Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1985, Blaðsíða 6
6 DV. MIÐVIKUDAGUR17. JULl 1985. HÚSAVÍK Kennara vantar að bamaskóla Húsavíkur næsta vetur, kennslugreinar m.a. myndment. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 96-41123. SKÓLANF.FND. Neytendur Neytendur Neyte EINN MED DÝFU - EDA KIÍFUR Fallegar sólstofur Þessar dönsku sólstofur eru auöveldar í uppsetn- ingu og ódýrar. Veröin eru frá 34 þús.—59 þús. meö öllu Gísli Jónsson og co. Sundaborg 41, sími 686644. Þetta eru nákvæmlega 100 g af ís og var okkur sagt að þarna væri nokkurn veginn hinn svonefndi barnaís. Á hann fara um 15 g af súkkuiaði ef dýfan fylgir. Það er engum blöðum um það að fletta — á Islandi er heilmikill iskúlt- túr. Hér er hægt að fá ís í öllum mögu- legum myndum og margar hefðir sem fylgja ísátinu. Til að mynda er alit í lagi að borða ís hérlendis hvemig sem veðriö annars lætur, en hann skal snæddur innan dyra í verstu hrinunum en úti undir berum himni í góðviðri. Heilu fjöl- skyldumar fara í ísleiðangra, annað- hvort í leiðinni niöur á Tjöm í blíðviðri eða í sunnudagsbíltúrunum. I síðar- nefnda dæminu tilheyrir að kaupa ís- Hins vegar er hérna sami ísinn kom- inn með dýfuna og þar með orðinn bæði dýrari og hitaeiningaríkari. Venjulegur is er svo helmingi stærri og á hann fara 20—25 g af súkkulaði i hjúpinn. inn á Selfossi. Til skamms tíma vildu sérfræðingamir ekki hvaöa ís sem var — sumir þurftu að fara alla leið á Sel- foss til að fá sér einn en aðrir vildu ekk- ert nema ís úr sérstakri ísbúð á Lauga- læknum. Frjálslyndi í þessum efnum hefur aukist með árunum í takt við annað, is- búðum fjölgað og ísréttunum líka. En sá gamli góði heldur ennþá velli — langflestir kaupa ís með dýfu. Engin verðsamkeppni Þegar reynt var að gera verðkönnun Púnsbomban frá Mjólkursamsöl- unni er þeirra sérréttur og kostar 85 krónur. Rétturinn rann Ijúflega niður og við forðumst það eins og heitan eldinn að reikna út hitaein- ingafjöldann. DV-myndir Páll. á isunum gömlu og góðu með dýfunni kom hið undarlega í Ijós — þeir eru all- ir á sama verði! Frjáls verðsamkeppni ekki finnanleg og engu líkara en stóri bróðir hafi sent út lög um að allir ísar skuli seljast á sama verði. Hins vegar er verðlag á slikri vöru frjálst og því hefði mátt ætla að bilið væri eitthvað eins og á öðrum hlutum sem hafa frjálsa álagningu. Alls staöar kostuðu ísarnir 45 krónur án dýfu og 55 krónur með dýfunni. Kjörísinn er að vísu örlítið dýrari, 50 krónur án dýfu en 60 krónur með STIFIAÐ? Fáöu þér þá brúsa af Fermitex og máliö er leyst. Fermítex losar stíflur í frárennslispíp- um, salernum og vöskum. Skaölaust fyrír gler, postulín, plast og flestar tegundir málma. Fljótvirkt og sótthreínsandi. Vatnsvirkinn hf. Sérverslun með vörur til pípulagna Ármúla 21 — sími 686455. FYLLT EGGALDIN Daninn Per Fuglsang eldar fyrir heilsuf ríkin 1 síðustu viku birtum við uppskrift aö graskerjum og ætlum nú að halda uppteknum hætti viö að hvetja fólk til að reyna eitthvað nýtt. Daninn Per Fuglsang, sem kom hingað og kokkaöi fyrir gesti á matstofu Náttúrulækningafélagsins, töfraði fram þessi fylltu eggaldin fyrir DV. Það er óhætt að treysta því að þetta er hreint alveg voðalega hollt, troð- fullt af bætiefnum og bragðiö er framandi í fyrstu en venst ágætlega. Fyllt eggaldin: Skerið eggaldinin langsum og Fyllt eggaldin eru herramannsmatur og ekki skaöar tilhugsunin um hollustuna sem fylgir eggaldináti. DV-mynd Vilhjálmur. Per Fuglsang I eldhúsi matstofu Náttúruiækningafélagsins. stappið innihaldiö meö gaffli. Saltiö innihaldiö til þess að draga fram ýmis bragöefni. Látið standa þannig í nokkrar klukkustundir, jafnvel yfir nótt. Setjið síðan í heitan ofn (225°) í 30—40 mínútuur. Skafiö innihaldið úr en látið þó brún vera eftir til þess að hýðið haldi nokkrum stinnleika. Stappið saman við innihaldið smá- vegis af rjóma, matskeið af mjöli og bragöbætið með sítrónusafa, salti og pipar. Snöggsoðnar gulrætur þarf að hakka smátt og blanda saman viö líka. Hvítlaukur er einnig góður sem bragðauki. Setjið innihaldið aftur í hýði og síöan i ofninn og bakiö i 10—15 mínútur — eða þangað til aldiniö er orðið meyrt. Athugið að hýðið er ætt og gert ráð fyrir að menn innbyrði þaðlíka. baj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.