Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1985, Blaðsíða 27
27
DV. MIÐVKUDAGUR17. JULI1985.
Peningamarkaður
Innlán méð sðrkjörum
AlþS'ðubankinn: Stjörnureikningar eru
fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri.
Innstæöur þeirra yngri eru bundnar þar til
þeir verða fullra 16 ára. 65—75 ára geta losað
innstæður með 6 mánaða fyrirvara. 75 ára og
eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikning-
arnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum.
Þrlggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár. Reikningarnir eru
verðtryggðir og með 9% vöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá Ufeyri frá líf-
eyrissjóðum eða almannatryggingum.
Innstæður eru óbundnar og óverðtryggðar.
Vextir eru 29% og ársvöxtum 29%.
Sérbók fær strax 27% nafnvexti, 2% bætast
siðan við eftir hverja þrjá mánuði sem inn-
stæða er óhreyfð, upp í 33% eftir níu mánuöi.
Arsávöxtun getur orðið 33.5%. Innstæður eru
óbundnar og óverðtryggðar.
Bónaðarbankinn: Sparibók með sérvöxtum
er óbundin með 31% nafnvöxtum og 31% ársá-
vöxtun sé innstæða óhreyfð. Vextir eru færðir
um áramót og þá bomir saman við vexti af
þriggja mánaða verðtryggðum reikningum.
Reynist ávöxtun þar betri er mismuninum
bætt við.
Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda
vaxtaleiðréttingu. Sparibókin skilar hærri á-
vöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju inn-
leggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða
lengur.
Iðnaðarbankinn: A tvo reikninga í bank-
anum fæst IB-bónus. Overðtryggðan 6
mánaða reikning sem ber þannig 31% nafn-
vexti og getur náð 33,4% ársávöxtun. Og verð-
tryggðan 6 mánaða reikning sem ber 3.5%
vexti. Vextir á reikningunum eru bornir
saman mánaðarlega og sú ávöxtun valin sem
reynist betri. Vextir eru færðir misserislega
! 30. júní og 31. desember.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
31% nafnvöxtum. Vextir eru færðir um ára-
mót. Eftir hvern ársfjórðung em þeir hins
vegar bornir saman viö ávöxtun á 3ja mánaða
verðtryggðum reikningum. Reynist hún betri
gildir hún umræddan ársfjórðung.
Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefndá
vaxtaleiðréttingu. Kjörbókin skilar hærri
ávöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju
innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði
eða lengur.
Samvlnnubankinn: Innlegg á Hávaxta-
reikning ber stighækkandi vexti. 22,0% fyrstu
2 mánuðina, 3. mánuðinn 23,5%, 4. mánuðinn
'25%, 5. mánuðinn 26,5%, 6. mánuöinn 28%.
! Eftir 6 mánuði 29,5% og ef tir 12 mánuði 30,5%.
Sé tekið út standa vextir þess tímabils það
• næsta einnig. Hæsta ársávöxtun er 32,8%.
Vextir em bornir saman við vexti á 3ja og 6
mánaða verðtryggðum sparireikningum. Sé
ávöxtun þar betri er munurinn færður á
Hávaxtareikninginn. Vextir færast misseris-
lega.
Útvegsbankinn: Vextir á reikningi með
Ábót er annaðhvort 3% og full verðtrygging,
eins og á 3ja mánaða verðtryggðum spari-
reikningi eða ná 33% ársávöxtun, án verð-
tryggingar. Samanburður er gerður
mánaðarlega, en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 22% þann almanaksmánuð.
Verslunarbankinn: Kaskó-reikningurinn er
óbundinn. Um hann gilda fjögur vaxtatímabil
á ári, janúar-mars, apríl-júní, júlí-
september, október-desember. I lok hvers
þeirra fær óhreyfður Kaskó-reikningur vaxta-
uppbót sem miðast við mánaðarlegan út-
reUtning á vaxtakjörum bankans og hag-
stæðasta ávöxtun látin gUda. Hún er nú ýmist
á óverðtryggðum 6 mán. reikningum með
29.5% nafnvöxtum og 32.9% ársávöxtun eða á
verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3%
vöxtum.
Sé lagt inn á miðju tímabUi og innstæða
látin óhreyfð næsta tímabil á eftir reiknast
uppbót allan spamaðartímann. Við úttekt
fellur vaxtauppbót niður það tímabU og vextir
reiknast þá 22% án verðtryggingar.
tbúðalánarelkningur er óbundinn og með
kaskó-kjörum. Hann tengist rétti til lántöku.
' Sparnaður er 2—5 ár, lánshlutfaU 150—200%
miðað við sparnað með vöxtum og verðbót-
um. Endurgreiðslutími 3—10 ár. Utlán em
með hæstu vöxtum bankans á hverjum tíma.
Spamaður er ekki bundinn við fastar upp-
hæðir á mánuði. Bankinn ákveður hámarics-
lán eftir hvert sparnaðartímabil. Sú ákvörðun
er endurskoðuð tvisvar á ári.
Sparlsjóðir: TrompreUtningurinn er óbund-
inn, verötryggður reikningur, sem einnig ber
3.0% grunnvexti. Verðbætur leggjast við
höfuðstól mánaðarlega en grunnvextir tvisv-
ar á ári. A þriggja mánaða fresti er gerður
samanburður við sérstaka Trompvexti.
Nýtur reikningurinn þeirra kjara sem betri
eru. Trompvextimú em nú 30% og gefa
32.25% ársávöxtun.
Rikissjóður: Spariskírteini, 1. flokkur A
1985, era bundin f 3 ár, til 10. janúar 1988. Þau
eru verðtryggð og með 7% vöxtum, óbreytan-
legum. Upphæðú era 5.000, 10.000 og 100.000
krónur.
Spariskírtelni með vaxtamiðum, 1. flokkur
B 1985, eru bundin i 5 ár, til 10. janúar 1990.
Þau era verðtryggð og með 6,71% vöxtúm.
Vextú greiðast misserislega á túnabilinu,
fyrst 10. júlí næstkomandi. Upphæðú era 5,10
og 100 þúsund krónur.
Spariskírteini með hreyfanlegum vöxtum
og vaxtaauka, 1. flokkur C 1985, eru bundin tit
10. júlí 1986, í 18 mánuði. Vextir eru
hreyfanlegir, meðaltal vaxta af 6 mánaða
verðtryggðum reikningum banka með 50% á-
lagi, vaxtaauka. Samtals 4,8% nú. Upphæðir
eru 5,10 og 100 þúsund krónur.
Gengistryggð spariskírteini, 1. flokkurSDR
1985, era bundin til 10. janúar eða 9. apríl 1990.
Gengistrygging miðast við SDR-reiknimynt.
Vextir eru 9% og óbreytanlegú. Upphæðú era
5.000,10.000 og 100.000 krónur.
Spariskúteini rikissjóðs fást í Seðlabank-
anum, hjá viðskiptabönkum, sparisjóðum og
verðbréfasölum.
Útlán lífeyrissjóða
, Um 90 lífeyrissjóðú eru í landinu. Hver
sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lána-
upphæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að
lánsrétti er 30—60 mánuðú. Sumú sjóðú
bjóða aukinn lánsrétt eftú lengra starf og
áunnin stig. Lán era á bilinu 144.000—600.000
eftú sjóðum, starfstúna og stigum. Lánin eru
verðtryggð og með 5—8% vöxtum. Lánstúni
er 15—35 ár eftir sjóðum og lánsrétti.
Biðtúni eftir lánum er mjög misjafn, breyti-
legur milli sjóða og hjá hverjum sjóði eftir
aðstæðum.
Hægt er að færa lánsrétt þegar viðkomandi
skiptú um lífeyrissjóð eða safna lánsrétti frá
fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextú eru vextú í eitt ár og reiknaðir í,
eúiu lagi yfir þann túna. Reiknist vextir oftar
á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunm
verður þá hærri en nafnvextimú.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 22%
nafnvöxtum verður innstæðan í lok þess tíma
1.220 krónur og 22% ársávöxtun í því tilviki.
Liggi 1.000 krónur úini í 6+6 mánuöi á 22%
vöxtum reiknast fyrst 11% vextú eftir sex
mánuði. Þá er innstæðan komrn í 1.110 krónur
og á þá upphæö reiknast 11% vextir seinni sex
mánuðina. Lokatalan verður þannig 1.232,10
og ársávöxtun23.2%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 3.5% á mánuði eða 42% á
ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því
'0.1166%.
Vísitölur
Lánskjaravísitalan í júli er 1Í78 stig en var
1144 stig í júní. Miöaðerviö 100 í júní 1979.
Byggingarvisitalan 1. júlí 1985 var 216 stig
miðað við 100 í janúar 1983, en 3205 miðað við
eldri grunn. 1. janúar var vísitalan 185 stig á1
móti 2745 á eldri grunni. Og 1. apríl var hún
1 200 stig á móti 2963 á eldri granni.
VEXTIR BANKfl OG SPARISJÚÐA1%)
INNLAN MEO SÉRKJÖRUM 5 I
SJA sérusta II lí tl II li 11 Jl II ú
innlán úverðtryggð
sparisjöosbækur Úbundm «mst®Aa 22,0 22.0 22,0 22.0 22.0 22.0 22,0 22,0 225 225
SPARIREIKNINGAR 3ja míWraóa uppsogn 25,0 26.6 25.0 23.0 23.0 23,0 23.0 23,0 255 235
6 mánaAa uppsógn 29.5 31.7 28.0 26.5 29.0 29.0 29,0 295 27.0
12 mánaóa uppsógn 30,7 33,0 30.0 26,5 30,7
18 mártaða uppsogn 35.0 38.1 35.0
SPARNAOUR LANSRETTUR Sparað 3-5 mánuði 25,0 23,0 23.0 23.0 25.0 235
Sparað 6 mán. og me*a 29,0 23.0 23,0
INNLANSSKlRT eini Ti 6 mánaða 29.5 31.7 28.0 26,0 29,5 285
TÉKKAREIKNINGAR Avísanareihningar 17.0 17.0 10.0 8.0 10,0 10.0 10,0 10.0 105
Hbupareikningar 10.0 10.0 10.0 8.0 10,0 8.0 10,0 105 105
INNLAN verotryggð
SPARIREIKNINGAR 3ja mánaða uppsogn 2.0 1.5
6 mánaða uppsögn 3.5 3.5 3,5 3.5 3,0 3,0 3.0 3.0
innlAn gengistryggð
GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikfadoaarar 8.5 8.5 7.5 8.0 7,5 75 7.5 8.0 8.0
Sterhngspund 12.0 9.5 12.0 11.0 11.5 11.5 11.5 125 115
Vestur þýsk mörk 5.0 4.0 5.0 5.0 4.5 4.5 4.5 5.0 55
Danskar krónur 10.0 9.5 8.75 8.0 9.0 9,0 9.0 105 9.0
ÚTLAN 0VERÐTRYGGO
ALMENNIR VlXLAR (lorvextirl 29.5 29.0 28.0 28.0 28.0 29,5 28.0 29.0 29.0
VKJSKIPTAVlXLAR 31.0 31.0 30.5 30,5 30,5 305
ALMENN SKULDABRÉf 32.0 31.5 30,5 30.5 30,5 325 31.0 315 325
VIÐSKIPTASKULDABRÉF 34.0 33,0 33,0 33.0 335
HLAUPAREIKNINGAR Yladráttur 31,5 30.0 29.0 29.0 29.0 30,0 315 31,5 30.0
utlAn verðtryggð
skuldabrEf Að 2 1/2 árt 4.0 4.0 4.0 4,0 4.0 4.0 4.0 4.0 45
Longn en 2 1/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 55
útlAn til framleidslu
VEGNA INNANLANDSSOLU 26.25 26.25 26,25 26,25 26,25 26,25 26.25 26.25 26.25
VEGNA UTFLUTNINGS SDR reikramynt 9.75 9.75 9.75 9.75 9.75 9,75 9.75 9,75 9.75
Sandkorn Sandkorn
Bolinn
sá rautt
Boli einn mikili var á leið
til Djúpuvíkur um síðustu
helgi. Á leið sinni þangaö
mætti hann hópi Alþýðu-
bandalagsmanna. I hópn-
um var Kjartan Olafsson,
efsti maður á lista allaballa
í Vestfjarðarkjördæmi og
varaþingmaður.
RútubQstjóri allaball-
anna reyndi að koma bol-
anum af braut en hann stóð
mikilúðlegur á miðjum veg-
inum og lét sér hvergi
bregða.
Þá snaraðist varaþing-
maðurinn, Kjartan Ölafs-
son, útúr allaballarútunni,.
tók sér lurk í hönd og bjóst
tU atlögu við bolann.
En áöur en af því varð
hvarf bolinn. Hann sá rautt
þegar Kjartan birtist.. .
Þessi er fenginn að láni úr
Vestfirska fréttablaöinu.
Urra af
illsku
Það eru fleiri sem sjá
rautt en bolinn mikli á Vest-
fjörðum þegar pólitíkusar
verða á vegi þeirra. Kjúkl-
ingabændur sjá rautt þegar
Jón Helgason landbúnaðar-
ráðherra birtist og þeir
urra af illsku þegar minnst
er á hann. Sömu sögu er aö
segja af svínabændum.
Þeir segja Uka að landbún*
aðarráðherra sé að svín-
beygja þá. Hækkun kjarn-
fóðurskattsins,í 130 prósent
frá síðustu mánaðamótum
úr 60 prósentum,er ekki
vinsælt stýritæki hjá land-
búnaðarráðherra. En
kannski er þetta skiljanlegt
sjónarmið sauðfjárbóndans
í Seglbúðum. Hann er
auðvitað hrifnastur af
lambakjötinu gamla góöa.
Alifuglamenningin á víst
ekki upp á pallborðiö í Segl-
búðum — og alls ekki á mat-
borðið.
Slæm skeyti
og vínleyf i
Vegna ráðstafana og
ákvarðana Jóns Helga-
sonar landbúnaðar-
ráðherra urra margir og
sjá rautt sem að framan
greinir. Það liggur við aö
slíkt séu smámunir einir
miöaö við þau slæmu hug-
skeyti sem dómsmála-
ráðherra, Jón Helgason,
fær þessa dagana.
Sá ráðherra hefur þrengt
flöskuháls hjá mörgum
veitingamanninum að und-
anförnu. I ráðuneytinu
liggja fyrir margar um-
sóknir hvaðanæva af
landinu um vínveitinga-
leyfi. En ráðherra skír-
skotar tQ áfengisvarnar-
nefnda landsmanna tQ að
firra sig ábyrgð og leyfum
er neitað. Veitingamenn
víða um land hafa sótt um
vínveitingar en verið
hafnað því áfengisvarnar-
nefndirnar á stöðunum
vinna auðvitað samkvæmt
heiti nefndanna og af hug-
sjónaeldi.
Sums staðar hafa leyfi
borist tQ landsbyggðar-
manna rétt fyrir boðaöan
komutíma forseta landsins.
Þeir sem bíða eftir leyfum
hafa sent boðsbréf tQ skrif-
stofu forsetans.
Annars segir sagan líka
að unnið sé kappsamlega aö
því í sveitastjórnum víða
um land að skipta um full-
jtrúa í viðkomandi áfengis-
jvarnanefndum eftir
'breyttar vinnureglur í
dómsmálaráðuneytinu.
Það eru víst margir sem
þurfa að kikja í nokkur glös
sjálfum sér og öðrum til
hughreystingar eftir síð-
ustu ráðstafanir dóms-
málaráðherra.
Sparkað í
Jóhannes
Ritstjóri Þjóðviljans og
laxavinurinn össur
Skarphéðinsson sýndi á sér
„hina hhðina” í Helgar-
blaði DV um síðustu helgi.
Þar setti hann fram eina
fróma ósk, það er að segja
ef hann yrði einn dag eða
svo hæstráöandi hér tU sjóa
og lands. Oskin í dag hefði
þá orðið dagskipun:
„Sparka Jóhannesi
Nordal,” sagði laxavinur-
inn.
Eins og menn eflaust
rekur minni tU bægslaðist
formaður Alþýðuflokksins
mikið, rétt eftir stóltökuna
sl. haust. Meðal annars
lýsti hann því yfir að eitt af
hans fyrstu verkum í öörum
stóli, til dæmis forsætinu,
væri að sparka Seölabanka-
stjóranum. Sundrung á
vinstrivængnum hefur
verið mikil allt síðastliöið
ár og jafnvel lengur. En nú
virðast vinstrimenn hafa
fundið sameiginlegt skot-
mark — og þeir eygja nú
birtu og yl sameiningar-
innar.
Helsti áróðursmeistari
Jóns Baldvins er Ámundi
Ámundason tengdur alþjóð-
legum fatafellum. Hann
hefur þegar hannað áróöur-
inn sem á að reka endahnút-
inn á sameiningu vinstri-
manna. Þar sameinar hann
bæði áróður og fjáröflun í
einu og sama snilldarverk-
inu.
Hann lætur hanna fót-
bolta — úr ekta leðri — með
;mynd af Seölabankastjór-
anum á alla vegu — og þeir
verða seldir dýrt. Og þá
geta allir vinstri menn
sparkað í Jóhannes.
Umsjón:
Þórunn Gestsdóttir.
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Kvikmyndir
STJÖRNUBlð - SIÐASTIDREKINN
EKKIFYRIR ELDRIEN
SEXTÁN ÁRA
Síðasti drekinn (The Last Dragon)
Leikstjóri: Michael Schultz.
Kvikmyndun: James A. Cohtner.
Handrit: Louis Venosta.
Aðalhlutverk: Taimak, Vanity, Chris Mumey
og Julius J. Carry.
Berri Gordy er maður stórhuga og
framkvæmdasamur. Hann er aðal-
eigandi hljómplötufyrirtækisins
Motown sem er risafyrirtæki á
bandarískan mælikvarða. Hann hef-
ur þénað vel í gegnum árin og hefur
skapað svokallaöan Motown-stQ sem
flestir þekkja er eitthvað fylgjast
með poppbransanum úti í hinum
stóra heimi. Flestir tónUstarmenn,
er frægð hafa hlotið í gegnum
Motown, eru svartir.
Berry Gordy lætur sér ekki hljóm-
plötubransann nægja. Hann hefur
eitthvað dútlað við að framleiða
kvikmyndir og er nýjasta afurðin
hans á því sviði Síðasti drekinn. Það
er greinilegt að hann hefur fylgst vel
með hvað unglingar vilja sjá því að
sjaldan hef ég séð kvikmynd sem
eins rækilega er byggð upp á formúl-
unni aö fá sem flesta í bíó á sem
skemmstum tíma. Berry Gordy læt-
ur sér ekki nægja að stæla allar vin-
sælustu táningamyndir síðari ára
heldur reynir hann að gera sér mat
úr vinsælum leikara sem er-búinn að
liggja nokkur ár í gröfinni. Á ég þar
við Bruce Lee sem kemur nokkuð við
sögu.
Annars fjallar myndin um ungan
svartan táning sem klæðist kínversk-
um klæðnaði er vekur ajhlægi með-
bræðra hans í Harleem. Leroy, en
svo nefnist kappinn , er ekki aUur
þar sem hann er séður. Hann er
mikiU karatemeistari og er að
nálgast fullkomnun í íþrótt sinni.
Leroy (Taimak) vonast til að ná fullkomnun í karate.
Fullkomnun í karate öðlast sá er fær
líkama sinn tU að ljóma meðan sleg-
ist er. Allavega halda handrits-
höfundar myndarinnar því fram.
Leroy greyið viU ekki verja hendur
sínar gagnvart Shonuff sem er einnig
karatemeistari, en mjög iUa innrætt-
ur eins og væntanlegir áhorfendur fá
að kynnast. Leroy bjargar úr hönd-
um illræmdra bófa hinni undurfögru
Lauru sem er fræg sjónvarps-
stjarna. Það er ást við fyrstu sýn á
báöa bóga.
Þótt Leroy vilji allt gera annað en
aö slást þá mætir hann í miklum
endasiagsmálum hinum Ula Shonuff
og verður það mikið uppgjör, þar
sem likamar glóa á víxl. Verður ekki
látið uppi hér hvor hefur vinningin í
lokin, og enginn verður verðlaunaður
fyrir að geta rétt upp á sigurvegar-
anum.
Ekki efast ég um að flestir yngri en
sextán ára hafi gaman af Síðasta
drekanum. Myndin býður upp á allt
það sem ævintýragjarna krakka
dreymir um. Hetjudýrkun í há-
marki, slagsmál, nokkur fyndin
atriði og síðast en ekki síst tónlist
sem feUur vel inn í kramið. Það ætti
því að vera aukaatriði að aðalleikar-
arnir, Taimak og Vanity, eru alveg
lausir við að vera einhverjum leik-
hæfileikum gæddir. Taimak getur
slegist betur en aðrir og hin fagra
Vanity getur sungið.
Eg held mér sé óhætt að fullyrða að
ekkert atriði í myndinni hafi ekki
verið gert mörgum sinnum áður. Síð-
asti drekinn er formúlukvikmynd
sem ætluð er unglingum. Þeir sem
telja sig vera komna yfir táninga-
aldurinn hafa lítið að gera á Síöasta
drekann. Hilmar Karlsson.