Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1985, Side 16
16
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. AGUST1985.
v:
íþróttir
íþróttir
Hercules fær
forkaupsrétt
— á Pétri Péturssyni
Frá Kristjáni Bemburg, fréttamanni
DV í Belgíu:
„Það eina sem getur komið í veg
fyrir að Pétur Pétursson fari til
Hercules í Alecante á Spáni er að hann
samþykki ekkl sjálfur það sem
Spánverjar hafa boðið,” sagði Louis
Wouters, ritari Antwerpen, þegar ég
ræddi við hann í gær. Þá hafði enn ekki
verið gengið endanlega frá
samningum Péturs, leigusamningi
hans til spánska félagsins.
„Antwerpen og Hercules hafa náð
samkomulagi um Pétur í eitt ár og með
mögulegri sölu eftir það tímabil en þá
hefur Hercules, Alicante, forkaupsrétt
á Pétri. En á meðan Pétur Pétursson
hefur ekki skrifað sjálfur undir leigu-
samning félaganna er málið ekki
afgreitt þar sem allir þrír aðilar máls-
ins verða að vera sammála. £g er að
vona að ekkert komi upp sem kemur í
veg fyrir það,” sagði Eddie Wouters
ennfremur. KB/hsím.
ísfirðingar
í s jðunda
Þegar staðan i 2. dcild var birt í'
blaðinu í gær féll lið ísfirðinga úr töfl-
unni. Liðið er nú í sjöunda sæti með 14
stig. Þeir hafa leikið 14 leiki, unnið
þrjá, gert sex jafntefli og tapað fimm.
Markatalan er 12—19.
ísland
vann Sviss
Islenska kvennalandsUðið vann í
gærkvöldi slgnr á því svlssneska er
Uðin mættust í Sviss. ÚrsUtin 3—2 fyrir
landann en fyrri leik iiðanna, sem leik-
inn var á laugardaginn, lyktaði með
jafntefli, 3—3.
Ekki mun hafa verið um jafnsterka
mótherja að ræða í þetta skiptið eins
og á laugardegi þar sem Sviss mun
hafa teflt fram hálfgerðu b-Uði. Mörk
Islands gerðu þær Erla Rafnsdóttir,
Ragna Lóa Stefánsdóttir og Ragn-
heiður Jónasdóttir.
-fros
Beckenbauer
velur 20
Franz Beckenbauer, landsUðsein-
valdur V-Þýskalands, hefur valið 20
manna hóp fyrir leik við Sovétmenn
sem fram fer í Moskvu þann 28.þ.m.
Beckenbauer hefur vaUð Rummenigge
og Brigel, sem báðir leika á ItaUu,
þrátt fyrir efasemdir um að Uð þeirra
láti þá lausa í leUdnn.
Hópurinn Utur þannig út:
Markveröir: Harald Scbumacber (Köln),
Uli Stetn (Hamburger), Varaarmenn: Klaus
Augentaler (Bayera), Thomas Berthold
(Frankfurt), Andreas Brehme (Kaiserslaut-
era), Karl Heinz Föster (Stuttgart), Mathias
Hegert (Uerdingen), Ditmar Jacobs
(Hamburger). Miðjuleikmenn: Hans-Peter
Briegel (Verona), Felix Magatb
(Hamburger), Lothar Matthaus (Bayera),
Norbert Mayer (Bremen), Uwe Bahn (Giad-
bach), Olaf Thon (Schalcke). Sóknarleik-
menn: Klaus AUofs (Kaiserslautern), Pierre
Uttbarski (Köln), Frank Miel (Gladbach),
Karl-Heinz Rummenlgge (Inter MUan), Rudi
VöUer (Bremen), Herbert Waas (Lever-
kusen).
__________ Sig.A.
UEFA fundar
Evrópuknattspymusambandið
(UEFA) kemur saman í dag, eUefu
dögum eftir síðasta fund þess, er
beiðnum Liverpool og Juventus um
vægari dóma eftir Del Heysel-at-
burðina var hafnað. I þetta sinn mun
sambandið ræða öryggiskröfur á leik-
völlum.
Búist var viö að sambandið mundi
taka fyrir þátttöku Englands í næstu
Evrópukeppni, hvort leyfa beri lands-
liði þeirra að taka þátt, en því máli var
frestað fram í október.
-fros
Grótar Einarsson hafur nóð afl senda boltann fram hjó Friflriki Friflrikssyni, Frammarkverfli, og i netifl.
DV-mynd Bjarnleifur.
, Joppurinn aftur og
þar ætlum við að enda”
— sagði Guðmundur Torfason eftir að Fram hafði endurunnið fyrsta sæti 1. deildar með sigri á Víði, 2-1
„£g átti von á erfiðum leik en innst
inni vissl ég að við mundum vinna. Tap
hefði þýtt að mögulelkar okkar hefðu
minnkað rosalega. Sigurtoppurinn
aftur og þar ætlum við að enda. Eg
held að baráttan um Islandsmeistara-
titilinn koml til með að standa á milli
Fram og Vals, held að þetta hafi verið
móralskur sigur og að við komum
tvíefldir til leiks í lokaumferðunum.
Næsta mál er þó úrslitaleikurlnn í
bikarnum á sunnudaginn. Hann verður
að vinna,” sagði Guðmundur Torfa-
son, besti leikmaður Fram í leik liðsins
gegn Víði. Fram vann, 2—1, og skaust
þar með upp í efsta sæti deildarinnar, í
sæti sem þeir einokuðu í fyrri
umferðinni. Einn leikmaður Fram,
Ormarr örlygsson, fékk að sjá rauða
spjaldið í leiknum.
Fram-liðið á enn nokkuð í land með
að ná upp þeirri spilamennsku er liðið
sýndi fyrr í sumar. Leikmenn liðsins
byrjuðu þó mjög vel. Skoruðu strax á 8.
mínútu. Pétur Ormslev tók þá hom-
spyrnu vinstra megin, boltinn rataði
fram hjá ótal leikmönnum beggja liða
áður en hann barst til Guðmundar
Torfasonar sem skoraði með viðstöðu-
lausu skoti í bláhomið. Tveimur
mínútum seinna munaöi minnstu að
Suðumesjamenn næðu að jafna en
Einar Ásbjöm Olafsson átti hörkuskot
af 25 metra færi en rétt yfir. Víðismenn
höfðu frumkvæðið í hálfleiknum,
börðust um hvem bolta og leikmenn
Fram-liðsins náðu ekki að sýna neitt
verulegt spil. Sjö mínútum fyrir hlé
náði Víðir að fá rffárk á töfluna og
þvílikt mark! Daníel Einarsson átti þá
skot rétt innan vallarhelmings Fram,
boltinn sveif yfir þveran og endilangan
völlinn og stefndi upp í samskeytin.
Friðrik Friðriksson, markvörður
Fram, misreiknaöi knöttinn og náði
aðeins að slá hann út, þar var Grétar
Einarsson, bróðir Daniels, fljótur að
átta sig og náði að skora af stuttu færi.
Liöið skiptust síðan á þokkalegum
færum fram að hléi.
Á fjórðu mínútu seinni hálfleiksins
átti Fram stórsókn. Báöir
Guðmundamir, Steinsson og Torfason,
áttu þá skot í vamarmenn Víðis af
stuttu færi. Eftir fríska byrjun Fram
jafnaöist leikurinn og liðið skiptust á
að sækja. Alftamýrarliðið hafði þó náð
tökum á miðjunni en skyndisóknir
Víöismanna sköpuðu oft usla í Fram-
vörninni. Sigurmark Fram kom
stundarfjórðungi fyrir leikslok. Omar
Torfason og einn Víðismanna áttu þá í
baráttu um knöttinn og var ekkert
gefið eftir. Omar reyndist sterkari og
náði að gefa fyrir markið þar sem
Guðmundur Steinsson náði að skalla
boltann fram hjá Gísla Heiðarssyni
markverði og varnarmönnum og í
netið. Tveimur mínútum seinna varð
Fram fyrir því óláni að missa annan
bakvörð sinn, Ormarr örlygsson, út af
fyrir að slá einn leikmanna Víðisliðsins
eftir aö þeir höföu áður lent í tæklingu
saman. Fram varð þá að bíta í það
súra epli að leika einum færri það sem
eftir var. Það virtist þó ekki hafa nein
áhrif á Fram nema aö síöur væri. Svo
virtist sem Víðismenn væri farið að
skorta þrek og Fram átti mun meira í
leiknum það sem eftir var.
Guðmundur Torfason var óneitan-
lega besti leikmaður Fram. Nokkrir
leikmenn liðsins virðast enn vera í
nokkurri lægð eftir fremur slakt gengi
liðsins í síðustu umferðum en óþarfi er
að tíunda það hér. Helsti gallinn á leik
liðsins var að boltinn var oft ekki látinn
ganga nógu hratt og þar voru ófáar
sóknarloturnar sem gestimir náðu að
brjóta á bak aftur í fæðingu af þeim
sökum.
Daníel Einarsson var nokkur yfir-
burðamaður í liði Víðis. Hann var þó
verulega tekinn að lýjast undir lok
leiksins eins og flestir samherjar hans.
Vörn liðsins var mjög sterk lengst af
leiksins auk þess sem miðjumennimir
sýndu oft skemmtileg tilþrif. Sóknin
var ekki nógu bitmikil og er á leikinn
leið fór liðið að reyna meira af lang-
skotum í stað þess að gefa boltann til
framherja.
Kjartan Tómasson dómari er ekki öfunds-
veröur af hlutverki sinu í þessum leik. Leik-
urinn snerfst að miklu leyti upp f baráttu á
miðjunni og mikið var um „tæklingar”
leikmanna. Kjartan stóð ekki f stykkinu og
leikurinn varð fullgrófur.Rauia spjaldið var
réttur dómur en ekkert gult spjald sást f leikn-
um. Það hefði þó tvimælalaust átt að sjást
einu slnni f leiknum er löppunum var kippt
undan Guðmundi Steinssyni aftan frá.
Lið Fram: Friðrik Friðriksson, Þorsteinn
Þorsteinsson, Sverrír Einarss, Viðar
Þorkelsson, Ormarr örlygsson, Pétur
Ormslev, Krlstlnn Jónsson, Guðmundur
Stelnsson, Ömar Torfason, Guðmundur
Torfason.
Lið Vfðis: Gísli Heiðarsson, Daniel
Einarsson, Ránar Georgsson, Einar Asbjöra
Ólafsson, Gfsii Eyjólfsson, Oiafur
Róbertsson, Sigurður B. Magnússon, Guðjón
Guðmundsson, Vilberg Þorvaldsson,
Guðmundur Knútsson, Grétar Einarsson.
Maðurleiksins: Guðmundur Torfason, Fram.
-fros
Sigur-Jón með tvö
— og Þróttur tapaði, 1-2, fyrir Kef lavík þrátt fyrir að hafa
fengið tvö víti sem bæði fóru í súginn
Frá Magnúsi Gíslasyni, fréttaritara
DV á Suðumesjum:
Keflvíkingar halda enn í vonir sínar
um tslandsmeistaratitilinn eftir slgur
á Þrótti á heimaveili sinum í gær-
kvöldi, 2—1. Vonir Þróttar á áfram-
haldandl deildarsæti minnkuðu hins
vegar en ekki er hægt að segja að lánið
hafi leiklð við liðið. Tvær vítaspymur
fóru í súginn og liðið mátti ekki við
þeim lúxus. Það var Sigurjón Kristins-
son, nýi gullkálfurinn í liði Keflavíkur,
sem gerði vonir Þróttar að engu með
tveimur mörkum.
Leikurinn var geysilega f jörugur og
skemmtilega leikinn af hálfu beggja
liðanna, 950 áhorfendur fengu and-
virði auranna í góðri knattspyrnu.
Keflvíkingar hófu leikinn með látum.
Helgi Bentsson átti skot rétt framhjá
og það sama skeði hinum megin á
vellinum nema hvað nú var Þróttarinn
Pétur Amþórsson í aðalhlutverki.
Smátt og smátt náðu Keflvíkingar þó
yfirhöndinni. Þróttarmarkvörðurinn
Guðmundur Erlingsson þurfti að taka
á öllu sínu til að verja skot Ingvars
Guðmundssonar, og stuttu seinna
skoraði Sigurjón Kristjánsson fyrsta
markið fyrir heimamenn en hann
hefur reynst iiðinu óborganlegur síðan
að hann hóf að leika með því. Hann
fékk þá boltann fyrir framan Þróttar-
markið og skoraði örugglega af stuttu
færi, 1—0.
En Þróttur fékk svo sannarlega
færið til að jafna leikinn. Náðu skyndi-
sókn sem endaði á því að Pétri Am-
þórssyni var brugðið. Kristján Jónsson
tók vítaspyrnuna en ekki tókst betur til
en svo að skot hans hafnaði í sam-
skeytum iBK-marksins. Skömmu
seinna átti Loftur Ólafsson skalla í
þverslá heimamanna en það voru þó
heimamenn sem áttu obbann af færum
fyrri hálfleiksins. Þrátt fyrir nokkra
pressu tókst þeim ekki að bæta við
mörkumfyrirhlé.
1 seinni hálfleiknum var Þróttur
mun aðgangsharðara liðið en lengi
gekk ekkert uppi við markið. Daði
Haröarson brenndi illa af úr dauöafæri
og á 52. mínútu fékk Þróttur sitt annað
víti í leiknum. Dæmd hendi á einn Kefl-
víking en skot Björgvins Björgvins-
sonar úr vítaspymunni lenti utan
markrammans. Kristján Jónsson
slapp síðan einn innfyrir vömina en
Þorsteinn Bjarnason bjargaði með út-
hlaupi. Mark lá í loftinu. Feilsending
aftur til Þorsteins Keflavíkurmark-
manns nægði Þrótti til jöfnunar. Sigur-
jón Kristinsson náði boltanum og átti
ekki í erfiðleikum með að skora fram-
hjá Þorsteini í úthlaupi. Ekki var þó
allur vindur úr heimamönnum. Sigur-
jón Kristinsson var á ferðinni í annað
sinn fyrir IBK á 75. mínútu er hann
skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu
frá vítateigshomi, hægra megin, bolt-
inn hafnaði efst uppi viö fjærstöngina,
óverjandi fyrir besta leikmann
Þróttar, Guðmund Erlingsson. Það
sem eftir lifði leiksins átti Ragnar
Margeirsson kost á þvi að skora í þrjú
skipti en mörkin urðu ekki fleiri.
Sigurjón Kristinsson lék við hvern
sinn fingur fyrir IBK. Hann var ásamt
Sigurði Björgvinssyni besti maður liðs-
ins.
Guðmundur stóð sig mjög vel í
marki Þróttar en þeir Pétur Amþórs-
son, Kristján Jónsson, Daði Harðarson
og Ársæll Kristjánsson komust einnig
vel frá leiknum.
Guðmundur Haraldsson dæmdi vel,
spjaldaði tvo Þróttara, þá Daöa
Harðarsson og Amar Friðriksson.
Lið ÍBK: Þorsteinn Bjamasson,
Sigurjón Sveinsson, Freyr Sveinsson,
Valþór Sigþórsson, Sigurður
Björginvsson, Gunnar Oddsson,
Ingvar Guðmundsson, Oli Þór
Magnússon (RagnarMargeirsson75.),
Sigurjón Kristjánsson, Helgi Bentsson
(Björgvin Björgvinsson 80.) Jón Kr.
Magnússon.
Lið Þróttar: Guðmundur Erlings-
son, Nikulás Jónsson, Kristján Jóns-
son, Loftur Olafsson, Ársæll Kristjáns-
son, Pétur Amþórsson, Daði Harðar-
son, Björgvin Björgvinsson, Sigurjón
Kristinsson, Atli Helgason (Birgir
Sigurðsson 62.) Amar Friðriksson.
Maður leiksins: Sigurjón Kristjáns-
son, ÍBK.
-fros