til neyslu eða
jafnvel í óráðsíu, eins og því miður
hefur verið allt of algengt hérlendis,
þá er þetta miklu hættulegra en
ella.” -JGH
Dr. Þorvaldur Gylfason, prófossor
í hagfrœði. „island er ekki sokkið
enn, hvað sem síðar verður."
DV. FÖSTUDAGUR 28. JONI1985.
POSSIBILUES-MAT
VELAFSTAÐ FARIÐ
Islensk popptónlist af léttara tæinu
— og þá á ég við létt melódískt popp,
líkt því sem er hvað vinsælast í Bret-
landi um þessar mundir — hefur ekki
heyrst mikið hérlendis á undanförnum
árum. Hverjar ástæðurnar eru fyrir
þessu veit ég ekki — annaö hvort hafa
íslenskir popparar ekki nennt aö sinna
þessari tónlist eða þá að hljómplötu-
fyrirtækin hafa ekki trú á innlenndri
tónlist af þessum toga. Einhvem veg-
inn hef ég það á tilfinningunni aö báðir
þessir aöUar, popparamir og hljóm-
plötuútgáfumar, hafi haft einhverja
skömm á léttu poppi og taUð það bera
vott um Utla hæf Ueika aö fást viö þessa
tónlist.
Hvað meö það, út er komin plata sem
inniheldur framangreinda tónlist og
það er kannski dæmigert að hún er
gefin út á kostnað flyt jenda.
Og flytjendumir em tveir — þeir Jón
Olafsson og Stefán Hjörleifsson sem
saman kallast PossibUUes. Eitt lag af
plötunni Mát hefur þegar náð nokkrum
vinsældum. Lagið heitir Móðurást og
er með betri íslenskum popplögum
sem hafa heyrst um langt skeið.
I þessu lagi fer saman góð melódía,
skemmtilegur hljóðfæraleikur og
þokkalegur söngur. Það eina sem hægt
væri að setja út á er textinn sem er
frekar tragískur og finnst mér sUkir
textar ekki eiga við í léttum popplög-
um.
Þetta ágæta lag, Móðurást, er annars
tU í tveimur útgáfum á plötunni. önnur
er rúmar f jórar mínútur að lengd, hin
er sex og hálf. Lengri útgáfan er
remix, eins og það er kallaö á fag-
málinu, og em sUkar útgáfur mjög
vinsælar og hentugar til notkunar í út-
varpsþáttum. Er ég ekki frá því að
þeir Jón og Stefán hafi gert sér fuUa
grein fyrir þessu er þeir settu þessa
lengdu útgáfu af Móðurást á plötuna.
Það er nefnúega í hæsta máta óvenju-
legt að remix útgáfa af lagi sé á sömu
plötu og uppmnaleg útgáfa.
Reyndar er gefin sú skýring á þessu
á textablaöi aö með þessu hafi verið
hægt að lengja plötuna upp í hálftíma
samanlagt, það er að segja lagið er
uppfyUing. Eg sel það ekki dýrara en
ég keypti það.
En það era fleiri lög á Mát en Móður-
ást. Og mörg hver góð. Má þar nefna
lögin Oskipulögð eyðimörk, Nú syng ég
rokk og Skák, en síöastnefnda lagið er
aö minu mati besta lag plötunnar.
Annars em lögin á plötunni nokkuö
ósamstæð og plötuna skortir þann
heildarsvip sem þarf til að hún teljist
virkilega góð.
Engu að síður geta þeir PossibiUies
verið hinir hróðugustu með þessa
byrjun; greinilegt er að þeir eiga auð-
velt með að semja Iétta popptónUst;
báðir era prýðilegir hljóðfæraleikarar
en söngurinn er ekki sterkasta hUð
Jóns.
Hér er sem sagt vel af stað farið og
vonandi verður framhaldið eftir því.
-SþS-.
RÚNAR JÚLÍUSSON - RÚNAR JÚLÍUSSON
GAMALT 06 NYTT
1 tUefni þess að Rúnar Júlíusson
hefur verið tuttugu ár í poppbransan-
um hefur hann sent frá sér sólóplötu.
Þetta er hans önnur plata undir eigin
nafni og ber hún nafn hans. Aður hefur
hann sent frá sér „Hvað dreymdi
sveininn” sem kom út 1976. Nú orðið
starfar Rúnar aöaUega við eigið upp-
tökuver og stjórnar hljómplötuútgáf-
unniGeimsteini.
Það ætti að vera óþarfi aö kynna
Rúnar nánar. Hann er einn af frum-
herjum í íslenska poppheiminum sem
skaut rótum snemma á sjöunda ára-
tugnum. Hann varö strax ein helsta
poppstjarna landsmanna. Leiöin lá frá
Hljómum í Trúbrot, aftur í Hljóma og
svo koll af kolU, og eru ófá lögin sem
hann hefur sungið og hljómað hafa í
eyrum landsmanna á undanförnum
árum.
Afmælisplata Rúnars er tvíþætt. Á
fyrri hlið plötunnar er að finna gömul
lög f rá tímum Hljóma og Trúbrots. Ein
syrpa er frá fyrstu áram Hljóma og
hefur að geyma fjögur þekkt Hljóma-
lög: Fyrsti kossinn, Heyrðu mig góða,
Lífsgleði og Memory. Ekki er lögunum
mikið breytt. Utsetningar eru aðeins
færðar í nútímalegra horf og fer Rúnar
ágætlega meö lögin. Fyrri hliðin endar
svo á tveimur lögum frá Trúbrotsárun-
um, sett saman í eitt, Mandala og
Coming Your Way. Persónulega var ég
ekki mjög hrifin af Mandala á sínum
tíma og sú skoöun breytist ekki hér,
Coming Your Way er mun skárra, þótt
mörg önnur lög frá Trúbrotsáranum
slái þessum tveimur við.
A seinni hlið plötunnar er að finna
þrjú lög sem ekki hafa heyrst áöur. öll
eru þau léttrokkuð með enskum texta,
gera ekki miklar kröfur til hlustandans
en hljóma ágætlega. Best þykir mér
m
All I Wanna Do, sem er róleg og þægi-
legmelódía.
Það vekur athygli mína hversu
platan er stutt í hlustun. Það tekur
aðeins tuttugu og þrjár mínútur aö
spila hana. Tími sem er algengur sem
önnur hlið á plötu. Okunnugt er mér
um ástæðumar fyrir því hvað platan er
stutt. En vel hefði mátt taka meira af
gömlum lögum yfir í syrpur, fyrst á
annað borð var verið að hafa fyrir því
að útsetja lögin upp á nýtt. Af nógu er
aðtaka.
Rödd Rúnars hefur litið breyst á
þessum tuttugu árum. Hann rennir sér
auðveldlega í gegnum lögin með glans
og sýnir að allt er fertugum fært.
HK.
Sæl núí Adam Ant, átrúnaðar-
goð unglinga hér fyrr á árum, er
nú kominn á stúfana á nýjan leik. I
næsta mánuði sendir hann frá sér
smáskífu með laginu Vive Le
Rock... Oiskóstrákurinn Steve
Arrington, sem að undanförnu
hefur gert það, gott með laginu
Feel So Real, er að senda frá sér
nýtt lag, Dancing In The Key Of
Lrfe. Nafnið minnir óneitanlega á
plótu Stevie Wonders fyrir
nokkrum árum, Songs In The Key
Of Life... Robert Palmer hefur
hætt við að fara meó hljómsveh
inni Power Station í hljómleika
ferð um Bandarikin eins og til
stóð. Munnmælasögur herma að
Palmer hafi yfirgefið orkuverið
fyrir fullt og fast en opinberfega
er sagt að Palmer sé upptekínn
við hljóðritun á eigm sólóplötu
haustinu... Hver er þessi Harold
Faltermeyer? spyr breska músikt
pressan um þessar mundir, en lag
Faltermeyers, Axel F, er nú á
hraðleið upp breska vinsældalist
ann. Blöðin hafa komið að tómum
kofunum hjá hljómplötufyrirtæki
Faltermeyers í Bretfandi, þar hafa
menn heldur enga hugmynd um
hver Fahermeyer er, eiga ekki
einu sinni mynd af honum... Hanoi
Rocks, sem vió sögðum frá á
dögunum og hefur átt i erfið
leikum við að halda í bassaleik
arana sfna, hefur nú gefist upp á
baslinu á endanum. Hljómsvehin
er hætt.. Eftir að sólóplata Sting
kom út nú um daginn komst á
kreik mergjsður orðrómur þess
efnis að The Police væri að
hætta. Orórómurirm mun ekki
hafa átt við rök aö styðjast og hafa
löggurnar fyrst svo vió þessu
slúðri að þær hafa höfðað mál á
hendur blaði nokkru fyrir að birta
það. Vonandi lesa þær ekki
DV... Gömlu, góðu Smokie-
félagarnir, sem léku á Listaháttð i
Reykjavík árið 1978, astla að
koma saman að nýju og halda
hljómleika til styrktar þeim sem
eiga um sárt að binda eftir
brunann á knattspyrnuvellinum i
Bradford... The Smiths, sem eru á
hljómleikaferöaiagi um Bandaríkio
um þessar mundir, senda frá sér
nýja smáskífu í byrjun næsta
mánaðar með laginu This Joke
fsn’t Futmy Anymore... Style
Council er líka að senda frá sér
nýja smáskifu; lagió á a-hlið
verður Come To Mihon Keynes
og er jafnvel talið að það verði
bannað í BBC vegna þess að i
textanum er minnst á unglinga og
ehurlyf, Fullvist er taliö að video-
myndin með laginu verði
bönnuð...látum gott herta...
SÞS