Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1985, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1985, Side 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. AGUST1985. 11 Hvað er þetta? Golf íBolungarvík: Ur6 Í9 Svar: Sparisjóður Önfirð- inga, Flateyri. • Birna Pálsdóttir vifl afgreiflslu i Holtakjöri i Bolungarvik: — Kýs Karvel og er á móti ratsjárstöðinni. DV-mynd KAE. „Sorglegt þegar bömin fara í skóla” — segir bolvíski kaupmaðurinn sem selur allt nema flugvélar og bfla Hún segist telja allt nema bíla og flugvélar og þaö viröast orð aö sönnu þegar litast er um í versluninni Holta- kjör í Bolungarvík. Þar hefur Bima Pálsdóttir verslað í ofurlítilli kytru í 25 ár í haröri samkeppni við stórveldi Einars Guðfinnssonar sem rekur stór- verslun í næstu götu. „Eg tel mig vera samkeppnisfæra í veröi og hér getur fólk fengiö flest þaö sem þarf til daglegrar neyslu. Viö- skiptavinahópur minn samanstendur af 12 f jölskyldum sem versla reglulega viö mig og svo nokkrum einstaklingum i hverfinu sem nenna ekki alla leið niður í stóru búöina hjá Einari Guö- finnssyni,” sagði Bima í samtali við DV um leið og hún seldi bolvískri blómarós fjóra vel þroskaöa banana. Annaö keypti viðskiptavinurinn ekki í þessari umferð og var þó úr nógu aö velja: páskaegg, bollastell, leikföng, mjólkurvörur, niðursuða alls konar, buxur, pils og brauö frá Akureyri. „Þaö er gott aö búa hér i Bolungar- vík. Eg er búin að ala upp 7 böm héma í búðinni, kýs Karvel og er á móti rat- sjárstöðinni. En alltaf þykir mér jafn- sorglegt á haustin þegar börnin mín sjö yfirgefa mig til að fara í skóla ann- arsstaðar.” Aðspurö hvort verslunarveldi Einars Guðfinnssonar hefði ekki einhvern tíma reynt að bregða fæti fyrir sam- keppnisaðilann í Holtakjöri, svaraði Birna Pálsdóttir: „Það hefur aldrei neinn reynt að stoppa mig. En ég veit ekki hvað þeir myndu gera ef ég opn- aði stórmarkað.” Reyndar þarf Birna Pálsdóttir ekki að óttast neitt úr þeirri átt. Kjörmóðir hennar var systir Einars Guðfinnsson- ar og móðir hennar systir Elisabetar, eiginkonu Einars. Það er stutt á milli húsa í Bolungar- vík. -EIR. Unnur póstur Hann heitir Pony og er 38 ára 'gamall. Fullt nafn er aftur á móti | Massey Harris Pony, knallrauður ■ traktor og stendur upp á punt í hús- garðiíBolungarvík. Sumir rækta tré og blóm í görðum sínum. Aðrir vilja dráttarvélar. DV-mynd KAE. Búið er að teikna og skipuleggja 9 holu golfvöll í Bolungarvík. Undanfarin fjögur ár hafa Bolvík- ingar þurft aö láta sér nægja 6 holu völl en nú eru breytingar í vænd- um. „Við hefjum framkvæmdir í haust og sáum í landið að vori,” sagði Halldór Guðbrandsson, for- maður Golfklúbbs Bolungarvíkur. „Við erum með sérstaklega góö fræ frá Landgræðslunni, áburðar- húðuð, eins og böm í móöurkviöi. Þar sprettur sem þau falla.” Að sögn formannsins er ekki óal- gengt aö sjá 50 manns leika golf í Bolungarvik á góðum fridegi en félagar í Golfklúbbnum eru 30 tals- ins. -EIR. | HúnUnnur er póstur í Bolungarvík og ber út bréfin með sínu lagi. Hún veit hver á að fá hvað og málin eru afgreidd þar sem hentugast þykir. Þaðspararsporin. „Eg ber nú aðallega út gluggaum- slög, þaö er víst sama sagan úti um allt landi,” sagði Unnur póstur í samtali við DV. „Eg er í háifu starfi og fæ 7 þúsund krónur fyrir en ekki neinn búning eins og þeir fyrir sunnan.” En þaö er í lagi. Allir bæjarbúar vita hvernig pósturinn lítur út. . -EIR/DV-mynd KAE. Pony '47 Það er engin lygi. Brauð- og kökuúr- valið í bakaríinu í Bolungarvík er svipaö og í dönsku „konditóri” við Strikið i Kaupmannahöfn; kanel- sniglar, mandarinkökur og hvaðeina. Og allt selst þetta eins og heitar lummur. virðist sem hver hugsi um sig hér í plássinu. Það væri reyndar skemmti- i legra ef ég gæti talað við einhvem því hér kunna fáir dönsku. Þeir sem kunna hana að einhverju ráði eru feimnir að tala, ég held að ég hafi talað viö tvo eöa þrjá frá því ég kom,” sagöi Per Peter- sen en huggaði sig við að presturinn var rétt ókominn úr fríi,” . . . hann hlýtur þó aðkunna dönsku.” Per Petersen bakari kemur frá Es- bjerg þar sem íbúar eru 30 þúsund. I Bolungarvík búa 1300 manns sem elska dönsku kökurnar hans Petersens bakara. -EIR. — sérf ræðingur í upplyf tum vínarbrauðum Astæðuna fyrir öllu þessu úrvali er að finna í prestsbústaðnum í Bolungarvík þegar degi hallar. Þar situr Per Petersen bakari frá Esbjerg í Danmörku, sóttur alla leið yfir hafið til að kenna Bolvíkingum að baka al- mennilegar kökur. „Eg hef nú lagt aðaláhersluna á að kenna þeim að baka vínarbrauð. Þeir urðu óskaplega hissa þegar þeir sáu hvernig vínarbrauðin mín lyftu sér því þeirra vínarbrauð voru alltaf klesst og þung,” sagði Per Petersen í samtali við DV á tröppum prestsbústaðarins. Per vann áður í bakaríinu West-End í Esbjerg en þar sérhæfa menn sig í skreytikökum alls konar. Hann er til- tölulega nýkominn til Bolungarvíkur og ráðgert er aö hann leiðbeini bolvísk- um bökurum fram á vetur. „Eg kann ágætlega við mig hérna í kyrrðinni. Fólkið er vinalegt og mér • Par Petersen i bakaríinu i Bolungarvik: — Þeir urflu óskaplega hissa þegar þeir sáu hvernig vinarbrauðin min lyftu sér. DV-mynd KAE. DANSKUR BAKARI í BOLUNGARVÍK t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.