Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1985, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1985, Side 14
14 DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGUST1985. Spurningin Átt þú sumarbústað? Ólöf Helga Sigurðardóttir. Já, þaö er ágætt að eiga sumarbústað. Ég er búin að vera í honum í mánuð í sumar. Sigurður Magnússon námsmaður. Nei, ég bý í sveit. Ég hugsa að ég mundi vilja eiga sumarbústað ef ég byggi í bæ. Ásgeir Magnússon flugvélstjóri. Nei, en ég hef aögang að sumarbústööum gegnum stéttarfélagiö. t>aö eru fjögur ár síðan ég fór í þá síðast því þeir eru svolítið langt í burtu fyrir helgarferðir. Ómar Halldórsson vélvirki. Ég er að byggja sumarbústað. Það er hollt, gott og afslappandi að vera i sumarbústaö. Gunnar Jónsson verkamaður. Nei, ég hef annaö við tímann að gera en að vera í sumarbústað. Stefán H. Jónsson sýningarmaður. Nei, og ég hef alls engan áhuga á að eignast hann. Það er langbest að vera heima í góðu veðri. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur „Reglur þjódgardsins eru mjög skýrar” Sr. Helmir Steinsson, þjóðgarðsvörð- nr á Þingvöllum, hringdi: Ég hringi vegna greinar um þjóð- garðsverði sem birtist fyrir stuttu. Mér hefði þótt viðeigandi ef bréfrit- ari sjálfur hefði komiö aö máli viö þjóðvarðsvörð í stað þess aö rjúka beint í blöðin og reyna að gera æsi- frétt úr þessu. I fyrsta lagi vil ég benda á að ná- kvæmar reglur gilda um hvar tjalda skuli í þjóögarðinum. Þegar komið er akandi aö Þingvöllum blasir við skilti sem vísar á þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn. Þar er að finna reglur um umferð og hegðun á svæð- inu. Þetta eru gamlar reglur sem hafa verið endurprentaðar þrivegis að undanfömu. I þeim stendur: „Engin tjöld eða önnur skýli má reisa á friðhelga svæöinu nema aö fengnu leyfi þjóðvarðsvarðar á Þing- völlum og þar sem hann ákveöur.” I sömu reglum stendur jafnframt: „Athugið: Tjaldsvæðin eru greini- lega merkt, annars staðar má ekki tjalda.” Þessar reglur hefur umræddur ferðamaður fengiö í hendur en ekki lesið nógu vandlega, að mér sýnist. Þessar reglur eru m.a. settar til þess að vernda svæðið vegna hugsanlegra elda í kjarrinu, sérstaklega á þurr- umsumrum. Þessi ferðamaður, sem skrifaði greinina, bar einnig þjóðgarðinn Skaftafell saman við Þingvelli m.t.t. tjaldstæöanna. Þykir mér það afar hæpinn samanburður. Á Þingvöllum eru tjaldstæöin dreifð um allt en þau eru aðeins á einum stað i Skaftafelli. Við gefum fólki kost á að velja hvar það vill helst vera en hópum því ekki saman við þjónustumiðstöðina. Það á að vera auðvelt að velja sér tjald- stæði ef menn lesa reglumar vand- lega. Á hverju tjaldstæði eru alþjóð- leg tjaldstæöamerki sem hvert mannsbarn ætti að þekkja. Það er einfaldlega mynd af tjaidi. Horft yfir afl Þingvallastafl. Lögvemd, hvaö ernúþað? Kristbjörg Ásmundsdóttir, hringdi: Þegar ég var stödd í Bláa lóninu um daginn tók ég óvart handklæði sem ég hélt son minn eiga. Þetta er nokkuö sérstakt handklæði þar sem það er minjagripur frá heimsmeistarakeppn- inni í fótbolta á Spáni 1982. Ég hef það fyrir vana að merkja mér mín hand- klæði og ég tók eftir að þetta hand- klæði, sem ég hafði haft með mér heim úr lóninu, var ómerkt. Ég veit að eig- andanum hlýtur að vera annt um að fá það til baka og því hringdi ég. Eigandi vinsamlegast hafi samband við mig í síma 91-43369. Margir íslendingar sœkja heilsubót í Bláa lónifl. HANDKLÆÐI í BLÁA LÓNINU Ólafur Hrólfsson, stjórnarmaður í Lög- vernd, skrifar: Þarf einhver lögvernd á Islandi? Hvers vegna? — til vers? Búum við ekki í réttaíríki? Nei, kæri vinur — ef þú ert Islending- ur á Islandi þá býrð þú ekki í réttar- ríki. Ríki það sem þú býrð í er kallaö lýðveldi og þar ræður sá ríkjum sem sterkastur er — fæddur inn í réttu f jöl- skylduna með réttu samböndin og réttu afstöðuna til þeirra sem ráða ferðinni. Ef þú uppfyllir ekki þessi skil- yrði þá skalt þú ekki láta þér detta í hug að þú búir við réttaröryggi eða þau sjálfsögðu mannréttindi að vera talinn saklaus þar til sekt hefur sannast. Þú hefur ekki einu sinni rétt tii þess að lifa mannsæmandi iifi í „þínu” landi. Verði þér á sú skyssa aö læra ekki lögfræði eða hafa ekki þau laun að þú getir haft iögfræöing starfandi við hliðina á þér út í gegnum allt sem þú gerir þá átt þú þér ekki viðreisnar von enda er slík ó- svinna að vera bara venjulegur Islend- ingur slXk móðgun við alla ráöaklíkuna að það hlýtur að kalla á refsingu. Refsingin er í því fólkin að hirða af þér það sem þú „átt” ef einhverri stjóminni tekst að framleiða verð- bóigu upp á t.d. 130—140% eða ein- hverri annarri tekst að hafa af þér launin óbætt. Stofnuð voru samtökin Lögvemd til þess að aðstoða fólk við að ná rétti sín- um án þess að það þyrfti að uppfylla ofangreind skilyrði. Slík ósvífni fór í taugarnar á nokkrum lögmönnum sem sáu fram á það að þeir yrðu að endur- skoða vinnubrögðin hjá sér. Meira að segja var formaður þessara samtaka svo ósvífinn aö hafa aöra skoðun á ýmsum málum en viðurkennt var af þessum lögmönnum. Risu þeir því upp á afturlappimar með formann lög- mannafélagsins í broddi fylkingar og skömmuðu þessa frekju fyrir óþverra- háttinn. Ekki dugði það til og samtök- in stækka jafnt og þétt og sífellt fleiri taka þátt í starfinu. Þar er um að ræða fólk úr öilum stéttum þessa stéttlausa þjóðfélags þar sem „aliir eru jafnir” og skiptir ekki máli hvort viðkomandi aðilar hafa lent í útistöðum við kerfið. Allir vilja réttlæti og margir eru þeir félagarnir í Lögverad sem hafa „allt sitt á hreinu” og þurfa ekki aðstoð en vilja og geta veitt hana. Það sem fer mest fyrir brjóstið á þessum fáu lögmönnum er sú stað- reynd að nú eiga þeir það á hættu að þurfa að vera sanngjarnir, koma fram við skuldarana eins og þeir séu mann- legar verur með þarfir, þrár og rétt- indi. Þetta er alveg nýtt fyrir þeim og hlýtur að kalla á aðlögunartíma. Von- andi veita samtökin þeim þann tima í t.d. í 2—3 vikur tii viðbótar. Ef iög- menn eru jafngreindir og þeir segjast vera ætti sá tími að nægja og vel það. Ég óska landsmönnum til hamingju með þá félagslegu slysavarðstofu sem Lögvemd er og samtökunum velfam- aðar í starfi. Bréfritarl telur okkur islendinga ekki búa vHJ réttarrfki. Skiladu buddunni minni! Fyrrverandi buddueigandJ skrifar: I gær, fimmtudaginn 15. ágúst, hvarf seðlaveskið mitt frá vinnu- stað mínúm í Síðumúlanum. Veskið er dökkbrúnt og ekki mikið fyrir veski að sjá vegna eili. Þó man ég þá tið þegar það var hvaö fallegast veskja. Það þjónar því hlutverki í dag að geyma skilríki min ásamt lykilkorti úr Iðnaðarbankanum. Sjaldan er um auðugan garö að gresja hvað peningaseðla varðar. Svo var heldur ekki í gær, þannig aö ég skil ekki í að sá sem hefur veskið undir höndum hafi af því nokkurt gagn. Ef hinn sami hefur ekki hent veskinu i rusiatunnuna eða ef einhver athugull hefur séð þaö þar, eöa annars staðar, þá skiii viðkomandi þvi á ritstjóm DV til önnu Bimu Almarsdóttur. Bannið „Ung ogrik"! Eva skrifar: Ég er sammála Nínu, sem skrif- aði lesendabréf þ. 13. ágúst sl. að P.S. og Co eru klúrir. Það ætti að banna lagið. Ef þið lesendur horfiö á Skonrokk hafið þið líklega tekið eftir því þegar myndbandið var sýnt með þessu lagi. Ég hef ekki séð annaö eins. Það verður að banna lagið „Ung og rík”. HRINGIÐ I ÍSÍMA 68-66-11 kl. 13 til 15 eða SKRIFIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.