Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1985, Blaðsíða 8
8 DV. FIMMTUDAGUR 4. JULI1985. PANTANIR SÍMI13010 VISA E KREDIDKOR TA ÞJONUS T A HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29. Norsku Simo kerrurnar komn- ar, tvær gerðir af skermkerrum og kerruvögnum á stórum hjólum, þrjár gerðir af tvíburakerrum og léttar skermlaus- ar kerrur. M SPORTFATNAÐUR Léttir, þéttir og þœgilegir Stormgallarnir frá MAX eru handhœgir, taka lítið pláss og eru alltaf ÓlZlÍSSaZldÍ! Mikið úrval af íþróttavörum og fatnaði f ferðalagið. H-búðin — Miðbæ — Garðabæ sími 651550 Neyfendur Neytendur Neytendur Tómatar ómissandi í megrunarfæði Nú þegar tómatar hafa lækkað í veröi svo að þeir eru orðnir við- ráöanlegir til kaups venjulegu fólki er ekki úr vegi að f jalla örlítið um næring- argildi tómata, hvemig best er að geyma þá og síðan hvemig hægt er að nota þá í matreiðslu. Almennt Framleiðsla á tómötum hefur fariö vaxandi hin síðari ár. Aukin ræktun grænmetis í gróðurhúsum hefur gefið möguleika til þess að stuðla að meiri neyslu grænmetis og um leið til betri neysluvenja. Sáning tómata fer fram á tímabilinu 10. des,—20. jan. Uppskeran hefst síðan í kringum miðjan apríi og stendur í hámarki frá miðjum júní til loka ágústmánaðar. Þá dregur úr upp- skerunni fram eftir hausti. Áriö 1982 er áætlað að uppskeran á islenskum tómötum hafi verið i kringmn 600 tonn. Innflutningur var í kringum 120 tonn. Hollusta Hollusta tómatanna felst í því að þeir innihalda töluvert C-vítamín. Þeir eru einnig töluvert ríkir af karóteni (for- veri A-vítamíns, þ.e. breytist í A-víta- mínílíkamanum). I tómötum finnast einnig B-vítamín nema B12-vítamín. Steinefni eru einnig til staöar eins og t.d. jám. Gildi tómatanna frá næringarfræði- legu sjónarmiði hefur þó verið það hversu fáar hitaeiningar þeir hafa að geyma. Hafa þeir því þótt ómissandi í öllu sem viðkemur megrunarfæði. Tómaturinn er því fjörefnaríkur án þess að vera fitandi. Taflal Ekki er gott að geyma tómata í frysti nema ætlunin sé að nota þá í soðna rétti. Tómatar eru notaðir á brauö, í salöt og með ótal réttum soðnum, steiktum og hráum. I marga rétti er gott að flá ystu húð- ina af. Það er gert með því að dýfa 2 matsk. saxaður laukur 2 matsk. saxaður grasiaukur 2 matsk. olíuedikssósa Skerið tómatana í sneiöar. Saxiö lauk og graslauk smátt. Blandið saman í skál og hellið salatsósunni yfir græn- metið. '' Orkuefnainnihald tómata. (Næring- N“ bafa tómatar lœkkað I verði og atendur uppskaran í hðmarki frá miðj- arefnatala Manneldisfélags Islands.) um Juní ® loka ágústmánaðar. Því ar tilvalið að notfœra sár lága verðið og Miðað er við 100 gr. af tómötum. neyta tómatanna sem hafa fáar hitaeiningar. DV-myndVHV. He. Prótein Fita Kolvetni 22 i,i 0,2 4,7 (þaraf umþaö bil helmingur trefjar) Jafnframt er tekið fram að járninni- hald sé meira en 0,9 mg í hverjum 100 gr- Geymsla og notkun Best er aö kaupa tómata mis- munandi þroskaða og geyma þá á diski eða einhverju öðru á eldhúsborði. Þeir geymast best við 10—15°C. Látið þá roðna og notið þá eftir því sem þeir þroskast (orðnir dökkrauðir). Slæmt er að geyma þá í kæliskáp vegna þess að þar verða þeir óásjá- legiroglinir. tómatinum í ca 20 sek. í sjóðandi vatn. Síðan eru þeir settir undir rennandi vatn og á þá húðin að renna af. Tómatmauk (purée) er gott í súpur, sósur og til bragðbætis í kjötdeig, fisk- deig o.s.frv. Það er betra en tómatsósa í flesta rétti vegna þess að það er ósætt. Tómatsósa er tómatmauk blandaö sterkju, sykri, kryddi. Að lokum læt ég fylgja með upp- skrift, sem kallast Tómatsalat meö lauk. (Hún er fengin úr bókinni Við matreiðum eftir önnu Gísladóttur og Bryndísi Steinþórsdóttur.) Tómatsalat með lauk 2—3 tómatar Olíuedikssósa 2—3 matsk. matarolia 1 1/2 matsk. vínedik, eplaedik eða sítrónusafi. 1—2 matsk. vatn 1/2 tsk. salt 1/4 tsk. paprikuduft eöa 1/8 tsk. pipar Annað kryddt.d. 1) 1 matsk. fínt rifinn laukur, laukduft, hvítlaukur eða hvítlauksduft. 2) 1 matsk. tómatmauk, tómatsósa eða chilisósa 3) 1/2 tsk. sinnep, Worcestershire- eða tabascosósa 4) 1—2 matsk. saxaðar, sýrðar rauð- rófur eöa pickles. MEÐALSTÓR KLASI AF VÍNBERJUM — og mittið verður að engu Óskar Magnússon, DV, Washington: Einn fábrotnasti en um leið stór- brotnasti megrunarkúr sem litið hef- ur dagsins ljós fer nú um heimili sak- lausra íbúa Bandaríkja Norður- Ameríku. Hér ræðir um vínberjakúrinn svo- nefnda sem breiðir nú úr sér eins og kákasusgerill eða fótanuddtæki. Talsmenn kúrsins sem væntanlega eru bræður og vinir vínberjarækt- enda og vínberjaheildsala segja að kúrinn sé sérstaklega til þess sniöinn að hvila meltingarkerfiö. Kúmum er ætlað að standa í 7 heila daga. Eng- inn hvíldardagur skal vera í þeirri lotu, ósagt er hins vegar um fjölda sjúkrahúsdaga til hvíldar og hress- ingar á eftir. Menn og konur með fjörugt ímynd- unarafl hafa nú eflaust látið sér detta í hug að meginuppistaðan í þessum mikla megrunarkúr séu vín- ber, en lítum á kúrinn. Fyrsti dagur: Morgunmatur skal vera einn bolli vatn, heitt. Ot í það má kreista einn fjórða part sítrónu. Þá skal snæða meðalstóran klasa af vínberjum. Reyna svo að ljúka morgunverkunum og koma sér í vinnuna. I hádeginu má svo fá sér meðalstóran klasa af vínberjum, í þetta skiptiö ekkert fikt með sítrónu. I staðinn má koma klasanum fyrir á grænu salatblaði áður en neysla hefst. Mun slíkt vera lystaukandi. I lokin má svo rifa salatblaö í sig. I kvöldmat er mælt með bolla af tei. Með honum er gott að fá sér meðal- stóran klasa af vínberjum. Vínberin má skreyta með ferskjuræfli eða ein- hverju álíka fyrirbrigði af ávaxta- gerð. Þegar hér er komið sögu er dagur að kveldi kominn. Næsti dagur hefst eins, þarnæsti dagur líka og svo koll af kolli ef menn halda út i 7 daga. Eins ótrúlega og það kann að hljóma þá hefur tekist að telja fólki hér í Bandaríkjunum trú um ágæti þessa megrunarkúrs. Menn úða í sig vínberjum í 7 sæla daga og svífa svo fisléttir um loftin blá það sem eftir lifirævi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.