Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1985, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1985, Side 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGUST1985. 13 Baráttan um brauðið Líklega eru fáir til sem vildu lifa í nútímasamfélagi án póstþjónustu. Póstþjónustan er samfléttuð þjóðfé- laginu á svo mörgum sviðum að ólík- legt er aö halda samfélaginu starf- andi án tilvistar póstþjónustunnar. En hvernig er búið að starfsfólki póstþjónustunnar? Launakjör fara eftir launakerfi ríkisstarfsmanna, sem flestir teljast til láglaunahóps- ins fræga. Lítt hefir verið haldið á lofti bar- áttu póstmanna fyrir bættum kjör- um sinum fram að þessu. Þó hafa bréfberar í Reykjavík látið til sín taka með uppákomu sem þeir nefna „Bréfdúfuleikhúsið”. Það hefir mæist misjafnlega fyrir og eru fyrst og fremst nokkrir yfirmenn bréfbera sem misskilja þetta ágæta framtak sem vakið hefir athygli. Laun bréf- bera, póstbílstjóra og aðstoðarfólks hjá póstinum eru mjög lág, taxtar sumra ná t.d. ekki lágmarkstekjum sem voru kr. 14.075 til skamms tíma. Á Póstmiðstöðinni i Reykjavík, þar sem undirritaður starfar, eru all- margir starfsmenn sem hafa alllang- an starfsaldur að baki, sumir meira að segja mjög langan, 40 ár, og dæmi eru um menn með jafnvel nokkrum árum betur. Talsvert margir þess- ara manna hófu störf sín í póst- þjónustunni sem bréfberar. Þeir voru margir sem Reykjavíkin dró til sín á stríösárunum, þar sem ungum mönnum bauðst tækifæri við önnur störf en þekktust á sviði hefðbund- inna atvinnuhátta. Flestir voru þeir fjölskyidumenn og algengt var að þeir leigðu húsnæði og greiddu fyrir það af launum þeim sem þeir hlutu fyrir störf sín við bréfaútburöinn. Með öðrum orðum, þeir náðu að lifa af launum sínum og vel þaö. Viðtöl min við ýmsa af þessum eldri mönnum var mér hvatning að skoða betur launamái fyrri tima. Áður en Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) öðlaðist samnings- rétt voru kjör þessara starfsstétta á vegum íslenska ríkisins ákveðin með sérstökum lögum frá Álþingi Islend- inga: launalögum. Á þessari öld hafa rikisstarfsmönnum verið sett þrenn launalög; 1919, 1945 og síöast 1955. Auk þessa eru launaákvæði í sérlög- um t.d. um laun forseta. Árið 1945 voru árslaun bréfbera og póstafgreiðslumanna á bilinu 4.800 til 7.800 meðan hæstu laun skv. sömu launalögum námu 15.000 sem ráð- herrar og hæstaréttardómarar tóku. Með öðrum orðum, bréfberinn og póstafgreiðslumaðurinn höföu aö byrjunarlaunum 32% af launum ráð- herra og hæstaréttardómara. Bréf- berinn og póstafgreiðslumaðurinn hækkuðu um 300 krónur fyrir hvert ár með starfsaldurshækkun uns þeir höfðu hækkað um 1800 krónur (12% ur í launamálum þeirra lægri og hærri. I dag eru lægstu laun rúmiega 14.000 krónur meðan ráðherrann er með um eða yfir 100.000 á mánuði. Hér er aöeins um hrein laun að ræða (nettó) því hlunnindi, sporslur og GUÐJÓN JENSSON PÓSTAFGREIÐSLUMAÐUR ýmsar huldar launagreiöslur eru þar fyrir utan. Þessar aukatekjur voru annaðhvort ekki til fyrrum eða það lágar að litlu máli skipti. Bréfberinn hefir því aðeins um 14% af hæstu launum í stað 32% 1945. En hvernig gengur fólki að lifa af þessum lágmarksiaunum sem svo smátt eru skömmtuð? Það gengur hreinlega djöfullega hjá flestum sem iskrimta af þessari óveru sé miöað við verð á öllum vörum og þjónustu allri. Algengt er að matarkostnaöur vísitölufjölskyldunnar sé 12—15.000 á mánuði og leiga fyrir hóflega stórt húsnæði er í svipuðum dúr. Þá er ekkert annað eftir en botnlaus yfir- vinna og strit sem oft endar með skelfingu. I dag er lítið samræmi í endur- gjaldi vinnuframlags láglaunafólks og kostnaði við iifsbaráttuna. Lægstu laun þyrftu að hækka verulega. Guðjón Jensson. af hæstu launum sem stóðu óbreytt). Þannig gekk fremur saman en sund- „Póstþjónustan er samflóttuó þjóðfólaginu ó svo mörgum sviðum að ólíklegt er að halda mannfólaginu starfandi án tilvistar póstþjónustunnar." Æk „Algengt er að matarkostnaður ^ vísitölufjölskyldunnar sé 12— 15.000 á mánuði og leiga fyrir hóflega stórt húsnæði er mjög í svipuðum dúr. Þá er ekkert annað eftir en botnlaus yfirvinna og strit sem oft endar með skelfingu.” Þessa dagana er þess minnst um gervallan heim að 40 ár eru nú liðin síöan sá ógnaratburður gerðist að japönsku borgunum Hirosima og Nagasaki var eytt með kjarnorku- sprengjum. Fátt sýnist því eðlilegra en það að stofna til heimsþings um þessi mál í því landi sem varð vettvangur at- burðanna eins og nú var gert. Baráttu er þörf Þá er heimsmóti æskunnar, með þátttöku fulltrúa nærfellt 160 þjóða, nú nýlokið í Moskvu. Vonandi hefur þetta æskufólk leitast við að sam- hæfa skoðanir sínar og framtíðar- markmið með öðrum og virkari hætti en okkar kynslóð. Vonandi hefur það skiliö hvað annað betur en við, von- andi hefur það talið sig eygja ein- hver ja sýn tU f ramtiðar. Vonandi hefur þetta þing einhverj- ar ályktanir gert um helstefnu risa- veldanna tveggja á sviði vigbúnaöar, glórulausa framleiðslu gereyðingar- vopna, sem sífellt fleiri ríki hafa und- ir höndum og/eöa stefna aö fram- leiðslu á. Glórulausa aðför iðnaðar- þjóða að lífríki jarðar, eyðingu millj- óna hektara samf elldra gróðursvæða af völdum mengaörar úrkomu, mengun á lofthjúpi jarðar með ófyr- irséöum afleiðingum, mengun stórra hafsvæða sem á fáum árum sýnast vera að breytast í „Dauða- höf”. Aö ógleymdri mengun auð- mangs og hermángs á mannlíf í „vel- ferðarríkjumm”. Það er raunaleg staðreynd að við Islendingar, sem á flestum sviðum höfum skilyrði til að verða leiðandi afl í þessum umræðum öllum, skul- um ekki þekkja og rækja skyldur okkar í því efni betur en raun ber vitni. Barnalegt tuð stjómmálamanna okkar, sem telja sér skylt að taka af- stööu með öðrum hvorum, tuddanum í vestri eða þursanum í austri, hefur ruglað svo dómgreind þjóðarinnar að mikill hluti hennar sýnist telja sig tryggja öryggi sitt og efla friðarvon- ir heimsbyggöarinnar með þátttöku okkar i hernaöarbandalagi. Og afstaöa islenskra stjórnvalda er sú að svona skuli þetta verða og sjálfskipaðir fulltrúar þeirra fara úr ridur óttans öllum hami, leyfi einhver óbreyttur borgari sér aðra skoðun á því máli. Friðarumræðan I dag er svo komiö að milljónir manna eru farnar aðsjá sturlunina á bak viö allt þetta hrikalega mál. Þeir sjá að ef svo fær að halda fram sem horfir er stutt í endinn. Það eru fulltrúar þeirra, sem kveöja sér hljóðs í fjölmiðlum í dag; hópast saman á ráðstefnur víðs vegar um heim og ræða um frið. Kref jast frið- ar. Þeir neita því að friöur byggist á ótta, ofbeldi, morðum og heÚaþvotti en óska eftir þeim raunverulega friði sem grundvallast á samskiptum byggðum á vinsemd, skilningi og gagnkvæmri tillitssemi. En það er stefna okkar Islendinga að fara okkur hægt i þessum málum öllum. Við gætum þess vel að fara ekki offari í neinu efni sem þessi mál varða og styggja ekki vini okkar. Þegar okkur sýnist þörf á að „kveðja okkur hljóðs á alþjóðavettvangi” sendum við frá okkur drjúglangar og spaklegar ályktanir um frið með al- mennu orðalagi og heföbundnum áhersluþáttum þar sem hvorki verð- ur skilið né misskilið. Síðan setj- umst við ánægðir niður og höldum áfram að naga beinið okkar sem kom með póstinum að westan. Nei, friðar- mál eru ekki áhersluþáttur í ís- lenskri þjóðmálaumræðu í dag og hafa reyndar s jaldan verið. Þátttaka islenskra sendinefnda í þremur heimsþingum áhugafólks um frið að undanfömu hefur þó óhjá- kvæmilega orðið fréttaefni íslenskra f jölmiðla, reyndar án mikils hávaða. Fáeinar ályktanir um sama efni frá einstaklingum, sem ekki hafa af ein- hverjum ástæðum orðið samstiga landvarnarhirðinni, hefi ég einnig rekist á í því eina dagblaði, sem ég gef mér tima til aö fletta nokkuð reglulega. Haralds þáttur Blöndals Mér þótti ætla úr hömlu að dragast að þeir Pentagonmenn vinir okkar tefldu „sínum manni” fram á ritvöll- inn til varnar þessum voða. „Hvort er nú Haraldur Blöndal all- ur, ellegar genginn af trúnni”? sagði ég við sjálfan mig og þótti bölvað að hafa hvorugt á hreinu. Þannig er nefnilega mál með vexti að um alllangt skeið hefur varla nokkrum manni mátt verða það á að stofna til umræðu um frið, að ekki sé nú talað um félagasamtök s.s. Frið- arsamtök kvenna, án þess að um- ræddur geystist fram til árásar og setti ofan i við viðkomandi. Þetta „námskeið” hefur að sjálfsögðu ævinlega verið í því fólgið að sýna fram á það að sú eina afstaöa sem okkur leyfðist í þessum málum væri sú að treysta með öllum hætti sam- stöðu þjóðarinnar með þeim fals- lausa friðarboöanda sem í hverju efni þyrfti að vera við því búinn að láta „verkin tala” og greinarhöfund minnir að hafi gert sig skiljanlegan á því máli í Viet-Nam og reyndar víð- ar. ÁRNI GUNNARSSON FERSKFISKEFTIRLITSMAÐUR SAUÐÁRKROKI Þetta er auðvitað skelfilegur lífs- skilningur í öllu tilliti. Og þótt ég beri að öllum jafnaði virðingu fyrir skoð- unum fólks og trúarbrögðum tel ég mikilvægt i því uppgjöri að trú hafi siörænan og mannbætandi grunntón. En upp úr póstkassanum dró ég, föstudaginn 9. ágúst, eintak mitt af DV, og þar blasti við mér óræk sönn- un þess að allt var svona í bærilegu lagi með H. Bl. og trú hans á friðar- mátt bombunnar við rétta „hand- höfn”. Og vasklega gekk hann til verkanna sinna svo sem hans var von og visa. „Gersemi ert þú hversu þú ert mér eftirlátur,” sagði Hallgerður forðum við Sigmund Sigfússon, er hann hafði ort níðið um þá feðga á Bergþórs- hvoli. Ekki veit ég hvernig þessi setning hljóðar á þá nefmæltu tungu sem gamli kúrekinn fyrir vestan mælir til essreka sinna en vona eindregið að ■Haraldur hljóti ekki af girskum, af- drif lík þeim er Sigmundur hafði forðum af svolanum Skarphéðni. a „Samtök herstöðvaandstæðinga ^ eru andvíg hernaði og ofbeldi í öllum skilningi. Mótmæli þeirra túlka ekki á neinn hátt uppgjör á afstöðu til sovésks eða bandarísks vígbúnaðar.” Ekki væri nú sanngjarnt að gleyma hér „garminum honum Katli”. Leiðari þessa dags i DV ber það ágæta nafn: „Misskilin friðarbar- átta”. Heiti leiðarans er að sjálf- sögðu vel við hæfi, þar sem hann ber augljóslega með sér að vera skrifað- ur af þeim grundvallarmisskiliúngi á málefninu, sem friöarumræðum er ævinlega vísvitandi stefnt í á landi hér; auk þess að túlka misskilning höfundar á tilgangi þess félagsskap- ar sem hann gerir aö ályktunarefni. Gegn vígbúnaði Samtök herstöðvaandstæðinga eru andvíg hernaði og ofbeldi í öllum skilningi. Mótmæli þeirra túlka ekki á neinn hátt uppgjör á afstöðu til sov- ésks eöa bandarisks vígbúnaöar. Át- vik máls eru einfaldlega þau að það voru bandarískar sprengjur sem eyddu borgunum Hirosima og Naga- saki sumarið 1945 og tæpast hefði verið viðeigandi að beina mótmælum af þessu tilefni að öðrum þjóðum, eða hvað? Samtök herstöðvaandstæðinga eru andvíg því að herstöðvar nokkurs ríkis og í nokkurri mynd verði leyfð- ar á Islandi. Mótmæli í þá veru hlutu því að beinast að þeirri einu herstöð sem fyrir hendi var. Mér er reyndar ekki launung á þeirri sannfæringu minni að mótmæli við þessum ófögnuði hefðu orðið torveldari hefði hann veriö sovéskur. Þaöerusvo aðlokum eindregin til- mæli mín að þeir lesendur þessa pist- ils, sem ekki hafa litið augum grein Haralds Blöndal, „Kjarnorka og friður”, verði sér úti um hana, geri sér grein fyrir þeim friðarboðskap, sem á bak við liggur og er í hnot- skum sú stefna sem við Islendingar fylgjumídag. Einkum tel ég mikilvægt að skoða gaumgæfilega siöustu málsgreinina, þar sem ályktað er um innlegg Sam- taka herstöðvaandstæðinga til „ógn- unar mannkynsins”. Eg hygg að í þessari málsgrein speglist nokkuð greinilega ályktun- arhæfni þessa hermangsfriðarboð- anda og það einnig í hverra þágu hann mælir. Árni Gunnarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.