Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1985, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR17. JULl 1985. 3 „Efast um að kæran se til” — segirJónas Guðmundsson sem rekinn var úr starfi skrifstofustjóra Fjármálastofnunar Varnarliðsins „Þaö er ansi hart að vera rekinn svona úr starfi fyrirvaralaust og án þess að neinar ástæður séu gefnar upp. Eg hef starfað þarna á Vellinum í 25 ár. Eg hef aldrei fundið til þess að ónægja væri með mín störf. Eg hef eft- ir uppsögnina reynt að spyrja þessa menn út í það en þar hef ég heldur ekki fengið nein svör,” sagði Jónas Guð- mundsson. Jónas var rekinn úr starfi sínu sem skrifstofustjóri Fjármálastofnunar Varnarliðsins fyrir tæpum tveimur vikum. Það var mánudaginn 8. júli að hann var kallaður á fimd tveggja manna, Rebekku Ingvarsdóttur og Þórðar Einarssonar, sem eru fyrir ís- lenska starfsmannahaldinu á Kefla- víkurflugvelli í fjarveru Guðna Jóns- sonar. Þau sögöu honum að starfs- stúlka úr Fjármálastofnuninni hefði kært hann fyrir að hafa komið að máli við sig í KK-húsinu í Keflavík laugar- daginn áöur. Þar hefði hann lofaö henni kauphækkun gegn því að hún yrði honum til skemmtunar. Ef hún ekki þekktist þetta boð myndi hann, Jónas, sjá til þess að hún yrði rekin. Buðu Rebekka og Þórður Jónasi tvo kosti: að segja upp en verða rekinn eiia. Jónas tók siðari kostinn þar sem hann taldi sig ekki hafa neitt til sakar unnið. Vísar ásökunum á bug „Ég vísa þessum ásökunum alger- lega á bug. Það er rétt að ég var á þessu balli og hitti þessa stúlku, en að þessi orðaskipti hafi átt sér stað er al- veg út í hött. Ég hef beöið um að fá að sjá þessa kæru en ekki fengið. Eg á föð- ur og bróður sem þarna starfa. Þeir hafa beðið um aö fá að sjá þetta en ekki fengið heldur, né stjórn FISK, Félags íslenskra stjómunarmanna á Kefla- víkurflugvelli. Eg efast því um að þessi kæra sé til. Auk þess hefur þetta mál ekki verið sannprófaö á neinn hátt. Fólkið, sem ég var með á þessu balli, hefur aldrei verið kallaö fyrir vegna þessa. Eg tel þessa sögu og aðrar ámóta sögusagnir sem um mig ganga alger- lega úr lausu lofti gripnar.” — Hvaðan eru þœr þá komnar? „Ég tel þær runnar undar yfirmanni mínum þarna, Mallone. Okkur hefur ekki samið. Það er ekkert launungar- mál.” — Hefur þú rætt þetta við stúlkuna? „Nei, enda skilst mér að hún sé eriendis.” — Heyrst hefur að það hafi lengið verið á dagskrá hjá Mallone þessum að koma þór úr starfi. ' Heldurðu að það sá rétt? „Það skal ég ekki segja um. Hins vegar, eins og ég sagði, hefur okkur ekkisamið.” — Það hefur lika heyrst að með þessu vilji varnarliðsmenn sýna að fleiri séu breyskir en þeir og fleiri djarfir til kvenna, samanber aðmírálinn á dögunum. Hvað viltu segja um það? „Eg get ekkert sagt um það. Ef menn hins vegar trúa þessum áburði þá höfðar hann til sömu bandarísku laga og aðmírállinn gekkst undir. Þetta mál mitt er aftur á móti algerlega ósannað og manni finnst það hart að vera rekinn með skömm eftir að vera búinn að starfa þama allan þennan tíma eftir bestu samvisku,” sagði Jónas Guðmundsson. Jónas og aðrir íslenskir yfirmenn á Keflavíkurflugvelli eru ekki í neinu stéttarfélagi og hafa því ekki þá réttar- stöðu sem menn hafa í ámóta félögum. Hins vegar eru þeir í eigin félagi, fyrrnefndu FISK. Stjómarmönnum þar, og reyndar mörgum félags- mönnum, finnst þeir algerlega rétt- lausir gagnvart vinnuveitendum sínum á mörgum sviðum eins og þessum, samkvæmt upplýsingum DV. Mönnum þeirra finnst vægast sagt hæpið að reka mann fyrir ósannað mál og yfirleitt að hægt sé að reka menn úr starfi án nokkurra gildra ástæðna. Þess vegna hefur stjórn FISK skotið máli sinu til varnarmáladeildar og síöan áfram til u,tanríkisráöherra, ef með þarf. -KÞ. Millisvæðamótið: „Annað eins hefur aldrei sést... ” í miklum darraðardansi 12. umferðarinnar i Biel kostuðu afglöp skákstjóra Pólúgaévski skákina og sennilega sæti í áskorendakeppninni. DV-mynd JLÁ. Frá Jóni L. Árnasyni, fróttaritara DV í Biel: „Annað eins hefur áreiðanlega aldrei sést áður á millisvæðamóti,” var viðkvæði áhorfenda í lok 12. um- ferðarinnar í Biel sem tefld var í gær. Pólúgaévskí lék sig í mát í öðrum leik, löngu eftir að tímamörkunum var náð. Sókolov var ýmist með unnið eða tapað og klykkti út með því að leika af sér manni er hann átti tveimur peðum meira. Samt var hann með betra er skákin fór fyrst í bið en eftir að skákin fór öðru sinni í bið er jafnteflisfnykur af henni. Síðast en ekki síst voru heilla- disirnar Margeiri hliðhollar. Hann varð að gefa drottningu sína til að af- stýra máti og hafði þá hrók og fimm peð gegn drottningu og fjórum peðum en hélt samt auðveldlega jafntefli. Sem sagt fjörug umferð með af- brigðum en taflmennskan ekki galla- laus. Urslit 12. umferðar: Martin—Margeir jaf nt Andersson-Vaganjan jafnt Pólú hafði hvítt í þessari stöðu og lék 46. Ha77? en eftir 46. — Dbl+ varð hann að gefast upp, enda mát í næsta leik. Hann gat leikið 46. e4 Bxe4 47. Ha7 Dg4 48. Kh2 og líklegast er að staðan sé jafntefli. Að sögn sjónarvotta datt fallvísir- inn á klukku Sax þremur leikjum fyrir afleikinn mikla. Þá var hann reyndar búinn að ná tímamörkunum en skák- stjóra ber samkvæmt skáklögunum að stöðva klukkuna um leið og annar fer yfir timamörkin, þannig að kepp- endum takist að skrá niður leikina, enda getur verið óvíst hvort leikjunum 40 hafi verið náð. Ef skákstjóri hefði farið að lögum í gær hefði Pólú hætt að tefla hraðskák og vafalaust áttað sig á hættunni. Hann sagðist mundu leggja fram kæru en hæpið er að úrslitum verði breytt úr því sem komið er. Afglöp skákstjóra gætu þannig orðið til þess að Pólúgaévskí kæmist ekki í áskorendakeppnina. Hann var eðlilega niðurbrotinn maöur eftir umferðina í gær og verður aö teljast vafasamt að hann nái sér á strik eftir þetta. varð hann að gefa drottningu sína svo hann yrði ekki mát. Þá kom gamla seiglan upp í honum og hann hékk á jafntefli. .. Hvítt: Martin-Gonzales Svart: Margeir Sikileyjarvörn. 1. o4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 g6 5. Be3 Bg7 6. Rc3 Rf6 7. Bc4 0-0 8. Bb3 d6 9. f3 Rd7l? 10. h4 Rc5 11. h5 Da5 12. hxg6 hxg6 13. g4? Be6 14. Dd2 Hfc8 15. 0-0-0 Bxb3 16. Rxb3 Rxb3 17. cxb3 Re5 18. Kb1 Rxf3 19. Df2 Hxc3! 20. Dxf3 Hc7? 21. Bd4 Bxd4 22. Hxd4 Hac8? 23. Hd5 Db4 24. a3l Hc3 25. Hh8 +! Kxh8 26. Dhl + Kg7 27. axb4 Hc2 28. Hd3 He2 29. g5 Hh8 30. Hh3 Hxh3 31. Dxh3 Hxe4 32. Df3?? Hel + 33. Kc2 b5! 34. Db7 He5! 35. Dxa7 Kf8 36. Db8 + Kg7 37. Dc7 Kf8 38. Db8+ Kg7 39. De8 hxg5 40. Dxe7 Hf5 41. Dxd6 Kg8 42. Kd3 — og hér var samiö jafntefli. Hvítur kemst ekki gegnum vígi svarts. Staðan á toppnum er svolítið óljós vegna biðskáka sem tefldar verða í dag. Fátt getur þó komið í veg fyrir að Vaganjan komist áfram og þeir Seira- wan, Torre, Sókolov, Van der Wiel og Ljuboievic virðast þess albúnir að fylgja honum. Það komast hins vegar bara fjórir áfram. .. 13. umferð verður tefld á föstudag. Þá hefur Margeir hvítt gegn Kína- manninum Lí. | JLÁ/-IJ. Van der Wiel-Jansa 1 —0 Ljuboievic-Short jafnt Pólúgaévskf-Sax 0—1 Quinteros-Seirawan 0—1 Torre—Gutman 1—0 Sókolov-Rodriguez bið Li-Partos jafnt Það var hrikalegt að fylgjast með timahrakinu í skák Pólú og Sax. Sax átti minni tíma og skellti niður mönn- unum er hann lék og lamdi á klukkuna. Hvorugur haföi tölu á leikjunum og aðrir keppendur slógu hring utan um borðið til þess að sjá betur. Skyndilega heyrðist stuna frá áhorfendaskaranum og Pólú stóð snögglega upp, eldrauður í framan. Sælusvipur færðist hins vegar yfir and- lit Sax, sem hugði gott til glóðarinnar því Pólú var óverjandi mát í næsta leik. Afleikurinn mikli kom í 46. leik, sex leikjum eftir að tímamörkunum var náð og þá var Pólú skiptamun yfir en reyndar búinn að leika yfirburða- stöðu niður í jafntefli. Hann var þó fljótur að taka sig saman í andlitinu og rétti Sax höndina til merkis um upp- gjöf. Þeir Sókolov og Rodriguez tefldu heldur ekki gallalausa skák. Sókolov, sem hafði hvítt í spænskum leik, fórn- aði manni fyrir að því er virtist vænleg sóknarfæri. Síðan lék hann af sér og varð að gefa drottningu sína og hafði þá aðeins einn hrók. Þá lék Rodriguez biskup kæruleysislega og áttaði sig bersýnilega ekki á máthættu í borðinu. Hann varð að gefa drottninguna til baka fyrir hrók og var þá tveimur peðum undir. Nú var röðin aftur komin að Sókolov; hann lék af sér heilum manni en var samt með betra er skákin fór i bið. Líkur voru þó mestar á jafntefli, ekki síst eftir að skákin fór aftur í bið í gærkvöldi. Oft hefur verið heitara í skáksaln- um en í gær en sjaldan jafnundarlega teflt. Quinteros og Seirawan tefldu furðulega skák þar sem Argentínu- maðurinn lét öllum illum látum en lagðist svo saman í vörninni er sóknin gekk ekki nógu vel upp. Short sagðist hafa átt tapaða stöðu á tímabili en hann náði að bjarga sér. Torre mátaði drottningu Gutta strax eftir að skákin hafði farið í bið. Þeir Andersson og Vaganjan voru hér um bil þeir einu sem héldu ró sinni; skák þeirra var í járnum allan tímann og jafntefli eðli- leg niðurstaða. Þá tefldi Van der Wiel vandaða skák gegn Jansa og tókst að vinna eftir hróksendatafl, með þrjú • samstæð peö á drottningarvæng gegn tveimur peöum Jansa á kóngsvæng. Van der Wiel virðist eflast um allan helming í hvert sinn sem hann tapar skák! Best er aö hafa sem fæst orö um skák Margeirs. Hann yfirspilaði Spán- verjann í byrjuninni, sem var Sikileyjarvörn, afbrigði drekans ógur- lega. Svo lék hann veikt og allt í einu Torfæruhjól Allt fyrir BMX BMX-hanskar BMX-hjálmar BMX-grímur BMX-peysur BMX-buxur BMX-skór BMX-sokkar BMX-hnéhlífar BMX-púðar BMX-merki • Sendum í póstkröfu • Kreditkortaþjónusta • Varahluta- og viðgerðarþjónusta l/efslunin W yM4RKlD Suðurlandsbraut 30. S(mi 35320.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.