Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1985, Blaðsíða 12
12 DV. MIÐVHCUDAGUR17. JULI1985. Frjáist.óháó dagbiað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SlÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skcifunni 1 r. Áskriftarverö á mánuði 360 kr. Verö í lausasölu 35 kr. Helgarblað40kr. Veiran er ekki í fríi Sumarfrí í heilbrigöisráðuneytinu valda því, að blóö- þegar á íslandi búa enn við rússneska rúllettu. Frestað hefur verið fram í ágúst eða september að ákveða, hvar og hvernig skuli leita í blóði Blóðbankans að einkennum sjúkdómsins AIDS, sem hér er nefndur alnæmi eða ónæmistæring. Landlæknir hefur fyrir sitt leyti ákveðið, að frá og með næsta hausti verði allt blóð og blóðefni greint, svo að tryggt sé, að hinn nýi og mikli vágestur berist ekki þá leið. Alnæmi berst ýmist með blóði eða sæði. En ekkert samkomulag hefur tekizt um greiningarstaðinn. Oft hafa menn skroppið úr fríi af minna tilefni en al- mannavörnum af þessu tagi. Einhvers staðar þarf að koma fyrir greiningu, líklega annaðhvort á Landspítala- lóð eða Borgarspítalanum. Ákvörðun um bráðabirgða- lausn ætti raunar þegar að hafa verið tekin í ráðuneytinu. Veirurannsóknastofnun háskólans vísaði til skamms tíma málinu frá sér vegna skorts á aðstöðu. Yfirlæknir stofnunarinnar lagði í staðinn til tíu milljón króna ný- byggingu, sem tekur alltof langan tíma að byggja. En svo virðist sem dregið hafi úr fyrirstöðu stofnunarinnar. Raunar eru sumir sérfróðir læknar þeirrar skoðunar, að of mikið sé stundum gert úr öryggisþörf á greiningar- stöðvum ónæmistæringar. Benda þeir á, að einungis sé eitt dæmi í heiminum um, að heilbrigðisþjónustufólk hafi í starfi smitazt af alnæmi. Hins vegar eru sérfróðir læknar, sem fjallað hafa tölu- vert í DV um ónæmistæringu, sammála um, að sízt hafi hér í fjölmiðlum verið ofsagt frá hörmungunum, sem fylgja henni. Hafa þeir allir hvatt til skjótra og markvissra varna gegn vágestinum, sem fer um heiminn eins og eldur í sinu. Haraldur Briem smitsjúkdómalæknir sagði í viðtali við DV, að búast mætti við fyrsta sjúklingnum innan tveggja ára. Við værum 2—3 árum á eftir Evrópu, sem væri 2—3 árum á eftir Bandaríkjunum. Þar bera veiruna tvær milljónir manna, sem jafngildir 2000 manns á íslandi. Mest er útbreiðslan í Kinshasa í Zaire, þar sem talið er, að annar hver maður beri veiruna. Áætla má, að hundraðasti hver veiruberi fái alnæmi, sem er ólækn- andi. Svarti dauði og aðrir illræmdir sjúkdómar veraldarsögunnar blikna í samanburði við þessi ósköp. Heilbrigðisyfirvöldum ber auðvitað skylda til að sjá strax um, að fólk smitist ekki af völdum blóðgjafar. Hér er enn á því misbrestur, þótt von sé á úrbótum. Ennfrem- ur ber þeim skylda til að fræða almenning rækilega um, hvernig megi forðast ónæmistæringu. Landlæknir hefur brugðist seint en vel við í þeim efn- um. Gefinn hefur verið út bæklingur, sem dreift verður í skóla næsta haust. Þar kemur fram, að fólki ber að forðast lauslæti og nota að öðrum kosti gúmverjur. Þetta eru sömu ráð og læknar hafa gefið hér í blaðinu. I framhaldi af bæklingnum þarf að skipulegga fram- haldsfræðslu, svo að merkið sígi ekki eftir fyrstu lotu. Það verður að síast inn hjá fólki, að tímar hins ljúfa lífs eru að baki. Sérstaklega er nauðsynlegt, að lauslátir hommar taki upp aðra lifnaðarhætti. Nokkurt fé kostar að standa undir fræðsluherferð og nothæfri greiningaraðstöðu. En það er mun ódýrara en að hafa tugi ólæknanlegra sjúklinga á sérstökum sjúkra- deildum. Mestu máli skiptir þó, að ráðuneytið komi snöggvast úr sumarfríi. Veiran tekur sér ekki sumarfrí. Jónas Kristjánsson. Ég veit vel að þetta er mjög viðkvæmt mái. Og einmitt þess vegna ber að ræða það af varfærni Nokkur orð um fóstureyðmgar Þar sem Morgunblaöiö, sem kallar sjálft sig málgagn allra landsmanna, hefir ekki séð sér fært að birta athugasemdir frá mér vegna mála- tilbúnaöar sem þaö hefur rekiö í sumum málum á vægast sagt mjög hlutdrægan hátt, fer ég þess góðfús- lega á leit viö DV aö það birti þessa athugasemd hér. Ekki get ég setið á mér aö jagast hér svolítiö út af svokölluðu blaöi allra landsmanna, þótt þaö sé auövit- aö aö æra óstööugan aö ætla sér aö gera athugasemdir viö „hlutleysi” Morgunblaösins. Krossfarar í Morgunblaðinu En þannig er mál nokkurt með vexti að hér í blaðinu fékk til skamms tima krossfari nokkur aö vaöa elginn á síöum þess um vitranir sínar í vöku og draumi. Þessi maöur baröist haröri og göfugri baráttu fyrir afnámi frelsis manna til fóstur- eyöinga. Þó reyndar með æði vafa- sömum málflutningi oft. Krossfari þessi, sr. Jón Valur Jensson, gekk svo vel frá málflutningi sínum hér í blaðinu aö skoöanafrelsi Moggans nær ekki lengur til þessarar hliðar mannlifsins, sem sé hvort fóstur- eyöíngar (sem réttara væru nefndar fósturdeyðingar) eigi rétt á sér eöa ekki. Ekki hægt að fá aðrar greinar birtar um efnið Ég kom hér um daginn meö grein um þetta málefni til birtingar hér í blaöinu undir nafni. En allt kom fyrir ekki. Ekki var mögulegt að fá birtar aörar skoöanir um þetta efni. Sr. Jón Valur Jensson hafði lokið máli sínu ásamt einhverjum dularandmæl- endum í lesendabréfum blaösins. Og blaðið sá sér ekki fært aö birta aörar greinarumefniö. Þaö eitt aö reka þá tegund mál- frelsis að sumir boðberar einhverra skoöana fái aö rita tugi greina um eitthvert eitt hugðarefni sitt, og síöan fáir eða engir að bæta þar um, mætti ræöa á ansi stórum grundvelli. Það atriði dygöi í margar kross- farargreinar sumra frelsisunn- enda(?). — Og er meira mál en svo að ég treysti mér að ræöa þaö hér. — En það var heldur hitt: Hvemig sumar skoðanir úr raunveruleik þjóöfélagsins fá hreinlega ekki inni í öllu þessu skoöanafrelsi sem viröist annars vera töfraorö Morgun- blaðsins? Þaö er atriði sem vert er að staldra aöeins viö. Fóstureyðingar eru alvarlegt mál Eg held aö engum manni, sem á annaö borö eitthvað hugsar um hag náungans, geti dulist aö fóstur- eyðingar eru alvarlegt mál. Svo alvarlegt að umræða um þaö geti ekki verið bönnuö í þeim fjölmiölum sem vilja láta taka sig alvarlega. Hér er um líf sjö hundruö Islendinga aö ræða á hverju ári. Eg veit vel að flestir fylgismenn þessara svokölluöu eyöinga (?) vilja ekki heldur hafa umræöuna um hiö raunverulega viöfangsefni. Þaö má alls ekki nefna í eyru sumra né í Kjallarinn MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON FYRRV. VAGNSTJÓRI SVR Morgunblaöiö þaö sem máliö snýst um: líf og tiifinningar hinna ófæddu bama. Því líkt og Morgunblaöið hefur gefiö út að oröin friður og friöarbarátta séu niöurrifsorö sem guðhrætt og lýöræðiselskt fólk megi aldrei láta sér um munn fara þá má aldrei nefna í fóstureyðingarum- ræðunni líf og skynjun þessara ófæddu manna. Því fóstureyðingar- sinnar, meö liösauka Morgun- blaðsins nú, mega ekki heyra minnst á að þetta sé sjálfstætt líf. Þetta sé| bara einhver ófullkominn vefur sem enga skynjun hafi og því síður nokkra persónu. Að banna alla frekari um- ræðu Eg veit vel að þetta er mjög við- kvæmt mál. Og einmitt þess vegna er nauðsynlegt aö ræða um þaö af var- fæmi. — En samt megum við ekki láta umræðuna fara að snúast um eitthvað allt annaö en þaö sem skipt- ir máli. Og enn síður að banna alla umræðu um fóstureyðingar á grund- velli þess aö þetta stuði svo marga. Þetta sé nú svo hræðilegt og ógeös- legt aö þaö megi ekki nefna þaö. En einmitt þangaö er skoöanafrelsi Moggans nú komiö. Og það hvort sem menn taka sér orðin umburðar- lyndi og frelsi í munn oft á dag eöa ekki. Og alls ekki heldur sama hvaða skoðanir eiga ■ hlut Menn geta síöan velt hinu fyrir sér hvort þaö sé tilviljun aö svona pólitískt einlitir boðberar fái aö ryöja inn tugum greina í Mbl., óáreittir, þegar litlum sem engum andmælum er síöan hleypt inn á eftir. Imyndum okkur t.d. bara það hvort ég fengi að rita svona ca fimmtán greinar hér í blaöið um þá mannfyrirlitningu sem felst í utanríkisstefnu Islands á flest- um sviöum? — Og síöan litlum sem engum andmælendum hleypt inn á eftir? Eg held aö ég þurfi ekkert aö svara þeirri spurningu fyrir les- endur. Enda fengi ég eflaust grein- ina ekki birta á eftir. Nei, þetta eru engar tilviljanir. Þaö sér hver maöur í hendi sér. Þetta er ekkert annaö en hluti þessarar svokallaðrar frjálsu blaöa- mennsku nú á tímum. Að nefna suma hluti aldrei sínu rétta nafni. Hvort sem þaö eru barnadeyðingar eöa bara sífellt aukin hernaöarumsvif hins bandaríska hers hér á landi. Það gæti brenglað heimsmynd þá er Morgunblaöiö matreiðir svo smekk- lega ofan í landsmenn þá 6 daga vik- unnar sem þaö kemur út, þó svo und- arlega vilji til aö óvenjuskýrar lýsingar á ömurlegum örlögum nokkurra samviskufanga í Austur- Evrópu séu á boðstólum í flestum tölublöðum blaösins sem út koma. En það er líklega önnur saga sem ekki er hættandi á aö ræða hér. Glöggt dæmi um skoðanakúgunina í íslenskum fjölmiðlum En aö takmarka alla umræðu um þjóömál eöa bara hvaöa mál sem er við ákveðnar skoðanir eða krossfara er ekki sæmandi neinum alvöru fjöl- miðli. Og enn síöur er það sæmandi aö hengja sífellt einhverjar leiörétt- ingar eöa „frekari áréttingar” í sama tölublaöi aftan viö greinar sem þá á annað borö fást birtar. Þetta tvennt er eitt af augljósari ein- kennum þeirrar skoðanakúgunar sem íslenskir greinahöfundar hafa sífellt yfir sér í íslenskum fjölmiöl- um. En þaö er svo aftur stærra mál er snertir eignarhald á fjölmiðlun- um og ákveðna hagsmuni sem þeir eru settir til aö vaka yfir, hvers vegna þetta er svona? Magnús H. Skarphéðinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.