Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1985, Síða 36
r-^p
ELDUR
í VÖLU
Mikið tjón varð er eldur kviknaði i
Sœlgœtisgerðinni Völu á Seltjarnar-
nesi í gœrkvöldi. Kom eldurinn upp
i millivegg í norðurenda verksmiðj-
unnar og læsti sig fljótlega í ein-
angrun i þaki. Urðu slökkviliðs-
menn að rjúfa þakplötur til að ráða
niðurlögum eldsins. Slökkvistarf
gekk greiðlega og var lokið á um
klukkutima eða um kl. 23.30.
Ljóst er að miklar skemmdir hafa
orðið á vólum og húsi verksmiðj-
unnar þó enn eigi eftir að leggja
endanlegt mat á tjónið. Eldsupptök
eru ókunn. EA
TALSTÖÐVARBÍLAR
UM ALLA BORGINA
SÍMI 68-50-60.
. : 0>B!LASro
ÞRDSTIIR
SÍÐUMÚLA 10
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i,
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum '
allan sólarhringinn. j
FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ1985.
LOKI
Honum hefði verið
nær að fá sér bjór!
Þorsteinn Pálsson og Halldór Ásgrímsson um vanda sjávarútvegsins:
VANUNN ERLENDAR
SKUUHR 0G SKREID
Þeir Þorsteinn Pálsson, formaöur
Sjálfstæðisflokksins, og Halldór Ás-
grímsson sjávarútvegsráöherra
gefa hvor sína meginskýringu ó
vanda sjávarútvegsins. „Aukning
erlendra skulda er aöalvandinn í
þessu dæmi,” segir Þorsteinn.
„Skreiðarbirgðir upp ó likiega 2,5
milljarða eru ástæða númer eitt,”
segirHalldór.
„Það verður meginverkefni stjóm-
valda og ríkisstjómarflokkanna í
sumar að stöðva erlenda skulda-
söfnun. Sú skýrsla sem nú liggur
fyrir staðfestir að misgengiö og
spennan sem þessi skuldasöfnun
veldur leiðir til almenns ófarnaöar,”
segir Þorsteinn Páisson.
En nú vill Matthías Bjarnason
samgönguráðherra taka erlend lán í
vegagerðina. „Atkvæði greitt með
frekari erlendum lántökum er at-
kvæði gegn íslenskum sjávarútvegi.
Þeir sem skilja þetta ekki skilja ekki
vanda sjávarútvegsins,” segir Þor-
steinn. Hann vekur jafnframt at-
hygli ó að framleiðsluverðmæti sjáv-
arútvegsins hafi stórminnkað í doll-
urum taUð á síöustu fjórum árum en
á honum hvíli miklar fjárfestingar
að miklu leyti á gengistryggðum lán-
um.
„I þeirri skýrslu sem nú liggur
fyrir er mikið um almennar fullyrð-
ingar og ég sé ekki aö baki standi
neinar ókveðnar rannsóknir. Þjóð-
hagsstofnun hefur um órabil safnað
ítarlegum gögnum sem hún vinnur
úr fyrir okkur. Það er ljóst að rekst-
ur í sjóvarútvegi er mjög erfiður,”
segir sjóvarútvegsráðherra.
„Það sem við erum að gera núna
er að athuga á hvem hátt við nýtum
heimild í lónsfjárlögum til þess að
taka 250 milljóna lán til að létta
birgðahald skreiöarframleiðsiunnar.
Þar eru líklega birgðir upp ó 2,5
milljarða sem ekki hafa selst. Það
segir sig sjálft að slíkt hefur áhrif í
allri atvinnugreininni.”
Sú skýrsla sem rætt er um kemur
frá nefnd er skipuð var eftir fund
fiskvinnslumanna á Vestfjörðum og
þingmanna þar. Niðurstaðan er að
almenn rekstrarstöðvun blasi við í
sjávarútvegi. HERB
Slökkviliðsmenn notuðust
við kraftmikla vélsög til að
rjúfa gat á þak verksmiðj-
unnar í gærkvöldi. Hér sést
hvar verið er að flytja sögina
upp á þak.
DV-mynd S.
Pestin heldur innretó
sína hægt og sígandi: I
i,,
Þrír með ein-
kenni ónæmis-
tæringar
Forstig ónæmistæringar (Pro-AIDS)
hefur nú greinst í þremur Islending-
um. Sýni er send hafa verið til rann-
sóknar erlendis sýna svo ekki verður
um villst aö viðkomandi einstaklingar
hafa smitast af sjúkdómnum. Við
rannsóknir hérlendra lækna hafa svo
komið í ljós ýmis einkenni er einkenna
sjúkdóminn á byrjunarstigi, til dæmis
eitlastækkun.
Að sögn lækna er DV hefur rætt við
eru sjúklingar þessir að öðru leyti full-
friskir og ekki innlagöir á sjúkrahús.
Fylgjast læknar nú grannt með heilsu-
fariþeirra.
A sjúkrahúsum höfuðborgarinnar
ríkir töluverður taugaæsingur vegna
þess aðbúnaðar er starfsfólki sem
vinnur við blóðsýni er boðið upp á.
Hafa bæði Borgarspítali og Landspítali
í hyggju að koma sér upp sérstökum
öryggisrannsóknarstofum til þess eins
aö verja starfsfólk sitt hugsanlegu
smiti. -EIR.
Umsátri hætt
Leigubílstjórar á Hreyfli hættu
umsátri sínu um bensínstöð OLIS í
Fellsmúla í gær eftir að þeir fengu sett
lögbann á bensínsölu OLIS. Hreyfils-
menn höfðu með því að leggja bílum
sínum fyrir innkeyrslu hindrað
viðskiptavini í að komast að
bensínstöðinni í fjóra daga.
-KMU.
i
i
i
i
i
i
i
i
i
Fálkaþjófnaðir:
Tengsl Islendinga em í ramsókn
Rannsóknarlögreglan er enn að
kanna hugsanleg tengsl Islendinga
við fálka- og fálkaeggjaþjófnaði
hérlendis.
Eins og menn muna var Bílaleiga
Akureyrar bendluð við að hafa haft
hönd í bagga þegar Christian Krey
fór af landi brott i maíbyrjun. Krey
þessi var grunaöur um stuld á fálka-
eggjumí Aðaldal.
Aðspurður um gang þessara móla,
sagöi Hallvarður Einvarðsson
rannsóknarlögreglustjóri að verið
væriaðskoða þau.
— Hvað um aðild Bílaleigu Akur-
eyrar?
„Viö höfum ekki beinlínis fundið
neina refsivarða gerð þar,” sagði
Hallvarður, „en rannsókn er ekki
lokið.”
Hann sagðist ekki geta sagt til um
hvenær rannsókn lyki.
-KÞ
FRÉTTASKOTIÐ
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Kjartani svelgist á blávatninu.
DV-mynd EJ.
Bjór- eða
vatnsreið?
Þeir sem voru staddir á Víðivöllum í
gærkvöldi urðu vitni að he'dur óvenju-
legum atburöi. Þar sást til Kjartans
Jóhannssonai alþingismanns þar
sem hann þeysti allt hvað af tók inn
skeiðvöllinn. Á miðjum vellinum henti
þingmaðurinn sér af baki, þaut að
borði sem þar stóð og tæmdi ölkrús
með þeim afleiðingum sem sjá má ó
myndinni.
En þetta var raunar æfing á einu
skemmtiatriða sem gestum á fjórð-
ungsmóti hestamanna verður boðið
upp á að sjá á kvöldvökunni næstkom-
andi laugardagskvöld. Og það er
ekkert víst aö K jartan sé svona mikiö á
móti bjórnum því í könnunni var bara
blávatn að þessu sinni.
JSS