Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1985, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1985, Side 5
DV. FIMMTUDAGUR 4. JULI1985. 5 Óróleiki innan Bandalags jaf naðarmanna? „Gagnrýnin á rökum reist” — segir Kristín $. Kvaran alþingismaður „Gagnrýni þessa hóps er mjög á rökum reist,” sagði Kristín S. Kvaran, þingmaður Bandalags jafnaðarmanna, í viðtali við DV í gær. Nokkur fundahöld hafa verið að undanförnu hjá hópi manna innan Bandalags jafnaðarmanna sem nefndur hefur verið „andstöðu- hópurinn”. I þeim hópi eru m.a. Garðar Sverrisson, starfsmaður Bandalagsins, og Jónína Leósdóttir, einnig starfsmaöur hjá BJ og varaþingmaður. Gagnrýni hópsins beinist að „hægri sveiflu” þing- flokksins á nýafstöðnu þingi. Kristín S. Kvaran segir að gagnrýni hópsins sé á rökum reist. „Það væri áhyggjuefni ef menn væru ekki ósammála,” sagði Guðmundur Einarsson, þingmaöur og formaður þingflokks BJ. „Bestu fiskimiöin eru þar sem heitir og kaldir straumar mætast. Og auðvitað greinir menn á um ýmsa hluti innan Bandalagsins, annað væri óeðlilegt. En viö erum aö móta nýja pólitík. Viö höfum ekki fast- mótaöa biblíu til að fara eftir og mönnum gengur stundum erfiðlega að leggja á okkur kvarða eftir hægri eða vinstri mælingu.” Eftir langt og strangt þinghald sagöi Guömundur aö þaö væri góðs viti að fólk innan Bandalagsins væri nú að ræða um pólitík. „Ég lit ekki á okkur sem and- stöðuhóp,” sagði Jónína Leósdóttir er hún var spurð um gagnrýni hóps- ins. Sagði hún að hér væri einungis um innahússmál að ræða. Á dagskrá væri að halda fund með þingmönnum Bandalagsins á næstunni til að ræða grundvallaratriði flokksins. Eftir því sem næst verður komist hefur gagnrýni einstakra manna innan Bandalagsins verið helst sú að of langt bil sé á milli málefna- grundvallar þess sem bandalags- menn lögðu 1983 og síðustu lands- fundarsamþykktar. -ÞG Laxaseiði sjóvanin á Sauðárkróki: í gegnum slöngu og út í kvíarnar Verið er að sjóvenja um 100 þúsund laxaseiöi í kvíum við Sauðárkrók áður en þau fara í skip til kaupenda í Noregi 8,—10. júlí. Seiðin eru í eigu Hólalax hf. og Fljótalax. Fyrir stuttu varð Hólalax þama fyrir einnar milljónar króna tjóni þegar um 20 þúsund seiði drápust vegna þess að þau köfuöu niður að botni kvíanna. Þar var sjórinn alltof salturfyrirþau. Um og upp úr síðustu helgi fluttu starfsmenn Fljótalax 52 þúsund seiði í kvíamar. Þau höfðu verið sjóvanin heimafyrir svo engin hætta væri á að þau dræpust við að fara beint í sjóinn. Hólalaxmenn gripu til þess ráðs með seiöin sem eftir lifðu að sjóvenja þau uppi á landi í keri sem fiskeldisfyrir- tækiö Hafrún hf. á Sauðárkróki á. Þau seiði fara svo í kvíamar úti í sjónum. Að sögn Teits Arnlaugssonar fram- kvæmdastjóra Fljótalax, seldi fyrir- tæki hans í fyrra 35 þúsund eins árs gönguseiöi af laxi til Noregs og fékk níu norskar krónur fyrir stykkið. Fljótalax selur nú seiöin á 12 norskar krónur og er heildarverðmæti útflutn- ingsins nærri 3 milljónir íslenskra króna. „Það er mikil vöntun á gönguseiðum í Noregi,” sagði Teitur. „Fyrirspumir sem við höfum fengið, eru upp á 500 þúsund seiði. Islendingar gætu vafa- laust selt þangaö á aðra milljón seiða í ár ef þau væm til. Þessi útflutningur til Noregs er nauðsynlegur vegna þess að innanlands er ekki markaöur fyrir seiöi. Við erum ekki komnir það langt í þessusjóeldi.” JBH/AKUREYRI Seiðunum frð Hjótalaxi var komifl út i kviamar mefl þvi afl satja þau fyrst i lítifl kar uppi ð landi. Í botnin- um ð þvi var gat og úr þvi 16 slanga þangað út og voru seiðin Iðtin renna i gegnum slönguna. Niflri í kerinu er Teitur en vifl hliflina ð þvi er Jónmundur Pðlsson vörubílstjóri sem vann afl flutningi seiflanna til Sauððrkróks frð Reykjarhóli I Hjót- um. DV-myndJBH Vigdís til Spánar og Hollands Forseti Islands, Vigdís Finnboga- dóttir, fer í opinbera heimsókn til Spánar 16. til 18. september næst- komandi í boöi spænsku konungs- hjónanna. Þá hefur Vigdís þegið boð Hollandsdrottningar um að koma í opinbera heimsókn til Hollands 19. til 20. september. .rþ Egill Vilhjálmsson hf. og Davíð Sigurðsson hf. Greiðslustöðvun vegna erfiðleika Fyrirtækin Egill Vilhjálmsson hf. og Davíð Sigurðsson hf. hafa fengið heimild hjá skiptaráðanda til greiðslustöðvunar frá og með 2. júlí. Unnið er að gagngerri endurskipu- lagningu á fjárhag fyrirtækjanna sem átt hafa í rekstrarerfiðleikum undan- farin ár. Er gert ráð fyrir að greiðslu- stöðvunartimabiliö, 3 mánuðir, veiti aukið svigrúm til nauðsynlegra breytinga á rekstrinum. I frétt frá fyrirtækjunum tveimur segir að ætlunin sé að selja hluta af eignum fyrirtækisins, fækka starfs- fólki og gæta aukins aöhalds í rekstri. Tekið er þó fram að breyting á starf- semi fyrirtækjanna sé ekki í vændum. Bent er einnig á að greiðslustöðvun fáist því aöeins samkvæmt lögum aö eignir séu umfram skuldir hjá viðkomandi. Egill Vilhjálmsson hf. og Davio Sigurösson hf. flytja inn bíla frá American Motors og Fiat. I fyrra var Fiat söluhæsti bíll hérlendis. Samningar hafa tekist við Fiatverksmiðjumar um talsverða verðlækkun á næstunni. -pá Búðdælingar góðir í akstri Daihatsujeppinn gerfli þafl gott I Búflardal, varfl I efsta sæti f kvennariflli og öflru sœti I karlariflli. Hjónin ð Magnússkógum kepptu bæfli ð honum. DV-ljósm. Kristfn Hrönn Sævarsdóttir. Sextán keppendur mættu til leiks í ökuleikni Bindindisfélags ökumanna og DV i Búðardal um síðustu helgi. Þetta er meöalþátttaka í ökuleikni en ef miðað er við Reykjavík, þar sem voru jafnmargir keppendur, þá geta hinir rúmlega 300 íbúar Búðardals verið hreyknir. Keppendur í kvenna- riðli voru 5 talsins og er það fjölmenn- asta kvennakeppnin til þessa í sumar. Það einkenndi keppnina í Búðardal hversu góðir keppendur voru í akstrin- um, en umferðarspumingarnar komu ekki eins vel út. Sú er sigraði í kvenna- riölinum kom sérstaklega vel út í akstrinum og hafði aðeins 3 villur i brautinni. Það var Jóhanna Jóhanns- dóttir. Hún ók Daihatsujeppa og fékk 262 refsistig. Þóra Stefánsdóttir varð önnur með 319 refsistig og fast á hæla henni kom Margrét Halldórsdóttir með 323 refsistig. I karlariðli sigraöi Jón Ingi Gunnars- son á Datsun pallbil meö 142 refsistig. Hann er einn af fáum keppendum sem hafa náð þeim frábæra árangri að vera undir 150 refsistigum. Nú munu aðeins 5 keppendur hafa náð því, og eru keppendur tæplega 200 talsins. Annar varð Guðbjöm Guðmundsson meö 155 refsistig. Hann keppti á sama bíl og sigurvegarinn í kvennariðli, enda harðgiftur henni. Halldór Amar- son varð þriðji meö 164 refsistig. Hörkubarátta var um efstu sætin og voru margir sem komu sterklega til greina, en umferðarspumingamar komu í veg fyrir það. Keppendur í reiðhjólakeppninni vom 10 talsins og eru keppendur orðnir 168 talsins. I riðlinum 12 ára og eldri var Magnús Kristjánsson áberandi bestur með 39 refsistig. Hann ók villulaust í gegnum þrautaplanið. I riðlinum 9—11 ára, var keppnin jafnari og örfá refsi- stig skildu efstu keppendur að. Sá er bestur kom út var Jóhannes Ægir Amarson með 131 refsistig. Ekki viðr- aði vel til keppni en það létu íbúar Búðardals ekki á sig fá og fjölmenntu niður að sláturhúsi til að fylgjast með ökuköppum staðarins i spennandi keppni. Dalverk og verslun Einars Stefáns- sonar gáf u verðlaunin í ökuleikninni en reiðhjólaverslunin Fálkinn í reiðhjóla- keppninni. Óvenjufallegt sófasett. Margir leðurlitir. Úrval af áklæðum. Mjög gott verð. TM-HÚSGÖGN Síðumúla 30, sími 68-68-22. Nýtt!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.