Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1985, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1985, Blaðsíða 28
28 DV. FIMMTUDAGUR 4. JULI1985. ■ / Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd y Andrei Andreyevich Gromyko: Ur sendimannsstöðu í forsetastól . . . með Nixon 1972. hefur haft samskipti við niu Banda- ríkjaforseta, allt frá árum Franklin D. Roosevelt og staðið í samningum við 14 bandaríska utanríkisráðherra á ferli sínum. Grimmi Gromy Kalt og festulegt viðmót hefur löngum verið einkennismerki Grom- yko. Starfsmenn bandaríska utan- ríkisráöuneytisins voru famir að kalla hann „manninn meö steinand- litið” þegar á fjórða áratugnum er Gromyko vann í sovéska sendiráöinu i Washington. A síðari ánun hefur viðumefnið „grimmi Gromy” fest við hinn oft brúnaþunga áhrifamann. Erlendir stjómarerindrekar og ráöherrar sem átt hafa samskipti viö Gromyko ljúka allir á hann miklu lofsoröi. „Það verður aö segjast að ég er fullur aðdáunar,” sagði sendiherra einn er nýlega átti fund með Gromyko. „Hér er 74 ára gamall maöur sem auösjáanlega hugsar vel um sjálfan sig og veit hvað hann vill. Þegar hann talar veit hann að hverju hann sækir og er með öll smáatriöi á hreinu. ’ ’ Ferill Gromyko hefur verið einstæður að því leyti að hann hefur . . . með Brezhnev og Certer 1979. . . . . með Reagen 1984. Andrei Andreyevich Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna í 28 ár og nýkjörinn forseti, hefur verið I sviösljósi alþjóðastjómmála allt frá lokum síðari heimsstyr jaldar. Þrátt fyrir árin 74 er Gromyko em- ari en flestir samstarfsmenn hans í æöstu valdastigum sovéska komm- únistaflokksins hafa nokkurn tima verið. Likamsbyggingin er sterkleg, göngulagiö ákveðið og svipbrigöin á andlitinu fjölmörg. Vestrænir sér- fræðingar í málefnum Kremlarherra telja sig geta lesið sér til um þanka- gang hins þögla og fjölmiölavara embættismanns í mismunandi svip- brigðum. Aðrir möguleikar til upp- lýsingaöflunar eru oft ekki til staöar, enda Kremlverjar ekki mikið fyrir aö boöa til blaðamannafunda. Afburða stjórnarerindreki Eftir 46 ár í utanríkisþjónustunni, 28 ár sem utanríkisráöherra og 12 ára feril i Stjómmálaráðinu er Gromyko ekki bara reyndasti og einn áhrifamesti leiötogi er Sovét- menn hafa átt heldur einnig sá er engan sérstakan bakhjarl í sovéska kerfinu, hvorki herinn, KGB eöa Kommúnistaflokkinn. Frami hans er fyrst og fremst talinn byggður á af- dráttarlausri hollustu viö þann er fer með völdin í hvert sinn auk ítar- legrar sérfræðikunnáttu. Það er enginn sovéskur embættismaður sem betur þekkir til málefna Vestur- landa. Langur og einstakur ferill Gromyko gekk í Kommúnista- flokkinn áriö 1931 og lauk síðar námi með ágætiseinkunn frá Stalínskóla alþjóðlegra stjómmála. Molotov, ut- anríkisráðherra Stalins, réð hann í utanrikisþjónustuna árið 1939 og ári síðar var hann orðinn ráðgjafi við sovéska sendiráðið i Washington. Aöeins 34 ára að aldri var hann orðinn sendiherra Sovétríkjanna í Bandaríkjunum, oft kallaður „yngsti gamli maðurinn í Washington”. Á ferli sínum sem sendiherra var hann viðriðinn samninga um drög að stofnskrá Sameinuðu þjóöanna og Yalta og Potsdam ráðstefnum bandamanna í lok síðari heims- styrjaldar. Eftir að kalda stríðið skall á var ... meðTruman í Potsdam 1946. Gromyko skipaður fulltrúi Sovét- ríkjanna i öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Á aðeins tveim árum beittu Sovétmenn 26 sinnum neitunarvaldi í öryggisráöinu auk þess sem Gromyko varð kunnur fyrir að ganga tiðum af fundi ef honum mislíkaöi eitthvað á fundum ráðsins. Eftir litríkan feril sem f ulltrúi Sovét- manna hjá öryggisráöinu og i Washington gerðist Gromyko að- stoðarutanrikisráðherra eöa þar til Krústjoff gerði hann að utanríkis- ráðherra sinum árið 1957. Eftir því sem leiö á ráöherraferU- inn jukust áhrif hans við stefnu- myndun í utanrikismálum jafnt og þétt. Tið leiötogaskipti i Sovétríkjun- um og endumýjun á forystuUði Kommúnistaflokksins á síðustu þrem árum juku enn á áhrif Gromykos við myndun sovéskrar utanríkisstefnu. t vikunni lauk einstæðum ferU Gromykos sem utanríkisráðherra eftir að Stjómmálaráðið hafði einróma kjörið hann næsta forseta Sovétríkjanna. . . . mað Kennedy 1961. mennt verið áUtinn helsti hugmynda- fræðingur sovéskrar utanríkis- stefnu. Þaö em fáir stjómmálamenn sem náð hafa að blómstra eins vel og Gromyko og undir eins mörgum herrum. Gromyko þekkir ógnir Stalináranna jafnvel og óvissu Andropov-Témenko áranna. Hann hvað mestrar virðingar nýtur á al- þjóðavettvangi. Gromyko hefur ekki einungis verið helsti talsmaöur Sovétríkjanna í ut- anríkismálum eftir aö hann varö ut- anríkisráðherra heldur hefur þáttur hans í allri stefnumótun verið mikiU. Á síðari árum hefur Gromyko al- Snilldarleikur Gorbatsjovs Það fór stuna um salinn I Kreml þar sem blaðamenn biöu fregna af fundi forystumanna Sovétríkjanna þegar leiðtogabreytingamar vom gerðar opinberar á þriðjudags- morgun. Gromyko hafði verið gerður að forseta eftir 28 ár i sæti utanrikis- ráðherra og óþekktur Georgiu- maður, Eduard Sévardnadse, sendur í utanríkisráðuneytiö i hans stað. Sévardnadse er uppáhaldsdrengur Gorbatsjovs. Hann kemur til með að lúta stjóm flokksleiðtogans. Hann er 57 ára, formaður kommúnistaflokks- ins í Georgíu, og orðaður fyrir bar- áttu sina gegn spillingu i Georgíu. Hann hefur líka fengið lof fyrir að koma efnahag fyikisins i gott lag. Hann barðist harkalega gegn hass- ræktun i Georgíu og spákaup- mennsku í atvinnulífinu. Árið 1978 varð hann kandídatmeðlimur stjóm- málaráðsins, og á þriðjudag var hann gerður að meðlimi þess, sem þýðir að hann hefur nú atkvæðisrétt þar. Gorbatsjov hefur þvi ekki bara komiö sínum manni í utanrikisráöu- neytið heldur lika enn einum i stjóm- málaráðið. Sterkur utanríkisráðherra Sjálfur komst Ándrei Gromyko ekki í stjómmálaráðið fyrr en eftir 16 ár í utanríkisráðherraembættinu. Því er ljóst að Sévardnadse verður sterkur utanríkisráðherra fyrst hann kemst þangað strax i upphafi. Omögulegt er að segja hvort eöa hvemig stefna Sovétríkjanna í utan- ríkismálum mun breytast við komu Sévardnadse. Þó verður að teljast ólíklegt að breytingar verði. Allt bendir til að Gorbatsjov hafi að mestu leyti verið ánægður með utan- ríkismálastefnu þá sem Gromyko rak og vilji að henni verði framfylgt áfram. Sú stefna hefur að mestu verið íhaldssöm. Sovétríkin hafa ekki rekið neina ævintýrastefnu, nema í Afganistan. Þau hafa jafnt og þétt aukiö möguleika sina til inngrípa um allan heim meö stækkun flotans og uppbyggingu á hemaöarsviðinu al- mennt. En þessi aukni herstyrkur hefur lítið verið nýttur til beins þrýstings eða innrása. Flokksapparatið virkara Eins er erfitt að giska á hvort Gromyko verður i raun valdaminni í embætti forseta. Það embætti hefur lengi veríð valdalaust virðingar- embætti, sem leiðtogar Sovétríkj- anna haf a upp á síðkastið bætt viö sig til að geta komið fram sem þjóöar- leiötogar en ekki bara sem flokksfor- menn. Þó þykir þeim fréttamönnum, sem hlustuðu á ræðu Gorbatsjovs á þriðjudagsmorgun, að greinilegt sé að i tíð Gromykos eigi forseta- embættið að vera valdameira en áöur hefur tíðkast. Gorbatsjov sagði í ræöu sinni að gera ætti flokks- apparatið virkara. Það er áframhald á herferð hans gegn spillingu og leti, sem Sovétsérfræöingar, sem DV hefur rætt við, em sammála um aö hafi náö frá efstu stigum niður á þau neðstu. Þessi herferð var ekki vinsæl í tíð Andropovs og hún hefur ekki verið vinsæl í tið Gorbatsjovs. Þvi telur Gorbatsjov nauösynlegt að tryggja völd sin innan flokksins, og með þvi að fá sjálfan sig ekki skipaöan for- seta getur hann einbeitt sér að starf- inu innan flokksins og látið Gromyko um að vera andlit rfkisins út á við. Þrjðr flugur? Hér getur verið að Gorbatsjov hafi talið sig slá tvær flugur i einu höggi, með mannabreytingunum. Hann fær sinn mann í utanríkisráðherra- embættið, og hann fær hæfan mann í forsetaembættið. Þriðja flugan er svo Romanov, flokksleiðtogi í Lenin- grad, sem var sviptur öllum embætt- um. „Gromyko er allra manna slyng- astur að ná fram samkomulagi. Hann hefur náð fram geysilega góð- um samningum í tíö sinni sem utan- ríkisráðherra. Hann er einnig manna kunnastur erlendis,” segir heimild- armaður DV, sem lengi hefur fylgst með málum í Sovétríkj unum. Snilldarleikur „Gorbatsjov hefur liklega talið að Gromyko mundi getað samið betur fyrir hönd Sovétríkjanna heldur en hann sjálfur, og þetta mat var lík- lega rétt hjá honum. Völd Gromykos hafa ekki endilega aukist eða minnkaö, heldur eru þau öðruvísi. Hans hlutverk í samningamálum og völd hans við samningagerð eru greinilega meiri fyrir vikið. ” Þegar á allt er litið virðist Gorbat- sjov hafa leikið snilldaríeik meö þvi að fá Gromyko gerðan aö forseta og sinn eigin mann geröan utanríkisráð- gjafa — snilldarieik sem ætti að treysta tök valdamanna í Kreml á innanflokksmálum og utanríkismál- um. Það er einnig í anda stjómar- skrárinnar að hann myndar þama meiri aðskilnað milli ríkis og flokks. Umsjón: Þórír Guð- mundsson og Hannes Heimisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.