Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1985, Blaðsíða 4
4
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. AGUST1985.
Mér f innst Eggert vera
að brevta tölum
„Ég vildi athuga betur ýmsa út-
reikninga varðandi félagsheimilið.
Okkur hefur ekki komiö saman varð-
andi útreikninga á þessu,” sagði Har-
aldur Júlíusson, annar af kjörnum end-
urskoðendum hreppsreikninga Vestur-
Landeyjahrepps. Haraldur hefur ekki
skrifað undir reikninga síðasta árs.
Haraldur sagði að málið snerist
einkum um kostnaðarhlutdeild ung-
mennafélags og kvenfélags sveitarinn-
ar vegna stækkunar félagsheimilisins
Njálsbúðar. Haraldur kvaðst hafa ver-
ið ósáttur við útreikninga Eggerts
Haukdal. Eggert hafði þá lagt fram
nýja útreikninga í vor.
Samþykktir með
eðlilegum hætti
— segir Eggert Haukdai oddviti
um hreppsreikningana
„Það hafa verið samþykktir hér
reikningar með eðlilegum hætti og
endurskoðaðir, bæði af hreppsnefnd og
sýslunefnd,” sagði Eggert Haukdal,
oddviti í Vestur-Landeyjum og
alþingismaöur, í samtali viö DV í gær.
„Það liggja engar athugasemdir
fyrir um hreppsreikningana. Og
meöan það liggur ekki fyrir athuga-
semd við reikningana þá hljóta þeir aö
vera á meðan eðlilegir og samþykkt-
ir.”
— Annar endurskoðandinn hefur
ekki skrifað undir.
„Það liggur engin athugasemd fyrir
umreikningana.”
— En hvers vegna hefur hann ekki
skrifaðundir?
„Það er ekki mitt mál. Það liggur
einfaldlega engin athugasemd fyrir
um hreppsreikningana 1984.”
— Er eðlilegt að afgreiða reikning-
ana án þess að báðir endurskoöendur
hafi skrifað undir?
„Sýsluendurskoðendur hafa jafn-
framt athugað reikningana og ekki
fundið athugasemdir. Endurskoðendur
fara yfir reikninga og skrifa á þá ýmist
athugasemdalaust eða með athuga-
semdum, eftir því sem við á, og það
hlýtur að liggja í augum uppi aö skili
endurskoðandi ekki athugasemdum þá
hefur hann ekkert við reikninginn
aðathuga.”
— En þarf hann ekki samt að skrifa
undir?
„Trúlegt er nú það en málið liggur
„Eg vildi fá betri tíma til að bera
þetta allt saman. Or því að það voru
komnir tveir útreikningar frá Eggert
yfir sama hlutinn fannst mér ekki hægt
aö skrifa undir reikningana orðalaust.
Mér finnst hann vera að breyta töl-
um. Hans útreikningar passa ekki við
reikningana.”
— Er hugsanlega eitthvað saknæmt
á ferðinni?
„Eg veit það ekki. Það vill hver
koma af sér kannski. Hann vill láta
— segir endurskoð-
andinn sem skrifaði
ekki undir
hreppsreikningana
ungmennaf élagið og kvenfélagið borga
meira. Eg er í stjórn ungmennafélags-
ins og vil kannski draga úr því sem
ungmennafélagiö á að greiða. En ég vil
að mínir útreikningar passi við bygg-
ingarreikninga en oddviti vill hækka
hlut aöildarfélaganna,” sagði Harald-
ur Júlíusson.
-KMU.
• Eggert Haukdal, oddviti og alþingis-
maður.
svona fyrir.”
— Getur verið að hann sé ekki búinn
að skrifa undir vegna þess að hann er
ennþá að athuga reikningana?
„Það er nú ekki margra mánaða
verk aö athuga reikninga. En sem
sagt. Það fylgja ekki athugasemdir
reikningunum.”
— Eru menn sáttir varðandi reikn-
inga um félagsheimilið? Hafa engar
athugasemdir komið fram við þá?
„Þessi endurskoðandi hefur endur-
skoðað reikninga hreppsins í mörg ár
án athugasemda. Og ef allt í einu eru
athugasemdir í dag þá eru einhverjar
athugasemdir við endurskoðandann.
En svo er ég út af fyrir sig ekki í neinni
yfirheyrslu hjá þér um þetta mál. ”
— En er samt ekki dálítið skrýtið að
afgreiða reikningana án þess að hann
skrifi undir?
„Það liggur engin athugasemd fyrir.
Þaðermálið.”
— Þannig að þetta er allt í fína?
„Þetta er svona eins og gengur. Það
getur verið meiningamunur um hluti.”
— Hvaða meiningamunur er þarna?
„Þetta er bara almennt og eins og
yf irleitt gerist í málum. ’ ’
— Finnst þér ekkert óeðlilegt að
reikningarnir fari frá ykkur án þess að
báðir endurskoðendurnir skrifi undir?
„Það sem er meginmálið er að það
liggur ekki fyrir athugasemd um þá og
þá er allt í lagi með þá,” sagði Eggert
Haukdal.
-KMU.
Algjör valdahroki
í Eggerti Haukdal
segir Snorri Þorvaldsson hreppsnefndarmaður
„Þetta er algjör valdahroki í Eggert,
algjör að minu mati,” sagði Snorri
Þorvaldsson, hreppsnefndarmaður í
Vestur-Landeyjum, í samtali við DV í
gær.
„Hann ætlar sér að nota afl sitt og
atkvæði til þess aö keyra okkur niður.
Eg benti íbúum hreppsins á það á
fundinum í gær að ef þetta mál færi
svona þá væri enginn grundvöllur til
samstarfs í þessum málum og enginn
grundvöllur til þess aö starfa með hon-
um.
Eggert boðaöi fundinn í Njálsbúð í
gær. Eg var á móti því að farið væri
með þetta mál til hreppsbúa. Eg vildi
reyna að jafna ágreininginn innan
hreppsnefndar.
En hann heimtar stríð, kallinn, eins
og hann þrífst á. Hann hefur aldrei náö
neinum árangri nema að hafa
einhverja spennu í loftinu og blandar
þá öllu inn í.
Eggert lítur bara á þetta sem árásir
á sig og talaði um að þaö væri ár í
kosningar eða tæplega það og blandar
því svona svipað inn eins og þegar um
prestsmálið er að ræða; þetta sé bara
pólitík.
Kjarni málsins eru reikningar sem
snerta félagsheimiliö Njálsbúð. Þeir
eru rangir að okkar mati.
Á hreppsnefndarfundi kvartaði ég
undan afgreiðslu á reikningunum
vegna þess að ég taldi ekki rétt að farið
gagnvart sveitarstjórnarlögum.
Eg taldi mér ekki fært að skrifa
undir reikningana á þeim forsendum
aö það vantar undirskrift annars
endurskoðandans. Hinn skrifaöi undir.
Sá taldi sig ekki þurfa að gera meir.
En Haraldur Júlíusson, þurfti að
kanna betur nýja pappíra sem honum
höfðu borist. Það ætlaði hann að gera í
samráöi við oddvita, er mér sagt.
Á hreppsnefndarfundinum fór ég
fram á tvær umræður um reikninginn.
En þá bar Eggert reikninginn upp til
samþykktar og meirihlutinn sam-
þykkti hann. Eg mótmælti þessu og
óskaði ^ftir því að það yrði bókað eftir
mér og gerði það munnlega. Eggert
óskaði eftir því að ég gerði það skrif-
lega. Eg skrifaði það niður á blað.
Þegar ég lét ritarann fá það þá lét Egg-
ert ritarann líka fá blað frá sér og þaö
var sú bókun sem var færð inn í
fundargerðarbókina. Ég fékk ekki bók-
un mina skrifaða.
Eg óskaöi þá eftir því að fá að hripa
niður nokkrar athugasemdir undir
nafnið mitt um leið og gengið yrði frá
fundargerðinni en hann neitaði mér
um það. Þá sá ég ekki ástæðu til
frekari umræðu um þetta og neitaði að
skrifa undir fundargerðina. Það er
þetta sem ég fann að til ráðuneytis og
síðan sýslumanns því aö það er sýslu-
maður sem sér um svona litla hreppa.
Þetta kallar Eggert kæru og svo
heldur hann fund til að skammast út af
þessu. Þennan fund hélt Eggert til að
sýna fram á að ég færi rangt með og að
ég væri að kæra sig og annaö.
Eg held að fólk trúi því að maöur
óskar ekki eftir tveim umræðum um
reikninga sem búið er aö samþykkja.
Eg óskaði eftir því að sjálfsögðu áður
en reikningurinn var borinn upp en
Eggert vill meina að ég hafi gert það of
seint, að það hafi verið búið að bera
hann upp. En það er rangt hjá honum.
Á fundinum í Njálsbúð hélt Eggert
fyrst klukkutíma ræðu um reikningana
en síðan byrjaði reiðilesturinn og hann
var mjög persónulegur. Sérstaklega
fékk endurskoðandinn mikla ádrepu
sem mér þótti afskaplega einkennileg
því að ég held að hreppsbúar hljóti að
fagna því ef endurskoðandi fer vel ofan
í reikninga. En oddviti cr víst ekki
ánægður með það,” sagði Snorri Þor-
valdsson. -KMU.
í dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
Bandalag jafnaðarmanna
Bandalag jafnaðarmanna er flokk-
ur sem varð til fyrir frumkvæði Vil-
mundar heitins Gylfasonar. í þing-
kosningunum fyrir tveimur árum
náði flokkurinn fjórum mönnum inn
á þing sem verður að telja verk Vil-
mundar heitins enda gustaði af þeim
manni af því hann vissi hvað hann
vildi.
Eftir að Vilmundur féll frá hefur
Bandalaginu ekki verið spáð löngum
líf dögum og satt að segja ekki gott að
átta sig á því hvaða erindi flokkurinn
á þegar foringinn er fallinn.
Þeir f jórir þingmenn sem á Alþingi
sitja hafa undanfarna tvo vetur gert
heiðarlega tilraun til að vekja á sér
athygli. Aðallega hefur málflutning-
ur þeirra gengið út á það að yfirbjóða
Sjálfstæðisflokkinn til hægri en
minna farið fyrir jafnaðarstefnunni
sem flokkurinn kennir sig við.
Almenningur hefur kært sig
kollóttan hvoru megin hryggjar
Bandalagið liggur enda engir kjós-
endur fundist sem styðja það hvort
sem er. Menn hafa frekar litið á
athafnir fjórmenninganna í þinginu
sem egotripp sérvitringa sem fyrir
slysni eru komnir á þing um stundar-
sakir.
Það bar því til nokkurra tíöinda
þegar það fréttist að til væri fólk sem
kenndi sig við Bandalagið og hefði á
því skoðun hvaða pólitik flokkurinn
ræki. Þessi hópur telur sig jafnaöar-
menn en hefur komist að þeirri
niðurstöðu að þingmenn flokksins og
formaður hafi orðið viöskila við þá
stefnu. Fullyrða þeir að frjálshyggj-
an hafi orðið ofan á i málflutningi og
málatilbúnaði þingflokksins. Það er
auðvitað vel skiljanlegt að fólk geri
athugasemdir þegar það kannast
ekki við flokkinn sem það er í eða
stefnuna sem hann rekur. Það er
vitaskuld slæmt þegar kjósendur
tína þannig flokknum sinum og
flokkurinn þeim.
AUt hefur þetta leitt til klofnings í
röðum þeirra einstaklinga sem telja
sig aðstandendur Bandalags
jafnaðarmanna. Hafa þeir séð
ástæðu til að stofna sérstakt félag,
Félag jafnaðarmanna. Næst liggur
fyrir að hinn armurinn í Bandalag-
inu stofni líka sitt félag, Félag frjáls-
hyggjumanna. Þegar þeirri félags-
stofnun er lokið ættu bandalagsmenn
að geta haldið ró sinni enda er þeim
þá í lófa lagið að bjóða fram hvor í
sinu lagi í næstu kosningum til að fá
úr því skorið hvar Bandalag
jafnaðarmanna stendur f pólitíkinni.
Nú er það að vísu svo að til er
flokkur í landinu sem kennir sig við
jafnaðarstefnuna. Sá heitir Alþýöu-
flokkur. Og svo er annar flokkur í
landinu sem styður frjálshyggjuna.
Sá heitir Sjálfstæðisflokkur. Úr því
að meðlimunum í Bandalagi
jafnaðarmanna, sem telja sig styðja
aðra hvora þessa stefnu, vilja ekki
stytta sér leið og ganga í Alþýðuflokk
eða Sjálfstæðisflokk, er ekki um
annað að ræða en að berja á hver
öðrum þangað til úr því fæst skorið
hvert Bandalagið stefnir. Það hlýtur
hins vegar að vera nokkuð kyndug
staða í pólitikinni að vera i flokki,
sem maður veit ekki hvað vill, allra
helst ef það kemur í ljós, að flokkur-
inn hefur villt á sér heimildir með
rangri nafngift.
Nú verða þingmennimir að gera
það upp við sig hvort sé betra fyrir
þá að styðja áfram frjálshyggju-
stefnuna, sem þeir hafa gert að sinni,
eða hvort þeir vilja styðja jafnaðar-
stefnuna sem kjósendur þeirra
fylgja. Guðmundur Einarsson, sem
er einn af frjálshyggjuþingmönnum
Bandalags jafnaðarmanna, hefur af
þessu áhyggjur. Hann átti ekki von á
því að fólk væri að skipta sér af því
hvaða skoðanir hann hefði. Allra síst
fólkið sem er í flokknum. Hún er
stundum þreytandi þessi pólitík.
Dagfari.