Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1985, Side 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGUST1985.
9
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
VEGAKORT í HANSKAHÓLFK)
— í kortabúð Landmælinganna er úrval korta á boðstólum
„Þetta er sama vegakortið og
hefur verið í gangi undanfarin ár en
er komiö í nýjan búning. Þessi út-
gáfa hefur líkað mjög vel,” sagði
Bragi Þðrarinsson í hinni nýju korta-
verslun Landmælinga ríkisins að
Laugavegi 178 í samtali við DV.
Hann sýndi okkur nýja útgáfu af
vegakorti af Islandi, í gormabók og
handhægri stærð, sem hægt er að
hafa í vasanum eöa í hanskahólfi bif-
reiðarinnar. Það er mikil breyting
frá gömlu vegakortunum sem allir
þekkja en erfitt er að skoða í bíl
nema þá að hálfeyðileggja það.
Vegakortið er í stærðarhlutföllun-
um 1:500000. Þar er að finna margar
haldgóðar upplýsingar fyrir ferða-
menn, m.a.s. hvaða vegir eru með
varanlegu slitlagi og hverjir eru enn
malarvegir. Þessi nýja útgáfa vega-
kortsins kostar 305 kr.
I kortabúðinni eru á boðstólum öll
kort sem til eru af landinu í ýmsum
mælikvörðum t.d. 1:250000 og
1:100000 o.fl. Hægt er að fá sérkort af
mörgum landshlutum og síðan mjög
nákvæm kort af fáeinum merkis-
stöðum eins og Þingvöllum, Heklu,
Vestmannaeyjum, Skaftafelli,
Mývatni — Húsavík og Jökulsár-
gljúfrum, Hornströndum, Reykja-
vík, Þórsmörk og Landmannalaug-
um. Það er nýjasta kortið og kostar
270 kr.
Þá er hægt að fá níu hlutakort af
öUu landinu í mælikvaröanum
1:250000 i sérstakri plastmöppu og
kostarþað 2000 kr.
Hægt er að panta loftmyndir af
hvaða svæði landsins sem er með
iitlum fyrirvara hjá Landmælingum
Islands sem eru á III. hæðinni á
Laugavegi 178.
Tilvalið er að verða sér úti um sér-
kort af þeim stöðum sem fólk ætlar
sér að heimsækja í fríinu til þess að
kynna sér umhverfið.
I kortabúðinni er hægt að fá inn-
römmuð kort. T.d. innrammað vega-
kort rúmlega 5 þús. kr. og upphleypt
kort í ramma 2.700 kr.
A.Bj.
Skinnið má mæla líka
Þetta litla tæki varð á vegi Neyt-
endasíðunnar á dögunum og vakti þá
spurningu hvort þarna væri ekki á
ferðinni handhæg lausn fyrir snyrti-
vörubúðir og aðra sem láta sig yfir-
leðrið á mannfólkinu einhverju skipta.
Lítill málmsívalningur tengdur við
aöaltækið er hafður í annarri hendi og
haldið um hann þéttingsfast. Með
öðrum skynjara, sem tengdur er við
sama tæki, má síöan mæla rakamagn í
yfirborði húðarinnar og kemur niður-
staðan jafnóðum fram í glugga tækis-
ins. Þannig má finna út hvaöa krem-
tegundir henta best hverjum og einum
og viðskiptavinir geta sjálfir séð um
mælinguna og lesið niðurstööuna jafn-
óðum. Ef slíkt tæki væri til í snyrti-
vörubúðum til dæmis gæti það fækkað
mistökum í vali á kremum og þannig
sparaö neytendum fé því snyrtivörur
eru ekki neysluvara í ódýrari
flokknum. Tækið fannst hjá heild-
versluninni Nunu og kostaöi rúmar
fimm þúsund krónur.
baj
Tækið ar lítk) umfangs og mælir á andartaki þurrk og/eða rakamagn i yfir-
borði húðarinnar. DV-mynd KA
SNÆFELLS
JÖKULS
5iitrar
SKOLAÐUR VIKUR
WASHED PUMICE
Blómavikur
til blöndunar í pottamold
^^xr^wrfcycc^/í't
Lm / rvrwtt i
Kornastærö 4—20 mm
Blöndunarhlutfall 40% vikur, 60% mold
Eykur loftstreymi að rótunum
Bætir súran jarðveg
Tvöfaldar þyngd sína með vatnsdrægni
Miðlar vatni út í þurrki
Ví
t'' Jljj^
V>\°
Jón Loftsson hf. Hringbrautl21 Símii0600
“ \V. <0^ 1»«
' yV1
°V'