Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1985, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1985, Side 8
8 DV. ÞRIÐJU DAGUR 20. ÁGUST1985. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Engar reglur um au pair hér á landi: Fæði og húsnæði og smávegis vasapeningar „I flestum löndum Evrópu eru til reglur um au pair stúlkur en lslend- ingar eru ekki aðilar að neinu sliku,” sagði Oskar Hallgrímsson hjá vinnumáladeild félagsmála- ráðuneytisins, er DV spurði hann um réttindi og skyldur svokallaðra au pairstúlkna. Hann sagðist telja afar sjaldgæft að erlendar stúlkur réðu sig hingað sem au pair. I þeim tilfellum, að einhver ætlaði að ráöa stúlku til sin á þeim grundvelli, þarf viðkomandi að sækja um atvinnuleyfi, nema því aðeins að stúlkan komi frá einhverju Norðurlandanna. „Ef íslenskar au pair stúlkur hafa lent í vandræðum erlendis veit ég til þess að þær hafa leitað til sendi- ráðanna. Þá hafa þær fengiö leiðréttingu mála sinna á grundvelli reglna í dvalarlandinu, þótt við séum ekki aðilar aö neinu samkomulagi þar um,” sagði Oskar. 18 ára aldurstakmark I breska sendiráðinu fengum við upplýst að stúlkurnar þurfa að vera a.m.k. 18 ára. Aöeins stúlkur frá Vestur-Evrópu koma til greina (þar með taldar frá Möltu, Kýpur og Tyrklandi) sem au pair stúlkur í Bretlandi. Ætlast er til að au pair stúlkur fái fæði, húsnæði og einhverja vasa- peninga. Algengt „kaup” mun vera 15—20 pund á viku (8—1200 kr. isl.). Fyrir nokkrum árum tíðkaðist aö fjölskyldurnar greiddu far au pairstúlknanna, aðra leiðina ef þær vistuðust til hálfs árs en báðar leiðir ef þær vistuðust til heils árs. Nú greiöa stúlkurnar sjálfar ferða- kostnaö. Ætlast er til aö au pair stúlkur liti eftir börnum og hjálpi til við létt heimilisstörf, þó ekki meira en fimm tima á dag. Ráðningarstofunum er skylt aö veita alla aöstoö og upplýsingar endurgjaldslaust. Utanáskrift aðaiskrifstofunnar, sem staösett er í London, er: Federation of Personnel Services og Great Britain LTD, 120 Baker Street, London W12DE. Ekki atvinnuleyfi í Bretlandi Stúlkur sem ætla til Bretlands sem au pair þurfa ekki sérstakar vega- bréfsáritanir eða atvinnuleyfi. Þær þurfa hins vegar að hafa i höndunum við komuna til Bretlands bréf frá vistarforeldrum þar sem er greint frá til hvers er ætlast af þeim og hve langur dvalartími í iandinu er áætlaöur. Stúlkumar geta ekki dvalist lengur í Bretlandi en tvö ár sem au pair stúlkur. Það er mikið öryggi fyrir foreldra að vita að einhver opinber aðili hefur hönd í bagga með ráöningu stúlknanna sem fara utan. Ekki siður er mikilvægt aö vita að þær geta leitað til ábyrgðs aðila ef eitthvað ber út af. Þannig getur au pair staða verið tilvalin fyrir ungar stúlkur til þess að kynnast því hvemig lífið og tilveran gengur fyrir sig á öðrum vettvangi en heima fyrir. Loks má benda á að au pair stúlkur fá ekki vegabréfsáritanir til Bandaríkjanna. Þær þurfa einnig atvinnuleyfi en það fá útlendingar að öllu jöfnu ekki. Þær stúlkur, sem farið hafa til Bandaríkjanna sem au pair, eru þar því í leyfisleysi yfirvalda og á röngum forsendum því þær eru á ferðamannapappírum. A.Bj. •jm s ^Sr - < Það sem elnna helst er satlast tll af au palr stúlkum er afl þ»r gmtl barna. Erlendis er þafi allsendls óþekkt fyrirbmri að börn — aldur sklptlr nónast ekkl móli, séu lótin vera ópfissufl utan dyra efia innan. Þessi bfirn eru af Kató, bamahelmili St. Jósefsspitalans i Hafnarfirfii. Þau voru vlfistfidd opnun nýju Ikea verslunar- innar, I umsjó fóstra. DV-mynd Bjarnleifur Bjarnleifsson Komum tínum berin blá Krmkiber eru komin i verslanir höfuðborgarinnar. Litifl mun um berjasprettu fyrir norðan i viðurkenndum berjalöndum en meira um berin sunnanlands. Þetta stafar af hlýju veflri i vor fyrlr sunnan en köldu fyrir norflan. Barln eru ódýrust i Blómavali ó 75 kr. en kosta 94,50 i Miklagarfll og 96 kr. i Vifll i Mjóddlnni. i Vifll voru elnnig til blóber i lausrl vigt og kostuflu 250 kr. kg. Þetta eru erlend blóber, stór og safarfk og mjfig bragflgófl. A.Bj. Bragi Þórarlnsson sýnlr okkur nýju útgófuna af vegakortinu. DV-mynd PK Kæling undir brotnu gleri Áhugasamur neytandl hringdl: „Eg var að koma úr verslun þar sem á boðstólum var gimilegur lax og þar var hann í ísmolum þannig að allt virtist í lagi. Hins vegar þegar betur var aö gáð sást aö gleriö i borðinu er brotið og allir geta sagt sér hversu góð kæling er undir brotnu gleri. Nýr lax er mjög viðkvæm vara, því þetta er feitur fiskur og þarf aö kælast vel. Slíkar Sælkerasaf n Veraldar: Kartöfluréttirbæði sparioghversdags Kartöflur og rótarávextir nefnist ný matreiöslubók sem komin er út hjá Sælkeraklúbbi Veraldar. Þar er að finna milli 80 og 90 uppskriftir aö réttum úr kartöflum og öðrum rótar- ávöxtum. Bókin er 64 bls. og prýdd fjölda lit- mynda. Uppskriftimar eru einfaldar og aulvelt aö fara eftir þeim. I bókinni er getið um hitaeiningar réttanna. Þetta er áttunda bókin i Sælkera- safninu en Skúli Hansen, mat- reiöslumeistari í Arnarhóli, er ritstjóri safnsins. Rósa Jónsdóttir matvæla- fræðingur þýddi uppskrifimar úr sænsku.Bókinkostar298kr. A.Bj. geymsluaðferöir eru mjög hættulegar og bjóða heim matareitmn og fleim. Það er ekki óalgengt að glerið í kæU- borðum sé brotið og því betra að benda kaupmönnum á þá staðreynd að i slíku ástandi er kælingin af skomum skammti. Ekki er víst að menn geri sér almennt grein fyrir þessu og sjáifsagt að Uta ekki lengur á brotin kæUborð sem viðunandi ástand í verslunum.” baj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.