Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1985, Blaðsíða 12
12 DV. FIMMTUD AGUR 4. JOLl 1985. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIOLUN HF. Stjórnarformaðurog títgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogtítgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTÍÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS H ARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. I Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 684611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022, Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ SÍOUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf. Áskriftarverð á mánuði 360 kr. Verö í lausasölu 35 kr. Helgarblaö40kr. Lok gíslamálsins Lýðræðisþjóðir verða að taka höndum saman til að stemma stigu við uppgangi hermdarverkamanna. Gísla- málið minnir okkur á það. Fámennir hópar hermdar- verkamanna gera æ meiri usla í borgum Evrópu. Ýmsar þjóðir hafa til þessa ekki sinnt þeim málum sem skyldi. Væntanlega verður breyting þar á. Flugræningjar láta til sín taka, bæði einir sér og félagar í flokkum hryðjuverka- manna. Án efa duga ekki þær aðferðir, sem stjómvöld hafa beitt til þessa. Þegar látið er undan kröfum flugræn- ingja, komast aðrir á bragðið. Mannslífin eru dýrmæt. Því hefur gjaman verið farin sú leið til að bjarga tugum saklauss fólks í höndum flugræningja að verða við sum- um kröfum ræningjanna. Sálufélagar þeirra hafa verið látnir lausir úr fangelsum. En til hvers er þetta? Til þess eins, að brátt fara aðrir ræningjar af stað og ganga á lag- ið. Þótt illt sé til að vita, stoðar ekki annað en að hafna kröfum allra flugræningja. Þetta mun kosta einhver mannslíf, en ekki mikið miðað við það, sem á eftir fer, ef látið er undan kröfum slíkra bófa. Hermdarverkamenn eru á kreiki víða um heim. Þeir eiga það sameiginlegt að beita fyrir sig saklausu fólki. Annað veifið næst nokkur árangur í baráttunni við þessa hópa, svo sem í Vestur-Þýzkalandi eða á Italíu, en brátt eru aðrir komnir af stað. Hvað sem gert verður, mim starfsemi slíkra hópa verða eitt einkenni áratugarins. Flugræningjar shíta múhameðstrúarmanna héldu um fjörutíu manns í gíslingu eftir flugrán, sem lauk nú í vik- unni. Eitt hundrað fimmtíu og þrír voru í flugvélinni, sem ræningjarnir tóku. Flestum var sleppt smám saman, sumpart af því að orðið var við kröfum flugræningjanna. Ræningjarnir myrtu einn mann en héldu hinum fjörutíu eftir í nær þrjár vikur. Ræningjarnir nutu stuðnings hátt- settra shíta í Beirút. Aðalkrafa þeirra var, að sleppt yrði um sjö hundruðum shíta, sem Israelsmenn héldu föngn- um. Viö vitum, að Israelsmenn fóru með ofbeldi á hendur Líbanon. Ekki er unnt að styðja yfirgang Israelsmanna, sem skáka í því skjólinu, að þeir eru sterkasti aðilinn á þeim slóðum. Vissulega eiga til dæmis Palestínumenn um sárt að binda. Þeir voru á sínum tíma hraktir úr heimkynnum sínum. Israelsmenn gerðu innrás í Líbanon, en eru nú væntanlega að hverfa þaðan. Við höfum til- hneigingu til að hafa samúð með Israelsmönnum. En við megum ekki láta glepjast til að styðja þá í röngum mál- um. Arabar eiga vissulega harma að hefna, þar sem Isra- elsmenn eru. Israelsmönnum ber að láta shítana lausa. En það réttlætir á engan hátt hermdarverk flugræningj- anna gagnvart saklausu fólki. Reagan Bandaríkjaforseti stóð lengi fastur fyrir í gísla- málinu. Hann kvaðst í engu mimdu verða við kröfum flug- ræningjanna, þótt líf tuga Bandaríkjamanna væru í hættu. Þessi afstaöa mæltist allvel fyrir í Bandaríkjun- um. Skoðanakannanir þar sýndu, að meirihlutinn studdi þessa afstöðu forsetans. Gíslamir eru nú frjálsir. Að líkindum eru Israelsmenn að sleppa shítunum sjö hundruð, enda sögðust þeir hefðu gert það hvort eð er. Spumingin, sem enn er ósvarað, er sú, hvort einhverjir samningar hafi rétt einu sinni verið gerðir við flugræningjana um þessi skipti. Samningar við flugræningjana mundu vera af hinu illa. Vissulega hefur hinum saklausu flugfarþegum og áhöfn verið sleppt. En hermdarverkamenn mega ekki fagna sigri. Haukur Helgason. DV „Getur það verifl afl grunnekólalögin sem slik hafi verifl mistök, efla afl embœttismönnum jafnt sem skólamönnum hafi mistekist afl framfylgja þeim?" Misheppnað skólakerfi? Um fátt hefur verið meira rætt undanfarið en þá nýbreytni að settur skuli á stofn einkaskóli fyrir nem- endur grunnskólastigs í Reykjavík, þar sem foreldrar eiga aö reiöa fram á f jóröa þúsund krónur á mánuöi til* þess aö böm þeirra séu í „skemmti- legum” skóla og ekki innan um hvaöa börn sem er. Sitt sýnist hverjum um þessa ákvöröun og eins og lesendum er sjálfsagt þegar orðiö ljóst af tóninum í inngangslínum mínum fer því f jarri að ég sé hrifinn af henni. Þar kemur margt til. Hins vegar finnst mér aö í hatrammri andstööu við þessa ný- breytni hafi margir kosiö aö reyna lítiö til þess að finna hinar raunveru- legu ástæður til þess að hún er orðin að áþreifanlegum veruleika. Eg held að mikið liggi viö aö viö finnum þess- ar ástæöur, hvaö sem verður um þá tilraun sem gera á við Tjömina í vet- ur. Hið gullna jafnrétti Jafnrétti allra til náms hefur veriö grundvallarstefna okkar í mennta- málum allt frá því hið íslenska skóla- kerfi fór aö taka á sig nútímamynd. Frá því jafnrétti hefur enginn viljað hvika í orði. I raun hefur þaö jafn- rétti þó aldrei náð lengra en til skóla- skyldunnar á borði, því efni og aö- stæður hafa jafnan ráðiö miklu um möguleika til framhaldsnáms. A því sviði hafa verið og eru starfræktir skólar sem taka nokkurt gjald af nemendum sínum, en þó hefur mestu ráðið að námskostnaður vegna fjar- veru frá heimilum hefur jafnan verið mikiil fyrir stóran hluta nemenda á framhaldsskólastigi. Enda þótt smá- ir skólar hafi verið starfræktir á skólaskyldustigi þar sem greitt var lágt gjald fýrir skólavist hefur sú stefna samt náö viöurkenningu að skólaskyldustig skuli jafnkostnaðar- samt fyrir alla, „ókeypis” í þeim skilningi að kostnaður er greiddur úr sameiginlegum sjóöum. Frá þeirri stefnu hefur nú opinber- lega verið vikið. Því er ég andvígur, fyrst og fremst vegna þess að úr því að íslenska ríkiö skyldar þegna sína til þess aö sitja á skólabekk ákveðinn (og umdeilanlegan) árafjölda og stunda þar ákveðið (og umdeilan- legt) nám, þá á það aö hundskast til að sjá um að sómasamlega sé að nemendum búið og þeim séð fyrir eins góöu námsefni og námsaðstöðu og kosturerá. Hvers vegna? En hvers vegna þetta afturhvarf nú? Því er haldiö á lofti af andstæð- ingum nýbreytninnar að ástæðan sé sú að á valdastóli sitji íhaldsmennta- málaráðherra, sem sé með glýju frjálshyggjunnar í augum og vilji ofurselja menntakerfið gróðapung- um. Við þetta sjónarmið vil ég staldra, því ég held að það sé miklu hættulegra en afturhvarfið frá jafn- réttinu í þessum tiltekna einkaskóla, þegar til lengdar lætur. Kjallari á fimmtudegi MAGNÚS BJARNFREÐSSON Vist er menntamálaráðherrann hægri sinnaöur og hallari undir frjálshyggjuna en fyrirrennarar hennar. En þaö eitt skýrir alls ekki þaö sem nú er aö gerast. Eg þori að fullyrða að fyrir áratug eöa svo heföi þaö veriö óhugsandi aö slík tilraun hefði verið gerö. Þótt nú- verandi menntamálaráðherra hefði til dæmis setið í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar árið 1975 hefði hún ekki leyft þennan skóla og jafnvel þótt það heföi flögrað að henni heföi hann ekki átt sér viðreisnar von, fólk hefði risið upp gegn honum. Hvað hefur þá gerst í millitíðinni? Getur verið aö orsakanna sé fyrst og fremst aö leita í skólakerfinu sjálfu? Getur það verið að grunnskólalögin sem slík hafi veriö mistök eða að embættismönnum jafnt sem skóla- mönnum hafi mistekist að fram- fylgja jjeim? Þaö skyldi þó aldrei vera. Eða hvers vegna skyldi fólk hópum saman reyna að koma böm- um sínum gegn háu gjaldi í hinn nýja einkaskóla strax eftir fyrstu kynn- ingu hans, þegar ekkert liggur fyrir um hann annað en hann á að vera „skemmtilegur” skóli, enginn veit hverjir kenna þar eöa hvemig kennslu verður háttað? Misheppnuð tilraunastarfsemi? Getur það verið aö framkvæmd hinna nýju grunnskólalaga hafi meira og minna verið misheppnuð tilraunastarfsemi? Menn tala um aö hin nýja tilraun við Tjömina kunni að verða dýrkeypt nemendum. Satt er það. En ég þekki vel til nemanda, sem lenti í því ár eftir ár, megniö af sinni grunnskólagöngu, að sífellt var veriö að gera tilraunir á árgangi hans. Ef þaö var ekki mengjakjaft- æðið þá var þaö eitthvað annað. Flestar þessar tilraunir misheppnuð- ust, og ef hann og jafnaldrar hans biðu ekki tjón á sálu sinni við skóla- gönguna þá var það þrátt fyrir skóla- kerfið en ekki vegna þess. Þá er einnig víst að baráttuaðferð- ir kennara í kjaramálum síöustu ár- in eiga sinn þátt í óánægju margra með skólana. Eg hefi marglýst yfir þeirri skoöun minni að fáránlegt sé hve lágt uppeldis- og menntastörf eru metin í því þjóðfélagi sem á næstu árum heitir upplýsingaþjóðfé- lag. En því miður hafa kennarar ekki alltaf sést fyrir í baráttu sinni. Þegar þeir hafa fariö aö neyða nemendur og foreldra til þess að taka þátt í bar- áttunni hefur mörgum þótt nóg kom- ið, enda þótt þeir hafi ekki þorað að mögla. Þeir þykjast óhultari í einka- skóla. Og hiö þunglamalega skólakerfi embættismannanna og kerfisklifrar- anna hefur ekki brugöist við nýjum tímum sem skyldi. Skólamenn hafa verið of önnum kafnir við naflaskoð- un og að likja eftir afdönkuðu skand- inavísku skólakerfi í stað þess að leita fremur fyrirmynda þar sem nýir straumar blása í Vestur-Evr- ópu. Þeir virðast skelfingu lostnir yf- ir nýrri tækni í kennslu og boðmiðl- un. Hin nýja tækni virðist ekki ætla að komast inn í menntakerfið hér fyrr en margir árgangar hafa notið hennar á heimilum og úti í atvinnu- líf inu. Kannski einkaskóla þurfi til að gera námið skemmtilegt og taka í notkun þá tækni sem heillar hina uppvaxandi kynslóð? Númá ekki taka orð mín svo að ég vilji alhæfa um þessi mál. Vissulega hafa einstakir skólar og skólamenn staðið sig misjafnlega, sumir mjög vel. Þannig verður það líka alltaf, hvort sem einkaskólar verða við lýði eða ekki. En við megum ekki enda- laust stinga höfðinu í sandinn ef við víljum leita orsakanna til þess £ð um sinn að minnsta kosti hefur verið horfiö frá jafnrétti í skólamálum. Og hvort sem frá því verður horfið var- anlega eða ekki þá verðum við að vera gagnrýnari en hingað til á stefn- ur í skólamálum, það skuldum við uppvaxandi æsku landsins. Magnús Bjarnfreðsson. A „Skolamenn hafa verið of önnum kafnir við naflaskoðun og að líkja eftir afdönkuðu skandinavísku skóla- kerfi í stað þess að leita fremur fyrir- mynda þar sem nýir straumar blása í Vestur-Evrópu.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.