Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1985, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR 4. JUU 1985. 13 EKKIBYGGT Á FORNMINJUM Það er með nokkrum trega aö ég skrifa þessar línur sem svar við: „Athugasemd um Breiðholtsbæinn” sem birtist í DV 28. júní sl., en þessa grein rita tveir nágranna minna, þeir Ásmundur Eyjólfsson flugstjóri og Vilhjálmur Guömundsson verk- fræðingur. Eins og í fyrri grein þeirra (DV 15. júní), er sú síöari (DV. 28. júní) ekk- ert annað en málefnalaust þrugl, og þykir mér einkennilegt að verk- fræðingur, sem á aö teljast til menntamanna, skuli ljá nafn sitt undir slik innantóm æsingaskrif. Snúum okkur þá að nokkrum stað- reyndum. Útifundur á bæjarhóli A útifundinum á bæjarhóli Breiö- holts, sem ég boðaði til 18. júní, tóku formlega til máls, af 30—40 manns sem mættu, sjö aöilar. Þar af voru aðeins tveir andmælenda minna, Sig- urður Thoroddsen og Gunnar Alex- andersson. Þjóðminjavörður, Þór Magnússon, og Guðmundur Olafsson fomleifafræðingur tóku af allan vafa um að byggt yrði á fornminjum. For- maður byggingarnefndar, Hilmar Guðlaugsson, lýsti því, meðal annars, aö húsmál mitt hefði veriö til umfjöllunar allt frá 1977 og málið væri ekki enn búið að fá endanlega afgreiðslu. Gunnlaugur Johnson, sem aöstoðar arkitektinn við hönnun húss míns, líkti máli mínu við aðfarir Bandaríkjamanna að indíánum Norður-Ameríku, fyrst væri þrengt að mér með landiö og svo ætti að gera mér ókleift að búa á því sem eft- ir væri. Einu raunhæfu mótmælin við húsbyggingu mína, sem komu fram á fundinum, voru að Sigurður Thor- oddsen sagði að þetta væri „princip” > mál, hér ætti að vera grænt útivistar- svæði, og síðan kemur grein þessara manna, vegna fjarveru þeirra er fundurinn var haldinn, jafnmálefna- leg og hún er. Ariö 1960, eftir að Reykjavíkur- . borg hafnaði forkaupsrétti, keypti ég allar eignir í Breiðholti, ásamt erfðafesturétti aö Breiöholtsbletti I og leigulandi, samtals rúmlega 18 hektara lands. Þá var ekki byrjað á því að skipuleggja byggð í Breið- holti. Brátt varð garðplöntustöö mín ein sú stærsta og f jölbreyttasta sem hérvar. Árið 1971 segir Reykjavíkurborg mér upp erfðafestusamningnum, sem mér þótti að sjálfsögðu eðlilegt vegna byggöarinnar. Megnið af gróðri minum var tekið fyrir óvenju- lágt matsverö. (Matið fór fram í febrúar 1973 og annaö mat á tífalt minna magni á tífalt hærra verði í júlí sama ár, en það er saga út af fyrir sig.) Síðan, án þess að ég hefði nokkuð veriö hafður með í ráðum, eru mér sendir skipulagsskilmálar í júní 1977 frá Borgarskipulagi Reykjavíkur. Þá fæ ég fyrst að vita að gróðrarstöð á að vera áfram í Breiðholti á tæplega tveim hekturum lands og að þar eigi að vera íbúðar- hús, sem taki mið af húsum ofanvert við Bláskóga. Þó að ég hafi ekki verið í byggingarhugleiðingum þá strax, skrifaði ég þó bréf í ágúst 1977 og benti á aö íbúðarhúsið færi mun betur á eöa við gamla bæjarhólinn, þar sem sæi betur yfir gróðrarstöö- ina. Skipulagsyfirvöld tóku vel í til- lögu mína og tjáðu mér jafnframt að skipulagsskilmálarnir heföu veriö gefnir út fyrst og fremst til þess að skapa umræðugrundvöll. Þann 26. mars 1981 skrifa ég enn bréf þar sem ég legg fram endurskoðaða tillögu vegna þess að munnleg mótmæli höfðu borist frá Sigurði Thoroddsen. Þann 24. apríl skrifar hönnuður svæöisins, Knútur Jeppesen, til Borgarskipulags þar sem hann lýsir sig samþykkan þeirri staðsetningu hússins. Eðlilegt að gera ráð fyrir íbúðarhúsum við ræktunarstöðvar Þann 26. apríl skrifar Sigurður Thoroddsen loks bréf þar sem hann telur aö ég muni eyöileggja útsýn fyrir sér yfir Elliðavoginn og til Esj- unnar, og að nágranni hans, Gunnar Alexandersson, sé sama sinnis. Hann segist hafa verið í góðri trú að þama ætti að vera gróðrarstöö og útivistarsvæði en ekki íbúðabyggð. I umsögn um Aiaskagróðrarstöðina, 29. júní 1981, telur Guðrún Jónsdótt- ir, forstööumaður Borgarskipulags, að eðlilegt sé að gera ráð fyrir íbúðarhúsum við ræktunarstöðvar. 13. júlí 1981 felist skipulagsnefnd á framlagöa umsögn og vísar málinu til Borgarráðs. 15. júlí 1981 segir frá Borgarráði til Borgarskipulags að Borgarráö geri ekki athugasemd við að reist verði nýtt íbúðarhús á lóð- inni og vísar erindinu áfram til meðferðar Borgarskipulags. Um þetta leyti kemur til mín kona sem segist hafa átt heima, ung stúlka, í gamia Breiðholtsbænum á árunum 1924—1936. Þar sem ég hef alltaf haft áhuga á að fræðast um gamla Breiðholtsbæinn bað ég hana að ganga með mér á bæjarhólinn. Þegar við erum stödd þar sé ég Sig- urð Thoroddsen í garði sínum og kalia í hann yfir svo að hann megi einnig njóta fróðleiks um Breiðholts- bæinn. Það næsta sem kemur í ljós er að hann gerir þjóðminjaverði við- vart, og hann friðlýsir rústimar 28. júlí 1981. Sama dag skrifar þjóð- minjavörður mér bréf þar sem hann tekur fram aö fyrirhugaður staður húss míns brjóti ekki í bága við frið- lýsingu gamla bæjarstæðisins. Mér þykir leitt að ég skuli ekki hafa orðiö fyrri til þessa, en þakka forsjóninni fyrir að ég skuli ekki hafa oröið fyrir því slysi að byggja á eða við sjálfar rústimar, eins og síðar kemur í ljós aö hent hefur Sigurö og borgina, sem lét grafa djúpan og breiðan skurö fyrir lagnir gegnum hær. Nast gerist það að 24. september 1981 iæðst Sigurður Thoroddsen í að safna undirskriftum sjö aðila, sem eru handhafar jaðarlóða í kringum gróðrarstöð mina, og sendir Borgar- skipulagi með margþættum athuga- semdum. Allir em þessir aðilar á landi sem áður tilheyröi mér. Aldrei hef ég gert athugasemdir við þeirra f ramkvæmdir þótt eðlilegá hafi veriö um mikil óþægindi að ræða fyrir mig af þeirra völdum. Að öllu þessu yfir- stöðnu sendir Borgarskipulag mér síðan skipuiagsskilmála 16. október 1981. A útifundinum á bæjarhóli Breið- holts 18. júní gafst nágrönnunum tækifæri til þess að skýra mál sitt annars vegar, gegn staðreyndum hins vegar. Aðeins tveir þeirra tóku til máls og aðrir tveir, sem voru f jar- verandi, hafa skrifað áðurnefndar greinar í DV. Rök þeirra viröast vera, í hnotskurn, aö þetta sé „princip”. Kjallarinn JÓN H. BJÖRNSSON LANDSLAGS- ARKITEKT FlLA Staðreynd Nú er það orðin staöreynd að í Breiðholti á að vera gróðrarstöö, í gróðrarstöðinni á að vera íbúðarhús, íbúðarhúsið verður ekki byggt á fomminjum, og það mun ekki skyggja á útsýn fyrir neinum ná- granna. Byggingarnefnd samþykkti hús- teikningu mína á fundi sínum 30. maí 1985. Borgarstjóm frestaöi staðfest- ingu samþykktarinnar á fundi sínum 6. júní vegna tiltekinna mótmæia. Skipulagsnefnd féllst á staðsetningu íbúðarhússins á fundi sínum 24. júní, en tekur fram aö haldið veröi við samþykkta skilmála varðandi hæðir hússins. (MenntakieftiraðSigurður Thoroddsen situr Skipulagsnefndar- fundi, þótt hann hafi þurft að víkja af fundi meðan mitt mál var tekiö fyrir.) Nú skora ég á borgarstjóm að staðfesta samþykki Byggingar- nefndar frá 30. maí eða f resta málinu ella. Mun ég þá fara fram á rök Skipulagsnefndar, sem ég tel mig hafafullanréttá. Jón H. Björnsson. IHRINGEKJU HELSTEFNU A sama tíma og fulltrúar stórveid- anna hófu viðræöur um afvopnunar- mál og gáfu yfirlýsingar um einlægan vilja um aö draga úr vígbúnaöi fóru stríðsmenn her- væðingarinnar hér á Islandi slikum hamförum að engu var likara en friðarhorfur væri það versta sem fyrir gæti komið. Glórulaust ofstæki og vígbúnaðarbrölt Geirs Hallgríms- sonar margfaldaðist, svo aö nú er þessari hemaöarvél aö takast að gera Island að allsherjar víghreiðri, bæði fyrir Bandarík ja- og NATO her. Niðurbrotið lýðræði Eg býst við að mörgum hafi orðið ónotalega við þegar Geir Hallgríms- son tók sæti á Alþingi og settist í stól utanríkisráðherra, þótt hann næði ekki kjöri i alþingiskosningum. Ekki beint fyrir þá sök að svo miklu skipti fyrir islensku þjóðina hver úr hersveitum Ihalds eða Framsóknar gegndi því starfi, heldur hinu að með þessu voru lýðræðislegar kosningar ekki virtar. Það nægir sem sé ekki að Reykvíkingar hafi ekki nema lítið brot af þeim kosningarétti sem þeim ber, heldur er fallkandídat, sem margir að minnsta kosti fögnuðu að vera lausir við þetta kjörtimabil, dubbaður upp í þetta mikilvæga ráöuneyti. Alveg er það ljóst að engum væri unnt að ganga lengra í hlýðni við Bandaríkin og NATO en Geir. Hitt er svo annað mál að alla tíð síðan vald- hafar beittu svikum til að fá hingað bandarískan her hafa hemáms- flokkamir setið eins og hrægammar yfir þessu ráðuneyti og sagt að Kjallarinn AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR VERSLUNARMAÐUR engum öðram en þeim væri treystandi fyrir því. En það táknar hins vegar það sama og vera þægur við Bandarikin og NATO. Hver erþinn guð? Vesalings hamingjusamasta þjóð í heimi, þú, sem finnur hamingjuna í því að láta fara illa með þig, svíkja og niðurlægja. Skyldirðu eiga einhverja von um endurreisn? — Þú, sem ert í óðaönn að gleyma hvers vegna þú heldur þjóðhátíö eða hvers vegna þessi ákveðni dagur var valinn heiðursdagur þinn. — Þú, sem hefir aö miklu leyti glatað sjálfs- vitundinni en fengið í staðinn hernaðar- og hermangsvitund — hvernig átt þú að þekkja kjama tilveru þinnar eða merka daga og atburðiílífiþínu? Trúaða, litla þjóö, hver er þinn guð? — Sagöi Jóhannes Nordal ekki að þú værir hamingjusamasta og trúaðasta þjóð í heimi? — Vonandi hefurðu launaö honum fyrir þessa könnun. Auðvitað ertu búin að því. Enginn getur sagt að þú iaunir ekki vel landsins dýrkeyptustu sonum og enginn getur giskað á hve ómetanlegt gildi þessi vitneskja hefur fyrir þá sem höllustum fæti standa í lífsbaráttunni. Þess vegna trúi ég ekki ööru en þú hafir séð þér fært að láta af hendi rakna eins og fjór- eöa fimmföld árslaun verka- manns og mér sýnist ekki ólíklegt að bæta við eins og tveimur málverkum eftir Kjarval, sem sérstökum heiðurslaunum fyrir nefndastörf og þess háttar. Því aö þessi maður virðist í öllum samningum og nefndum æðstaráö og það gefur óneitanlega hugmynd um að fáir séu vandanumvaxnir. Herópið Osköp var annars aumkunarvert ramakvein leiðarahöfundar Mbl. eftir að allir flokkar samþykktu á Alþingi sameiginlega stefnu í utan- ríkismálum, þrátt fyrir að Geir Hallgrímsson gæfi sama daginn yfirlýsingu um að vígbúnaöarstefna Reagans réöi hér ferðinni. Var sem hann tryði ekki öðru en friðar- hreyfingamar hefðu gleypt flokks- bræður hans á Alþingi með húð og hári. Morgunblaðið hefir löngum verið fjandsamlegt friðarhreyfingum og í fyrrasumar fékk það sterkan liðs- mann, einn af ötulustu riddurum ógnarjafnvægisins, og skrifaði sá fjölmargar greinar í blaöið um þessi mái. Og bað leiðarahöfundur lesendur sína að kynna sér efni þeirravel. Rauöi þráðurinn í öllum þessum skrifum var stjórnlaus heift gegn Sovétríkjunum, sem hann leit á sem ímynd alls hins illa og böl heimsins. Hins vegar var svo hundsleg dýrkun á hemaðarbandalaginu NATO, er hann skoðaði sem friðarengil eöa mannkynsfrelsara, verndara vest- ræns menningarsamfélags og kristi- legs siðgæðis. — Þá var kristin kirkja borin þungum sökum fyrir að vinna að friðarmálum, hvað að hans dómi var utan hennar verksviðs og ráðist var af ótrúlegu offorsi á einstaka starfsmenn hennar. — Þessi málflutningur var kristilega heimilisblaðinu, Mogganum, einkar velþóknanlegur. Kaldhæðni örlaganna Undarlega vel gekk vígbúnaðar- sinnum að bæla niður þá miklu and- stöðu, sem var gegn hemaðar- ratsjárstöðvunum á Vestfjörðum og Norðausturlandi. Áróðursvopn þeirra rata líka ýmsar leiðir til að hræða og ráða yfir veiklyndu og trúgjörnu fólki. Dálítið var það kaldhæðnislegt að ekki skyldi unnt að ná fuilri samstöðu á kirkjuþingi, á sínum tíma, um að lýsa yfir stuöningi við bænarskrá Vestfirðinga til ríkis- stjómarinnar um að hún leyfði ekki uppsetningu nýrra ratsjárstöðva á Vestfjörðum eða annars staðar á landinu. — En þrátt fyrir þá óskemmtilegu afstöðu, sem sumir prestar hafa sýnilega haft í þessu máli, þá á islenska kirkjan marga einlæga baráttumenn fyrir friði, sem ekki hafa látið þaö hafa áhrif á sig þó að trúboðar ógnarjafnvægisins og sálufélagar vopnaframleiðenda, sem finna sinn frið í helmyrkri kjarnorkuvígbúnaðar, sendi þeim kaldar kveðjur. Þeir telja líklegast ekki nægilegt að gera samþykktir á kirkjuþingum og prestastefnu um friðarmál og annað sem miöar aö því aö bæta heiminn, ef síðan er ekkert aðhafst. En hvað var annars hættuiegt við að vera á móti auknum vígbúnaði hér á landi? — Var það kannski í andstöðu við kristindóminn? — Eða var þetta pólitísk viðkvæmni, hræðsla við kommúnistastimpilinn sem áróðursmenn vopnavaldsins veita öilum andstæðingum sínum? Gistiheimiliö jörö Hvað skyldu annars þeir prestar, sem þora ekki að vinna gegn auknum vígbúnaði, telja verkefni við sitt hæfi? — Sagði ekki Jesús Kristur: Sá, sem ekki er með mér, hann er á móti mér? Og sagði hann ekki líka: Sýnið trú yðar í verkunum? En auðvitað þarf enginn að óttast aö þeir finni ekki verkefni við sitt hæfi eöa rati rétta leið, þar sem þeir fá næðis notið, svífi á vængjum vindanna þar sem gefur að líta hvemig það gengur til hér í neðra, á blóövelli styrjalda, morða og hryöjuverka. Þar sem jörðin, þetta sérkennilega sköpunarverk, fetar taktviss sína afmörkuðu braut, án þess nokkra sinni að taka víxlspor eða mögla, þótt hún sé umvafin þeim örlagavef að fá aldrei að lifa í friði vegna þeirra vanþróuðu vesalinga, sem era gestir hennar. Aleigu sína hefir hún falið þeim til umráða, en í staðinn fyrir að njóta þess alls í bróðemi draga þeir sterkustu og ágjörnustu allt sem þeim er unnt, til sín, en milljónir farast úr hungri. — Svo stjómlaus er grimmd þeirra og valdabarátta að stöðugt verða þeir ægilegri og ægilegri andlegar ófreskjur. Þjáning hennar og kvöl er ólýsanleg, vegna þeirra þúsunda sem þjást og vegna illvirkjanna sem stöðugt keppast um hver geti unnið mest skemmdarverk. — Hún veit að helstefnan býr í hjartalausum brjóstum þeirra. Og hún veit að þeir bíða þess albúnir að myrða hana og allt sem henni tilheyrir, hvenær sem alræðisvald illsku og fávisku býður þeim. Aðalheiður Jónsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.